Dagur - 28.08.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 28. ágúst 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Aðild að EB er
fullveldisafsal
Hver er afstaða þjóðarinnar til Evrópubandalagsins og
þeirra miklu breytinga sem eiga sér stað í Evrópu um
þessar mundir? Hver verður staða íslands í samfélagi
þjóðanna þegar Evrópa verður eitt efnahagssvæði árið
1992? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Sú er
því miður raunin þegar þetta gífurlega hagsmunamál
íslensku þjóðarinnar er annars vegar. Ýmsir fjölmiðlar
hafa síðustu mánuði gert skoðanakannanir til að reyna að
fá fram afstöðu þjóðarinnar til Evrópubandalagsins, með
þá spurningu að vopni hvort viðkomandi er fylgjandi eða
andvígur fullri aðild að Evrópubandalaginu. Sannast
sagna eru niðurstöður þessara kannana marklausar með
öllu, því stærstur hluti þjóðarinnar hefur ekki myndað sér
skoðun um málið. Fólk veit ekki hverju það á að svara
þegar spurt er um afstöðu þess til Evrópubandalagsins;
það veit hreinlega ekki um hvað málið snýst.
Fáfræði íslensks almennings um Evrópubandalagið og
eðli þess er ótrúlega mikil. Þessi fáfræði á sér þó eðlilegar
skýringar. Staðreyndin er sú að stærstu og áhrifamestu
fjölmiðlarnir hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína í þessu
máh. Þeir hafa lítið sem ekkert fjallað um kosti þess og
galla fyrir okkur íslendinga að ganga í Evrópubandalagið
og þess vegna hefur þorri þjóðarinnar engar forsendur til
að mynda sér sjálfstæða skoðun um málið.
Fullyrða má að skortur á upplýsingum um Evrópu-
bandalagið sé vatn á myllu þeirra sem vilja að íslending-
ar sæki um fulla aðild að bandalaginu. Sá hópur virðist
því miður fara stækkandi. Margt bendir til þess að stærsti
stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn,
muni innan skamms taka eindregna afstöðu með því að
íslendingar sæki um aðild að Evrópubandalaginu, en eins
og flestir muna komst svonefnd aldamótanefnd Sjálf-
stæðisflokksins að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að
aðild að EB væri æskileg. Innan Alþýðuflokksins á sú
skoðun einnig talsverðu fylgi að fagna. Framsóknarflokk-
urinn hefur á hinn bóginn marglýst því yfir að aðild að
ríkjabandalagi eins og Evrópubandalaginu, sem felur í
sér stórkostlegt fullveldisafsal, komi ekki til greina.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks-
ins og forsætisráðherra, lagði þunga áherslu á þessa ein-
dregnu afstöðu framsóknarmanna í viðtali við Morgun-
blaðið fyrir skemmstu. Við það tækifæri sagði forsætisráð-
herra að ísland ætti ekkert erindi í Evrópubandalagið:
Gagnvart EB yrði landið ekkert annað en lítill útkjálki og
íslenska þjóðin myndi glata sjálfsforræði sínu og sjálf-
stæði. Á hinn bóginn lægi það verkefni fyrir að ná viðun-
andi samningum við Evrópubandalagið og tryggja sjálf-
stæði og fullveldi íslendinga. Ekki er ólíklegt að þessi
skoðun eigi nokkurn hljómgrunn innan Alþýðubandalags
og Kvennalista einnig. Ljóst er að íslenskt flokkakerfi
mun að verulegu leyti mótast eftir afstöðu stjórnmála-
flokkanna til þessa stórmáls í náinni framtíð.
Það er mjög brýnt að íslenskir fjölmiðlar vakni af Þyrni-
rósarsvefninum og hefjist handa við að kynna þá kosti
sem þjóðin stendur óhjákvæmilega frammi fyrir í þessu
máli. Hún þarf að taka afstöðu með eða á móti aðild
íslands að Evrópubandalaginu áður en langt um líður. Þá
ákvörðun má ekki undir nokkrum kringumstæðum
byggja á fáfræði og þekkingarskorti. BB.
Áliðnaður í gjölulu
landbúnaðarhéraði
Margir hafa orðið til þess að vara
við því að reisa álver í Eyjafirði á
þeim forsendum að jjar væri
blómlegur landbúnaður. Minna
hefur borið á umfjöllun um þá
kosti sem landbúnaðurinn í Eyja-
firði gæti haft af sambýli við
áliðnaðinn.
Landbúnaðinum er talin stafa
hætta af mengun frá álverinu. í
þeirri umræðu er það áberandi að
hugmyndir manna um rekstur
álversins virðast byggjast á upp-
lýsingum um áratuga gömul iðju-
ver. Nútíma álver eru búin fuli-
komnum hreinsibúnaði. Nýlega
kom það fram að Bandaríkja-
mennirnir í Atlantal-hópnum
telja sig ráða yfir tækni, sem gerir
þeim kleift að ná betri árangri en
þeim, sem lagður var til grund-
vallar í útreikningum NILU um
dreifingu mengunarefna frá
álveri við Dysnes.
Nútíma áliðnaður býr víða í
friðsamlegu sambýli við landbún-
að. Mér cr kunnugt um það að í
Bandaríkjunum (í Suður-Karo-
línufylki) og í Kanada hefur
áliðnaðurinn reynst falla vel að
aðstæðum í landbúnaðarhéruð-
um. Langar þriggja daga vakta-
tarnir með þriggja daga frívökt-
um hafa hentað vel, þar sem
bændur kjósa að stunda bústörf
sem aukastarf. Menn hafa því
getað stundað vel launuð störf
við áliðnaðinn en nýtt jafnframt
jarðir sínar með ýmsum hætti.
Því hefur verið haldið fram að
áliðnaðurinn stefni í hættu
afkomu bænda, sem hafa tekjur
af ferðamönnum. Ekki fæ ég séð
að það hafi við rök að styðjast.
Þórarinn E. Sveinsson.
Nútímalegt álver er forvitnilegur
heimur tröllslegrar tækni, sem
fjöldi fólks vill skoða. Með til-
komu álvers í Eyjafirði bætist við
enn einn staður. sem ferðamenn
geta haft áhuga á að kynna sér.
Það er staðreynd að margir
ferðamenn hafa ánægju af að
skoða vinnustaði eins og frysti-
hús, skipasmíðastöðvar og aðra
stóra vinnustaði. Sú staðreynd
gildir í enn ríkari mæli fyrir
nútímalegt álver, enda er svo
víða í slíkum verum að gert er
ráð fyrir því að þangað komi
margir gestir árlega til að svala
forvitni sinni.
Flestir tengja saman fólks-
fjölda og mengun. Ef þéttbýlið
við Eyjafjörð vex, fylgir því
óhjákvæmlega einhver mengun.
Við megum ekki gleyma því að
mikið af þeirri starfsemi sem við
rekum í firðinum í dag er ekki
með öllu laust við mengun. Það
kemur alltaf að því að við verð-
um að velja eða hafna. Sú
mengun, sem af álverum stafar,
er ekki meiri en af ýmsum öðrum
atvinnurekstri. Stöðnun, sam-
dráttur og atvinnuleysi skapar
líka andrúmsloft, sem vissulega
má líkja við mengun. Og sú
mengun leikur mannfólkið grátt.
En mestu máli skiptir, þegar
sambýli álvers við landbúnaðinn
er til umræðu, að menn geri sér
grein fyrir hvert meginvandamál
landbúnaðarins í Eyjafirði er.
Eyfirskur landbúnaður er of
sterkur fyrir of lítinn markað.
Hann á mikilla hagsmuna að
gæta í því að þéttbýli vaxi og
eflist. Aukið þéttbýli og fleira
fólk í einu blómlegasta landbún-
aðarhéraði landsins, getur ekki
annað en styrkt landbúnaðinn.
Hvernig sem mál þróast með
Evrópubandalagið og breytt við-
skipti með búvöru í Evrópu,
verður sterkur heimamarkaður
fyrir ferskar ófrystar afurðir land-
búnaðar ávallt af hinu góða. Ef
til vill er það sá trausti grunnur
sem skiptir sköpum í harðri sam-
keppni við búvöruframleiðslu
annarra landa.
Álver getur haft þær afleiðing-
ar að mjólkurframleiðslu verður
að hætta á nokkrum býlum. En
það hefur ekki nokkur áhrif á
framleiðslugetu héraðsins í heild,
sem er meiri en leyfilegt er að
nýta í dag. Tilfærsla framleiðslu
innan svæðis á því aðeins að auka
hagkvæmni þeirrar frámleiðslú
sem fyrir er og renna þannig
styrkari stoðum undir sérhæfðan
og hagkvæman landbúnað. Sá
landbúnaður og stærri heima-
markaður er ef til vill forsenda
þess að við stöndumst nágrönn-
um okkar snúning í harðnandi
samkeppni opinna viðskipta.
Þetta vita margin bændur og
skilja að tilkoma álversins mun
hleypa nýju lífi í þetta hérað.
Nútímalegt álver mun því verða
til þess að styrkja landbúnaðinn í
heild, þótt það muni eflaust valda
því að einhverjar breytingar
verða á búháttum í næsta ná-
grenni við iðjuverið.
Þórarinn E. Sveinsson.
Höfundur er mjólkursamlagsstjóri og
bæjarfulltrúi á Akureyri.
Nútíma áliðnaður býr víða í friðsamlegu sambýli við landbúnað segir grein-
arhöfundur m.a.
I sakleysislegri frásögn í
frétt leyndist banvæn setning
„Ég las fréttina í Degi frá 9. ágúst
um vatnsaga í Ólafsfjarðargöng-
um með áhuga en í jafnvægi
hvíldar. Þar til undir lok fréttar-
innar: Þá kom höggið!
„Hins vegar mun Krafttak hf.
væntanlega bjóða í Vestfjarða-
jarðgöng og Fljótdalsvirkjun,
sem byggð verður ef álver rís á
íslandi burtséð frá staðarvalf'.
Leturbreyting mín!
Strjálbvlismálin flugu urn huga
minn. Umráðin yfir orkunni í
hverri byggð eru grundvallar-
atriði. Landsvirkjun eins og hún
nú er orðin er hættulegasta land-
eyðingaraflið. Það er þyngra en
tárum taki að verða æ ofan í æ að
reka sig á hve steinblind samtíðin
virðist vera á hina raunverulegu
ástæðu þess hve vel hinum
fjandsamlegu öfluni strjálbýlisins
miðar í tilganginum. í krafti fjár-
magns og valds! Að í blaðinu
Degi sé það hæfilegt rými í frétt
út af vatnsaga í Múlanum að orka
Fljótsdalsvirkjunar sé eins og
frímerki á bréfi. Guð hjálpi
okkur!
Ég hefi vonað að smám saman
færurn við að skilja - við sem telj-
um okkur Islendinga með byggð
um allt land - að orka Fljótsdals-
virkjunar, að siðrænum lögum
mennskrar lífssýnar, skal streyma
um Austur- og norðausturland.
Undir engum kringumstæðum
burt af þessum landsvæðum. Það
er striðsyfirlýsing valds og pen-
inga til fólksins um þessar
byggðir, að orka Fljótsdals-
virkjunar sé óskyld þeirra
byggðagrunni.
Hvað hugsið þið? Jafnvel
kötturinn lítur bak við spegilinn!"
12. ágúst 1990,
Jónas Pétursson.