Dagur - 20.07.1990, Side 6

Dagur - 20.07.1990, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 20. júlí 1990 spurning vikunnar r Stundarðu sund? (Spurt á Akureyri) Þorsteinn Magnússon: „Ekki núna, en ég er hættur því. Hér á árum áður var ég dagleg- ur gestur í lauginni í ein þrjú ár.“ Jón Hermannsson (býr á ísa- firði): „Nei, ég geri það nú ekki. Ég fer þó í sund einstaka sinnum, en ekki reglulega." Sigríður Jóhannesdóttir (býr í Danmörku): „Nei, ekki að staðaldri, en ég fer stundum í sund.“ Lars Althof (býr í Þýska- landi): „Nei, það geri ég ekki. Ég fer þó stundum með vinum mínum í sund.“ Helga Aðalbjörnsdóttir (býr á Húsavík): „Nei, ég nenni því ekki. Mér leiðist sund.“ Blaðamaður Dags var staddur í höfuðborginni fyrir skömmu, og notaði tækifærið til að líta við í Stjórnarráðinu og hitta Steingrím Hermannsson, for- sætisráðherra, að máli. Steingrímur var fyrst spurður um stjórnmálaviðhorfið að lokn- um sveitarstjórnarkosningum. „Ég er ánægður með útkomu okkar framsóknarmanna í þess- um kosningum, og þar sem Framsóknarflokkurinn er leið- andi flokkur í ríkisstjórninni lít ég svo á að útkoman sé í raun stuðningur við ríkisstjórnina. Samstarfsflokkunum vegnaði ekki eins vel, en ég tel að það megi rekja til innbyrðis ágrein- ings hjá þeim. Skoðanakannanir hafa bent til að stjórnin styrkist í sessi. Enginn bilbugur er meðal stjórnarflokkanna, við höfum rætt málin opinskátt í stjórninni og ég veit ekki annað en að full heilindi séu innan flokkanna og vilji til að ljúka kjörtímabilinu. Menn eru ákveðnir í að missa verðbólguna ekki úr böndunum, en ef einhver utanaðkomandi öfl yrðu samt til að auka verðbólgu gæti svo farið að ég vildi athuga möguleika á kosningum. Ég vil ekki sitja undir því að verðbólg- an fari af stað á nýjan leik. Ég er þó bjartsýnn á framhald- ið ef okkur tekst að ráða við þann vanda sem blasir við í dag, sem er satt að segja ekki ýkja stór. Samstarf við aðila vinnumark- aðarins er mjög gott, við höfum unnið sameiginlega að málum, og því er ég tiltölulega bjartsýnn.“ Samþjöppun byggðar er áhyggjuefni - Hvað viltu segja um málefni landsbyggðar og byggðastefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég skipaði nefnd til að skoða þessi mál í heild sinni, en við- horfin hafa breyst mjög mikið á undanförum árum. Um leið og við íslendingar færumst sífellt nær hinum stóra heimi er eins og landsbyggðin dragist sífellt meira inn á suðvesturhorn landsins og byggðin þjappast saman, sem er verulegt áhyggjuefni. Jón Helga- son, formaður nefndarinnar, skoðar þessi mál ásamt samstarfs- mönnum sínum frá nýjum sjón- arhornum, og of skammt er að segja til um niðurstöður. Þeir hafa þó skilað bráðabirðahug- myndum. Minni kvóti, samdráttur í sjávarútvegi og breyttir verslunarhættir Það sem ég tel alvarlegast í þess- um málum er samdráttur í sjávar- útvegi, og reyndar einnig í land- búnaði. Þetta tel ég að muni hafa afgerandi áhrif á byggðamynstr- ið. Þótt verið sé að beina minnk- andi sauðfjárrækt inn á þau svæði sem hennar er mest þörf er þar samt samdráttur. Minni kvóti hefur orðið til þess að á ýmsum smærri stöðum er ekki lengur grundvöllur til að vinna afla, því miður. Við þessu verður að bregðast á réttan hátt. Frá sjónarmiði landbúnaðar blas- ir við að stokka verður upp alla slátrun í landinu og draga hana saman á færri staði. Þetta þýðir að minni atvinna verður þar sem slátrun leggst niður. Verslunin mun halda áfram að breytast. Sú staðreynd er fyrir hendi að beint samband er milli betra vega og breyttra verslunar- hátta. íbúar á Kópaskeri skreppa yfir á Húsavík á miklu skemmri tíma en áður, og Húsvíkingar til Akureyrar o.s.frv. Við verðum að viðurkenna þessar staðreynd- ir. Það þýðir ekkert að berja í borðið og segja að engin breyting megi verða í byggðamunstrinu. Við getum aldrei ráðið við slíkar breytingar. Ef álbræðsla kemur í Eyjafjörð þá mun hún draga til sín fólk úr fjarlægari byggðum og valda röskun þar. Það sama myndi verða uppi á teningnum á Reyðarfirði, risi álver þar myndi fólk flytjast að frá ýmsum öðrum svæðum. Það er því ekki á allt kosið í þessum efnum, en ég vona að frá nefndinni, sem ég tal- aði um áðan, muni koma tillögur sem geri okkur kleift að horfast í augum við breyttar aðstæður af bjarstýni og á jákvæðan hátt. Álverið og staðsetning þess Varðandi álversmálið þá hef ég alltaf sagt að ég sé andsnúinn því að álverið verði staðsett á höfuð- borgarsvæðinu. En mér finnst skiljanlegt að Suðurnesjamenn vilji fá álverið, atvinnuástandið er ekki gott á þeim slóðum og óvissa um framtíðaratvinnu við Keflavíkurflugvöll. Það er þó enginn vafi að ef álverið yrði staðsett á Suðurnesjum þá mun krafa landsbyggðarinnar um eitthvað annað verða gífurlega hávær, og verður ekki framhjá henni horft. Ef álver yrði staðsett í Eyjafirði eða Reyðarfirði þá yrði mun auðveldara að staðsetja næsta álver eða stóriðju á suð- vesturhorninu. Ég tel að menn verði að skoða þetta mál frá lang- tímasjónarmiði. Möguleikar okkar í orkufrekum iðnaði af ýmsu tagi fara vaxandi. Núna er t.d verið að tala um vetnisfram- leiðslu sem næstu orkulind, en vetni er framleitt með raforku. Þetta er hlutir sem við verðum að skoða vandlega. Einnig er hugs- anlegt að framleiða trjákvoðu með náttúrulegri gufu o.fl. möguleikar eru fyrir hendi, sem betur þarf að kanna. En ég er bjartsýnn á framtíð orkufreks iðnaðar á íslandi. Ég lagði til í þingflokknum að Framsóknarflokkurinn haldi ráð- stefnu um bygðamál í haust, þeg- ar meira liggur fyrir, og þar verði málin rædd opinskátt. Érfiðleik- inn er sá að þegar byggðamál og lausnir þeirra eru nefnd þá rísa menn á afskekktari stöðum upp og segja að þeir séu gleymdir. Það er alls ekki svo, en ég er sannfærður um að ef menn berja hausnum endalaust í steininn mun illa fara. Það verður að vinna skipulega í þessum málum, ef koma á í veg fyrir flótta af landsbyggðinni."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.