Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 28. ágúst 1990 163. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Ciránutélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Hótel Blönduós: Fólki sagt upp og um- fangið minnkað „Við erum að framkvæma hluti sem við hefðum þurft að vera búnir að fyrir löngu, að minnka umfangið og rekstur- inn yfir veturinn í samræmi við notkunina. Án þess að segja upp starfsfólki er ekki hægt að breyta neinu og sú er ástæðan fyrir uppsögnum núna,“ segir Ragnar Tómasson, einn af stjórnarmönnum Hótel Blönduóss. Starfsfólkinu hefur nú verið sagt upp á hótelinu og er þar um að ræða sex stöður fyrir utan stöður sem eru einungis yfir sumarmánuðina. Ragnar sagði að ekki væri ljóst hve margar stöður yrðu yfir veturinn eftir að breytingin hefði átt sér stað, en það kæmi í ljós á næstu vikum. „Við erum ekki komnir alveg niður á það hvað gert verður í rekstrinum og ekkert hægt að segja um það þessa stundina. Það er staðreynd að þessi íandsbyggð- arhótel eru í ákaflega mikilli klemmu. Ég skal ekki segja til um hvernig það er á Akureyri, en ég hygg að á flestum öðrum stöð- um sé þetta mjög erfitt. Veturinn gerir það að verkum að við sitj- um alltaf uppi með tap af þessu og það gengur ekki. Ég hygg að kannski verði okkar niðurstaða sú, fyrst og fremst að draga úr öllu umfangi og halda rekstrinum í algjöru lágmarki,“ sagði Ragnar Tómasson. Hingað til hefur Hótel Blöndu- ós verið rekið af jafnmiklum krafti jafnt sumar sem vetur, en nú er ljóst að þar verður breyting á sökum tapreksturs. SBG Siglfirðingur SI: Á sfld í haust Frystitogarinn Siglfirðingur er nú að veiða það síðasta af kvóta skipsins á þessu ári. Eftir þessa veiðiferð verður skipið bundið við bryggju en mun frysta sfld á vertíðinni í haust líkt og gert var í fyrra. f fyrravetur var Siglfirðingur við síldarfrystingu frá nóvem- bermánuði til jóla og hluta úr janúarmánuði. Ragnar Ólafsson, skipstjóri á Siglfirðingi, sagði í samtali við Dag að frystingin hafi gengið þokkalega og óhætt sé að segja að þetta sé betra en láta skipið liggja verkefnalaust við bryggju. „Að vísu vantaði meiri síld í fyrra. Við frystum um 700 tonn og um 500 tonn af því fóru á Japansmarkað en annað á Eng- landsmarkað og í beitu,“ sagði Ragnar. í fyrra aflaði vélbáturinn Haf- steinn í frystinguna hjá Siglfirð- ingi en þessi skip eru gerð út af sömu aðilum. Ragnar segir að haldið verði til veiðanna strax og síldin fer að láta á sér bera. JÓH Oft er rætt uni nauðsyn þess að fækka mávum og hér má sjá að bílar eru stundum notaðir til slíkra aðgerða. Mynd: Goiii Borun holu nr. 25 í Kröflu lofar góðu: Frekari borun næsta sumar Borun á holu nr. 25 við Kröflu miðar vel og er áætlað að Ijúka henni í septembermánuði. Þegar á mánuðinn líður kemur í Ijós hve kraftmikil þessi hola er en þau jarðefni sem úr hol- unni koma gefa góðar vonir og fullvíst er að þarna er mikill hiti í jörðu. Hola nr. 25 er aðeins um 120 m frá Sjálf- skaparvíti sem myndaðist þeg- ar borhola nr. 4 sprakk en sú liola var mjög aflmikil. Ákveð- ið hefur verið að tvær holur verði boraðar á Kröflusvæðinu næsta sumar enda þarf aukinn- ar orku við ef helmingsstækk- un verður á virkjuninni árið 1995 eins og ráð er fyrir gert. Héðinn Steingrímsson, stöðv- arstjóri í Laxárvirkjun, hefur eftirlit með boruninni í Kröflu og sagði hann að þeim jarðefnum sem koma úr nýju holunni svipi mjög til borunar á holu nr. 4 þegar hún var boruð. Hvort hún vcrði jafn kraftmikil sé ekki unnt að segja til um fyrr en borun verður lokiö. Nú hefur verið borað niður á um 1800 metra dýpi en borað verður niður á rúmlega 2000 metra dýpi. ,.Við völdum þessari nýju holu stað til að reyna að endurtaka söguna með holu nr. 4 að öðru leyti en því að nú erum við í öllu betri stellingum til að taka við öflugri holu. Þetta er það svæði sem menn vonuðust til að gæti gefið ntikla gufu í framtíðinni fyrir virkjunina. Hins vegar varð frá að hverfa vegna þess hve mengunin í holu 4 var mikil en vonir eru bundnar við það nú að hún sé mun minni," sagði Héöinn. Sú hola sem nú er verið að bora er á svokölluðu Efra-Leir- botnasvæði en nokkru neðar er verið að ljúka undirbúningi á borun á tveimur holum fyrir næsta sumar. Héðinn segir að með þessum borununt sé Lands- virkjun að afla sér betri vitneskju um svæðið og hvernig staðan sé gagnvart stækkun á virkjuninni um helnting árið 1995. Héðinn segist reikna með að nýja holan veröi látin blása í vetur, reynist hún góð, og hún síðan tengd inn á virkjunina næsta sumar. Þá gæti komið til álita að hvíla önnur virkjunar- svæði í staðinn. JÓH Lögreglan á Dalvík beitt ofbeldi: Ölvaðir menn siguðu Scháfer- hundi á tvo lögregluþjóna - ekki unnt að handtaka mennina við þessar aðstæður Sá ógnvekjandi atburður átti sér stað á Dalvík sl. sunnu- dagskvöld að tveir Iögreglu- þjónar voru bitnir af Scháfer hundi sem var sigað á þá. Tveir menn sem sátu við drykkju ■ Sæluhúsinu beittu hundinum fyrir sig þegar lögreglan ætlaði að fjarlægja þá og vegna þessa framferðis var ekki hægt að handtaka mennina. Lögreglu- þjónarnir særðust nokkuð í átökunum og voru þeir báðir sprautaðir eins og vant er í til- vikum sem þessum. Tómas Viðarsson var á vakt þennan sunnudag er beiðni kom frá Sæluhúsinu um að koma tveimur mönnum út sem sátu þar að sumbli. Þetta var skömmu fyr- ir klukkan átta. Mennirnir voru með Scháfer hund með sér og þannig lýsir Tómas framhaldinu: „Þegar ég bað mennina að yfir- gefa staðinn þá sigaði annár þeirra hundinum á mig. Ilann stökk fyrst á hcndina á mér cn ég náði aö kippa henni áð mér. Þa glefsaði hann í lærið á mér og fékk ég fleiður og mar. Ég kom mönnunum niður í anddyri og þar settust þeir niður með hundinn. Ég kallaði á aðstoð og Björn Víkingsson og Sævar Freyr Ingason komu skömmu seinna. Þeir gátu fengið mennina út en þá skipti engum togum að eig- andi hundsins sleppti honum lausum og sigaði á Björn. Hund- urinn bcit Björn í handlegginn, lærið og kálfana áður en hann náði að forða sér inn í Sæluhúsið. Eigandinn kallaði þá hundinn til sín og hann settist hjá honum eins og ekkert hefði í skorist." Tómas sagði að hundurinn hefði hlýtt eiganda sínum í blindni og greinilega litið á þetta eins og hvern annan leik. Sökin var því eigandans. Ekki var hægt að handtaka mennina undir þess- um kringumstæðum því þeir not- uðu hundinn sem vopn og hindr- uðu þannig lögregluna að störfum. Mennirnir voru gestkomandi á Dalvt'k og er málið nú í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. í gær voru vitni yfir- heyrð en rannsóknarlögreglan hafði ekki haft hendur í hári mannanna og því ekkert hægt að segja um framhaldið. SS Vinnueftirlitsmenn könnuðu vélakost bænda á Norðurl. vestra: „Ástandið ekki meira en sæmilegt“ „Ástandið í sveitum hér er sæmilegt, en ekki meira en það þegar á heildina er Iitið,“ segir Stefán Stefánsson, eftirlits- maður Vinnueftirlitsins á Norðurlandi vestra. I ár á fjögurra ára hringurinn í skoð- un á hverju býli á svæðinu að lokast og telur Stefán að það takist næstum því. Á þessu ári er búið að skoða í Skagafirði á bæjunum frá Sauð- árkróki og út Skaga, í Fljótun- um, Rípurhreppi og hluta Lýt- ingsstaðarhrepps. Ætlunin er síð- an að skoða einnig hjá bændum í Staðarhreppi. í Húnavatnssýsl- um er búið að skoða í Sveins- staðahreppi og Hrútafirði og ætl- unin að klára Þorkelshólshrepp svo svæðið vestan Vatnsdals sé frá. Að sögn Stefáns eru til þeir bændur sem nánast engar athuga- semdir þarf að gera hjá, en þeir séu samt alltof fáir. Hann segir að algengasta athugasemdin sé vegna þess að hlíf vanti á drif- skaft dráttarvéla, en veltigrindur á dráttarvélar séu að koma hægt og sígandi. „Ætlunin ér .að endurskoða í haust það sem skoðað var í sum- ar og innsigla þá þær vélar sem ekki hafa verið lagaðar í sam- ræmi við athugasemdir. Það er samt erfitt að banna mönnum að nota t.d. dráttarvélar án velti- grindar þar sem ekki þarf að hafa grind á staðbundnum aflgjöfum eins og við blásara. Manni heyrist samt á bændum yfirleitt að þeir séu mjög sáttir við þessar skoðanir og að veltigrindarlausar dráttarvélar séu teknar úr umferð. Þessar vélar eru líka að detta út sjálfkrafa með meiri rúllubaggahirðingu þar sem færri vélar þarf í verkið," sagði Stefán. í hans umdæmi hafa á síðustu þremur árum orðið þrjú banaslys við vinnu og þar af tvö við land- búnaðarstörf. Stefán segir að hann geti talið þau skipti á fingrum sínum sem ekki hefur verið tekið vel á móti honum þegar hann hefur komið til að skoða á sveitabæjum. Þetta sveitaeftirlit er samt eiginlega aukagrein hjá Vinnueftirlitinu og aðaltíminn fer í að skoða vinnu- vélar og fyrirtæki. Að sögn Stefáns er aðbúnaður hjá fyrir- tækjum á Norðurlandi vestra nokkuð góður, sé tekið mið af því hvernig hann er víðast hvar. „Þó að kröfurnar séu orðnar þannig að langt sé í land hjá sum- um fyrirtækjum að fullnægja þeim, þá eru til þau fyrirtæki á svæðinu sem eru til algjörrar Tyrirmyndar," sagði Stefán Stefánsson. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.