Dagur - 21.08.1990, Page 11

Dagur - 21.08.1990, Page 11
Þriðjudagur 21. ágúst 1990 - DAGUR - 11 IVladonna. Madonna og LaToya rífast: Eru brjóstin ekta? Það er kalt á toppnum og til að halda sér þar verða menn víst að berjast með kjafti og klóm. Þetta gildir að minnsta kosti um poppbransann. Að undanförnu hefur í Bandaríkjunum farið tals- vert fyrir hávaðarifrildi milli tveggja kvenna sem talsvert láta að sér kveða í þessum bransa, Madonnu og LaToya Jackson. Sú síðarnefnda hefur raunar nýlega átt í útistöðum við bróður sinn Michael sem var víst ekki alls kostar ánægður með allt það sem hún skrifaði í nýútkominni sjálfs- ævisögu. Nú rífast þær hins vegar eins og hundur og köttur um það hvor hafi látið gera á sér aðgerð til að fegra og stækka brjóstin og hvor hafi ekki gert það og ef þær gerðu það þá hvor þeirra hefur verið heppnari með árangurinn. Þetta er auðvitað afar stórt mál og full ástæða til útkljá það og þá að sjálfsögðu í fjölmiðlum. í viðtali við tímaritið National Enquirer lét LaToya nýlega hafa eftir sér að Madonna hafi látið gera aðgerð á brjóstum sínum og að það hafi verið eina leiðin fyrir hana til þess að líkjast kven- manni. „Mín eru eðlileg, en hennar eru keypt,“ sagði hún. Ja stórt er kveðið og ekki getur Madonna verið þekkt fyrir að svara ekki í sömu mynt. „Ég veit það af því að kunnug- ir sögðu mér það, að brjóstin á LaToya uxu á einni viku,“ sagði Madonna hæðnislega í öðru tímariti. Þegar blaðamaðurinn spurði Madonnu síðan út í mynd- ir af henni í öðru blaði þar sem hún hafði berað á sér annað brjóstið, svaraði kella einfald- lega: „Ef þú hefur þau þá flíkaðu þeim, ókei!“ Og við gefum LaToya orðið. „Madonna er ekki hefðarkona, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það. Hún ætti að vera síðust allra til að ráðast á aðra vegna útlitsins. Fyrir aðgerðina líktist hún einna mest karlmanni. Ég sá myndina af þessu brjósti hennar og ég verð að segja að þau eru enn ekki jafn falleg og mín. Hún ætti þá frekar að segja: „Ef þú hefur keypt þau þá sýndu þau.“ Við látum þetta nægja að sinni I cn það er Ijóst að Madonna verð- ur að svara fyrir sig til að þessum málefnalegu umræðum verði | fram haldið. LaToya Jackson. Afs^orin blóm BlömásÉreytingar og gjafavaravið öll tækifæri. til húsbyggjenda og hönnuða Frá og meö 1. september 1990 skulu öll erindi sem leggjast eiga fyrir bygginganefnd Akureyrar berast byggingafulltrúa a.m.k. viku fyrirfund skv. grein 3.1.9. í byggingareglugerð. Byggingafulltrúinn á Akureyri Launafólk Eyjafirði! Stööugt verðlag byggir á ströngu aðhaldi. Látið Neytendafélagið vita um óeðlilegar verðhækkanir í síma 22506. Verkalýðsfélögin Eyjafirði

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.