Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 4. júlí 1990
Nýtt pósthús tekið í notkun á Kópaskeri:
Nvjar stafrænar símstöðvar
á Hvannnstanga og Laugarbakka
frétfir
Ymsar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar í sumar hjá Umdæmi-
3 hjá Póst- og símamálastofn-
uninni að sögn Arsæls Magnús-
sonar umdæmisstjóra, en í
þessum mánuði veröur tekið í
notkun nýtt póst- og sírnahús á
Kópaskeri, en umdæmi Kópa-
skers er Öxarfjarðarhreppur,
Kelduneshreppur og Presthóla-
hreppur að hluta.
í ár er einnig á áætlun bygging
fyrsta áfanga verkstæðis fyrir
tæknimenn á Hvammstanga, en
þeirra þjónustusvæði er síma-
svæði Hvammstanga, Brúar og
Hólmavíkur að hluta.
í húsaviðhaldi eru fyrirhugaðar
verulegar viðgerðir utanhúss á
Sauðárkróki, Siglufirði og Þórs-
höfn og um leið verða lagfærðar
inngönguleiðir fyrir fólk í hjóla-
stól á a.m.k. tveimur fyrrnefndu
stöðunum.
Venjubundin jarðsímaverkefni
verða í sumar í bæjum og sveit-
um samhliða aukinni notkun á
línukerfinu er fylgir aukinni
notkun síma.
A Blönduósi er unnið að upp-
setningu stafrænnar símstöðvar í
stað stöðvarinnar sem tekin var í
notkun í vetur. Hún er í flytjan-
legu húsi sem almennt gengur
undir nafninu „Flakkarinn". Á
Hvammstanga og Laugarbakka í
Miðfirði verða teknar í notkun
stafrænar símstöðvar í haust í
stað eldri símstöðvar á Hvamms-
tanga.
Skeljungur hf.:
Kristmn Bjömsson tekur
við starfi forstjóra
- Indriði Pálsson stjórnarformaður
Kristinn Björnsson hefur tekið
við starfi forstjóra Skeljungs
hf. frá 1. júlí. Kristinn tekur
við starfinu af Indriða Pálssyni
en hann hefur starfað hjá fyrir-
tækinu frá ársbyrjun 1959 og
verið forstjóri þess frá ársbyrj-
un 1971.
Kristinn Björnsson er lög-
fræðingur að mennt en frá árinu
1982 hefur hann gegnt starfi for-
stjóra Nóa-Síríus hf. og Hreins
hf. Auk aðalstarfa sinna hefur
Kristinn gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum, m.a. í stjórn Félags iðn-
rekenda, nú síðast sem varafor-
maður þeirra samtaka. Hann er í
framkvæmdastjórn Verslunar-
ráðs Islands auk þess að eiga sæti
í aðalstjórn, framkvæmdastjórn
og samningaráði Vinnuveitenda-
sambands íslands. Kristinn er
kvæntur Sólveigu Pétursdóttur
varaþingmanni og eiga þau þrjú
börn.
Á aðalfundi Skeljungs í apríl
s.l. var Indriði Pálsson fráfarandi
forstjóri, kjörinn í stjórn fyrir-
tækisins og er liann formaður
stjórnar þess.
Um leið og bygging stafrænu
símstöðvanna gerist losnar línu-
búnaður frá eldri gerð símstöðva
sem verður notaður til fjölgunar
langlínusambanda, og í þessu
umdæmi hefur verið fjölgað lín-
um í allar eldri stöðvar.
Aukin þjónusta við
farsímanotendur
I júnímánuði var sett upp far-
símastöð á Auðbjargarstöðum í
Öxarfirði, og von er á aukningu á
sendum á Skollahnjúk á Fljóts-
heiði. Boðkerfið sem tekið var
upp hér á Akureyri sl. haust,
verður í sumar sett upp á Húsa-
vík, Dalvík og Sauðárkróki, en
boðkerfið býður upp á nýja þjón-
ustu sem gerir auðvelt að ná til
notenda innan þess svæðis sem
boðsendirinn nær til. Svipað kerfi
er þekkt innan heilbrigðisstéttar-
innar, t.d. ef sjúkrahús þarf að ná
í bakvakt sem ekki er innan
veggja sjúkrahúsins.
í auknum mæli er lögð áhersla á
eins hraða póstþjónustu eins og
auðið er miðað við flutninga-
kerfi. Sett er upp eftirlitskerfi til
að fylgjast með því hvort þessum
markmiðum er náð og þau
haldin. Eftirlitskerfið starfar
bæði innanlands og til Norður-
landa.
Póstur og sími leggur nú sér-
staka áherslu á svokallaða for-
gangsþjónustu, EMS-þjónustu
(Express Mail Service) en Póstur
og sími hefur kallað Einkar
Mikilvæg Sending. Þjónusta þessi
er innt af hendi gegn sérstöku
gjaldi, og fær sérstaka meðhöndl-
un sem á að gera kleift að ná til
viðtakanda á sem skemmstum
tíma miðað við það flutninga-
kerfi sem til boða stendur. GG
Raflagnadeild KEA
ERUM
FLUTTIR!
Raflagnadeild KEA hefur verið
flutt á nýjan stað, Óseyri 2.
Við bjóðum ykkur öll velkomin.
Kær kveöja,
Starfsmenn Raflagnadeildar KEA
Símar: 30300 (Skipiiború KEA) og 30415 (beinn símii
Feðgarnir í Skálafelli, þeir Páll og Sigurgeir, hafa tekið við Peugeot-sölu-
umboði. Mynd: EHB
Akureyri:
Skálafell með Peugeot-umboðið
Skálafell hf. á Akureyri,
umboösaðili Jöfurs hf. í
Reykjavík, hefur tekið við
söluumboði fyrir Peugeot-bif-
reiðar. Þar með býður Skála-
fell upp á þjónustu og sölu
fjögurra bifreiðategunda, auk
Peugeot eru það Skoda,
Chrysler og Alfa Romeo.
Skálafell hf. er til húsa við
Draupnisgötu 4. Feðgarnir Sig-
urgeir Sigurpálsson og Páll Sig-
urgeirsson reka fyrirtækið, sem
er bifreiðaumboð, verkstæði og
varahlutaþjónusta.
Þeir feðgar segja að mikið sé
um Peugeot-bíla á Akureyri. I
ágúst eru væntanlegir fyrstu bíl-
arnir af 1991 árgerðinni til
landsins. Peugeot 205 hefur feng-
ið afar góða dóma í Þýskalandi,
309 var valinn bíll ársins í Dan-
mörku árið 1987, en 405 bíll árs-
ins í Evrópu 1988.
Auk þessara gerða koma á
markaðinn í haust tvær aðrar
gerðir, Peugeot 605, sem er lúx-
us-fólksbíll sem mikið er spurt
eftir, og fjórhjóladrifin gerð af
Peugeot. „Við munum leggja
okkur fram um að veita Peugeot
eigendum góða þjónustu og sinna
þeim vel,“ sagði Sigurgeir. EHB
Menningarsamtök Norðlendinga:
Grófargil verði listagil
Aðalfundur MENOR, Menn-
ingarsamtaka Norðlendinga,
var haldinn á Kópaskeri sl.
sunnudag. Á fundinum var
samþykkt svohijóðandi álykt-
un í tengslum við hugmyndina
um að gera Grófargil á Akur-
eyri að miðstöð menningar og
Iista:
„Aðalfundur MENOR haldinn
á Kópaskeri 1. júlí, 1990, lýsir
yfir stuðningi við framkomna
hugmynd um að gera Grófargil
að listagili.
Fundurinn fagnar því, að í
málefnasamningi meirihlutans í
bæjarstjórn Akureyrar sé því
heitið að styðja þær.
í Menningarsamtökum Norð-
lendinga eru félög, einstaklingar,
leikmenn og lærðir, sem tengjast
listum og menningarmálum af
ýmsu tagi norðanlands.
Aðalfundurinn telur það
fullvíst, að slík starfsemi á Akur-
eyri yrði menningarmálum á
Norðurlandi til framdráttar.,
Fundurinn vill skora á bæjaryfir-
völd að hrinda þessari hugmynd í
framkvæmd í samvinnu við leik-
menn og lærða á sviði lista og
menningarmála á Akureyri og
Norðurlandi.“
Þessi ályktun var send bæjar-
stjórn, bæjarráði, menningar-
málanefnd og menningarfulltrúa
Akureyrar. SS
r Okuleikni B.F.0.
á Útgerðarfélagsplaninu
Arleg keppni í ökuleikni,
svokölluð Okuleikni B.F.Ö.
fer fram á bflastæði Útgerðar-
félags Akureyringa á morgun,
og hefst kl. 20.00.
Keppt verður í karla- og
kvennagreinum auk 17 ára riðils,
þ.e. ökumenn sem eru með öku-
skírteini á fyrsta ári. Einnig fer
fram reiðhjólakeppni fyrir 9 ára
og eldri.
Hér er ekki um að ræða hrað-
aksturskeppni, frekar keppni í
tillitssemi og aðgætni. Veitt
verða verðlaun í öllum flokkum,
og sigurvegararnir fara suður í
haust í úrslitakeppni.
Félagsskapurinn JC-Súlur sér
um þessa keppni nú eins og mörg
undanfarin ár. GG
Akureyringar
Ferskar
fréttir með
morgunkaffinu
Askriftar'S’ 96-24222