Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 9 fþróttir 2. deild: Nýr völlur dugði Leiftri ekki - tapaði fyrir ÍR og er í mjög slæmri stöðu fa rjuð ÍR- Leiftursmenn eru í mjög alvar- legri stöðu eftir 0:1 tap á heima- velli gegn IR á föstudagskvöld- ið. Liðið er í næst neðsta sæti deildinnar með 13 stig og á mjög erfiða leiki eftir, þ. á m. útileiki gegn Víði og Keflvík- ingum. Leikurinn fór fram á nýjum grasvelli þeirra Ólafsfirðinga og var töluvert fjölmenni á leiknum og stemmning í betra lagi. Þrátt fyrir það var leikurinn daufur og var ekki að sjá að Leiftursmenn væru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Þeir byrjuðu reyndar þokka- lega enda IR-ingar mjög daufir í fyrri hálfleik og fengu aðeins eitt umtalsvert færi. Leiftursmenn fengu lítið af færum fyrr en í lok hálfleiksins en þá má segja að þeir hafi fengið tækifærin til að gera út um leikinn. Á 35. mínútu komst Þoriákur Árnason í gott færi en markvörður ÍR varði laust skot hans. 4 mínútum síðar fékk Hörður Benónýsson annað færi en aftur var markvörður ÍR á réttum stað og hann bjargaði í þriðja sinn í röð þegar Þorlákur átti skot eftir mikla pressu Leift- ursmanna. í seinni hálfleik hresstust ÍR- ingar mikið og þeir skoruðu eina mark leiksins á 58. mínútu. Þá kom stungusending fram á Tryggva Gunnarsson sem skoraði af öryggi. Eftir það léku ÍR-ingar skynsamlega, einbeittu sér að vörninni og Leiftursmenn náðu ekki að ógna marki þeirra eftir þetta. Baráttuleysi Leiftursmanna kom nokkuð á óvart. Friðrik Ein- arsson var þeirra besti maður en hjá ÍR-ingum barðist þjálfarinn Njáll Eiðsson vel. KH/JHB 3. deild: Þróttur upp - Einherji niður í þriðju deildinni bar það helst til tíðinda um helgina að Þrótt- arar úr Reykjavík tryggðu sér sæti í 2. deild er þeir sigruðu ÍK-inga 3:1. Þá féll Einherji í 4. deild þegar liðið tapaði 3:4 á Neskaupstað því á sama tíma sigraði BÍ Reyni 1:0 á ísafirði. Þá unnu Dalvíkingar auðveld- an sigur á TBA, 8:0, og Hauk- ar unnu Völsung 4:0 í Hafnar- firði. Fjörugt á Neskaupsstað 7 mörk voru skoruð þegar Ein- herji og Þróttur mættust á Nes- kaupstað. Þróttara náðu foryst- unni með marki Árna Freysteins- sonar en Örnólfur Oddsson jafn- aði fyrir Einherja og þannig var staðan í hléi. í seinni hálfleik byrjuðu Vopn- firðingarnir vel og náðu foryst- unni með marki Arnars Gests- sonar. Skömmu síðar fékk Ein- herjamaðurinn Björn Sigur- björnsson að líta rauða spjaldið og Bjarni Freysteinsson jafnaði fyrir Þrótt í framhaldinu. Einherj- ar voru ekki af baki dottnir og Örnólfur bætti við sínu öðru marki þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Birkir Sveinsson jafnaði þá fyrir Þrótt og var mikil rangstöðulykt af því marki. Þá var einum Norðfirðingi vikið af leikvelli og loks lauk þessum sögulega leik með því að Eysteinn Kristinsson skoraði sigurmark Þróttar og sendi Einherja í 4. deild. Úrslitakeppni 4. deildar: Stórsigur Hvatar - á Víkverja Hvöt vann stórsigur á Víkverja í 1. umferð úrslitakeppni 4. deildar á Blönduósi á laugar- dag. Lokatölurnar urðu 4:1 en þrátt fyrir það var leikurinn jafn lengst af. Víkverjaliðið er léttleikandi og skemmtilegt en virðist skorta samæfingu og úthald. Hvatar- menn voru reyndar ívið sterkari framanaf en náðu aðeins að skora einu sinni í fyrri hálfleik og staðan í hléi var 1:0. Það var svo ekki fyrr en í lokin sem Hvatarmenn náðu afgerandi forystu en þá virtust gestirnir vera búnir. Hvöt „keyrði" yfir þá og sigraði eins og fyrr segir 4:1. Hermann Arason og Bjarni Gaukur Sigurðsson skoruðu báð- ir tvívegis fyrir Hvöt og félagi þeirra Ásgeir Valgarðsson sýndi gestrisni sína í verki með því að skora markið fyrir Víkverja. Nóg af færum á ísafirði Leikurinn á ísafirði var einnig opinn og fjörugur en þar gekk mönnum þó ekki jafn vel að skora. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Ævarsson þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Fram að því höfðu bæði lið átt ágæt færi sem öll fóru í súginn. I byrjun seinni hálfleiks var einum manni úr hvoru liði vísað af velli fyrir slagsmál og við það opnaðist leikurinn upp á gátt og áttu bæði lið m.a. skot í stöng. Leikurinn var jafn og skemmti- legur og hefði jafntefli sennilega verið sanngjarnast. Völsungar slakir í Hafnarfírði Völsungar sáu aldrei til sólar er þeir mættu Haukum í Hafnar- firði. Þeir náðu sér aldrei á strik og virkuðu áhugalausir. Haukar skoruðu tvívegis í hvorum hálf- leik og hefðu átt að getað skorað mun fleiri mörk. Kristján Þór Kristjánsson skoraði þrjú mörk og Gauti Marinósson eitt. Stórsigur Dalvíkinga Dalvíkingar höfðu mikla yfir- burði gegn TBA og sigruðu 8:0. Sigurinn hefði getað orðið stærri sem sést á því að þrjú mörk voru dæmd af Dalvík fyrir rangstöðu og þá áttu þeir nokkur skot í slá og stangir. Sverrir Björgvinsson og Birgir Össurarson skoruðu tvö mörk hvor og Arnar Freyr Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Örv- ar Eiríksson og Guðjón Antóníus- son eitt hver. Sverrir Sverrisson og féiagar voru ekki í mjög kröppum dansi gegn Selfyss- ingum þó hann taki hér létta sveiflu. Mynd: sbg Tindastóll nær sigri - er liðið gerði jafntefli á Selfossi Tindastóll geröu Selfoss og jafntefli, 1:1, þegar liðin mætt- ust á Selfossi á föstudagskvöld- ið. Það voru Skagfirðingarnir sem voru betri aðilinn í Teikn- um og voru nær sigri. Liðið er enn ekki laust við falldrauginn en staða þeirra er þó mun væn- legri en hinna norðanliðanna og ætti það ekki að þurfa mörg stig úr síðustu umferðunum til að tryggja sér áframhaldandi 2. deild: Fjörugt hjá KS og Breiðabliki Breiðablik sigraði KS 2:1 í fjörugum leik á Siglufírði á föstudagskvöldið. Lengi vel leit reyndar út fyrir að leikur- inn myndi enda með jafntefli en á síðustu mínútunum skor- aði Þorsteinn Hilmarsson umdeilt mark fyrir Blikana og tryggði þeim sigurinn. KS er í neðsta sæti deildinnar sem fyrr en Breiðablik í því þriðja og heldur enn í vonina um að komast í 1. deild að ári. Breiðablik byrjaði leikinn á föstudagskvöldið af krafti. Þeir áttu þrjú góð færi áður en þeir fengu vítaspyrnu á 20. mínútu þegar Henning Henningsson bjargaði með hendi á marklínu. Að sjálfsögðu var dæmd víta- spyrna og úr henni skoraði Hilm- ar Sighvatsson. Blikar voru áfram sterkari en heimamenn lifnuðu aðeins við rétt fyrir hlé og voru þá nálægt því að jafna þegar Hlynur Eiríks- son og Þorsteinn Þormóðsson fengu ágæt færi. Seinni hálfleikur var mun betri hjá KS-ingum og þeir fengu tvö þokkaleg færi og eitt dauðafæri á fyrstu mínútunum. Þeir náðu svo að jafna á 59. mínútu. Dæmd var hendi á markvörð Breiðbliks fyr- ir utan teig og Þorsteinn Þor- móðsson skoraði beint úr auka- spyrnunni. Eftir markið jafnaðist leikur- inn en Blikar voru þó heldur hættulegri og náðu að tryggja sér sigurinn á síðustu mínútunum. Þorsteinn Hilmarsson fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn KS, línuvörðurinn lyfti flagginu en lét það svo falla aftur og Þor- steinn þakkaði fyrir sig með því að skora sigurmarkið. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en miðað við færi hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt. Sigurður Sigurjóns- son var bestur KS-inga en Will- um Þór Þórsson var bestur hjá Blikum. Dómari var Egill Már Markússon og var hann ekki sannfærandi. 2. flokkur: Slæm víka hjá norðlenskum liðum Nokkrir leikir hafa farið fram í 2. flokki að undanförnu. KA tapaði tvívegis í síðustu viku, KS tapaði fyrir Aftureldingu á fímmtudaginn og um helgina töpuðu Þórsarar tvívegis fyrir sunnan. Sl. þriðjudag léku Fram og KA í Reykjavík en leiknum var flýtt, átti að fara fram 6. september. Framarar höfðu mikla yfirburði og sigruðu með sex mörkum gegn engu. Á fimmtudag mættu KA-menn Breiðabliki á Menntaskólavellin- um á Akureyri og töpuðu 2:3. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Blikar nýttu færin og skoruðu tvivegis. f seinni hálfleik voru KA- menn mun betri en náðu ekki að minnka muninn fyrren 15 mínút- ur voru til leiksloka en þá skoraði Þórður Guðjónsson. Hann hafði áður látið verja frá sér víta- spyrnu. Blikar bættu þriðja markinu við algerlega gegn gangi leiksins en Þórður minnkaði muninn fyrir leikslok. KA-menn sóttu stíft í lokin en náðu ekki að jafna. Sama kvöld mættust Siglfirð- ingar og Afturelding á Siglufirði og sigruðu gestirnir 1:0. KS-ingar voru meira með boltann í leikn- um en Afturelding fékk betri færi. Á laugardaginn léku Þórsarar við Breiðablik og töpuðu 1:3. Blikar skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik en Steindór Gíslason minnkaði muninn fyrir Þór í upp- hafi seinni hálfleiks. Þórsarar sóttu síðan án afláts en það voru Blikar sem bættu þriðja markinu við, algerlega gegn gangi leiksins. Daginn eftir mættu Þórsarar Frömuruni og biðu stóran ósigur, 5:0. Staðan var 1:0 þegar 20 mínútur voru eftir en í lokin brotnaði Þórsliðið algerlega og Framarar gengu á lagið. Með þessum sigri tryggðu Framarar sér íslandsmeistaratitilinn. veru í deildinni. Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum en Stólarnir lifnuðu fljótlega við. Þeir náðu foryst- unni á 17. mínútu þegar Guð- brandur Guðbrandsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn Selfoss, lék á Anton Hartmanns- son markvörð og skoraði af öryggi. Tindastóll sótti meira eft- ir markið og fékk ágæt færi, Hólmar Ástvaldsson átti t.a.m. skot yfir mark Selfyssinga og Guðbrandur átti skalla sem Anton varði vel. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn og það voru ekki nema 5 mínútur liðnar þegar heima- menn jöfnuðu. Páll Guðmunds- son sendi þá stungusendingu á Júgóslavann Porca sem skoraði örugglega. Hann átti síðan aftur á ferðinni í lokin en skaut yfir úr góðu færi. Tindastólsmenn börðust mjög vel í leiknum og voru nær sigri eins og fyrr segir. Sverrir Sverris- son var mjög frískur og náðu hann og Hólmar Ástvaldsson vel saman á vængnum. Þá var Ólafur Adólfsson traustur í vörninni og Guðbrandur hættulegur frammi. Hjá Selfyssingum voru Páll Guðmundsson og Porca bestir. Opna Sauðárkróksmótið í golfi: Þórleifur fékk Amsterdamferðina - metþátttaka og ágætur árangur Metþátttaka var í opna Sauð- árkróksmótinu í golfí um helg- ina á Hlíðarendavelli. AIIs voru 93 kylfíngar skráðir til leiks og 87 luku keppni. Kylf- ingarnir komu úr 10 golfklúbb- um, en eðlilega voru Norð- lendingar fjölmennastir. Akur- eyskir kylfíngar voru sigursælir í karla- og kvennaflokki. Þór- leifur Karlsson stóð uppi sem 1. deild kvenna: ÍA burstaði KA IA vann stórsigur á KA þegar liðin mættust í síðasta leik 1. deildar kvenna á Menntaskóla- vellinum á sunnudag. Lokatöl- urnar urðu 7:1 eftir að staðan í hléi var 4:0. Leikurinn bar þess nokkur merki að hann skipti engu máli og virkaði KA-liðið áhugalaust. ÍA liðið sótti mun meira allan leikinn og var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Júlía Sigursteinsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir ÍA, Anna Lilja Valsdóttir tvö og Sigurlín Jónsdóttir og Elín Davíðsdóttir eitt hvor. Linda Hersteinsdóttir skoraði mark KA. 2. deild kvenna: KS tapaði báðum leikjunum Úrslitakeppni 2. deildar kvenna fór fram í Vestmanna- eyjum um helgina. KS frá Siglufírði átti lið í keppninni og töpuðu þær báðum leikjum sínum. Fyrri leikur KS var gegn Þrótti N. og sigraði Þróttur 3:1. Sigur- björg Elíasdóttir skoraði mark KS. Daginn eftir léku KS-ingar við Tý og töpuðu 0:4. Þróttarar urðu sigurvegarar í deildirini en liðið sigraði Tý 3:1. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu hefur enn ekki verið ákveðið hversu mörg lið verða í 1. deild að ári og þ.a.l. ekki hversu mörg fara upp. Er þó ekki búist við að KS leiki í 1. deild. Úrslitakeppni 4. deildar: Magni byijaði á sigri Magni sigraði Gróttu 4:3 í fyrstu umferð úrslitakeppni 4. deildar Islandsmótsins í knatt- spyrnu á laugardaginn. Leikur- inn, sem fram fór á Grenivík, var fjörugur og fyrir utan 7 mörk sem voru skoruð var rauða spjaldið tvisvar á lofti. Gróttumenn byrjuðu af krafti og sóttu meira en án færa. Á 30. mínútu fékk einn leikmanna liðs- ins að líta rauða spjaldið og í framhaldi af því skoruðu þeir tvívegis. Bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni en þau gerðu Sverrir Herbertsson og Gísli Jónasson. í seinni hálfleik skaut Kristján Kristjánsson, þjálfari Magna, þrumuskoti að Gróttumarkinu sem markvörðurinn varði en hélt ekki og Bjarni Áskelsson náði boltanum og skoraði. Magna- menn sóttu nær látlaust en þrátt fyrir það náði Sverrir Herberts- son að bæta þriðja marki Gróttu við eftir skyndisókn. Magnamenn minnkuðu strax muninn eftir að Kristján átti skot í stöngina úr aukaspyrnu og bolt- inn barst til Ingólfs Ásgeirssonar sem skoraði. Ingólfur var aftur á ferðinni skömmu síðar og jafnaði með rosalegu skoti í vinkilinn. Kristján Kristjánsson átti svo síð- asta orðið þegar hann skoraði glæsimark með viðstöðulausi skoti í bláhornið, en áður hafði annar Gróttumaður fengið að líta rauða spaldið. Sigur Magnamanna var sanngjarn og voru þeir nær því að bæta við mörkum í lokin en Gróttumenn að jafna. sigurvegari í karlaflokki eftir mjög svo spennandi keppni og Árný L. Árnadóttir sigraði í kvennaflokki. Sveinn Bjarna- son GH varð hlutskarpastur unglinga. Veðurguðir voru kylfingum ekki til armæðu á Hlíðarenda- velli um helgina, ef undan eru skildar regnslettur síðustu þrjá klukkutímana. Ágætis árangur náðist hjá keppendum, sér í lagi á laugardag. í karlaflokki luku 63 kylfingar keppni. Þar var mikil spenna á toppnum og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu höggum. I kvennaflokki voru 9 keppendur og 15 í unglingaflokki. Eini bráðabani mótsins var um þriðja sætið í unglingaflokki. Þar hafði Auðunn Einarsson GÍ betur í viðureign við Guðjón B. Gunn- arsson GSS. Styrktaraðilar Sauðárkróks- mótsins voru OLÍS og Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki. Gefend- ur aukaverðlauna voru Ylrún, Golfbúð Davids Barnwells, Sauð- árkróksbær, Flugleiðir, fslensk- ameríska og Mjólkursamlag Skagfirðinga. Næst holu á 3. braut bæði laugardag og sunnu- dag var Örn Arnarsson GA. Næst holu á 6. braut á laugardag var Árný L. Árnadóttir GA og á sömu braut á sunnudag var Val- gerður Sverrisdóttir GSS næst holu. Fæst pútt notaði Magnús Hreiðarsson GH í karlaflokki, Jónína Pálsdóttir GA í kvenna- flokki og Sveinn Bjarnason GH í unglingaflokki. Lengsta upphafs- högg á 9. braut átti Sigurður H. Ringsted GA. Þá fékk Atli Björn Þorbjörnsson GSS 5 kílóa ost frá Mjólkursamlaginu fyrir að fara 8. braut á flestum höggum! Aðal- verðlaun mótsins hlaut síðan Þórleifur Karlsson, eða ferð til Amsterdam með Arnarflugi. Úrslit Sauðárkróksmótsins í golfi urðu þessi: Karlaflokkur án forgjafar högg 1. Þórleifur Karlsson GA 155 2. Sigurpáil Sveinsson GA 156 3. Björn Axelsson GA 157 Karlaflokkur með forgjöf 1. Þröstur Sigvaldason GÓ 125 2. Sigurður Hreinsson GH 133 3. Jón Jóhannsson GÓ 136 Kvennaflokkur án forgjafar 1. Árný L. Árnadóttir GA 175 2. Jónína Pálsdóttir GA 177 3. Andrea Ásgrímsdóttir GA 182 Kvennaflokkur með forgjöf 1. Jónína Pálsdóttir GA 145 2. Valgerður Sverrisd. GSS 150 3. Árný L. Árnadóttir GA 151 Unglingaflokkur án forgjafar 1. Sveinn Bjarnason GH 164 2. Halldór Halldórsson GSS 166 3. Auðunn Einarsson GÍ 170 4. Guðjón B. Gunnarsson GSS 170 Unglingaflokkur með forgjöf 1. Ásgeir Gunnarsson GÖ 2. Þorsteinn Jónsson GSS 3. Steinþór Karlsson GSk Vcrðlaunahafar á Sauðárkróksmótinu samankomnir fyrir utan Hlíðarendaskála, hlaðnir verðlaunagripum. Mynd: -bjh 2. deild Fylkir-Víðir 1:4 KS-UBK 1:2 ÍBK-Grindavík 2:1 Leiftur-ÍR 0:1 Selfoss-Tindastóll 1:1 Víðir 15 10-4-1 30:16 34 Fylkir 15 9-2-4 32:16 29 ÚBK 15 7-4-4 19:13 25 ÍBK 15 7-2-6 15:15 23 ÍK 15 7-1-7 17:21 22 Selfoss 15 6-3-6 31:25 21 Tindastóll 15 5-3-7 17:24 18 Grindavík 15 4-2-9 16:29 14 Leiftur 15 3-4-8 12:21 13 KS 15 4-1-10 17:27 13 Markahæstir: Kristinn Tómasson, Fylki 11 Grétar Einarsson, Víði 10 Salih Porca, Selfossi 10 Guðbrandur Guðbrundsson, Tindastól 8 l/.udin Dervic, Selfossi 8 3. deild Þróttur R.-ÍK 3:1 Haukar-Völsungur 4:0 Þróttur N.-Einherji 4:3 Dalvík-TBA 8:0 BÍ-Reyuir 1:0 Þróttur R. 16 14-1- 1 50:13 43 Haukur 16 12-1 - 3 39:17 37 ÍK 16 11-1 - 4 39:24 34 Dalvík 16 7-2 - 7 36:25 23 Þróttur N. 16 7-2 - 7 46:36 23 Völsungur 16 5-5 - 6 24:26 20 Revnir 16 6-2 - 8 28:35 20 BÍ 16 5-2 - 9 28:34 17 Einherji 16 2-4-10 25:42 10 TBA 16 1-0-15 11:78 3 Markahæstir: Jóhann Ævarsson, BÍ 16 Olafur Viggósson, Þrótti N. 12 Sigurður Hallvarðsson, Þrótti R. 12 Þráinn Haraldsson, í»rótti N. 12 Garðar Níelsson, Reyni 10 Júlíus ÞorHnnsson, ÍK 10 Óskar Óskarsson, Þrótti R. 10 4. deild - úrslitakeppni 1. uniferð: Magni-Grótta 4:3 Hvöt-Víkverji 4:1 Sindri-Skallagriniur 1:2 Hvöt 1 1-0-0 4:1 3 Magni 1 1-0-0 4:3 3 Skallagrímur 1 1-0-0 2:1 3 Grótta 1 0-0-1 3:4 0 Sindri l 0-0-1 1:2 0 Víkverji 1 0-0-1 1:4 0 Allir sem 1 = íþróttavörubúð fyrir alla aldurshópa. Allir sem 1 Ný íþróttavöruverslun að Strandgötu 6 Mikið úrval af göllum á börn og fullorðna. Rucanor innanhússkórnir komnir. Nike Air utanhússkór. Bolir og stuttbuxur í miklu úrvali. Adidas snyrtivörur fyrir dömur og herra. Opið kl. 9.30 til 18.00 - Laugardaga kl. 10.30 til 12.30. AHir sem 1 Strandgötu 6 * Akureyri • Sími 27771 Allir sem 1 = íþróttavörubúð fyrir alla aldurshópa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.