Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 20. júlí 1990 Fjölbreytt kaffihlaÖborð alla sunnudaga frá kl. 15-17. Hægt að sitja úti ef veður leyfir. Húsavík: Viðbygging byggð við gmimskólann Vinna er hafin við fyrri áfanga viðbyggingar við grunnskólann á Húsavík. Þessum fyrri áfanga er fyrst og fremst ætlað að leysa húsnæðismál Fram- haldsskólans, sem er til húsa í gamla gagnfræðaskólahúsinu. Þar er einnig 7.-9. bekkur til húsa og mun 7. og 8. bekkur flytjast í þessa nýbyggingu grunnskólans. f þessum áfanga, hvers gólf- flötur er um 1200 fm, verður einnig aðstaða fyrir kennara ásamt bókasafni skólans. Eins og er, þá býr grunnskólinn við til- ’ tölulega þröngan kost og er allur tvísetinn.( Bjarni Þór Einarsson, bæjar- stjóri á Húsavík, segir áformað að taka húsið í notkun haustið 1992. „í sumar er verið að vinna jarðvinnu og grunnlagnir, ásamt því að steypa plötuna yfir kjallar- ann. Síðan reikna ég með að þeg- ar þetta verður komið upp úr jörðu, þá verði næsti hluti boðinn út, væntanlega um áramót, og þá verði byggingin kláruð alveg að utan og gerð fokheld. Það yrði þá farið í það strax og tíðarfar leyfir eftir áramótin,“ sagði Bjarni Þór. -vs Hvað er orðið af sólinni? Mynd: Golli Mynd: KL Akureyri: Lúxemborgar- rauðar ofan ípottinn Garðeigendur á Akureyri eru farnir ad skoða undir kartöfiugrösin sín, þótt júlí sé aðeifts rétt hálfnaður. Sumstaðar er eftirtekjan heldur rýr en annars staðar hafa kartöflurnar náð .vcrðum vexti. Kona á Akureyri leit við á ritstjórn Dags í gær og hafði meðferðis í poka kartöflur sem hún var nýbúin að taka upp úr heimilisgarðinum. Og viti menn. Jarðeplin voru orð- in vel matarhæf og verða því í pottum húsráðenda frá og með gærdeginum að telja. Að sögn konunnar er hér um að ræða kartöflur af geröinni „Lúxemborgar-rauðar“, en vöxtur þeirra mun vera óvenju mikill og hraður. Útsæðinu var potað niður í kartöflugarð- inn 12. maí sl. óþh Öxarfjörður: Góðar líkur á að fjármagn fáist til borunar eins kflómetra holu Miklar líkur eru á því að fjár- magn fáist frá ríkinu til að bor- uð verði 1000 metra tilrauna- hola á austurbakka aðalkvíslar Jökulsár á Fjöllum, skammt frá eyðibýlinu Ytri-Bakka. Heimamenn í Öxarfirði hafa mikinn áhuga á að ganga úr skugga um hvort þarna leynist mikill jarðhiti í jörðu og jafn- framt búast vísindamenn við að slík borun myndi varpa frekar Ijósi á hvort kunni að leynast olía djúpt í iðrum jarð- ar undir Öxarfirði. Heimamenn með Björn Bene- diktsson, oddvita Öxarfjarðar- hrepps, í broddi fylkingar, gengu á fund iðnaðarráðherra í vor og óskuðu eftir að hann beitti sér fyrir því að fjármagn fengist til að bora holuna. Hugmyndin sem lögð var fyrir ráðherra gekk út á að heimamenn útveguðu helming nauðsynlegs fjármagns, eða 10 milljónir króna, og ríkið kæmi síðan þar á móti. Byggðastofnun mun hafa gefið í skyn að hún væri tilbúin til að leggja heimamönn- um til fjármagn í þessu skyni. Samkvæmt heimildum Dags hefur málið komið einu sinni inn á borð ríkisstjórnarinnar og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur einnig átt fund með Stein- Lögreglan vaktar gatnamót: Akureyringar fara ekki yfir á rauðu í gær fór lögreglan á Akureyri á stjá til að kanna hvort bíl- stjórar virtu rauða Ijósið og stöðvunarskyldu á gatnamót- um. Niðurstöðurnar bera vott um ótvíræða löghlýðni öku- manna á Akureyri. Umferðarljósin voru vöktuð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis og Drottning- arbrautar og Kaupvangsstrætis. Á 40 mínútum fóru 487 bílar um þessi gatnamót og enginn yfir á rauðu ljósi. Lögreglan fylgdist með við- brögðum ökumanna við stöðvun- arskyldumerki á mótum Hrafna- gilsstrætis og Þórunnarstrætis og Drottningarbrautar og Aðal- strætis. Alls fóru 94 bílar um þessi gatnamót á tæpum klukku- tíma og enn sýndu ökumenn lög- hlýðni. Þó voru fimm ökumenn áminntir fyrir að stöðva ekki full- komlega. SS grími Hermannssyni, forsætis- ráðherra, Steingrími J. Sigfús- syni, landbúnaðarráðherra og Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigð- isráðherra um málið. Fram kom í viðræðum þeirra mikill áhugi fyr- ir að málið næði fram að ganga í sumar. Áðurnefndur staður hefur ver- ið nefndur til sögunnar fyrir bor- un vegna þess að samkvæmt við- námsmælingum er þar miðpunkt- ur hitasvæðisins í Öxarfirði. Að mati jarðfræðinga er heita vatnið sem fannst við Skógalón árið 1988 afrennsli þessa miðpunkts. í borun á 1000 metra holu verður farið í gegnum setlög og þar með eru miklar líkur á að komi í ljós nýjar upplýsingar um hvort olíu sé að finna í Öxarfirði. Ekki tókst að ná tali af Jóni Sigurðssyni, iðnaðarráðherra, í gær til að inna frétta af þessu máli. Ráðherra mun nú staddur í iKanada. óþh Kröfluvirkjun: Hafin borun 2000 metra holu Starfsmenn viö gufuborinn Dofra mættu til vinnu á nýjan leik í gær, en þeir hafa verið í fríi undanfarna viku. Héðinn Stefánsson, stöðvarstjóri í Laxá og Kröflu, segir að búið sé að bora 400 metra niður og steypa fyrstu fóðringu. Að sögn Héðins hefur verkið gengið ágætlega, en ætlunin er að bora allt að 2000 metra djúpa holu. Síðar kemur í ljós hvort tækifæri gefst til að bora aðra holu fyrir haustið. Um síðustu helgi var fyrsta fóðring steypt í borholuna. Næsta verk er 9 og 5/8 tommu borun niður á 1200 metra dýpi. Erfitt er að segja til um hversu langan tíma það tekur, en hugs- anlega verða það tólf til fjórtán dagar. Frá 1200 metrum niður í 2000 metra verður steypt 7 tommu fóðring, svokallaður leið- ari. „Það verður metið þegar þar að kemur hversu djúpt við förum," segir Héðinn Stefáns- son. EHB Blönduós: Eldri borgarar byggja átta kaup- leiguíbúðir á Blöndubökkum Brátt munu rísa átta kaup- leiguíbúðir fyrir aldraða á Blönduósi. Bærinn valdi sér fjóra verktaka, þrjá á Blöndu- ósi og einn á Skagaströnd, til að gera tilboð í verkið. Ekki er búið að fullyfirfara tilboðin, en það lægsta er 85 prósent af kostnaðaráætlun. íbúðirnar eru í einu húsi sem byggt verður á bökkum Blöndu ofan Hnitbjarga. Hjónaíbúðir verða fjórar og einstaklingsíbúðir fjórar. Bygging þessi er á vegum félags eldri borgara í Austur- Húnavatnssýslu og er búið að úthluta öllum íbúðunum. Svo mikil aðsókn var í þær að draga varð um hverjir hrepptu hnossið. Húsið á að vera orðið fokhelt fyrir áramót og í október á næsta ári verður hægt að fara að flytja inn í íbúðirnar. Guðbjartur Ólafsson, byggingafulltrúi Blönduósbæjar, sagði að bygg- ingin líktist meira raðhúsi heldur en blokk. íbúðirnar væru með sameiginlegum skála eða gangi á milli og yfir honum þakgluggi. Sex íbúðir verða öðru megin í húsinu og tvær hinum megin, auk setustofu og inngangs. SBG Akureyri: Mannlaus bOl olli miklu tjóni Laust fyrir klukkan hálf sex fór mannlaus bfll af stað í Bakka- hlíð á Akureyri. Bíllinn rann niður brekkuna og lenti á tveimur kyrrstæðum bílum og skemmdi þá mikið. Ekki urðu slys á fólki. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri virtist bíllinn hafa komist á töluverða ferð því hann lenti af miklu afli á kyrrstæðu bílunum tveimur og fór beinlínis upp á þá. Bílarnir skemmdust mjög mikið. Orsakir óhappsins lágu ekki fyrir þegar Dagur hafði samband við lögregluna í gær. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.