Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. júlí 1990 - DAGUR - 5 tSíðbúin kveðja Ingólfur Benediktsson Fæddur 25. september 1908 - Dáinn 6. maí 1990 Ingólfur Benediktsson frá Dal við Grenivík, var fæddur 25. sept. 1908 á Grund á Svalbarðsströnd. Ung og bjartsýn, höfðu foreldrar hans, Bene- dikt Sigurbjörnsson og Steinlaug Guð- mundsdóttir reist handa sér þetta litla býli, úr landi Breiðabóls. Undu þau sér vel þar fyrstu árin, en jarðnæðið var ófullnægjandi, fyrir ört vaxandi fjöl- skyldu og fluttu þau því í Veigastaði árið 1912. Árið 1916 fluttu þau búferlum í Jarlstaði í Grýtubakkahreppi og bjuggu þar til æviloka. Benedikt og Steinlaug voru mannkostamanneskjur, sem ekki máttu vamm sitt vita í neinu. Synirnir urðu sex að tölu, allt mestu sómamenn og var Ingólfur sá þriðji í röðinni. Látnir eru: Sigurbjörn, lengi bóndi í Ártúni í Grýtubakkahreppi, síðast í Skarðshlíð á Akureyri og Sig- urður, lengi bóndi í Litlagerði í Grýtu- bakkahreppi, seinna trésmiður á Akur- eyri. Á lífi eru: Bjarni bóndi á Jarlstöð- um, Jóhann bóndi á Eyrarlandi og Kristján, málarameistari og hagyrðing- ur á Akureyri. Ekki var um langa skólagöngu að ræða hjá þessum bræðrum, þótt nægar væru námsgáfur. Á þessum árum var sveitafólk víðast hvar fremur fátækt og lítil efni á skólaveru, umfram daglegar þarfir. En bókasöfn voru vel notuð, fólkið las góðar bækur, fylgdist vel með öllum þjóðmálum, það talaði fagurt og kjarn- gott mál og var vel að sér, eins og sagt er, og það urðu þeir Jarlstaðabræður einnig. Ingólfur dvaldist á Laugaskóla einn vetur, en heilsa hans setti skorður við áframhaldandi skólavist. Hann dvaldi lengi á Sjúkrahúsi Akureyrar, en náði samt dágóðri heilsu að lokum. Árið 1933 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Hólmfríði Björnsdóttur frá Nolli í Grýtubakkahreppi. Fyrstu árin dvöldust þau í skólahúsinu og á Völlum á Grenivík, en fljótlega lét hann draum sinn rætast og byggði nýbýli, úr landi Grenivíkurjarðar. Hann var mjög lag- tækur og smíðaði að mestu leyti sjálfur þetta litla býli, sem hann nefndi Dal. Þangað flutti fjölskyldan, sem sífellt stækkaði, urðu börnin 10 talsins. Er það allt myndarfólk og góðir þjóðfél- agsþegnar. Þau eru: Sigríður Inga, gift Birni Jónssyni á Einarsstöðum. Þá er næstur: Ernst Hermann, búsettur á Grenivík, kvæntur Brynhildi Frið- bjarnardóttur. Jóhann, rafvirki á Akureyri, ógiftur. Þá eru tvíburar: Ing- ólfur Steinar, rafvélavirki á Akureyri, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur og Björn Andrés, skólastjóri á Grenivík, kvæntur Ólínu Friðbjarnardóttur. Næstur er: Sr. Kristján Valur, prestur á Grenjaðarstað, kvæntur Margréti Bó- asdóttur söngkonu. Anna Steinlaug, á Grenivík, gift Heiðari Baldvinssyni. Guðbjörg, búsett í Mývatnssveit, gift Hinriki Arna Bóassyni. Haukur Már, búsettur á Grenivík, kvæntur Ingi- björgu Hreinsdóttur, en yngst er Krist- ín Árný, heima ógift. Þessi stóri mannvænlegi hópur, ber foreldrum sínum fagurt vitni, um gott og farsælt uppeldi, þar sem góðir siðir voru í heiðri hafðir, tillitssemi við aðra og virðing borin fyrir öllu mannlífi. En mikils hefur það heimili þarfnast, í daglegum rekstri og heimilisfaðirinn ekki alltaf komist af með átta stunda vinnudag. Eiginkona hans Hólmfríður, er að allra dómi einstök móðir og hús- móðir. Hún hefur vakað og verndað heimili sitt og börn, náð endum saman og hefur unnið kraftaverk í hagsýni og fyrirhyggju. Ingólfur vinur minn var óvenju vel gerður maður, hann var hagmæltur listrænn að eðlisfari, tónelskur og hafði fagra söngrödd. Hann söng í kór Grenivíkurkirkju um áratugaskeið og einnig í þeim öðrum kórum, sem störf- uðu í sveitinni og lék mjög vel á har- moniku, sem og bræður hans fleiri. Hann var meðhjálpari í Greni- víkurkirkju um áratugaskeið, var lengi safnaðarfulltrúi og lét sig málefni kir- kjunnar miklu varða. Hann náði leikni í húsamálningu og ávann sér réttindi í þeirri grein og allt fórst honum yel úr hendi, viðvíkjandi því starfi. Á efri árum tók hann til við listsmíði, renndi úr skógviði fagra muni, smáborð, öskjur, tónsprota o.fl. sem hann gaf vinum og vandamönnum. Ingólfur varð bráðkvaddur á heimili sínu á Grenivík, sunnudagsmorguninn 6. maí sl. Kallið var komið. Hann var jarðsettur frá Greni- víkurkirkju, laugardaginn 12. maí, að viðstöddu fjölmenni. Vinsæll og góður maður er genginn. Að lokum þakka ég alla góða við- kynningu, í söng og gleði, í félagsstarfi heima í sveitinni okkar. „Farþú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." Ég sendi Hólmfríði og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Guðmundsd. Schiöth. NU ER HANN ÞREFALDUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.