Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. júlí 1990 - DAGUR - 7 „Án stöðugleika í efnahagsmálum er ekki hægt að reka virka byggðasteftiu“ - rætt við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, - Mun sá efnahagsbati sem spáð hefur verið gera ríkisstjórn- inni kleift að styðja frekar við bakið á landsbyggðinni? „Tvímælalaust hjálpar hann, því vonandi batnar hagur sjávar- útvegsins. Víða er þörf fyrir traustara atvinnulíf. Við Eyja- fjörð stendur útgerð vel og er með traustasta móti á landinu. Hins vegar eru vandræði á Húsa- vík, bátarnir hafa ekki grundvöll því þá vantar kvóta. Sumir segja að-bátarnir séu of margir, en það er erfitt að segja einum að hætta til að næsti fái meira. Frystihúsið vantar meiri afla, það er byggt fyrir meiri afköst en þar eru nú. Því miður, þótt ás(tandið í sjávar- útvegi hafi batnað verulega og komið í veg fyrir hrun, þá eru menn ekki alls staðar komnir á lygnan sjó.“ Málefni íslands og Efnahagsbandalag Evrópu - Hvað um málefni íslands og Efnahagsbandalags Evrópu? „Þau mál eru nú mjög í sviðs- ljósinu, og er margs að gæta í þeim efnum. Ég er sammála því sem Sigmundur Guðbjarnason rektor sagði í ræðu sinni, en hins vegar afar ósammála því sem ungur maður ritaði í Morgun- blaðið nýlega. Þetta er marg- slungið mál, og það getur vel ver- ið að auðvelt sé að setjast niður og reikna út að hér verði pen- ingaleg lífsafkoma nokkuð góð ef við vörpum okkur í faðminn á Evrópubandalaginu. Þá munar ekkert um að halda okkur hér í svipuðum lífskjörum og nú eru. Ég er hinsvegar sannfærður um að við yrðum ekkert meira í aug- um Evrópubandalagsins en afskekktustu byggðarlög íslands, sem nú eiga í erfiðleikum, gagn- vart þéttbýlisstöðunum. Við yrð- um ekki meira í EB en t.d. Kópa- sker gagnvart Reykjavík. Við erum afar fámennir í samanburði við samsteypu ríkja með 350 milljónir íbúa. EB myndi eflaust vilja fá okk- ur til að komast yfir fiskinn frá íslandi, og þá yrði aflinn veiddur af fyrirtækjum sem væru meira og minna í eigu útlendinga o.s.frv. Ég er viss um að þá myndum við í raun glata fullveld- inu. Sumir segja að þetta sé nauðsynlegt, til að við getum tek- ið þátt í ákvarðanatöku í Bruss- eles. En hvemig á þessi dvergþjóð að manna það lið sem þyrfti að dvelja stöðugt í Brusseles við slíkt, og hvað halda menn að áhrif íslands í þeirri ákvarðana- töku yrðu mikil? Þeir kvarta á Kópaskeri yfir að hafa engin áhrif á ákvarðanatöku í Reykja- vík, eflaust með réttu. Á sama hátt hefðum við næsta lítil áhrif á ákvarðanatöku í höfuðstöðvum ríkja EB. Við verðum að berjast á hæl og hnakka í samstarfi við Norður- löndin til að fá framkvæmda- stjóra í einu og einu ráði í sam- starfi Norðurlanda. Það er talið gott ef við höfum einn, þeir telja það nægilegt miðað við stærð þjóðarinnar. Ég er sannfærður um að margir hér á landi, sem unna landinu og meta til lífskjara það frelsi sem við höfum, sjálf- stæði og tungu, myndu alveg eins kjósa að setjast að í hinum EB- löndunum, ef ísland gerðist aðili. En innan alltof langs tíma á ég von á að niðurstaðan liggi fyrir í EB-málinu.“ íslendingar hafa góða samninga við EB-ríki - En hvað um samningsaðstöðu íslands? „Við höfum góða samninga nú þegar, betri en flestar þjóðir utan ÉB. Margaret Thatcher spurði mig á dögunum við kvöldverð í boði drottningar í London, af hverju íslendingar væru að leita eftir betri samningum, þar sem við hefðum bestu samninga sem þekktust? Það er dálítið til í þessu.“ - Er ekki hætta á að þessum samningum verði kippt til baka? „Nei, okkur hefur alltaf verið sagt að það verði ekki gert. Þeim er mikið kappsmál að fá fiskinn okkar. Þeir vilja að vísu fyrst og fremst fá hann sem hráefni, svo þeir geti unnið hann í niður- greiddum verksmiðjum sínum á bakvið verndartolla. Við þurfum að finna leiðir til að komast framhjá þeim verndartollum. Þar sem fiskur er unnin í neytenda- pakkningar telst hann vera iðn- aðarvara, og er þá tollfrjáls í EB- löndunum. Því ekki að leita leiða eins og þessara í stað þess að varpa okkur í faðminn á mönn- um sem vilja okkur ekkert annað en sem leið til hráefnisöflunar? Vinnslustefnan í fiskinum er því eitt það mikilvægasta sem við þurfum að ræða um núna.“ - Nú er innan við eitt ár til kosninga. Hver eru helst áherslu- atriði Framsóknarflokksins? „Þau eru að halda efnahags- málum í góðu lagi, að koma í veg fyrir sveiflur. Ríkissjóður gegnir hér veigamiklu hlutverki. 1 öðru lagi eru það byggðamál. Margt kemur inn í þetta, t.d. spurningin um hvernig við ætlum að reka velferðarkerfið án þess að ofgera ríkissjóði. Efnahagsmálin og stöðugleiki þeirra er þó höfuð- atriði, því án þeirra er ekki hægt að reka virka byggðastefnu." Störf ríkisstjórnarinnar - Hafa störf ríkisstjórnarinnar gengið vel? „Ríkisstjórnin hefur starfað vel, þrátt fyrir að hún sé samsett af fjórum stjórnmálaflokkum. Það er rétt að slíkt samstarf kost- ar meiri yfirlegu en þegar aðeins tveir flokkar starfa saman, við formennirnir erum á stöðugum fundum. En þegar menn ganga í málin af heilindum kemur oft meira út úr slíku samstarfi en þegar einn flokkur ræður nánast öllu, eins og t.d. er hjá Reykja- víkurborg. Slíkt fyrirkomulag er afar hættulegt, þegar til lengdar lætur.“ EHB ; "21 !S!l! iffllWÍÍ I'ISl lin! m HOTEL KEA Jasstríó Ingimars Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld ★ Hin vinsæla hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi laugardagskvöld ★ Nýr glæsilegur sérréttaseðill. ★ Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. Hótel KEA fyrir ve/ heppnaða veislu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.