Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 4. júlí 1990
Landsvirkjun fagnar 25 ára afinælinu við Blönduvirkjun:
Raforkuframleiðsla landsmanna
hefur sjöfaldast á þeim tíma
- hornsteinn lagður að 13 milljarða króna Blönduvirkjun
Landsvirkjun fagnaði 25 ára afmæli sínu sl. sunnudag við Blönduvirkjun, að við-
stöddum mörgum góðum gestum. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði
hornstein að virkjuninni, sem er stærsta neðanjarðarvirkjunin hérlendis og fyrsta
stórvirkjunin norðan heiða. Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965 samkvæmt lög-
um nr. 59 frá 11. maí 1965, en núgildandi lög um Landsvirkjun eru nr. 42 frá 23.
mars 1983. Landsvirkjun var upphaflega sameign ríkisins og Reykjavíkurborgar og
átti hvor aðili um sig helming fyrirtækisins allt til 1. júlí 1983, er nýr sameignar-
samningur um Landsvirkjun tók gildi og Laxárvirkjun sameinaðist Landsvirkjun.
Akureyrarbær gerðist þá meðeigandi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fyrirtæk-
inu. Síðan er ríkið eigandi þess að hálfu, eignarhluti Reykjavíkurborgar 44,525%
og Akureyrarbæjar 5,475%.
Á skildinum stendur: „Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, lagði hér
hornstein að þessu orkuveri við Blöndu hinn 1. dag júlímánaðar 1990.“
kolkustIfla
MÍOLUNARLÓN
ÞRÍSTIKLA
STÖÐVARHÚS
SMALATJÖRN
iT ARA'
IUNDARVATN
INDDSTIFLA
GILSVATN
INNTAKSLÓN
IILSARSTIFLA
Blanda á upptök í Hofsjökli og
rennur um 125 km leið í Húna-
fjörð. Árið 1949 voru uppi fyrstu
ráðagerðir um virkjun hennar.
Var þá mælt land við Vatnsdalsá
og Friðmundarvötn og Pálmi
Hannesson, rektor, athugaði
gerð og skipan jarðlaga við ofan-
verða Blöndu og Vatnsdalsá, að
beiðni Sigurðar Thoroddsen,
verkfræðings. Engar áætlanir um
virkjunina munu þó hafa birst
fyrr en á árinu 1957, og allt til
ársins 1972 var ráðgert að virkja
Blöndu og Vatnsdalsá saman nið-
ur í Vatnsdal við býlið Forsælu-
dal.
Áætlanir um virkjun Blöndu í
eigin farvegi beindust í fyrstu að
því að leiða vatnið að inntaki
austan í Selbungu og virkja þar
314 m fall um neðanjarðarstöð í
landi Guðlaugsstaða. Þessi til-
Forseti Islands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, flutti ávarp er hún hafði
lagt hornstein að Blönduvirkjun.
Myndir: -bjb
högun kom fram í frumáætlun
um virkjunina vorið 1975.
Við nánari athugun kom í ijós,
að hagkvæmara og öruggara væri
að leiða vatnið nokkuð skemur út
eftir heiðunum um inntakslón í
Eldjárnsstaðaflá að inntaki á
Eiðsstaðabungu og virkja þaðan
287 m fall um neðanjarðarstöð í
Eiðsstaðalandi. Áætlun, sem birt
var vorið 1980 var miðuð við
þessa tilhögun, og hefur hún
haldist síðan í meginatriðum.
Framkvæmdir við Blöndu
hófust haustið 1984
Orkustofnun annaðist allar jarð-
fræðirannsóknir og jafnframt
forsjá verksins til ársins 1980, en
þá var Rafmagnsveitum ríkisins
falið að annast frekari undirbún-
ing. Með samningi ríkisins og
Landsvirkjunar, 11. ágúst 1982,
tók fyrirtækið að sér að reisa og
reka Blönduvirkjun sem sína
eign frá 1. október 1982.
Haustið 1984 hófust fram-
kvæmdir við 150 MW virkjun í
þremur 50 MW vélasamstæðum
sem nýta 287 m fall. Fyrsta véla-
samstæðan verður tekin í gagnið
haustið 1991 og ári síðar verða
þær allar komnar í gang. Blanda
er stífluð við Reftjarnarbungu og
myndast við það 39 ferkílómetra
miðlunarlón sem stækka má
síðar. Frá stíflunni er vatnið leitt
18,5 kílómetra leið eftir skurðum
og vötnum að inntakslóni á Eld-
járnsstaðaflá og þaðan áfram eft-
ir 1,3 km skurði í Eiðsstaða-
bungu að inntaki á hæðarbrún-
inni. Frá því liggja stálpípa og
stálfóðruð þrýstivatnsgöng að
stöðvarhúsinu sem er inni í berg-
inu. Frá húsinu liggja 1,7 km löng
frárennslisgöng og 1,2 km langur
skurður í farvegi Blöndu.
Aðkomugöng að stöðvarhúsinu
liggja í 12% halla og eru 808 m
löng og er munni þeirra í hlíðinni
rétt fyrir norðan Eiðsstaði.
400 manns að störfum
í sumar við Blönduvirkjun
Eins og áður segir verður Blöndu-
478,0
rrfr-ay.
LANGSNIÐ f VATNSVEGI
Yflrlitsmynd af virkjunarsvæði Blöndu og fyrir ofan er langsniðsmynd af svæðinu.