Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 20. júlí 1990 137. tölublað I * Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mývatnssveit: Ferðamálafulltrúi á óskatistanum Sjondeildarhringur biðukollu. Mynd: KL - einnig rætt um að koma á fót upplýsingamiðstöð Mývatnssveit er vinsæll við- komustaður ferðamanna og eru nú uppi hugmyndir hjá ferðamálafélaginu að koma á fót stöðu ferðamálafulltrúa í sveitinni. Hvort af því verður er ekki Ijóst ennþá né heldur hve víðtækt starfið verður, en hins vegar hefur IQdegur kandí- dat í embættið verið nefndur og er það Jón Pétur Líndal, fráfarandi sveitarstjóri Skútu- síaðahrepps. Aðspurður sagði Jón Pétur að menn væru að skoða möguleik- ana á því að stofna til þessarar N orður-Þingeyj arsýsla: Viðræður hafnar um sameiningu Öxarfjarðar- og Presthólahrepps - málið tekið upp að frumkvæði Öxarfjarðarhrepps stöðu í Mývatnssveit en málið væri skammt á veg komið og eng- an veginn tímabært að nefna nöfn í sambandi við stöðu ferða málafulltrúa. Jón Illugason, framkvæmda- stjóri Eldár hf., sagði í samtali við Dag að stjórn ferðamálafé- lagsins hefði rætt þetta mál og sett fram ályktanir. Málið hefur verið rætt með fulltrúum hrepps- ins og mun væntanlega koma til kasta atvinnumálanefndar. Málið snýst m.a. um fjárhags- grundvöll fyrir þetta nýja emb- ætti svo og hversu víðtækt starfs- sviðið á að vera. Jón sagði að rætt hefði verið óformlega við Húsvíkinga í því sambandi. „Við teljum verulega þörf á því að fá mann til að vinna að þróun ferðamála í Mývatnssveit og þá sérstaklega með það fyrir augum að lengja ferðamannatím- ann. Starfið gæti líka tengst rekstri upplýsingamiðstöðvar sem rætt hefur verið um að koma á fót hérna, en málið er skammt á veg komið og á eftir að skoða það nánar," sagði Jón. SS Svo kann aö fara að Öxarfjarð- arhreppur og Presthólahrepp- ur verði sameinaðir í eitt sveit- arfélag. Skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar ■ vor voru skipaðir tveir fulltrúar beggja sveitarfélaganna til að fara ofan í kjölinn á hugsan- legri sameiningu. Nefndin hef- ur komið tvisvar saman til fundar og þriðji fundur hennar verður innan tíðar. Þegar hún Sláturhúsið á Kópaskeri í augsýn bænda á Norðausturlandi: „Hugsa að þetta smelli saman“ - segir Jóhann Helgason, bóndi í Leirhöfn Bændur á Þórshafnarsvæðinu vilja slátra fé sínu í sláturhús- inu á Kópaskeri og hafa sem kunnugt er leitað eftir sam- Útimarkaður verður haldinn á Hvammstanga á morgun. Þar verður ýmiskonar varningur til sölu auk þess sem fyrirtæki staðarins verða með kynningu á sinni framleiðslu. Einhverjar uppákomur eru áætlaðar, spá- kona mætir á svæðið og sæl- gæti verður dreift úr flugvél. Átaksverkefni Vestur-Hún- vetninga stendur á bak við mark- aðinn og fékk nokkrum athafna- mönnum þessa hugmynd í hend- ur til ræktunar. Afraksturinn sést síðan á morgun milli klukkan 12.00 og 18.00. Bjarni Brynjólfsson er einn af þeim sem að þessu standa og sagði hann að ekki væri nú ætlun- in að þessi útimarkaður yrði að vinnu við bændur í Öxarfirði um kaup á húsinu. Dagur ræddi við Jóhann Helgason, bónda í Leirhöfn, um viðbrögð helgarvissum viðburði. Þetta væri samt ágæt upplyfting fyrir bæjar- lífið og myndi ef til vill draga að einhverja ferðamenn. Meðal þess varnings sem þarna verður til sölu má nefna matvæli, föt, leirvörur, smíðagripi og málaðan rekavið. Að sögn Bjarna verða einnig á svæðinu gítaristar og haft var samband við leikfélag staðarins um að mæta til leiks. Áður hefur verið haldinn úti- markaður á Hvammstanga, síð- ast þegar bærinn átti merkisaf- mæli, en eftir því sem Bjarni seg- ir mun upphafið samt hafa verið hjá Verslun Sigurðar Júlíussonar heitinni. Á góðviðrisdögum var vörum þar oft skotið út á plan og uppboð haldið. SBG Öxfirðinga í þessu máli. „Við höfum ekki haldið fund um málið ennþá því við vorum að bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá bændunum fyrir austan fjall. Þeir virðast ætla að voga sér vest- ur til okkar og ég hef ekki trú á því að það verði neinn andbyr hérna megin. Ég hugsa að þetta smelli saman þannig að hægt verði að slátra á Kópaskeri í haust,“ sagði Jóhann. Samvinnubankinn er eigandi sláturhússins á Kópaskeri og mun bankinn vera tilbúinn að selja húsið fyrir 48,5 milijónir. Jóhann sagði að þetta verð væri ansi hátt og stæði dálítið í mönnum, ekki síst Öxfirðingum sem hafa þurft að þola ýmis skakkaföll undan- farin ár. „Þar að auki hafa sauð- fjárbændur ekki verið ofaldnir undanfarið,“ bætti Jóhann við. Ekki náðist samband við land- búnaðarráðherra í gær en eftir því sem Dagur hefur fregnað er ekkert því til fyrirstöðu að ráðu- neytið leggi blessun sína yfir það að bændur á svæðinu frá Jökulsá að Langanesi stofni með sér félag um kaup á sláturhúsinu á Kópa- skeri. Landbúnaðaryfirvöld höfðu reyndar lengi gælt við að byggja upp sláturhúsið á Þórs- höfn en það hús verður líklega úrelt. SS Hvammstangi: Spákona og sælgætis- dreifing á útimarkaði hefur lokið störfum mun hún móta tillögur, sem iagðar verða fyrir sveitarstjórnir beggja hreppa. Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuncytinu, hefur átt fund með heimamönnum um málið. Björn Benediktsson, oddviti Öxarfjarðarhrepps, segir of snemmt að spá um niðurstöðu þessa máls. Hann segir að í sín- um huga sé mun auðveldara fyrir sveitarfélögin að sækja fyrir- greiðslu til ýmissa hluta frá hinu opinbera ef einingarnar eru stærri. „Landfræðilega teldi ég eðlilegast að auk þessara tveggja hreppa yrði Kelduneshreppur einnig inni í málinu. Félagslega og atvinnulega er þetta sama svæðið,“ sagði Björn. Hann sagði að þessu máli hafi verið hrundið af stað að tilstuðl- an Öxarfjarðarhrepps, þrátt fyrir að fjárhagsstaða hans um þessar mundir væri allgóð. Hið sama væri því miður ekki hægt að segja um Presthólahrepp. „Ég geri mér ljóst að í mínum hreppi er auð- velt að tala gegn sameiningu hreppanna. Ef menn horfa á yfir- borðið, þ.e. skoða aðeins fjár- hagsstöðu Öxarfjarðarhrepps og hins vegar Presthólahrepps, er sameining kannski fráleit, en ef skyggnst er undir yfirborðið kem- ur ýmislegt annað í ljós sem taka verður tillit til,“ sagði Björn. Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, sagði of snemmt að segja til um niður- stöðu. „Við hefðum ekki skipað fulltrúa í viðræðunefnd ef við hefðum ekki haft einhvern hug til málsins. Hins vegar get ég ekki svarað fyrir hönd íbúa hreppsins hvort þeir vilja fara í sameiningu. Það kemur í ljós í kosningum, ef málið nær svo langt.“ óþh ÓlafsQörður: Símatruflanir vegna vega- framkvæmda í Múlanum Nokkur truflun hefur verið á símasambandinu við Ólal'stjörð að undanförnu, sem lýsir sér í talsverðum gjallanda á línunni og yfír- mögnun. Sl. þriðjudag var settur jarðsímabútur í jarð- strcnginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vcgna vega- framkvæmda, og það veldur þessum óþægindum. Þessi strengur verður hins vegar tekinn úr notkun fyrir komandi vetur þegar ljósleið- arastrengurinn verður tengdur, og þá ætti símasambandið að verða eins og best verður á kosið. Einnig hefur verið erfitt að ná í númer gegnurn nýju staf- rænu símstöðina á Kópaskeri, en þar er verið að setja upp nýja símstöð í nýju húsi og samböndin í stöðinni hafa ver- ið þrengd tímabundið. Þessa dagana er veriö að flytja starfsemi Pósts og síma á Kópaskeri í nýja húsnæðið, en 9. ágúst nk. verður húsið formlega aflient, væntanlega af póst- og símamálaráðherra. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.