Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 4. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SIMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Ólaíur Ragnar
styrkir stöðu sína
Um síðustu helgi héldu Alþýðubandalags-
menn miðstjórnarfund á Egilsstöðum.
Margir voru búnir að spá því að átök yrðu á
fundinum, og jafnvel að hann yrði allsögu-
legur. Sú spá gekk hins vegar ekki eftir.
Ákveðin öfl innan Alþýðubandalagsins
virðast hafa það að meginmarkmiði að
vega stöðugt að formanni flokksins, Ólafi
Ragnari Grímssyni. Fjölmiðlar grófu það
upp skömmu fyrir miðstjórnarfundinn að
þessi öfl ætluðu að láta til sín heyra þar, og
var mikið spáð í spilin hvernig staða for-
mannsins yrði eftir fundinn. Leikar fóru
svo að Ólafur Ragnar styrkti stöðu sína
innan Alþýðubandalagsins, þvert ofan í
það sem ýmsir höfðu reiknað með.
Alþýðubandalagsmenn vildu ekki for-
dæma ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar fyrir það hvernig staðið væri að
kjarasamningum við BHMR. Minnihluta-
hópur innan flokksins vildi að fundurinn
fordæmdi stjórnina fyrir afstöðuna í mál-
inu, en slík fordæming hefði auðvitað veikt
stöðu Ólafs Ragnars sem flokksformanns
og ráðherra flokksins.
Þessi málflutningur fékk ekki hljóm-
grunn á fundinum. Meirihluti fundar-
manna hefur greinilega skilið að með því
að samþykkja tillögu um fordæmingu væri
verið að reka einn naglann enn í þá líkkistu
sem sundrungaröflin smíða kringum flokk-
inn. Stjórnarandstaðan innan Alþýðu-
bandalagsins á því greinilega undir högg
að sækja þessa dagana, þótt hún hafi átt
auðvelt með að blása ágreiningsmál út í
fjölmiðlum.
Sundrungaröflin í Alþýðubandalaginu
hafa bakað því mikið tjón og töluverðum
álitshnekki meðal kjósenda, eins og úrslit
bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri eru
gott dæmi um, en þar tapaði Alþýðubanda-
lagið hundruðum atkvæða. Alþýðubanda-
lagið hefur orðið skotspónn neikvæðrar
fjölmiðlaumfjöllunar, enda af nógu að taka
fyrir þá sem hafa kært sig um. Það verður
mikið verk fyrir Ólaf Ragnar að byggja
flokkinn upp aftur, sérstaklega í Reykjavík
þar sem klofningurinn er mestur. EHB
Vilhjálmur Ingi Árnason:
Neytandinn og saurgerillinn
Fyrir skömmu stóðu Neytenda-
samtökin fyrir könnun á mengun
í fjörum víðsvegar um landið.
Niðurstöður þeirrar könnunar
munu koma fram í næsta Neyt-
endablaði, en það voru upplýs-
ingar Heiibrigðiseftirlits Eyja-
fjarðar sem urðu tilefni þess að
ég rita þetta greinarkorn.
Börn og unglingar á
Akureyri „Eta skít“
Pessi fullyrðing kann að þykja
óviðeigandi og ekki prenthæf, en
því miður á hún við rök að
styðjast. Öll vitum við að það
liggja skólprör fram í pollinn,
það sem hins vegar fæst okkar
vita er það að saurgerlamengun á
stórum svæðum við þessar skólp-
lagnir er 10-50 sinnum yfir þeim
hámörkum sem sett hafa verið í
gildandi mengunarvarnareglu-
gerð. Nú kann einhver að spyrja
hvað þetta komi börnum og ung-
lingum við, en það er sorgleg
staðreynd, að á tveim menguð-
ustu stöðunum, þar sem skítur-
inn veltur fram úr ræsunum, eru
helstu sjóleikssvæði barnanna
okkar.
Sækattareiö í
saurgerlasúpu
í krikanum við Torfunefsbryggju
borga unglingar stórfé fyrir að fá
að þeysa á „sæköttum“ í glundr-
inu, sumir detta og súpa hveljur,
það fer svo eftir óheppni hversu
marga saurgerla hver og einn inn-
byrðir. Samkvæmt könnun Heil-
brigðiseftirlitsins geta gerlarnir
skipt þúsundum í meðal gúlsopa.
Skóli í skólpi
Siglingaklúbbnum NÖKKVA
var af bæjaryfirvöldum úthlutað
útivistarsvæði við Höpfners-
bryggju. Nú hefur bryggjan verið
tekin án þess að önnur kæmi í
staðinn, og félagsmönnum beint
á einn mengaðasta blett fjarðar-
ins. Siglingaklúbburinn hefur um
árabil staðið fyrir barnastarfi þar
sem kennd hafa verið fyrstu tökin
á siglingaíþróttinni. Eini staður-
inn sem þessi barnaskóli hefur til
afnota, er í fjörunni sunnan upp-
fyllingarinnar, þar er skólpræsi
og sýni sem heilbrigðiseftirlitið
tók, var 90 sinnum yfir viðmunar-
mörkum. Þegar rennsli Eyja-
I fjarðarár var breytt og fært á einn
stað við austurlandið, myndaðist
kyrrstaða í vesturkrikanum og
mengunin safnast upp.
Hvað er til ráða
Það er ekki annað að sjá en Heil-
brigðiseftirlitið hafi sinnt eftirlits-
skyldu sinni, því viðamikil
skýrsla um mengun við Akureyri
var kynnt fyrir bæjarstjórn 1988.
En því miður hafði núverandi
mengunarvarnareglugerð ekki
öðlast gildi, þannig að „lagalega
séð“ var ástandið ekki ólöglegt,
og því hægt að stinga málinu und-
ir stól og beina kröftunum að
öðrum „þarfari" verkum. En nú
er reglugerðin loksins komin, og
til er áætlun um hvernig leiða
megi allt skólp frá pollinum í
hreinsistöð við Glerárósa. Ég
skora því á bæjarstjórn Akureyr-
ar að taka nú hendurnar upp úr
buxnavösunum og hætta að láta
börnin okkar súpa seyði af trassa-
skap og kæruleysi fyrri ára, látið
hefja vinnu við ræsi og hreinsi-
stöð strax í sumar.
Heimildir:
Náttúrugripasafnið á Akureyri 1980:
Greinagerð um mengunarrannsóknir
safnsins 1971-1980
Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar 1988:
Rannsókn á gerlamengun sjávar við
Akureyri 1987
Mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989
Heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990
Höfundur er formaður neytendafélags
Akureyrar og nágrennis.
Ferðafélag Akureyrar:
Fjölbreytt ferðaáætlun í sumar
Að venju verður Ferðafélag
Akureyrar með fjölbreyttar
ferðir í suniar. Ferðaáætlun
sumarsins liggur nú fyrir og eru
níu skemmtilegar ferðir í boði.
Ef ástæða þykir til efnir Ferða-
félagið til aukaferða. Allar
upplýsingar um ferðir á vegum
félagsins er að fá á skrifstofu
þess að Strandgötu 23 á Akur-
eyri í síma 22720. Þá verður
skrifstofan opin í júlí og ágúst
alla virka daga nema laugar-
daga. Áhugafólki til glöggvun-
ar birtuin við hér ferðaáætlun
sumarsins. Skálar félagsins eru
fimm, í Laugafelli, Herðu-
breiðarlindum, Bræðrafelli,
Glerárdal og austan í Dyngju-
fjöllum.
5.-8. júlí. Seyðisfjörður-Loð-
mundarfjörður-Mjóifjörður.
Göngu- eða bátsferð milli fjarða.
14. júlí. Tunguheiði. Gengið úr
Kelduhverfi yfir á Tjörnes.
14.-20. júlí. Vestfirðir. (Sumar-
leyfisferð). Farið að morgni, ekið
vestur að ísafjarðardjúpi. Gist
þar í þrjár nætur. Skoðaðir mark-
verðir staðir við Djúp, m.a. farið
norður Snæfjallaströnd og út í
Æðey ef veður leyfir. Síðan ekið
suður firði og á Patreksfjörð, gist
þar í tvær nætur, m.a. farið að
Látrabjargi. Ekið heim um Dali
og gist þar síðustu nóttina.
21.-25. júlí. Náttfaravíkur-Flat-
eyjardalur-Fjörður-Látraströnd.
Gönguferð með allan útbúnað.
Gengið frá Björgum í Kinn út í
Naustavík á fyrsta degi. Næsta
dag yfir Víknafjöll í Flateyjardal.
Þriðja dag úr Flateyjardal í
Fjörður. Fjórða dag úr Fjörðum
að Látrum og á fimmta degi
gengið inn Látraströnd að Greni-
vík.
27. júb-2. ágúst. Skaftafell-Laka-
gígar-Landmannalaugar. Ekið
um Austurland í Skaftafell. Það-
an farið í Lakagíga og heim um
Fjallabaksleið nyrðri.
3.-6. ágúst. Herðubreiðarlindir-
Askja. Farið á föstudagskvöldi
inn í Þorsteinsskála og gist þar. Á
laugardag og sunnudag verða
Askja og Herðubreiðarlindir
skoðaðar. Ef veður leyfir verður
gengið á Herðubreið.
11.-12. ágúst. Héðinsfjörður.
18.-19. ágúst. Laugafell-Ingólfs-
skáli. Gist í húsi.
25. ágúst. Suðurárbotnar.
Dagsferð.
Rétt er að láta þess getið að
Ferðafélag Akureyrar er opið öll-
um aldurshópum. Árgjald fyrir
árið 1990 verður 3.000 krónur og
er innifalið í því Árbók Ferðafé-
lags íslands og Ferðir sem er árs-
rit Ferðafélags Akureyrar.
Félagsmenn fá afslátt af helgar-
og lengri ferðum svo og á gistingu
í sæluhúsum félaganna. Ef menn
ekki kæra sig um árbókina né árs-
ritið er árgjaldið 1.000 krónur.
Árbók Ferðafélags íslands,
sem kemur út innan skamms,
verður að þessu sinni helguð
nyrðri hluta Tröllaskaga og Héð-
insfirði. Meðal efnis í Ferðum er
dagbókarbrot og Þankar um
Geysisslysið 1950 eftir Jón Sig-
urgeirsson frá Helluvaði.
Allir fyrri árgangar af Ferðum
og Árbók F.í. eru til á skrifstu
Ferðafélags Akureyrar og er
magnafsláttur gefinn allt að 25%
ef allar bækurnar eru keyptar.
Núverandi stjórn Ferðafélags
Akureyrar skipa Guðmundur
Björnsson, formaður, Haukur
ívarsson, varaformaður, Ragn-
hildur Bragadóttir, ritari, Gúð-
mundur Gunnarson, gjaldkeri og
Angantýr Hjálmarsson, með-
stjórnandi. óþh
Þorstcinsskáli í Herðubreiðarlindum er stærstur skála Ferðafélags Akureyr-
ar. Hann var byggður árin 1958-1960 og er þar gistirými fyrir 40 manns.