Dagur - 21.08.1990, Síða 12

Dagur - 21.08.1990, Síða 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 21. ágúst 1990 Þeir hverfa einn af öðrum, sam- ferðamennirnir sem settu hvað mestan svip á Ólafsfjörðinn, þeg- ar ég var að alast upp. Með söknuði horfum við á eftir vinum og ættmennum yfir móðuna miklu. Nú síðast kvaddi þennan heim föðursystir min, Kristín Sigurjónsdóttir, til heimilis að Skarðshlíð 4 á Akureyri, en hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 12. ágúst sl. Kristín fæddist á Móafelli í Fljótum, dóttir hjónanna Sigur- jóns Jónssonar og Helgu Jóns- dóttur. Kristín var önnur í röð- inni af fjórum systkinum, eldri var Guðrún, húsmóðir á Ytri-Á í Ólafsfirði, en yngri voru faðir minn Jón Gunnlaugur trésmiður á Akureyri og Jóhann sem býr í Reykjavík. Hann hefur nú séð á eftir systkinum sínum þrem yfir á annað tilverustig. Sigurjón afi og Helga amma, bjuggu sín fyrstu búskaparár á Móafelli, en fluttu þaðan í Litlu- Brekku á Höfðaströnd og bjuggu síðar á öðrum bæjum í Fljótum, uns þau fluttu til Guðrúnar dótt- ur sinnar á ytri-Á í Ólafsfirði með synina. Þá var afi farinn heilsu og hjá Guðrúnu dvöldu þau til dánardægurs. Afi og amma hafa trúlega ekki verið rík af veraldlegum auði á nútímamælikvarða, en auðug hafa þau verið á annan máta og miðlað börnum sínum gnótt kær- leika og kennt þeim að elska og virða náungann. Þann 30. mars 1929 gekk Krist- ín að eiga Bernharð Guðjónsson, frá Vindheimum á Þelamörk. Þau settust að á Akureyri, og 5. júní 1930, fæddist þeim sonur er skírður var Hreinn. Þetta hjóna- band varð ekki langt, Bernharð lést á Kristnesspítala þann 2. mars 1932. Þá stóð Kristín uppi með soninn, en hún stóð ekki ein, fremur en aðrir sem áttu Guðrúnu systur hennar að. Guðrún bauð henni til sín að Ytri-Á, þar var ætíð nóg hjarta- rými, þótt húsnæði hafi ekki ver- ið stórt. Á Ytri-Á kynntist Kristín, Guðmundi Magnússyni frá Vest- mannaeyjum, en hann var skip- stjóri og stundaði sjómennsku frá Kleifunum. Þau giftust þann 16. apríl 1935, og bjuggu í Ártúni í Ólafsfirði. Maðurinn með ljáinn barði aftur að bæjardyrum Krist- ínar, en þann 16. september 1936 fórst Guðmundur með skipi sínu. Það er svo 18. maí að ham- ingjusól Kristínar fer að skína á ný og nú til langframa, en þann dag gengu hún og Nývarð Ólfjörð Jónsson frá Garði í Ólafsfirði í hjónaband. Nývarð og Kristín settust að í Garði og bjuggu þar til ársins 1974, er þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuð- ust tvö börn, Kára fæddan 6. október 1940. Hann er búsettur í Ólafsfirði, kvæntur Sigrúnu Ing- ólfsdóttur, og Guðfinnu; fædda 7. október 1950. Hún er búsett á Þórustöðum í Öngulsstaðar- hreppi, kvænt Óla Þór Ástvalds- syni. Hreinn sonur Bernharðs og Kristínar býr í Ólafsfirði, kona hans er Guðrún Þorvaldsdóttir. Barnabörn Kristínar eru níu á lífi og barnabarnabörnin eru sjö. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að dvelja í Garði hjá Krist- ínu og Nývarði á hverju sumri frá sjö til fimmtán ára aldurs. Kristín tók á móti mér með sinni hlýju á hverju vori og hjá henni var gott að dvelja. Hún og Nývarð reyndust mér í alla staði sem bestu foreldrar. Þegar ég síðar ákvað að reisa sumarbú- stað, þá kom ég að máli við þau hjón og spurði hvort landskiki væri á lausu á landareign þeirra. Að venju var vel tekið á móti mér og mér boðið land hvar sem ég helst kysi. Kristín var einstök kona, aldrei sást hún skipta skapi og aldrei hallmælti hún nokkrum manni, heldur dró fram jákvæðu hliðar fólks og kom þeim að í umræðunni. Kristín og Nývarð voru samhent hjón og samband þeirra einkenndist af virðingu og væntumþykju. Þrátt fyrir að heilsu Kristínar hrakaði nú á seinni árum og hún ætti erfitt með hreyfingar, þá kvartaði hún aldrei. Það eru ekki margir sem taka áföllum lífsins með öðru eins æðruleysi og Kristín gerði. Andlegt þrek ásamt vinnusemi og náungakærleik voru hennar aðalsmerki. Kæra frænka mín. Nú þegar leiðir skilja um stund vil ég þakka þér fyrir fóstur í níu sumur ásamt öllu öðru vinarþeli sem þú hefur sýnt mér á liðnum árum. Ég og fjölskylda mín sendum öllum aðstandendum Kristínar, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurjón H. Jónsson. Minning um móður: Stundum er metist á um gildi hinna ýmsu starfa fyrir þjóðfélag- ið. Sýnist þar sitt hverjum. Mat einstaklinga á eigin verkum er líka misjafnt. Sumum er það eðlislægt að láta á sér bera og leita eftir viður- kenningu á því sem þeir telja sig hafa afrekað meðan aðrir vinna verk sín í kyrrþey. Að mínu mati er móðurhlut- verkið göfugast allra starfa og mest um vert að það sé vel rækt bæði fyrir hvern einstakling og þjóðfélagið í heild. Nú þegar ég hef misst móður mína og veit að ég mun aldrei sjá hana framar geri ég mér grein fyrir því, hvað hún var mér mikils virði ekki aðeins í uppvextinum heldur öll mín æviár. Með orðum verður hugur minn til hennar ekki tjáður nema að litlu leyti, en þó mun ég reyna að minnast hennar. Hún hét Kristín Sigurjónsdótt- ir og var fædd þann 5. september árið 1906 á Móafelli í Stíflu í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Jónsson og Helga Jónsdóttir húshjón þar á bænum. Þegar móðir mín var tveggja ára flutti hún með foreldrum sín- um að bænuirt Litlu-Brekku á Höfðaströnd og var þar til tíu ára aldurs er leiðin lá aftur að Móa- felli. Næstu fjögur árin bjuggu for- eldrar hennar á Móafelli, en voru síðan í nokkur ár á ýmsum öðr- um bæjum í Stíflunni eða þar til þau fluttu að Ytri-Á í Ólafsfirði árið 1926. Móðir mín átti þrjú systkini: Guðrúnu, Jón Gunnlaug og Jóhann. Tvö hin fyrstnefndu eru látin en Jóhann á heima í Hátúni 10 í Reykjavík. Ung að árum fór hún að heim- an til þess að vinna fyrir sér. Um annað var ekki að ræða. Hún þráði að fara í skóla en engir möguleikar voru á því að láta þá drauma rætast. Næstu árin var hún vinnukona á ýmsum stöðum þar á meðal Syðri-Bægisá í Öxnadal. Þar kynntist hún föður mínum Bern- harð Guðjónssyni, sem þá var kennari þar í dalnum. Þau giftu sig 30. mars 1929 og voru þá um sumarið á Vindheimum, þar sem hann átti heimili hjá fósturfor- eldrum sínum. Um haustið fluttu þau til Akureyrar og stofnuðu heimili. Sumarið eftir fæddist ég. Hamingja og heiðríkja blasti við ungu hjónunum um sinn, en brátt dimmdi yfir, því að einu ári síðar veiktist faðir minn af berkl- um og þurfti að fara á Kristnes- hælið. Þegar sýnt var að veikindi hans voru alvarleg fylgdi móðir mín honum eftir og fékk leigt á Krist- nesbænum til þess að geta verið sem næst honum meðan hann háði erfiða og vonlausa baráttu við þennan voðasjúkdóm, sem á þessum árum hjó stór skörð í raðir fólks á besta aldri. 2. mars 1932 lést faðir minn og móðir mín einstæð fór með barn- ið sitt til Guðrúnar systur sinnar, sem bjó á Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og var hjá henni um nokkurt skeið. Síðar leigði hún eitt lítið herbergi í Ártúni á Kleifum og þar vorum við næstu árin, fyrst ein en 16. apríl 1935 giftist móðir mín aftur. Maður hennar hét Guðmundur Magnús- son, ættaður úr Landeyjum en kom til Ólafsfjarðar frá Vest- mannaeyjum. Guðmundur rak útgerð á Kleifum ásamt öðrum manni og var skipstjóri á litlum dekkbát þeirra er hét Þorkell máni. 16. september 1936 fórst bátur- inn með allri áhöfn, 5 mönnum sem allir voru í blóma lífsins. í annað sinn á rúmum fjórum árum hlaut móðir mín það áfall sem hvað mest reynir á mannlegt þrek, að missa ástfólginn maka sinn. Ekki lét hún þó bugast við þetta. Enn átti hún drenginn sinn til að lifa fyrir. Næsta ár fluttum við til Akur- eyrar, þar sem hún vann fyrir okkur með saumaskap. Haustið 1938 gat hún loks látið gamlan draum rætast, að fara í skóla. Það var húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði sem varð fyrir val- inu. Mér kom hún í fóstur hjá mágkonu sinni og bróður, Birnu Finnsdóttur og Jóni Sigurjóns- syni, sem bjuggu að Holtagötu 2 á Akureyri. Flún vissi að þar var ég í öruggum höndum og hlýjum. 18. maí 1939 giftist móðir mín Nývarði Ólfjörð Jónssyni í Garði í Ólafsfirði. Þau hófu þegar búskap á þeirri jörð og bjuggu þar til vorsins 1974 er þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar í Skarðshlíð 4. Búskapur þeirra í Garði ein- kenndist af mikilli elju og atorku. Þau tóku við kostalítilli jörð með lélegum húsum og lítilli ræktun. Öll hús endurbyggðu þau og ræktuðu það land sem ræktanlegt var. Að auki keyptu þau eyðijörð þar sem land var einnig brotið og ræktað. Þau eignuðust tvö börn: Kára, sem kvæntur er Sigrúnu Ingólfs- dóttur. Þau búa í Ólafsfirði og Guðfinnu sem gift er Óla Þór Ástvaldssyni. Þeirra heimili er á Þórustöðum V í Eyjafirði. Sjálf- ur bý ég í Ólafsfirði ásamt eigin- konu minni Guðrúnu Þorvalds- dóttur. Vinnudagurinn í sveitinni var að jafnaði bæði langur og strang- ur einkum meðan heyskapurinn stóð yfir og áður en vélvæðingin hófst. Oft hlýtur móðir mín að hafa gengið örþreytt til hvílu, en aldrei hafði hún orð á því. Þótt fjölskyldan væri ekki stór var oft mannmargt á heimilinu. Gest- kvæmt var enda voru húsráðend- ur gestrisnir og mannblendnir. Flest sumur voru einnig börn í sumardvöl í Garði. Ætla mætti að húsmóðurstörf- in hefðu verið nóg verkefni en það fannst þessari atorkusömu konu ekki. Á sumrin vann hún af kappi í heyskapnum og á veturna spann hún ull og prjónaði og saumaði fatnað á fjölskyldu sína og marga aðra. Ég minnist þess varla að henni félli verk úr hendi og iðulega gaf hún sér ekki tíma til þess að setjast við matarborðið en var á þönum meðan aðrir snæddu. Henni var rík þjónustu- lund í blóð borin og vildi vera veitandi en ekki þiggjandi. Um það leyti sem þau hjónin brugðu búi fór heilsu móður minnar hrakandi. Hún fékk liða- gigt sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Það var dapurlegt að horfa á hendurnar hennar kreppast og missa mátt. Þessar hendur sem eitt sinn höfðu reynt að lina helstrið föður míns og höfðu leitt og verndað börnin hennar og annarra. Þessum þjáðu, krækl- óttu höndum var þó beitt af vilja- styrk en ekki mætti fram á síð- ustu stund. Það var líka átakanlegt að horfa á bakið hennar bogna og kíttast saman þégar kvalafull gigtin settist að í því. Mörgum sinnuin þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús, þar sem hún gekkst undir aðgerðir. Af æðruleysi bar hún líkamleg- ar þjáningar sínar eins og hinar andlegu forðum daga, þegar hún missti ástvini sína. Áldrei var neina uppgjöf að finna. Efst í huga hennar var þakklæti til þeirra sem reyndu að hjálpa henni og löngunin að fá að vera heima. Erfitt átti hún með að sitja auðum höndum, þótt hendurnar væru krepptar og tvær hækjur þyrfti til þess að bera sig um. Állt fram á síðasta dag sem hún var heima vann hún þau húsverk sem hún gat og nægðu þau ekki starfs- löngun hennar greip hún til þeirr- ar handavinnu sem hún réði við. Skaparinn var henni óvægur er hann hreif frá henni tvo eigin- menn með stuttu millibili, en honum sé þó þökk fyrir að gefa henni hinn þriðja, sem virti hana og dáði og sýndi henni mikla umhyggju. Ætla mætti að manneskjan sem hefur orðið fyrir svo miklu mót- læti í lífinu væri bitur og nei- kvæð. Svo var ekki með móður mína. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana hallmæla neinum hvorki fyrr né síðar og yrði hún áheyrandi slíkra ummæla frá öðr- um tók hún gjarnan upp hansk- ann fyrir þann sem hnjóðað var í. Nú er móðir mín öll. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 12. þ.m. Saga hennar er saga íslenskrar móður. Saga alþýðukonunnar sem oft þurfti að treysta á mátt sinn og megin. Konunnar sem ekki lét bugast þótt lífið léki hana stundum grátt. Konunnar sem vann störf sín í kyrrþey og lagði í þau hjarta sitt og sál. Guð gefi sem flestum slíka móður. Hreinn Bernharðsson. Laugardaginn 18. ágúst síðastlið- inn, fór fram frá Ólafsfjarðar- kirkju útför Kristínar Sigurjóns- dóttur frá Garði. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir stutta legu þar. Hún var gift Nývarði Ólfjörð og bjuggu þau hin síðari ár í Skarðshlíð 4 d, Akureyri. Kristín var ein af þessum fáu hetjum sem maður kynnist á lífs- leiðinni, sem standa af sér allar holskeflur lífsrauna sem skella svo oft miskunnarlaust á mannverunni og tekst stundum að brjóta hana niður bæði and- lega og líkamlega. En Kristín var ekki ein af þeim sem lét bugast, hún stóð af sér öll stormél og kom út úr þeim sterkari en áður. Ung giftist hún Bernharð Guðjónssyni og bjuggu þau á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Kristín missti mann sinn eftir stutta sambúð. Bernharð veiktist og andaðist á Kristneshæli, eftir að hafa legið þar sjúkur í eitt ár. Eftir aðeins þriggja ára hjóna- band var Kristín orðin ekkja og litli drengurinn hennar aðeins tveggja ára. Þá voru engar tryggingar til hjálpar ungum ekkjum og kaupið lágt. Verður það víst lítið skilið í dag hver sú barátta var. Én Kristín átti góða systur, sem bjó á Kleifum í Ólafsfirði. Þangað fór hún með drenginn sinn og var þar næstu fjögur árin. Á Kleifum var þá mikið atvinnulíf og voru gerðir þaðan út tveir mótorbátar og var margt aðkomufólk þar á hverju sumri. Á þessum árum kynntist Kristín Guðmundi Magnússyni sem var skipstjóri á öðrum Kleifabátnum, Þorkeli Mána. Gengu þau í hjónaband. Að hausti til, einu og hálfu ári síðar, fórst Þorkell Máni með allri áhöfn. Kristín var þá aftur orðin ekkja, búin að missa tvo menn á sjö árum og stóð ein uppi með litla drenginn sinn. En Kristín lét ekki bugast, enn var hún ung að árum og átti allt lífið framundan. Þrem árum síðar giftist hún Nývarði Ólfjörð, frænda mínum, og bjuggu þau lengst af í Garði, Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn Kára Ólfjörð, giftur Sig- rúnu Ingólfsdóttur, hann er kennari og býr í Ólafsfirði; og Guðfinnu Ólfjörð, gift Óla Þór Ástvaldssyni, hún er hjúkrunar- fræðingur og búa þau í Eyjafirði. Elsti sonurinn, Hreinn Bern- harðsson, mætur maður, er kenn- ari í Ólafsfirði, giftur Guðrúnu Þorvaldsdóttur. í Garði var tvíbýli og bjuggu foreldrar mínir á hálfri jörðinni. Kynntist ég því Kristínu mjög vel. Hún var einstök kona. Lífs- reynsla hennar varð henni skóli sem gerði hana skilningsríkari í annarra garð. Hún var blíðlynd, hjálpsöm og greiðvikin, það var henni sjálfri gleði að gleðja aðra. Allra hennar góðu mannkosta fékk ég að njóta í ríkum mæli. Þegar við hjónin komum til Ólafsfjarðar til að byrja búskap í hrörlegu og húsalausu koti, buðu þau hjónin Kristín og Nývarð okkur með tvö börn inn á heimili sitt og fengum við að vera þar á meðan við vorum að koma upp þaki yíir höfuðið. Oft rétti Kristín þá bita að börnunum mínum, því hún vissi að oft var lítið í matarskápnum mínum. Og eftir að við fluttum í kotið okkar, sem var rafmagnslaust fyrstu árin, bauð hún mér að koma með þvottinn minn og þvo hann í þvottavélinni sinni og var það mér ólýsanleg hjálp. Og kæmist ég ekki sjálf einhverra hluta vegna, mátti ég senda henni

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.