Dagur - 19.09.1990, Blaðsíða 1
Eyjaijörður:
Kartöflubændur kepptust
við að taka upp í hríðinni
uppskeran sögð með allra mesta móti
„Við erum að taka upp í dag
og það gengur ennþá, en um
leið og kemur einhver snjór að
ráði ganga vélar ekki yfir og
ekkert hægt að gera. Við erum
með það stórar og þungar vél-
ar að ef garðarnir blotna að
ráði ganga þær ekkert um þá,“
sagði Finnur Sigurgeirsson hjá
kartöflufyrirtækinu Öngli hf. á
Staðarhóli í Öngulsstaðahreppi í
samtali við Dag í gær.
Norðanhretið í fyrrinótt kont
kartöflubændum sem öðrum
opna skjöidu. Samkvæmt upplýs-
ingum Dags eru kartöflubændur
við Eyjafjörð mjög misjafnlega
langt á veg komnir með að taka
upp. Sumir eru ekki nema rétt
byrjaðir að taka upp, en aðrir
komnir vel á veg og jafnvel
búnir. Eiríkur Sigfússon á Síla-
stöðum í Glæsibæjarhreppi sagði
að þar á bæ væri kartöfluupptaka
iangt komin. Hann sagði að út af
fyrir sig væri snjórinn ekki
albölvaður því hann myndi hlífa
grösunum fyrir frostinu næstu
sólarhringa, ef á annað borð færi
að frjósa.
Þeim Finni og Eiríki bar saman
um að uppskeran væri með
almesta móti í ár. Eiríkur taldi að
hægt væri að bera þetta haust
saman við haustið 1984, sem er
með allra bestu kartöflusprettu-
árum. Finnur sagðist reikna með
að hjá Öngli yrðu tekin upp um
300 tonn í haust og uppskeran
væri á að giska fimmtán- til
sextánföld. óþh
Einar Bendiktsson hjá Síldarútvegsnefnd um
síldarsölusamninga við Sovétmenn:
„Verður sjálfsagt tvísýnna en oft áður“
- síldarvertíðin hefst 7. okt. og verður 1100 tonna kvóti á bát
„Þetta verður sjálfsagt tví-
sýnna en nokkru sinni áður,“
sagði Einar Benediktsson, hjá
Síldarútvegsnefnd þegar Dag-
ur innti hann eftir gangi við-
ræðna við Sovétmenn um kaup
á saltsíld. Einar sagði að full-
trúar Síldarútvegsnefndar hafi
hitt fulltrúa sovésku síldar-
kaupendanna nýverið, en ekk-
ert hafi þar skýrst frekar með
kaup á saltsíld héðan. Hann
sagði ómögulegt að segja fyrir
um árangur samningaviðræðn-
anna, en ætla mætti að ekki
yrði síður erfitt að ná samning-
um við Sovétmenn í ár en í
fyrra.
Síldarsölusamningar við
Sovétmenn náðust þann 23.
nóvember í fyrra eftir mikið og
strangt samningaþóf. Einnig náð-
ust viðbótarsamningar um sölu á
50 þúsund tunnum af saltsíld um
jólaleytið og upp í þann kvóta
verður byrjað að salta á þessari
vertíð, sem hefjast mun 7. októ-
ber nk.
Þær upplýsingar fengust í sjáv-
arútvegsráðuneytinu að ákveðinn
hefði verið sami kvóti á hvern bát
og í fyrra, eða 1100 tonn, og
munu tæplega 90 bátar fá úthlut-
að kvóta.
Á þessari vertíð verður tekin
upp sú nýbreytni að úthluta
ákveðnum söltunarkvóta á
hverja vinnslustöð. Söltunar-
stöðvarnar hafa komið sér saman
um að hafa þennan háttinn á í ár
til þess að fyrirbyggja að barist
verði um hráefnið í jafn miklum
mæli og á síðustu vertíð. Þessa
dagana er verið að útfæra reglur
fyrir úthlutun vinnslukvóta og er
búist við að hann liggi fyrir á
næstu dögum.
Einar Benediktsson sagði að
þessa dagana væru að berast leyf-
isumsóknir frá saltendum. Þeir
voru 44 að tölu í fyrra og bjóst
Einar við að fjöldinn yrði svipað-
ur í ár. Engin síldarsöltun verður
á Norðurlandi í haust fremur en á
sl. hausti og verður Vopnafjörð-
ur nyrsta söltunarstöðin fyrir
austan.
Að sögn Einars er nú unnið að
því að ganga frá samningum um
sölu á saltsíld til Norðurland-
anna, Finnlands, Svíþjóðar og
Danmerkur. Undanfarin ár hefur
verið seld saltsíld á þennan
markað, þó í litlum mæli sé.
í fyrra voru seldar 150 þúsund
tunnur af saltsíld til Sovétríkj-
anna og því liggur nú þegar fyrir
samningur um sölu á þriðjungi af
því magni. óþh
Busavígsla í Verkmenntaskólanum fór fram í snjókomu í Kjarnaskógi í gær.
Mynd: Golli
íslenska sjávarútvegssýningin hefst í dag:
450 aðilar frá 21 landi taka þátt
- af 69 íslenskum fyrirtækjum eru 6 af Norðurlandi
Islenska sjávarútvegssýningin
hefst í dag í Laugardalshöllinni
og stendur fram á sunnudag.
Þetta er í þriðja skiptið sem
sýning af þessu tagi er haldin í
Reykjavík og hafa þátttakend-
ur aldrei verið fleiri eða 450 frá
21 landi. Alls taka 69 íslenskir
aðilar þátt í sýningunni þar af 6
norðlensk fyrirtæki.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Tillaga um að lagfæra Iðavelli
Öxnadalsheiði
rudd í gær
Færð þyngdist í gær á nokkr-
um Qallvegum á Norðurlandi
og á Öxnadalsheiði unnu
Vegagerðarmenn að
mokstri í gær.
Veður var slæmt á Öxna-
dalsheiði og í Öxnadal og setti
töluverðan snjó á veginn,
einkum í Bakkaselsbrekkuna.
Þá var þar mikil hálka og ráð-
lögöu vegaeftirlitsmenn veg-
farendum að fara mjög var-
lega.
Færð var tekin að þyngjast í
gær í bæði Ólafsfjarðarmúla
og á Lágheiði. Um miðjan dag
í gær var þar ckki talið fært
fyrir fólksbíla. óþh
Málefni leikskólans Iðavalla
komu til umræðu á fundi í
bæjarstjórn Akureyrar í gær.
Það álit kom fram hjá nokkr-
um bæjarfulltrúum að fljót-
færni hefði gætt þegar ákvörð-
un var tekin um að loka leik-
skólanum í sumar.
Sigurður J. Sigurðsson reifaði
málefni leikskólans og sagði að
engar endanlegar ákvarðanir
hefðu enn verið teknar í málinu.
Gísli Bragi Hjartarson flutti þá
tillögu ásamt Ulfhildi Rögnvalds-
dóttur um að bæjarstjórn sam-
þykkti að veita þegar í stað fjár-
magni til þess að endurnýja og
gera við Iðavelli, samkvæmt
kostnaðaráætlun Ágústs Berg,
en hún hljóðar upp á 2,8 milljón-
ir króna. Auk þess kostaði um
600 þús. að gera við þakið.
Hönnunarkostnaður yrði sparað-
ur með því að fela iðnaðarmönn-
um að gera við húsið samkvæmt
forskrift, auk þess sem Itúsið
myndi nýtast næstu árin.
Gísli Bragi og Úlfhildur sögðu
aðalatriði málsins hafa gleymst;
nauðsyn þess að fjölga dagvist-
arplássum í bænum. Þórarinn E.
Sveinsson tók undir þetta, og
Sigurður J. Sigurðsson kvaðst
einnig vera efnislega sammála til-
lögunni. Henni var vísað til
bæjarráðs. EHB
Hólanes hf. á Skagaströnd:
Kaupir bát með rækjukvóta
Nýr bátur er væntanlegur til
Skagastrandar í dag. Fyrirtæk-
iö Hólanes hf. festi nýlega
kaup á bátnum af fyrirtækinu
Skinney hf. á Hornafirði.
Þetta er 103 tonna bátur,
útbúinn sem almennur vertíð-
arbátur og er ekki búið að taka
ákvörðun um hvaða veiðum
hann sinnir.
Haukafell SF 40 heitir hann,
en að sögn Lárusar Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hóla-
ness, mun nafninu trúlega verða
hreytt fljótlega. Rækjukvóti er á
bátnum og Lárus sagði aö svo
gæti farið að sá rækjukvóti sem
Hólanes á fyrir á öðrum báti
verði fluttur yfir á þennan.
Kaupin hafa ekki farið hátt og
Lárus vildi ekki gefa kaupverðið
upp þegar Dagur talaði við hann
í gær. Menn frá Hólanesi fóru
austur á Hornafjörð til að ná í
bátinn og von var á þeim til hafn-
ar á Skagaströnd að morgni þessa
dags. SBG
Islenska sjávarútvegssýningin
hefst með opnunarathöfn kl. 9.30
þar sem meðal annars verða við-
stödd frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti ísiands, Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra og
Davíð Oddsson, borgarstjóri
Reykjavíkur. Sýningin sjálf hefst
kl. 10 alla þá daga sem hún stend-
ur yfir og stendur til kl. 18.00 um
kvöldið. Sýningunni lýkur á
sunnudaginn eins og áður sagði.
Aðstandendur sýningarinnar
héldu blaðamannafund í gær og
þar kom fram að von er á 16000
sýningargestum þar af 1000
erlendis frá. John Legate, for-
stjóri íslensku sjávarútvegssýn-
ingarinnar sagðist eiga von á vel-
heppnaðri sýningu enda hafi
undirbúningur gengið mjög vel.
Boðið verður uppá meiri þjón-
ustu við sýnendur og gesti en
áður og má þar nefna póst-
afgreiðslu, bankaviðskipti með
gjaldeyri, góða veitingaaðstöðu
og fleira.
Á meðan sýningin stendur yfir
verða ýmsar uppákomur. Má þar
nefna kynningu og fyrirlestra á
vegum verkefnisins Virkni, Hag-
ræðingarfélags íslands og Út-
flutningsráðs.
Þau norðlensku fyrirtæki sem
taka þátt í sýningunni eru Trefja-
plast frá Blönduósi, Sæplast frá
Dalvík og frá Akureyri eru
DNG, Vélsmiðjan Oddi, Hafspil
og Slippstöðin hf. -bjb