Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 4. júlí 1990
Blóm í blíðu og stríðu
Viljir þú senda blóm til vina á höfuðborgarsvæðinu þá erum við til þjónustu reiðubúin >
Krossar ★ Kransar ★ Kistuslíieytingar ★ Samúðarvendir ★ Sendingarþjónusta \
Blómahafíð, Stórhöfða 17 v/Gullinbrú, 112 R-vík, sími 91-67 14 70 _
Blóm og gjafavara \
y/S/t
Opnun tilboða í bjórflutninga ÁTVR:
Fimmtán \ilja flytja Sana-
bjórinn til Reykjavíkur
- alls komu tilboð frá 34 aðilum
í gær voru opnuð tilboð hjá
Innkaupastofnun ríkisins í
flutninga á bjór og tóbaki til
útsölustaða ÁTVR og flutning
bjórs frá Sana á Akureyri til
Reykjavíkur. Alls bárust til-
boð frá 34 aðilum, bæði skipa-
félögum og vöruflutningaaðil-
um á landi. I bjórflutningana
milli Akureyrar og Reykjavík-
ur bárust 15 tilboð. Ekki
fékkst uppgeflð um lægstu
tilboð, þar sem verið er að yfir-
fara tilboðin, en það mun taka
nokkra daga.
Samkvæmt heimildum Dags
bauð Eimskip aðeins í flutning-
ana á Akureyri og Skipadeild
Sambandsins bauð í flutninga til
útsölustaða ÁTVR á ísafirði,
Sauðárkróki og Akureyri. Að
öðru leyti eru tilboðin frá vöru-
flutningafyrirtækjum, sem buðu
aðeins í þá staði sem þau eru frá,
því samningur var á milli fyrir-
tækjanna að fara ekki yfir á
ókunn yfirráðasvæði. Samt voru
sumstaðar fleiri en eitt tilboð í
útsölustaðina og samkeppni því
til staðar þar.
Utsölustaðir ÁTVR, sem um
er að ræða, eru eftirtaldir: Akra-
nes, Ólafsvík, ísafjörður, Sauð-
árkrókur, Siglufjörður, Akur-
eyri, Seyðisfjörður, Neskaup-
staður, Selfoss og Vestmannaeyj-
ar.
Tvisvar áður hefur ÁTVR haft
þennan hátt á í útboðum á vín-
og tóbaksflutningum til útsölu-
staðanna en í fyrsta skipti er nú
boðið í bjórflutningana frá Sana
á Akureyri til Reykjavíkur.
Mesta spennan er í kringum þá
flutninga, því til útsölustaðanna
voru ekki nema 1-3 tilboð um
hvern stað. Engin kostnaðaráætl-
un var birt vegna þessara tilboða
hjá ÁTVR. -bjb
Munu Akureyringar flokka
sitt sorp og endurvinna?
- slíkt ferli er þegar hafið í nokkrum mæli
„Við höfum verið aftarlega á
merinni hvað varðar sorpeyð-
ingu og endurvinnslu og það er
rétt á síðustu mánuðum sem
við höfum farið að hugsa um
þessi mál. Á Akureyri erum
við þó með endurvinnslu hjá
Gúmmívinnslunni og einnig er
tekið á móti plasti á svæðinu
og það síðan flutt út til endur-
vinnslu,“ sagði Valdimar
Brynjólfsson, heilbrigðisfull-
trúi Eyjafjarðar, í samtali við
Dag.
Hugtakið endurvinnsla er nú æ
meira notað og fólk virðist velta
umhverfismálum mikið fyrir sér á
íslandi þessa dagana og er það í
samræmi við þróun mála í mörg-
um þjóðlöndum heimsins. Minna
ber hins vegar á þessu hugtaki í
verki enn sem komið er, en mót-
taka gosdrykkjaumbúða hefur þó
verið áberandi og gefist vel.
Dagur kom inn á þessi mál í
frétt um að ónýtum rafhlöðum
væri safnað saman til sérstakrar
eyðingar svo ekki kæmi til meng-
unar frá þungmálmum í þeim.
Hættuleg úrgangsefni eiga að
sjálfsögðu ekki heima á haugun-
um en nú er menn líka farnir að
átta sig á því að möguleikar á
endurvinnslu sorps eru miklir og
horfa t.a.m. til pappírsflóðsins
sem fellur til á degi hverjum.
„Umhverfismálin eru í brenni-
depli. En ætli sorpflokkun og
endurvinnsla tengist ekki spurn-
ingunni um peninga og einnig
mannfæð á svæðinu, en allt þarf
að borga sig. Það er náttúrlega
miklu auðveldara að flokka út og
koma vinnslu í gang þegar mikið
sorp fellur til,“ sagði Árni Steinar
Jóhannsson hjá Umhverfisdeild
Akureyrarbæjar aðspurður um
þessi mál.
Hjá Akureyrarbæ hafa menn
lengi velt sorpeyðingarmálum
fyrir sér og kannað möguleika á
brennslu og öðrum leiðum en
niðurstaðan hefur orðið sú að
sorpið er urðað á Glerárdal.
Niðurstaðan er sú sama í Reykja-
vík en þar verður sorpið fyrst sett
í bagga. Akureyringar hafa nú
tileinkað sér notkun ruslagáma
og hefur sú hugmynd heyrst að
með gámunum væri hægt að taka
upp vísi að sorpflokkun; einn
gámur fyrir pappír, annar fyrir
matarúrgang o.s.frv. SS
Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn:
Irmritim nýnema lokið
- töluverð ijölgun í VMA
Sauðárkrókur:
Veiði í Þorvaldsdalsá að hefjast:
16 og 20 punda laxar
á land á íyrsta degi
í gær hófst veiði í Þorvaldsdalsá á Árskógsströnd og ekki er hægt að
segja annað en að veiðin hafi byrjað bærilega. Heiðar Ingi Ágústs-
son starfsmaður í Eyfjörð á Akureyri, reið á vaðið og hann gerði sér
lítið fyrir og snaraði 2 vel vænum löxum á land. Heiðar sem var með
flugu, veiddi 20 punda hæng á heimatilbúna túbu nr. 10 og 16 punda
hrygnu á Laxá-Blá nr. 6. Hængurinn reyndist Heiðari erfiður en
hann hafði betur eftir eins og hálfs tíma baráttu. Nú þegar er búið
að sleppa í ána 40 hafbeitarlöxum og um miðjan júlí verður fleiri
löxum sleppt í ána, þannig að veiði getur orðið býsna fjörug í
sumar. -KK
-r . í'
Heiðar Ingi með laxana vænu úr Þorvaldsdalsá.
Mynd: KL
Enn er talið hjá, jarlinum“
Innritun nýnema í framhalds-
skólana á Akureyri lauk fyrir
skemmstu. Eins og undanfarin
ár var ekki hægt að taka alla
inn í skólana sem sóttu um,
vegna húsnæðisþrengsla. Tæp-
Iega 200 nýnemar voru teknir
inn í Menntaskólann og á
fjórða hundrað fengu inn-
göngu í Verkmenntaskólann.
Að sögn Valdimars Gunnars-
sonar, kennslustjóra Mennta-
skólans, verða nýnemar á kom-
andi skólaári um 190 talsins og er
það svipaður fjöldi og undanfarin
ár. Auk þess verða teknir inn 20
nemendur á annað og þriðja ár.
Valdimar segir að skólinn sé nán-
ast yfirfullur og á mörkunum að
hann hreinlega springi, þannig að
ljóst er að skólinn á í verulegum
húsnæðisvandræðum eins og
reyndar mörg undanfarin ár.
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari Verkmenntaskólans,
segir að 986 umsóknum um
skólavist næsta skólaár hafi verið
svarað jákvætt og þar af eru 363
frá nýnemum. „Nýnemar eru all-
ir þeir sem ekki voru á skrá síð-
astliðið ár en einhverjir þeirra
eru iðnnemar sem eru að koma
aftur. Nýnemar eru því á fjórða
hundrað," sagði Bernharð.
Þó að öllum þessum fjölda hafi
verið svarað jákvætt, er ekki
öruggt að þeir mæti allir til leiks í
haust, einhver afföll verða alltaf,
en að sögn Bernharðs eru þetta
samt töluvert fleiri nemendur en
voru við nám í skólanum síðast-
liðið skólaár. Aukningin er um
70-80 manns en húsnæðisþrengsli
verða þó ekki meiri en í fyrra,
þar eð betur raðast í hópa. Auk
þessa eru biðlistar um ýrniss kon-
ar nám og er ekki loku fyrir það
skotið að einhverjir komist inn af
þeim, ef einhverjir hætta við af
þeim sem þegar hafa fengið inn-
göngu.. -vs
Enn eina feröina beiö lögregl-
an eftir Jóni „Drangeyjarjarli“
Eiríkssyni á hafnarbakkanum
á Sauðárkróki þegar hann
lagði að landi sl. mánudags-
kvöld með fólk sem verið hafði
Útlit er fyrir að veðráttan á
Vindheimamelum landsmóts-
dagana fari stigbatnandi eftir
því sem líður á mótið og nái
hámarki um leið og það, þ.e. á
laugardag.
í dag og á morgun er búist við
í Drangeyjarsiglingu með
honum. Talið var upp úr
bátnum, en í Ijós kom að Jón
var með færri farþega en hann
má vera með samkvæmt nýja
haffærisskírteininu.
hægri norðanátt, 6-8 stiga hita og
þurru veðri en á föstudag og
laugardag verður „englablíöa,“
eins og Bragi Jónsson, veður-
fræðingur, komst að orði. Hann
sagði einnig að Eyfirðingar
fengju sama veðrið og þeir í
Skagafirðinum þessa daga. -vs
Jón sagði að sér hefði komið
þetta mjög á óvart þar sem hann
hefði nú haldið að þessum málum
hefði lokið við útgáfu haffæris-
skírteinis á Nýja Víking sem
skemmtiferðaskip. Um borð í
bátnum mega nú vera 24, en ein-
ungis 21 var um borð á mánu-
dagskvöld svo að allt var löglegt
og fóru því laganna verðir erind-
isleysu í þetta sinn.
Töluvert hefur verið að gera
hjá Jóni í Drangeyjarferðum eftir
að hann fékk leyfi frá liinu opin-
bera og segist hann sjá fram á
töluverða aukningu lijá sér sam-
fara Landsmóti hestamanna ef
veður verður gott. Annars er
færafiskur að glæðast og eftir því
sem Jón segir er ekki tryggara að
gera út á ferðamenn en færafisk-
inn þegar þannig er á það litið.
SBG
Landsmótsveðrið:
Svalt fram að helgi
- „englablíða“ um helgina