Dagur - 21.08.1990, Qupperneq 16
Kodak
Express
Gæöaframköllun
★ Tryggðu f ilmunni þinni
Jbesta GPe<k6myndii~
Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Hofsos:
Stórframkvæmdir hjá Neista
Á döfínni eru miklar fram-
kvæmdir við íþróttamannvirki
á Hofsósi. Ætlunin er að gera
grasvöll fyrir knattspyrnu, 400
m hlaupabraut og langstökks-
aðstöðu. Það er Ungmennafé-
lagið Neisti sem ætlar að
standa fyrir þessu og nú er
bara beðið eftir samþykki
skipulagsnefndar til að fram-
kvæmdir geti hafist.
Grasvöllurinn sem gera á er
Dalvík:
Einn í steininn
Einn fékk að gista fanga-
geymslu lögreglunnar á Dal-
vík um helgina. Hann var
færður í fangageymslu
aðfaranótt sunnudags vegna
ölvunar og óspekta. Að
öðru leyfi var helgin róleg
hjá löggæslumönnum á
Dalvík.
Að sögn lögreglunnar á
Dalvík var gífurlegur fjöldi
fólks, bæði heima- og
aðkomufólk, í berjamó um
helgina í nágrenni Dalvíkur og
frammi í Svarfaðardal. A
sunnudag voru á biiinu 15-20
bílar, sem tilheyrðu
berjatínslufólki, úti í Múla og
20-30 bílar á Hámundarstaöa-
hálsi. óþh
Húsavík:
Bakkus við stýrið
ekki á þeim stað sem deiliskipu-
lagið segir til um og þess vegna
þarf að fá samþykki skipulags-
nefndar fyrir gerð hans. Gísli
Einarsson, formaður UMF.
Neista, segir að ef samþykki fáist
verði trúlega hafist handa í þess-
ari viku og klárað að þökuleggja
fyrir göngur. Verkið verður unn-
ið að mestu í sjálfboðavinnu, en
að sögn Gísla er búið að sækja
um styrki frá ýmsum aðilum.
Völlurinn verður þó aðeins til
bráðabirgða þangað til nægir
fjármunir verða til fyrir byggingu
þess sem er á skipulaginu.
Fólki er e.t.v. í fersku minni
fjáröflunarleið félagsins fyrr í
sumar, þegar einn stuðnings-
manna var borinn í rúmi margra
kílómetra leið og áheitum
safnað. Gísli sagði að aldrei væri
að vita nema farið yrði í eitthvað
slíkt aftur til fjáröflunar og m.a.
hefði komið fram sú hugmynd að
selja jóladagatöl um verslunar-
mannahelgina til að gera eitthvað
frumlegt, en það væri víst orðið
of seint núna.
Hlaupabrautin sem fyrirhugað
er að gera mun koma í kringum
malarvöllinn sem nú er nær eina
íþróttamannvirkið á Hofsósi og
áætlað er að gera þar einnig lang-
stökksbraut. Ef þessar fram-
kvæmdir komast allar í verk
verður aðstaðan á Hofsósi til
íþróttaiðkunar utanhúss orðin á
næsta sumri nærri því jafngóð og
á Sauðárkróki að sögn Gísla Ein-
arssonar. SBG
Sauðárkrókur
Fallegustu garðarnir verðlaunaðir
Viöurkenningar fyrir falleg-
ustu garðana á Sauöárkróki
voru veittar sl. laugardag á
Hótel Mælifelli. Nefndin
sem sá um valið sendi frá sér
svohljóðandi úrskurð:
„í ár er mikil gróska í flest-
um görðum og mjög víða fall-
egir gróðurreitir. Að þessu
sinni ætlar nefndin að veita
tveimur einstaklingsgörðum
viðurkenningu: Smáragrund
1, eigendur Hólmfríður Pórð-
ardóttir og Björn Jónasson og
Víðihlíð 2, eigendur María
Gísladóttir og Árni Blöndal.
Áðurnefndir garðar vekja
athygli fyrir það að vera svolít-
ið sérstakir og bera þess vott
að eigendurnir eru óhræddir
við að prófa eitthvað nýtt og
fara ekki hefðbundnar leiðir í
gerð heimilisgarða.“
Á myndinni býr Knútur
Aadnegard, forseti bæjar-
stjórnar, sig undir afhending-
una. F.v. Hólmfríður, Björn,
María og Árni.
Nautgripir í hættu vegna riðuveiki:
Eyfirskir nautgripir af riðu-
bæjum seldir tíl ósýktra bæja
- „vara eindregið við slíkum viðskiptum“ segir Sigurður Sigurðarson
Tveir ökumenn voru teknir
fyrir meinta ölvun við akstur
á Húsavík um helgina. Sá
fyrri ienti í klóm lögreglunn-
ar á Húsavík sl. föstudags-
kvöld og sá seinni að kvöldi
laugardags.
Að sögn lögreglu er óvenju-
legt að tveir ökumenn séu
teknir fyrir ölvunarakstur
sömu helgina á Húsavík og
nágrenni. Að hennar sögn er
ástand í þessum málum allgott
í Suður-Þingeyjarsýslu.
Fyrir utan ölvunaraksturinn
var tíöindalítið í umdæmi lög-
reglunnar á Húsavík um helg-
ina. Dansleikur var haldinn í
Skjólbrekku í Mývatnssveit,
en hann fór fram í friði og
spekt og þurfti ekki að hafa
afskipti af fólki þar. óþh
„Ein með öllu“ er dýrari á
Akureyri en í Reykjavík, og
einnig dýrari en hjá aðilum í
Ólafsfirði og á Dalvík. Þetta
kemur fram í könnun Neyt-
endafélags Akureyrar og ná-
grennis sem sagt er frá í blað-
inu. Þar segir einnig að
skýringin á hinum mikla
verðmun sem um er að ræða
sé græðgi pylsusala á Akur-
eyri.
Hin sívinsæli skyndibiti kost-
ar á Akureyri 150-160 krónur
en í Reykjavík kostar pylsa og
Hin illræmda riðuveiki getur
plagað aðrar skepnur en sauð-
fé og eru nautgripir engin
undantekning þar á. Á íslandi
er ekki vitað um riðutilfelli í
nautgripum en smithætta frá
sauðfé er til staðar. í Eyjafírði
er vitað um dæmi þess að naut-
gripir hafa verið seidir af
bæjum, þar sem riða í sauðfé
það sem henni heyrir til 120-130
krónur samkvæmt upplýsingum
NAN. Þá kemur fram að í Sölu-
skálanum á Ólafsfirði kosti
þessi vara 140 krónur og Dröfn
á Dalvík vilji fá 145 krónur.
í greininni frá NAN er skorað
á pylsusala á Akureyri að gera
grein fyrir því af hverju þeir
þurfi að selja pylsur svo miklu
dýrar en Reykvíkingar og
Ólafsfirðingar. Síðan eru taldir
upp þeir aðilar sem selja pyls-
una á 150 krónur og þeir sem
selja hana á 160 krónur. Þar í
hefur komið upp, til bæja sem
teljast ósýktir og engin riða
fundist í sauðfé. Af þessu hef-
ur Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir á Keldum, áhyggjur og
varar eindregið við slíkum við-
skiptum.
Sigurður sagði að Bretar stæðu
frammi fyrir miklu vandamáli um
þessar mundir þar sem riða í
hópi eru meðal annars allar
„bensínsjoppurnar" á Akur-
eyri. í greininni er ýjað að því
að um ólöglegt samráð sé að
ræða enda séu dýrustu staðirnir
í höndum fárra aðila.
Aðalsteinn Guðmundsson
verslunarstjóri hjá Höldi segir
að ekki sé um neitt samráð að
ræða hjá pylsusölum á Akur-
eyri. Aðalsteinn sagði ýmsar
ástæður vera fyrir hinum mikla
verðmun. Hann nefndi að á
Akureyri væri svokölluð kokt-
eilsósa á nær öllum pylsum en
nautgripum kom upp eigi alls fyr-
ir löngu. í júlí sl. höfðu 14 þús-
und nautgripir í Bretlandi fallið í
valinn vegna riðu og þar er um
200 gripum á viku lógað vegna
veikinnar.
Sigurður sagði að riðan hafi
borist í nautgripina með fóðri, að
því talið er. Fóðrið hefur m.a.
verið blandað kjöt- og beinamjöli
hún þekktist ekki fyrir sunnan,
pylsurnar væru dýrari í inn-
kaupum því þær kæmu að sunn-
an auk þess sem pylsubrauðin
væru dýrari hér en fyrir sunnan.
Þá sagði hann að laun væru
hærri í sjoppum á Akureyri en í
Reykjavík. Ósagt skal látið
hvort þessar skýringar réttlæta
hinn mikla verðmun. Blaða-
maður aflaði sér hins vegar upp-
lýsinga um að eitt pylsubrauð er
um það bil þremur krónum dýr-
ara á Akureyri en í Reykjavík.
ET
úr slátrun, en riðusmitefnið þolir
það mikinn hita að sú meðhöndl-
un fóðurs hefur ekki dugað til.
Með svipuðum smitleiðum hefur
riða einnig fundist í minkum er-
lendis.
„Það er ástæða til að vara
sterklega við því að selja naut-
gripi frá riðubæjum til ósýktra
bæja og munum við fara fram á
að slík kaup gangi til baka,“
sagði Sigurður, en hafði ekki
spurnir af öðrum tilfellum hér-
lendis en í Eyjafirði.
„Það hefur verið bannað að
nota hráæti úr slátrun til fóður-
gerðar af riðusvæðum frá því
1978, og hingað til hafa engin slík
tilvik komið upp. Við höfum
mikinn áhuga á að fá heilasýni úr
nautgripum frá riðubæjum, sér-
staklega eldri gripum," sagði
Sigurður og vildi koma þeirri ósk
á framfæri til bænda að þeir veki
athygli á því þegar þeir senda
gripi til slátrunar.
Sigurður sagði að mesta hættan
væri fyrir hendi þar sem nautgrip-
ir og sauðfé eru höfð í sörnu hús-
um og varaði hann mjög við
þeirri tilhögun. Sérstök ástæða er
til þess að benda þeim á sem fá
líflömb eftir fjárskipti að setja
þau ekki í sömu hús og nautgrip-
ir. -bjb
Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis:
Eru pylsusalar á Akureyri gráðugri en kollegamir?
- kokteilsósan og dýrari brauð meðal skýringanna!