Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990 matarkrókur Sr. Hanncs Örn Blandon í eldhúsinu að undirbila hvítlaukslegnu iæris- sneiðarnar. Mynd: Goiii Hvítlaukslegnar lærissneiðar - að hætti sr. Hannesar Arnar á Grundarþingum Ástarbrími íslendinga Hallfreður Örgumleiðason: Sr. Hannes Örn Blandon, prestur á Grundarþingum, er „matarkrókur“ vikunnar /' helgarblaði Dags að þessu sinni. Hannes ákvað að halda sig við íslenska lambakjötið og bjóða upp á lœrissneiðar í hvítlaukslegi með sérstakri sósu. Hannes segir þennan rétt vera heimatilbúinn og útbýr hann gjarnan til hátíðarbrigða fyrir fjölskylduna við góðan orðstír. Hægt er að matreiða þennan rétt á pönnu, í ofni eða á útigrillinu, en Hannes Örn vildi mœla sérstaklega með síðastnefnda kostinum. Rétturinn sem Hannes útbýr fyrir matarkrókinn miðast við fjóra matargesti. Áður en farið verður út í matreiðslu réttarins, þá kemur uppskriftin hér í gróf- um dráttum: 4-5 Uerissneiðar af íslensku lambakjöti. 1-2 hvítlauksblöð matarolía í því magni að hún hylji sneiðarnar í skál salt og pipar eftir smekk Byrja skal á því að skera hvít- laukinn niður og blanda honum saman við matarolíuna í skál. Því næst eru lærissneiðarnar settar í olíuna, kryddaðar eftir smekk með salti og pipar, og látnar liggja í olíunni í smá tíma, eða eftir því hvað fólk vill hafa kjötið bragðsterkt. Hægt er að steikja sneiðarnar á pönnu, grilla þær í ofni eða á útigrilli. Áður en það er gert er betra að leyfa olíunni aðeins að drjúpa af sneiðunum, þannig að þær verði ekki löðrandi. Eldun- artími er eftir smekk, en Hannes sagði að best væri að hafa kjötið vel meyrt og ekki of mikið steikt. Með lærissneiðunum notar Hannes sérstaka sósu, sem hann segir að sé mjög „spes‘\ Uppskriftin að sósunni er eftir- farandi: 1 meðalstór laukur 1- 2 hvítlauksblöð 2- 3 tsk. af karrý '/2 flaska af tómatsósu 2-3 msk. af sinnepi lítil dós af maísbaunum Matreiðsla á sósunni hefst með því að steikja niðurskorinn lauk og hvítlauk í örlítilli olíu á djúpri pönnu, þannig að laukarnir brúnist aðeins. Stðan er karrýinu bætt við, þá tómat- sósunni og loks sinnepinu. Maísbaunirnar koma saman við sósuna að lokum. Þessu er hrært saman og sösan er látin malla í rólegheitum viö vægan hita í ca. 30 mínútur. Með lærissneiðunum og sós- unni er best að nota bakaðar kartöflur með smjöri, og salat eftir smekk hvers og eins. Til að væta kverkarnar með þessum dýrindis rétti, sagðist Hannes mæla með góðri tegund af rauð- víni, ekki of þurru og ekki of sætu. Þar með hafið þið það, les- endur góðjr. Rétturinn hans Hannesar kitlar óneitanlega bragðlaukana og nú er bara að drífa sig í eldhúsið og byrja. „Bon appetit!“ Sr. Hannes Örn Blandon hef- ur skorað á frú Valgerði Schiöth á Rifkelsstöðum í Öngulsstaða- hreppi til að mæta í næsta mat- arkrók og tók Vaigerður þeirri áskorun um hæl. „Það hafa svo margir karlar verið í þessum þætti að undanförnu að það er kominn tími til að konurnar komist að,“ sagði Hannes. -bjb Góðan daginn, æruverðugu lesendur. Þrátt fyrir allglanna- lega fyrirsögn er ekkert í pistli þessum sem getur hneykslað konur eða annað viðkvæmt fólk. Að sjálfsögðu er ég vand- ur að virðingu minni og hef ríka sómatilfinningu, en eins og Breiðfjörð kvað þá hefur ástin hýrar brár en hendur sundurleitar og hefur það sannast rækilega í sumar. Þing- menn hafa verið að para sig ekki síður en almúginn og brúðkaup hafa tekið mikinn kipp á landsvísu. Síðdegisblað nokkurt, reyndar það eina hérlendis, hefur ötullega greint okkur frá ástarbrímanum sem heltekur fólk á mildu sumri. Þetta elskulega blað hefur einnig greint frá því hvað rök- rétt afleiðing brfmans kostar, þ.e. giftingarathöfnin og við- eigandi fylgihlutir. Ég hef ætíð verið hlynntur hjónabandinu, svo langt sem það nær, þannig að hér er um mjög ánægjulega þróun að ræða. En ég verð að viður- kenna að mér brá í brún og skipti jafnvel um skoðun þegar margumrætt blað birti þann fróðleik að eitt stykki gifting kostaði hálfa milljón og það væri vel sloppið! Skyldu prest- arnir hafa slegist í hópinn með tannlæknum, lögfræðingum og öðrum lögvernduðum okrur- um? Nei, þeir eru enn á vonar- völ en í ljós kom að til þess að tvær sálir geti sameinast í heilagt hjónaband og lifað saman í blíðu og stríðu þá verður að halda veglega veislu og kaupa dýrindis skart. Fyrst varð ég bæði reiður og hneykslaður en síðan datt mér í hug að þetta væri allt saman afar rökrétt. Eftir blíðu til- hugalífsins kynnast hjónakorn- in stríðu raunveruleikans með því að hefja sambúð skuldum vafin eða nær gjaldþrota. Athöfnin í kirikunni skal fara fram undir dynjandi tónlist kórs og hljómsveitar, fjárfesta verður í fínustu fötum og hringaglingri svo maður tali ekki um meðferð á snyrti- og hárgreiðslustofum, ljósatíma og líkamsrækt. Að athöfninni lokinni er nauðsynlegt að brúðhjónin fljúgi burt í þyrlu eða einkaþotu og slái upp veislu fyrir 200 manns á dýr- asta hóteli. Til að veislan verði nú ekki púkaleg skal boðið upp á kavíar, humar, nauta- steikur og kransakökur og að sjálfsögðu eins mikið af kampavíni og koníaki og fólk getur torgað. Og það er ekki lítið magn; brúðkaupsgestir eru síþyrstir. í timburmönnum morgun- dagsins hlaðast upp reikning- arnir. Þrjár fjölskyldur eru rúnar inn að skinni; brúðhjón- in, foreldrar og tengdaforeldr- ar. Nú getur sambúðarganga elskendanna ungu hafist og það fyrsta sem þeim ber að gera er að búa til barn og bjóða því í heim gjaldfallinna skuldabréfa og örþreyttra for- eldra. Raunveruleikinn hefur tekið við af rómantíkinni. - Gvöð hvaðedder æðislett! Sjáðu kjólinn. Vá, þyrla. Ofsa- lega flott veisla, maður. Þannig hefur konan hrópað upp yfir sig við lestur síðdegis- blaðsins í sumar. Með glýju í augum og tauma í munnvikum hefur hún sökkt sér niður í myndir og frásagnir af brúð- kaupsveislum peningakynslóð- arinnar. Það er ekki laust við að trega gæti í rómi hennar er hún rifjar upp einfalda athöfn- ina í Akureyrarkirkju og lát- laust kaffiboð í heimahúsi þeg- ar við giftum okkur fyrir, ja, fyrir gríðarlega mörgurn árum. Auðvitað sárnar mér þegar hún slettir þessum samanburði framan í mig eins ogjretta væri allt mér að kenna. Ég reyndi að telja henni trú um að það hefði ekki verið byrjað að framleiða þyrlur þegar við gift- um okkur en eitthvað fannst henni tímaskyn mitt undarlegt. Þá benti ég henni á að við hefðum hvorugt gift okkur til fjár þannig að aðrar ástæður hlytu að liggja að baki ákvörð- un okkar. Já, ég trúi því að hjónaband- ið sé höfn ástarsambands, lokaáfangi, staðfesting fyrir Guði og mönnum. Þessi athöfn á að vera hafin yfir auðhyggju, sýningarþörf og veraldlegan hégóma. Svona er ég nú þröngsýnn og gamaldags, rembist enn við að meta mann- gildi ofar auðgildi. Best að kveðja og hlífa ykkur við ann- arlegum skoðunum mínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.