Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 20. júlí 1990 Hvemig gengur he; Full búð af nýjum velðlvörum - A frá- bæru verði Fatnaður frá Max Samfestingar Hlífðargallar fyrir veiðimenn Pollabuxur á börn Sportfatnaður fyrir veiðimenn golfara og allt útilífsfólk Örn Þórarinsson á Ökrum í Fljótum: Fljótabændur á fullu í heyskap Meirihluti bænda í Fljótum í Skagafírði byrjaði heyskap í síðustu viku og að sögn Arnar Þórarinssonar á Ökrum er það mun fyrr en síðasta sumar, sem var óvenjuslæmt. Þá hófst sláttur ekki fyrr en um mán- aðamótin júlí-ágúst. Örn sagði að spretta væri í tæp- asta lagi um þessar mundir, en hafi tekið stökkbreytingum síð- ustu daga til hins betra vegna góðs tíðarfars. „Það hefur verið 20 stiga hiti á daginn og síðan rigningarskúrir á kvöldin, þannig að það er varla hægt að fá það Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum í Bárðardal: „Gengið alveg afskaplega vel“ „Ég held að heyskapur sé óvenju vel á veg kominn víðast hvar. Að vísu hefur verið taf- samt síðustu dagana í sprettu- tíðinni, það hefur verið hlýtt og skúrasamt,“ sagði Ólafur B. Óskarsson, bóndi í Víði- dalstungu í Þorkelshólshreppi. „Framan af mánuðinum var tíðarfarið mjög hagstætt og eru margir langt komnir með fyrri slátt. Ég reikna með að þetta eigi við hjá flestum í sýslunni því menn fóru almennt af stað fyrstu vikuna í júlí. Þetta hefur verið tafsamara síðustu vikuna vegna sprettutíðarinnar, en einnig eru dæmi um að menn hafi hægt á sér vegna þess að þeim þótti ekki nóg sprottið. Sumarið hefur verið gott og hey góð.“ SS Gísli Björnsson Grund: Heyskapur viku seinna á ferðinni en í fyrra“ „Já, já ég er byrjaður að heyja og er langt kominn,“ sagði Gísli Björnsson, bóndi á Grund í Eyjafírði. „Vorið hérna hjá okkur var heldur verra en í fyrra. Hey- skapurinn er seinna á ferðinni, ætli ég hafi ekki byrjað að slá viku fyrr síðasta sumar. En ef næsta vika verður góð, þá klárast þetta,“ sagði Gísli. -vs betra,“ sagði Örn. Örn sagði að ástand túna í Fljótum væri mjög misjafnt, það væri nokkurt kal á sumum bæjum en lítið sem ekkert á öðrum. -bjb Broddi Björnsson Framnesi í Skagafirði: Skínandi gott hey í hús „Heyskapur stendur vel í Skagafírði og víða dæmi um að bændur séu komnir vel á veg með hann,“ sagði Broddi Björnsson bóndi á Framnesi og oddviti Akrahrepps í sam- tali við Dag. Broddi sagði að verkun hafi verið góð og þurrkur í betra lagi. „Tíðarfarið hefur leikið við okk- ur og ég mundi segja að ástand túna væri gott, jafnvel mun betra heldur en í fyrra. Það hefur skín- Steinberg Friðfmnsson Spónsgerði: Búinn með þriðjung „Eg byrjaði að heyja 12. júlí og heyskapurinn hefur gengið vel það sem af er, nýtingin ver- ið góð. Ætli ég sé ekki búinn með um þriðjung,“ sagði Stein- berg Friðfínnsson, bóndi í Spónsgerði í Arnarneshreppi. „Ég mundi segja að vorið núna hafi verið með betri vorum nú í seinni tíð, a.m.k. framan af. Síð- an kom kuldakast í tvær og hálfa viku sem stöðvaði allan grasvöxt. Heyskapurinn er um hálfri viku fyrr á ferðinni nú en í fyrra en það sem spilar inn í hjá mér er mikið kal. Ég hef aldrei í mínum 29 ára búskap orðið fyrir svona miklu kali, um 15% af ræktuðu landi voru ónýt,“ sagði Stein- berg. -vs andi gott hey komið í hús,“ sagði Broddi. Að sögn Brodda voru bændur í Skagafirði farnir að óttast of mik- inn þurrk, upp á seinni slátt að gera, en í vikunni hafi komið góðir skúrir sem björguðu mál- unum. -bjb Sumartilboð Fram að verslunamannahelgi bjóðum við einstaklega góð kjör á: Sjónvörpum Videotœkjum Videotökuvélum Láttu drauminn rœtast í dag Takið ejtir! Ekkert út, kaupverð greiðist á allt að 18 mánuðum _III Kaúia III Glerárgötu 26 • Sími 21300 Sm NORDMENDE - PHIUPS - SANYO -JVC- PIONEER - AKAI - ORION - FUNAI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.