Dagur - 21.08.1990, Page 6

Dagur - 21.08.1990, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 21. ágúst 1990 Golfklúbbur Akureyrar 55 ára: „Framkvæmdir verða mjög hóflegar næstu árin“ - segir Ragnar Steinbergsson formaður að allar líkur séu á að Öldunga- meistaramót íslands verði hér líka. „Það liggur fyrir að Evr- ópumeistaramót öldunga verður haldið á Islandi næsta sumar. Mót þetta verður haldið fyrir sunnan en vegna þess þarf að flytja Öldungameistaramót Islands hingað norður. Ég heyröi þetta á öldungaþinginu á dögun- um og formaðurinn sagðist gera ráð fyrir að mótið yrði hér á Akureyri og þá væntanlega um mánaðamótin júlí-ágúst,“ segir Ragnar. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á það mót sem þeir hjá GA hafa á undanförnum árum byggt upp og auglýst ötullega er- lendis, Arctic-Open mótið. Síð- astliðið sumar tóku um 40 erlend- ir keppendur þátt í móti þessu en um það hafa verið skrifaðar margar greinar í útbreidd golf- tímarit. Nýlega var svo David Barnwell golfkennari GA í við- tölum við bandarískar útvarps- stöðvar og á næstunni heldur hann vestur um haf til að kynna mótið og kemur þá m.a. fram í hinu þekkta Johnny Carsons Show. „Þessi kynning skilar sér auðvit- að og við teljum fullvíst að þetta mót komi til með að draga að sér mikinn fjölda erlendra keppenda næsta sumar. Við verðum mjög hissa ef þeir verða færri en hundrað. Raunar teljum við svo komið að við verðum að leita samstarfs við Akureyrarbæ vegna þessa móts og þar er ég ekki að tala um fjáraðstoð. Við teljum að hér sé um svo gott tækifæri að ræða fyrir bæinn í heild að rétt sé að bæjaryfirvöld fái að hafa hönd í bagg'a. Stjörn golfklúbbsirrs fiSf- ur skipað nefnd til þess að hefja undirbúning þessa móts og við ætlum að bjóða bænum að láta sinn ferðamálafulltrúa eða ein- hvern annan sitja í þessari nefnd,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars eru engar stórframkvæmdir aðkallandi hjá klúbbnum og ljóst að fram- kvæmdir verða mjög hóflegar næstu árin. „Það verður einungis lögð á það áhersla að halda vell- inum við og hann smám saman bættur enn meira. Við teljum að Jaðarsvöllurinn sé að minnsta kosti annar af tveimur bestu völl- um landsins og þurfum að halda því þannig og helst gera enn betur,“ segir Ragnar. En það að hafa svo góðan völl hefur líka vandamál í för með sér að sögn Ragnars. „Vegna stærðar þessa vallar og hversu góður hann er á íslenskan mælikvarða þá er það að verða árviss viðburður að við fáum hingað landsmót eða önnur stórmót. Landsmótið og það sem því fylgir tekur tólf daga og það þýðir að við erum að biðja Akur- eyringa að spila ekki golf þessa tólf daga. Þetta getur þýtt að við verðum að koma upp einhverju æfingasvæði til að lofa þessu fólki sem ekki tekur þátt í mótinu, að leika þar á meðan. Við höfum land undir níu holu völl en hins vegar eru þetta gífurlega dýrar framkvæmdir. Ein flöt kostar til að mynda ekki minna en 2-3 milljónir króna. Þetta gerist því ekki alveg á næstu árum,“ segir Ragnar. Ragnar er bjartsýnn á framtíð GA og bendir m.a. á að hið gíf- urlega unglingastarf sem unnið er undir stjórn Davids Barnwell sé að skila sér. „Unglingarnir okkar okkar eru að komast í fremstu röð og ég er ekki í nokkrum vafa um að framtíð klúbbsins er björt,“ segir Ragnar Steinbergs- son formaður GA. ET Golfklúbbur Akureyrar varð 55 ára síðastliðinn sunnudag. Afmælisins var minnst með afmælismóti á laugardaginn þar sem tóku þátt á annað hundrað keppendur og um kvöldið var síðan veisla að Jaðri þar sem fram fór verð- launaafliending auk þess sem boðið var upp á skemmtiatriði. Ragnar Steinbergsson formað- ur Golfklúbbsins er hér í stuttu viðtali í tilefni afmælisins þar sem hann reifar stöðu klúbbs- ins og framtíðarhorfur. Með gífurlegu uppbyggingar- starfi hefur Golfklúbbur Akur- eyrar á undanförnum árum styrkt sig mjög í sessi og er nú svo kom- ið að aðstaðan á Jaðri er með því besta sem þekkist hér á landi. Völlurinn er frábær og aðstaðan er svo kórónuð með hinu glæsi- lega húsnæði klúbbsins. Það hef- ur hins vegar kostað sitt og hvernig skyldi fjárhagsstaða klúbbsins vera nú á þessum tíma- mótum? „Það verður að viðurkenna að á tímabili stóð þetta ansi tæpt. Það var gífurleg uppbygging hjá klúbbnum og ekki hægt að segja annað en hún hafi gengið í hraðasta lagi fyrir sig. Þetta eru hins vegar allt ágætar eignir sem nýtast mjög vel og þýða m.a. að við fáum til okkar mörg stór mót,“ segir Ragnar um þetta mál. Hann segir að nú sjái for- ráðamenn klúbbsins fram úr vandanum og málin séu komin á viðráðanlegt stig. „Það er of mik- ið sagt að fjármálin standi vel en þau hafa lagast ákaflega mikið. Ekki síst vegna þess að við ásamt tveimur öðrum íþróttafélögum, KA og Þór, gerðum samning við Akureyrarbæ um fjárframlög næstu þrjú árin. Þetta bjargaði „Þaö verður að viðurkenna að á tímabili stóð þetta ansi tæpt,“ segir Ragnar Steinbergsson um fjármálin hjá Golfklúbbi Akureyrar. Mynd: Goiii flafliði Guðmundsson slær vígsluhögg á Jaðarsvelli. Birgir Marinósson og Árni Jónsson urðu jafnir í 2.-3. sæti í karlaflokki í afmælismótinu. Þeir háðu bráðabana í lokahófinu um kvöldið og var hann með óvenjulegu sniði. Fyrst kepptu þeir um hvor yrði fljótari að drekka úr bjórglasi og sigraði Árni örugglega og hlaut 2 punkta. Því næst púttuðu þeir „í áttina“ að glasinu og komst Birgir nær, hlaut 3 punkta og hreppti annað sætið. Mynd: Brynjólfur Tryggvason okkur alveg því með þessu móti náðum við að hreinsa til í okkar vanskilaskuldum sem nú eru eng- ar lengur. Þannig náðum við að fá fyrirgreiðslu hjá okkar við- skiptabanka og gátum samið á gáfulegum grundvelli við aðra,“ segir Ragnar. Hann segir hins vegar að það sé ljóst að næsta ár verði reksturinn erfiðari en á þessu ári því margir félagar hafi greitt árgjöld næsta árs fyrirfram og þeir peningar hafi því verið til ráðstöfunar á þessu ári. Félagar í Golfklúbbi Akureyr- ar eru nú 286 talsins og á þessu ári hefur þeim fjölgað um 62. Félagarnir hafa verið fíeiri áður en að sögn Ragnars var tekin sú ákvörðun að „hreinsa til“ í fél- agatalinu þannið að þeir félagar sem ekki greiddu lengur árgjald, vegna þess að þeir væru fluttir á brott eða vegna annars, voru teknir af skrá. Golfvöllurinn að Jaðri hefur á undanförnum árum dregið að sér mörg stórmótin og er skemmst að minnast landsmótsins í sumar. Eins og áður hefur komið fram í Degi verður Ungingameistara- mót Norðurlanda haldið hér næsta sumar og þá segir Ragnar Kylflngar á fyrsta velli GA á Gleráreyrum. Þetta er elsta mynd af golfleikurum á Akurcyri sem vitað er um. Myndin er fengin að láni úr bók sem gefln var út í tilefni af 50 ára afmæli GA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.