Dagur - 28.08.1990, Side 11

Dagur - 28.08.1990, Side 11
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 11 „Komum til Verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar: móts við kröfiir áhorfenda" - segir Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Starfsemi Leikfélags Akureyr- ar er komin á skrið og verkefni leikársins 1990-91 hafa verið ákveðin, eins og Dagur greindi nýlega frá. Verkefni Leikfél- ags Akureyrar verða þrjú að þessu sinni en fjórða verkefnið er uppfærsla í samvinnu við Akureyrarkirkju í tengslum við kirkjulistaviku næsta vor. Fyrsta verkefnið er óvenjulegt að mörgu leyti því höfundur þess er nær óþekktur og allir sem standa að uppfærslunni eru heimamenn. Jóhann Ævar Jakobsson, málari, samdi leikrit- ið en hann flutti til Akureyrar fyrir tæplega þrjátíu árum og er því kominn í tölu heimamanna. Hann hefur dálítið fengist við rit- störf og m.a. sent frá sér barna- bók en fyrir um hálfu ári færði hann Leikfélagi Akureyrar hand- rit að leikriti til skoðunar og hef- ur félagið ákveðið að setja upp þetta fyrsta leikrit sem Jóhann Ævar sendir frá sér. Ný íslensk verk Leikritið hefur ekki hlotið endanlegt nafn en að sögn Sigurðar Hróarssonar, leikhús- stjóra, fjallar það um þrjá karlmenn, utangarðsmenn í þjóöfélaginu. Þetta eru ógæfu- menn sem hafa komist í tæri við Bakkus, en Sigurður sagði að Benni, Gúddi og Manni væru hressir karlar og Ieikritið skemmtilegt og jafnframt ramm- íslenskt. Eins og áður segir er þetta sýn- ing sem eingöngu heimamenn standa að. Leikstjóri er Sunna Borg, leikmynd hannar Hall- mundur Kristinsson og Ingvar Björnsson hannar lýsingu. Utan- garðsmennina þrjá leika þeir Práinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og séra Hannes Örn Blandon. Frumsýning á leikriti Jóhanns Ævars er áætluð föstudaginn 12. október. Næsta verk leikfélagsins, jóla- leikritið, er einnig íslenskt og nýtt af nálinni. Það nefnist Ætt- armótið og ber undirtitilinn „þjóðlegur farsi“. Höfundur er hinn góðkunni Böðvar Guð- mundsson en hann kom færandi hendi með Ættarmótið um leið og Fátækt fólk var sett upp. „Þetta er farsi um ættarmót og ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það, áhorfendur vita hverju þeir eiga von á. Þráinn Karlsson leikstýrir Ættarmótinu og leikarar verða 12-14. Þetta er leikrit með söngvum, tilvalið fyr- ir alla fjölskylduna, enda saklaus og skemmtilegur farsi,“ sagði Sigurður og verkið verður frum- sýnt annan í jólum. Rómantískur söngleikur Eftir áramót hefjast æfingar á bandarískum söngleik. Hann heitir á frummálinu „Kiss me Kate“, eða Komdu nú og kysstu mig, Katrín mín góð. Þessi gam- algróni söngleikur var sýndur við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir einhverjum áratugum. Öll tónlist í verkinu er eftir snilling- inn Cole Porter og eru falleg og rómantísk verk í öndvegi. „Þetta er söngleikur af við- ráðanlegri stærð. Leikarar eru um þrettán auk söngvara, dans- ara og hljóðfæraleikara, en þetta er ekta „Broadway-show" með öllu. Söngleikurinn er rómantísk- ur og á léttum nótum með farsa- kenndum söguþræði," sagði Sigurður. Þórunn Sigurðardóttir mun leikstýra söngleiknum. Þar með eru upptalin þau verk sem ráðgerð eru í Samkomuhús- inu á vegum Leikfélags Akureyr- ar en fjórða verkefnið á leikárinu verður unnið í samvinnu við Akureyrarkirkju og flutt á kirkjulistaviku næsta vor. Þetta er Skrúðsbóndinn eftir tónskáld- ið Björgvin Guðmundsson frá Akureyri, en 26. aprt'l verða liðin 100 ár frá fæðingu hans. Sýningin verður sett upp til að heiðra minningu þessa mcrka tónskálds. Mikið verður flutt af tónlist Björgvins í verkinu, bæði af leikurum LA og 40 manna kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Textinn verður væntanlega leiklesinn, en ekki hefur endan- lega veriö gengið frá þeim þætti. Leikritiö Skrúðsbóndinn hefur tvisvar verið sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og er þar magnaður harmleikur á ferðinni með mikilli og fallegri tónlist. Leikstjóri þessarar uppfærslu verður Jón Stefán Kristjánsson. „Það er léttara yfir dagskránni hjá okkur en í fyrra og með því erum við að einhverju leyti aö koma til móts við kröfur áhorf- enda. Reynslan hefur sýnt að söngleikir ganga best og okkur þykir mjög vænt um að geta sýnt nýjan íslenskan farsa, en góðir farsar úr okkar samtíma eru mjög sjaldséðir. Ég hef fulla trú á því að þctta verði góðar sýningar í vetur," sagði Siguröur. SS Bók á ensku um ✓ / Félag norðlenskra steinasafnara: Öflugir safharar en skortur á húsnæði háir starfseminni Island og Islendinga - eftir dr. Gylfa P. Gíslason í fcbrúar sl. var stofnað á Akureyri Félag norðlenskra steinasafnara (FNS), en mark- mið félagsins er m.a.: Að stuðla að kynnum áhuga- manna um steinasöfnun og efla samstarf og samvinnu milli þeirra. Að safna og skrá sem flestar upplýsingar um steina- fræði, stuðla að fræðslu á sviði steinafræðinnar. Að koma upp steintegundasafni í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Formaður félagsins er Þorsteinn E. Arnórsson á Akureyri. Að sögn Halldórs G. Péturs- sonar, jarðfræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Norðurlands cru félagar í Félagi norðlenskra steinasafnara hátt í þrjátíu og nú er svo komið að félagið sárvant- ar húsnæði fyrir starfsemina og erindi liggur nú fyrir hjá bæjar- stjórn Akureyrar þar að lútandi. „Bæði er að aðstöðu vantar til að þjappa hópnum saman og ná þeirri þekkingu sem þetta fólk hefur, margir félagsmanna hafa safnað steinum til fjölda ára og eru hafsjór fróðleiks, og eins er hér á safninu steinasafn sem ekki er neitt pláss fyrir, þannig að því mætti koma fyrir á þessum stað og steinasafnararnir gætu einnig haft aðstöðu til greiningar og slípunar. Eyjafjarðarsvæðið er mjög fjölbreytt hvað viðkentur steinum og hér eru ókönnuð svæði. Fræðibækur um steina á Islandi vantar og því er afar nauösynlegt að hópurinn nái saman og læri hver af öðrum. Aðgengileg uppsláttarrit eru til um steina og kristalla, en fæst gildir fyrir ísland. íslenskir stein- ar eru sérstakir. Húsnæðismálin há starfsem- inni. Meðan engin aðstaða er, þá er ekki hægt að þoka málum til framfara. I Reykjavík er félag steinasafnara, en okkar norð- lenska félag er stærra og virkara og hér eru öflugari safnarar þannig að ef við næðum að leggja alla krafta saman þá erum við komnir með mun betra safn steina en sunnlendingarnir og jafnvel Náttúrufræðistofnun," sagði Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur. ój Almenna bókafélagið heíur sent frá sér bók á ensku um ísland og íslendinga eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra ætlaða útlendingum sem fræðast vilja um land okkar og þjóð. Nafn bókarinnar er The Challenge of Being an Icelander. Hún er 110 bls. að stærð og skiptist í 25 kafla. Fyrri helmingur hennar fjallar um þjóðina og sögu henn- ar allt frá upphafi og hvernig hún hefur mótast í landi sínu og oröið sérkennileg þjóð í sérkennilegu landi (unusual people in unusual country, eins og það er orðað). St'ðari helmingur bókarinnar fjallar um ísland 20. aldarinnar eftir að það varð sjálfstætt ríki, atvinnubyltinguna, samskipti við umheiminn, þorskastríð o.s.frv. Síðustu kaflarnir tveir heita Modern Culture on an Ancient Foundation (Nútímamenning á fornum grunni) og The lcelandic Adventurc (Islenska ævintýrið). Dr. Gylfi gcrir í stuttum eftir- mála grcin fyrir hvers vegna bók- in varð til. Hann segir að hann hafi á stjótnmálaferli sínum oft hitt útlendinga víðsvegar að sem hafi fundist saga og örlög íslend- inga líkast ævintýri og verið að velta því fyrir sér hve einkcnni- legt þaö væri að ísland skuli á 20. öld geta staðið sem sjálfstætt iðn- ríki i með sérstæða menningu. Því hafi hann árið 1973 ritað bók- ina The Problem of Being an Ice- lander - Past, Present and Fut- ure. Sú bók sé löngu uppseld og því sendi hann nú þessa frá sér. Sögukaflarnir í henni séu lítið breyttir frá fyrri bókinni, en síð- ari helminginn um nútíðina hafi hann orðið að endurrita algerlega því svo margt hafi breyst tvo síð- ustu áratugi og af þeim ástæðum hafi hann einnig hlotið að breyta nafni bókarinnar. Veitingahús Til sölu eða leigu er veitingahús að Hafn- arstræti 100 Akureyri. Uppl. gefa Rúnar í síma 91-641866 og Baldur í síma 96-24222.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.