Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 16
Kodak
Express
Gæóaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
Jbesta ^Pedíomyndir
\»
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
.....................................
Jökulsá á Fjöllum:
MMvægari markalína
en áður vegna
sauðfjárveikivama
Jökulsá á Fjöllum hefur veriö
markalína fyrir sauöfjárveiki-
varnir í Þingeyjarsýslum og eftir
að ákveðið var að slátra á
Kópaskeri í haust verður sú
lína enn mikilvægari en áður.
Mikill áhugi er fyrir því hjá
bændum á svæðinu að fé verði
ekki flutt yfir ána til slátrunar,
þannig að sauðfé vestan Jökuls-
ár fari ekki til Kópaskers og
sauðfé austan árinnar fari ekki
til Húsavíkur til slátrunar.
Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir á Keldum og sérfræðingur
í sauðfjárveikivörnum, fundaði
nýlega með bændum beggja vegna
Jökulsár þar sem flutningur á
sauðfé vegna kaupa eða til slátr-
unar bar m.a. á góma. „Með til-
liti til smitsjúkdóma finnst mér
skynsamlegt að halda sig við
Jökulsá á Fjöllum og hafa þá
markalínu sem allra virkasta.
Það styrkir línuna mjög að þurfa
ekki að flytja fé yfir ána til slátr-
unar,“ sagði Sigurður í samtali
við blaðið.
Sigurður sagði að flutningur á
lifandi fé yfir varnarlínur væri
óheimill án sérstaks leyfis, hvort
heldur er vegna fjárskipta eða til
slátrunar. Svæðið austaii Jökuls-
ár á Fjöllum hefur sloppið við
riðuveiki, ef undan eru talin til-
felli í Jökuldalshreppi og Hlíðar-
hreppi norðan Jökulsár á Brú fyr-
ir 10 árum. Vestan við Jökulsá á
Fjöllum kom sl. vetur upp eitt
riðutilfelli í Aðaldal og ekki eru
mörg ár síðan riða var nokkuð
útbreidd í Kelduhverfi. -bjb
Fiskiðjusamlagið á Húsavík:
Kannar kaup á Sæborgu
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
hefur að undanförnu verið að
leita eftir bát til kaups, og m.a.
munu óformlegar viðræður
eða samningaumleitanir hafa
farið fram um kaup á bát frá
Eyrarbakka seint í júlímánuði
Tryggvi Finnsson fram-
kvæmdastjóri segir að ekkert hafi
Sjallinn:
Orðrómur
um lokun
ósannur
enn gerst í þessum málum en
segja megi að ýmislegt sé í skoð-
un og öll spjót úti í bátakaupa-
málum. Samningaumleitanir hafa
staðið yfir að undanförnu milli
Fiskiðjusamlagsins og Aðalsteins
Karlssonar, eiganda Sæborgar
ÞH-55 um hugsanleg kaup Fisk-
iðjusamlagsins á bátnum.
Aðalsteinn Karlsson segir það
í deiglunni að selja bátinn en
hugmyndir þar að lútandi séu á
algjöru byrjunarstigi, en vissu-
lega hafi hann rætt við Fiskiðju-
samlagið um möguleika á því að
hún keypti bátinn. Aðalsteinn
segist ekki ætla að kaupa annan
bát, hann sé einfaldlega að hætta
í útgerð. Sæborg er 40 tonna eik-
arbátur, og er kvóti bátsins ríf-
lega 240 þorskígildi. GG
Vígsla sundlaugarinnar á Grenivík:
„Ég vildi að ég
væri aðeins yngri“
„Ég vildi að ég væri aöeins
yngri,k‘ sagði hinn síungi átta-
tíu og eins árs gamli Jóhann
Stefánsson, eftir að hafa synt
fyrsta sprettinn í nýju sund-
lauginni á Grenivík, sem
formlega var vígð sl. laugar-
dag að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Vígslu sundlaugarinnar var
skotið inn í dagskrá Magna-
dagsins, sem má segja að hafi
verið fyrsti liður í 75 ára afmælis-
hátíö félagsins. Magni hélt ríku-
lega upp á daginn með sigri á
Gróttu í úrslitakeppni fjórðu
deildar og síðan leiddu saman
hesta sína Old boys lið heima-
manna og Þórs frá Akureyri.
Grýtubakkahreppur bauð við-
stöddum upp á kaffiveitingar að
leikjunum loknum og að því
búnu var sundlaugin formlega
vígð, eins og áður segir. Magna-
deginum lauk með veglegum
dansleik.
Að sögn Guðnýjar Sverris-
dóttur, sveitarstjóra Grýtu-
bakkahrepps, verður nýja sund-
laugin opin þessa viku frá kl.
10-12 og 15-20. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær laugin verði
opin frá 1. september nk. óþh
Dagvistir Akureyrarbæjar:
Ófaglært fólk er sólgið í
- betra ástand í fóstrumálum en oft áður
I kjölfarið á því að Sjailinn
hefur verið auglýstur til sölu
hafa ýmsar sögur komist á
kreik um rekstur hans. Um
nýliðna helgi gekk það fjöllun-
um hærra á Akureyri að Sjall-
inn yrði lokaður í vetur að
miklu eða öllu leyti. Sigurður
Thorarensen framkvæmdastjóri
segir þetta vera alrangt. Sjall-
inn verði rekinn af fullum
krafti í vetur.
„Ég var að heyra þetta líka.
Starfsfólk hefur verið að koma til
mín og spyrja hvort þetta er rétt.
Það væri auðvitað fráleitt að loka
Sjallanum nú þegar helsti keppi-
nauturinn hefur hætt störfum í
bili a.m.k. og ég get fullvissað
fólk um að Sjallinn verður á fullu
í vetur,“ sagði Sigurður.
Sigurður segir að þetta sé ekki
eina kjaftasagan sem hann hafi
heyrt að undanförnu um sín mál
og Sjallans. Meðal annars hafi
hann heyrt að hann hafi keypt
Sjallann en líka að hann væri
hættur í Sjallanum og fluttur
suður. „Þetta er allt rangt,“ sagði
hann. Hann sagði ennfremur að
sér vitanlega hefðu engin kauptil-
boð borist í Sjallann ennþá. ET
Árviss fóstruskortur hrellir
höfuðborgarbúa um þessar
mundir en á Akureyri virðist
það ekki erfiðleikum bundið
að fá fóstrur til starfa og er
Róleg helgi var hjá lögreglu-
mönnum á Norðurlandi vestra.
Keyrt var á hross í Hrútafirði
og maður fótbrotnaði við að
falla ofan af toppi vöruflutn-
ingabfls á Sauðárkróki. Dans-
leikir og tónleikar voru
haldnir, en allt fór vel fram.
Að morgni laugardags var ver-
staðan í þessum málum betri
en undanfarin ár. Þó má segja
að ef allar stöður við dagvistir
bæjarins ættu að vera full-
skipaðar þá væri hægt að bæta
ið að losa vörur úr flutningabíl
frá Magnúsi Svavarssyni úti á
bryggjunni við Sauðárkrókshöfn
og maður sem var uppi á toppi
bílsins féll niður af honum og
brotnaði við það á báðum fótum.
Hann var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Keyrt var á hross á þjóðvegi
hátt í 10 fóstrum við.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Sigríði M. Jóhannssdóttur, dag-
vistarfulltrúa. Hún var tiltölulega
ánægð með stöðuna í dag, fóstru-
númer eitt nálægt Reykjaskóla í
Hrútafirði um helgina og drapst
það við áreksturinn. Bíllinn
skemmdist mikið en meiðsl á
fólki urðu engin. Þetta er fjórða
umferðaróhappið sem á sér stað
nálægt Reykjum í sumar og vor
að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi. SBG
Sauðárkrókur:
Maður brotnaði á báðum fótum
Norðurland eystra:
Enn óráðið
í aJlt að
10 stöður
kennara
- staðan svipuð og
undanfarin ár
Staðan í kennararáðningum til
skóla á Norðurlandi eystra um
þessar mundir er mjög svipuð
og undanfarin ár. Reiknað er
með að nú vanti um 10 kennara
til starfa. Hlutfall á milli rétt-
indakennara og leiðbeinenda
hefur ekki breyst mikið. Helst
er það í smærri skólum í Þing-
eyjarsýslum sem vantar kenn-
ara.
Katrín Ragnarsdóttir, fulltrúi
hjá Fræðsluskrifstofu Norður-
lands eystra, sagði í samtali við
blaðið að erfitt væri að segja
nákvæmlega til um hvað vanti
marga kennara í kjördæmið þar
sem umsóknir liggja hjá skóla-
nefndum. Katrín sagðist reikna
með að vanti í kringum 10
kennara.
Hlutfallslega er mest af rétt-
indakennurum á svæðinu starf-
andi á Akureyri og síðan fer hlut-
fallið minnkandi eftir því sem
fjær dregur, einkum austast í
kjördæminu. Katrín sagði að
yfirleitt væru réttindakennarar
búnir að ráða sig til starfa þannig
að þar til skólar hefjast verða það
aðallega leiðbeinendur sem
verða ráðnir.
Eins og kom fram í blaðinu sl.
laugardag þá er óvenjuntikið um
barnsburðarleyfi hjá fastráðnum
kennurum á Akureyri en aðspurð
sagði Katrín að það virtist vera
eini staðurinn á Norðurlandi
eystra sem svo væri ástatt um.
„Þannig er staðan núna, eins og
við best vitum, en það er aldrei
að vita nema að hún breytist,"
sagði Katrín. -bjb
vinnu
menntaðir forstöðumenn eru á
öllum dagvistum og hvergi er
bagalegur fóstruskortur. í sumar
hafa sex nýjar fóstrur tekið til
starfa á Akureyri.
„Ástandið hér er betra en oft
áður, en það má náttúrlega ekki
mikið út af bera og ef eitthvað
verður um forföll þá gætum við
lent í erfiðleikum. Hins vegar er
enginn skortur á ófaglærðu starfs-
fólki sem vill vinna hjá okkur og
við erum með óheyrilegan bið-
lista af fólki sem sækir um
vinnu," sagði Sigríður.
Hún taldi að þessi aukna ásókn
í störf á dagvistum bæjarins
endurspeglaði atvinnuástandið
almennt. Laun ófaglærðs starfs-
fólks hafa a.m.k. ekki verið talin
sérstaklega há þannig að skýring-
in er varlafólgin í þeim þætti. SS