Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 20.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 20. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Staðsetning álversins er aðaJmálið Síðan Morgunblaðið byrjaði 10. júlí sl. að fjalla um minnispunkta ráðgjafanefndar iðnaðarráðu- neytisins um staðarval vegna álversins marg- umtalaða, sem ekki munu byggðir á nákvæmum upplýsingum, hafa allir fjölmiðlar fjallað um málið svo til daglega. Haldnir hafa verið þing- flokksfundir hjá stjórnarflokkunum þar sem m.a. staðarval álversins hefur verið rætt og þar hefur komið fram, eins og raunar var vitað, að mikill meirihluti þingflokks framsóknarmanna vill að álverið rísi annað hvort við Eyjafjörð eða Reyð- arfjörð. Sama er að segja um þingflokk Alþýðu- bandalagsins, hann vill að álverið rísi við Eyja- fjörð eða Reyðarfjörð. Mun skiptari skoðanir munu vera í þingflokki Alþýðuflokksins, en hann vill að útlendingarnir ráði því að mestu hvar álverið verði, enda hefur iðnaðarráðherra sem skiljanlega hefur farið með þessi samningamál fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar, lýst því margsinnis yfir að staðsetning álversins væri ekki aðalmálið, mikilvægara væri að fá útlendinga til að reisa álver á íslandi. Nú síðustu daga hafa umræður í fjölmiðlum snúist svo til eingöngu um staðsetningu álvers- ins, enda hefur það verið vitað allan tímann að staðsetningin væri aðalmálið, þegar verið er að fjalla um stærstu einstaka framkvæmd í sögu íslensku þjóðarinnar, sem hefur vitanlega áhrif á byggðaþróun í landinu næsta áratuginn. Upp er nú komin sú staða að ýmsir telja ekki þingmeirihluta fyrir því að álverið verði á Keilis- nesi. Það nýjasta í málinu er það að viðræðu- nefnd um álver með Jóhannes Nordal í broddi fylkingar vill fá ákveðin svör hjá stjórnvöldum um hvort byggðasjónarmið eigi alfarið að ráða því hvar álverið verði reist. Það má því búast við því að línur skýrist fljótlega með staðarvalið og er það vel. Það er skoðun Dags að stjórnvöld hefðu átt frá upphafi að leggja meiri áherslu á staðsetningu álversins enda hefur það marg- sinnis komið fram hér í blaðinu undanfarna mánuði. Þrátt fyrir miklar umræður undanfarna daga um kosti þess að setja álverið niður á Keilisnesi hafa líkur fyrir að álverið verði staðsett við Eyjafjörð ekki minnkað og munu niðurstöður um breytingar á lóðinni á Dysnesi liggja fyrir þessa dagana, en Almenna verkfræðistofan hf. í Reykjavík hefur unnið verkið. Við þessar breyt- ingar mun sparast umtalsverð fjárhæð við bygg- ingu álversins. Við hér fyrir norðan bíðum og sjáum hvað setur, en þess má geta að mönnum finnast frétt- ir fjölmiðlanna í Reykjavík af þessu máli síðustu daga vera nokkuð skondnar. S.O. hvöð er oð gerost /i Sumartónleikar á Norðurlandi: Laufey Sigurðardóttir og Hlísabet Waage leika Þriðju sumartónleikarnir á Norð- austurlandi verða um helgina. Laufey Sigurðardóttir, fiðla, og Elísabet Waage, harpa, leika í Húsavíkurkirkju 20. júlí kl. 20.30, Reykjahlíðarkirkju 21. júlí kl. 20.30 og loks í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 22. júlí kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni eru verk eftir Louis Spohr, Magnús Blöndal Jóhannsson, Nino Rota, Camille Saint Saens og Sergei V. Rakh- maninov. Elísabet Waage er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík, í píanóleik hjá Halldóri Har- aldssyni og hörpuleik hjá Moniku Abendroth. Áð loknu píanó- kennaraprófi hélt hún til fram- haldsnáms í Hollandi hjá hinum þekkta hörpuleikara og kennara, Edward Witsenburg. Hún lauk hörpukennara- og einleikaraprófi frá Konunglega Tónlistarhá- skólanum í Den Haag árið 1987. Elísabet hefur leikið á tónleikum á íslandi, í Hollandi, Noregi og Wales og komið fram í útvarpi á íslandi og í Hollandi. Hún hefur starfað ásamt hollenska flautu- leikaranum Peter Verduyn Lunel á vegum stofnunarinnar Young Musician, en Yehudi Menuhin er verndari hennar. Laufey Sigurðardóttir er einnig fædd í Reykjavík. Hún lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 1974. Kennari hennar þar var Björn Ólafsson. Framhaldsnám í Bost- on hjá próf. George Neikrug. Laufey hefur sótt alþjóðleg fiðlu- námskeið m.a. hjá J. Vlach og A. Grumiaux. Árið 1984 fékk hún styrk frá ítalska ríkinu til náms- dvalar í Róm. Laufey hefur hald- ið fjölda einleiks- og samleiks- tónleika víða um land, auk þess á Norðurlöndum, Spáni og í Bandaríkjunum. Hún starfar nú sem fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og kennari við Tón- listarskólann í Reykjavík. Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari. Elísabet Waage, hörpuleikari. Sumarsýning Myndlistaskólans á Akurevri Laugardaginn 14. júlí sl. var opn- uð sumarsýning í Myndlista- skólanum á Akureyri, við Kaup- vangsstræti. Á sýningunni eru verk eftir Kristin G. Jóhannsson, Helga Vilberg, Jón Laxdal Hall- dórsson og Guðmund Ármann Sigurjónsson. Þessi samsýning er mjög fjöl- breytt því fjórmenningarnir beita ólíkum aðferðum í listsköpun sinni. Kristinn sýnir olíumálverk, Helgi vatnslitamyndir, Jón klippimyndir og Guðmundur dúkristur. Öll verkin eru nýleg, frá 1989 og 1990, og eru þau til sölu. Sýningin er opin daglega kl. 14-17 nú yfir hásumarið og henni lýkur 6. ágúst. Blómaskálinn Vín: HaJlgrímur Helgason opnar sýningu Hallgrímur Helgason, sem kunn- ur er 60% þjóðarinnar sem for- stöðumaður Útvarps Manhattan, hinum vikulegu þáttum á Rás 2, mun á morgun, laugardag, opna sýningu á gamanmyndum í blómaskálanum Vín í Eyjafirði kl. 14. Hallgrímur hefur í sumar dvalið við listsköpun sína og þáttagerð í Davíðshúsi á Akur- eyri. Á sunnudag, 22. júlí, verður efnt til svokallaðs hjóladags á Akur- eyri. Lagt verður upp frá Hafnar- stræti 100, þar sem Bleiki fíllinn er til húsa. Öllum er heimil þátt- taka og verður 4 km vegalengd hjóluð. Þátttakendum er boðið að kaupa sér bringunúmer sem gild- ir sem happdrætti og rétt á viður- kenningarspjaldi. Ágóði rennur til barnadeildar FSA. Rétt er að Á sýningunni í Vín sýnir Hall- grímur gamanmyndir í tveim gæðaflokkum, annars vegar „topp“ grínmyndir á Manhattan 1988 og hins vegar léttar gaman- myndir sem listamaðurinn fram- kallaði í París á sl. vori með nýrri gerð af gvasslitum. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 29. júlí nk. kl. 10 til 23.30 alla daga. vekja athygli á að öllum öðrum en hjóla á sunnudaginn gefst kostur á að styrkja þetta góða málefni. Verð fyrir bringunúmerið er kr. 100 fyrir börn og 300 fyrir fullorðna. Dregið verður um 15 vinninga. Sala á númerum er í Bleika fílnum frá kl. 12-15 eða í Coke-umboðinu. Fyrsti vinning- ur er hjól frá Sporthúsinu Hjól & bretti. Hallgrímur Helgason. Akureyri: Hjólað til styrktar bamadeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.