Dagur - 19.09.1990, Page 12

Dagur - 19.09.1990, Page 12
BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA Akureyri, miðvikudagur 19. september 1990 Bifhjólaslys á Akureyri: Hjólið lenti á tveimur gangandi piltum LEIÐIN ERGREIÐ! Seint á mánudagskvöld missti ökumaöur bifhjóls vald á öku- tæki sínu á Akureyri, meö þeim afleiðingum að hann ók á tvo sextán ára pilta, sem voru á leið yfir Kaupvangsstræti. Þeir slösuðust báðir, og annar þeirra beinbrotnaði illa. Ingimar Skjóldal, varðstjóri, segir að atvikið hafi orðið rétt fyrir klukkan 23.00. Bifhjóli var, að sögn sjónarvotta, ekið á mikl- um hraða upp Kaupvangsstræti. Ökumaðurinn fór framúr tveim- ur bifreiðum, og lenti að því búnu á tveimur gangandi vegfar- endum sem voru á leið yfir göt- una. Þeir voru fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið til rannsóknar, og reyndist annar mjaðmargrind- arbrotinn. en hinn var minna slasaður. Ökumaður bifhjólsins marðist, en slapp við alvarlegri áverka. Biflijólið lenti ekki á bílunum sem ekið var framúr. Sjónarvott- ar að slysi þessu vitna að hjólið hafi verið á miklurn hraða, enda kastaðist það tugi metra upp eftir götunni, sem er mjög brött á þessum stað, eftir að ökumaður- inn féll af því. EHB Félagsstofnun stúdenta á Akureyri: Sækir um lán til bygg- ingar námsmannaíbúða óvíst hversu margar verða byggðar Stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri hyggst sækja um lán til Húsnæðisstofnunar ríkisins til byggingar náms- mannaíbúða á næsta ári, en umsóknarfrestur rennur út 1. október nk. Sigurður P. Sigmundsson, for- maður stjórnar Félagsstofnunar. segir að þrátt fyrir að Félags- stofnun sæki um lán til Húsnæðis- stofnunar sé óvíst hversu stórtæk stofnunin verði í byggingji náms- mannaíbúða á næsta ári. Pað fari allt eftir ástandi húsnæðismark- aðarins á Akureyri á næsta ári. Verði nægilegt framboð haldi menn að sér höndum og byggi hugsanlega eitt 4-5 íbúða hús. en 3-4 slík hús ef mikil þörf verði fyrir húsnæði. Sigurður segir það mat for- svarsmanna Félagsstofnunar og Háskólans á Akureyri að á næstu árum verði aukin þörf fyrir hús- næði fyrir nemendur háskólans. Til rnarks um það nefnir hann að nemendur skólans í vetur séu um 120 en 80 á síðasta ári. óþh Jón Óðinn Óöinsson og sonur að koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Mvnd: Golli Helgamargrastræti 53: Fyrstu íbúamir fluttir inn Fyrstu íbúarnir eru fluttir inn í íbúðir sínar að Helgamagra- stræti 53, „Grænu blokkina,“ en í húsi þessu eru 22 íbúðir. Tíu eru seldar á almennum kaupleigusamningi, fimm á félagslegum kaupleigusamn- ingi og sjö á frjálsum mark- aði. Byggingasaga húsins er orðin nokkuð sérstæð. „Við erum loksins flutt inn, en afhending íbúðarinnar hefur dregist verulega," sagði Jón Óðinn Óðinsson, lögreglumað- ur. en hann er nýfluttur inn með fjölskyldu sína, nýkvæntur. Að sögn Jóns er íbúðin björt og hin vistlegasta í alla staði og fjölskyldan mjög ánægð yfir að vera flutt inn. „Og ekki sakar að stutt er í vinnuna," sagði Jón. ój Álafoss hf. heldur áfram að tapa: Skuldimar á þriðja hundrað milljónir umfram eignir A aðalfundi Alafoss hf., sem haldinn var á mánudag, kom fram að fyrirtækið hefði tapað um tveimur milljörðum króna á þeim þrjátíu mánuðum sem Unnið að nýjungum og markaðssetningu á Sjávarnasli: Fiskmar í samstarf við breska aðila „Rangt er að við séum hættir störfum og framleiðslu á Sjáv- arnasli,11 sagði Sigurður Björns- Snjókoma á Norðurlandi í gærmorgun vöknuðu íbúar á Norðurlandi við að fyrsti snjór haustsins hafði fallið um nótt- ina. í gær var slydda eða snjókoma á öllum norðurhluta landsins, frá Húnaflóa austur á Langanes. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu fslands á vindur að snúast til norðvestlægrar áttar sem á að haldast í dag. Úrkomu- lausu veðri er spáð næsta sólar- hringinn á Norðurlandi, og vind- ur verður hægur. Áfram mun verða fremur kalt í veðri. EHB son, framkvæmdastjóri Fisk- mar í Olafsfirði, en nú er unnið að nýjungum og markaðssetn- ingu hjá fyrirtækinu. „Rétt er að Sjávarnaslið var tekið af markaðinum á Reykja- víkursvæðinu fyrr á árinu, en síð- an höfum við unnið að frekari þróun á framleiðslunni jafnt sem við höfum verið að leita markaða á erlendri grundu. Markaðshlut- deild Sjávarnaslsins á íslandi var 10% og okkur þótti hún ekki nægileg og þvt var farið í að finna ný bragðefni og þróa vöruna. Markaðsfræðingur er í fullu starfi hjá Fiskmar og við höfum verið í viðræðum við erlenda söluaðila í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og Japan og nú er ákveðið að hefja samstarf við bresku aðil- ana. Þessi framleiðsla er nýmæli og hana þarf að þróa og auglýsa og ég efast ekki um að við náum árangri," sagði Sigurður. ój liðnir eru frá samruna Iðnaðar- deildar Sambandsins og gamla Álafoss í eitt fyrirtæki. Eigið fé Álafoss hf. var neikvætt um 267 milljónir króna um ára- mótin, og staða fyrirtækisins því ekki góð. Framkvæmdasjóður íslands og Sambandið eiga Álafoss sameig- inlega. Eignirnar voru metnar á 2,1 milljarð króna um áramót, en skuldir fyrirtækisins voru þá á þriðju hundrað milljón umfram eignir. Tap Álafoss fyrstu sex mánuði þessa árs er mun minna en var á sama tíma í fyrra, og bendir til að nokkuð hafi áunnist við að rétta stöðuna. Þó var tapið 165 millj- ónir króna frá 1. janúar til loka júnímánaðar í ár, en á sama tímabili í fyrra var hallinn 391 milljón kr. Heildartap Álafoss árið 1989 varð 747 milljónir. Til að sporna við hallarekstrin- um hefur verið gripið til margvís- legra aðhaldsaðgerða undanfarin tvö ár. Starfsfólki hefur fækkað, skuldbreytingar hafa farið fram og þær eignir seldar eða settar á söluskrá sem ekki hefur verið þörf á vegna rekstursins. í bígerð er að lánadrottnar yfirtaki fast- eignir fyrir um hálfan milljarð króna upp í skuldir næstu mán- uðina. Mikið af viðskiptum Álafoss hefur farið fram í formi vöru- skipta við Sovétríkin undanfarin ár. Sovétmenn eru stærsta við- skiptaþjóð Álafoss, en vegna vaxandi erfiðleika í efnahagslífi sovétlýðveldanna hafa greiðslur fyrir ullarvörur dregist nokkuð. Einnig er ljóst að viðskiptin við Sovétríkin verða talsvert minni en gert var ráð fyrir í fyrra. Fall bandaríkjadollars hefur auk þess gert sitt til að auka tapið hjá Álafossi á þessu ári, þar sem samið er um greiðslur í þeirri mynt við Sovétmenn. EHB 99 Náttúrugripasafnið á Akureyri: Óskaplega lítið og þröngt - aðsókn eykst stöðugt milli ára Aösókn að Náttúrugripasafn- inu á Akureyri hefur á síðustu þremur árum aukist um 20- 30% milli ára, en miðað við aðsóknina það sem af er þessu ári virðist aukningin ætla að verða um 10% frá síðasta ári. Hörður Kristinsson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, sagði að á árinu 1989 hefðu 4480 gestir komið á Náttúrugripasafnið en 4691 hafa komið í heimsókn á þessu ári, eða fram til 15. september. Þessi aukna aðsókn á síðustu árum hefur m.a. verið skýrð með rýmri opnunartíma safnsins svo og fjölgun ferðamanna, enda aukn- ingin mest hjá erlendum ferða- mönnum á gestalista safnsins. Sumarvertíðin er nú búin á safninu og er það aðeins opið á sunnudögum yfir vetrarmánuð- ina, en það er einnig opnað á öðrum tímum fyrir hópa. Aðgangseyrir að Náttúrugripa- safninu er aðeins 80 krónur og var Hörður inntur eftir því hvort ekki mætti hækka gjaldið aðeins og auka þar með tekjurnar af starfseminni. „Þetta er ekki hátt gjald og margir hafa bent á það. Við verð- um hins vegar að gæta að því að safnið er óskaplega lítið og þröngt og af þeim sökunt er ég ragur við að hækka aðgangseyr- inn. Náttúrugripasafnið er t.a.m. mun minna en Minjasafnið og varla hægt að krefjast sama aðgangseyris,“ sagði Hörður. Hann bjóst ekki við að safnið kæmist í rýmra húsnæði á allra næstu árum, en sem kunnugt er hafa menn viðrað hugmyndir um að byggja veglega yfir Náttúru- fræðistofnun Norðurlands. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.