Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 26. september 1990 Haustmót SA: Prír með forystu eftir 4 umferðir Að loknum fjórum umferðum á Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar er staðan þannig að þrír menn eru efstir og jafnir með 3 vinninga; Arnar Þorsteinsson, Smári Ólafsson og Þór Valtýs- son. í 4.-6. sæti með 2Vi vinning voru þeir Þórleifur Karlsson, Rúnar Sigurpálsson og Gylfi Þór- hallsson. Friðgeir Kristjánsson og Torfi Stefánsson höfðu krækt sér í 2 vinninga, Smári og Magnús Teitssynir voru komnir með V/2 vinning og þeir Páll Þórsson og Stefán Andrésson höfðu 1 vinning að loknum fjór- um umferðum. Fimmta umferð var á dagskrá í gærkvöld og sjötta umferð verður tefld næstkomandi þriðjudag. SS íþróttafélagið Þór: Afmælisfagnaður félags- ins á laugardaginn Afmælishátíð Iþróttafélagsins Þórs á Akureyri, í tilefni 75 ára afmælis félagsins verður haldin í Sjallanum á laugardaginn kemur. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður gestum boðið upp á fordrykk við komuna. Á mat- seðlinum er glæsileg þríréttuð máltíð. Að loknu borðhaldi og einhverjum uppákomum, mun hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi. Erla Stefánsdóttir syngur nokkur lög og hinir stórsniðugu Galgopar flytja skemmtidagskrá. Þá er von á hinum stórskemmti- lega fréttamanni Bjarna Hafþóri Helgasyni á svæðið og geta gestir átt von á einhverju frá honum. Húsið verður opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.30. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir fara fram í Hamri í dag miðvikudag og á morgun fimmtudag frá kl. 18-20. Athugasemd: Tónlistarfélagið á flygilinn Félagsráð Tónlistarfélags Akureyrar hefur samþykkt að flytja flygil úr Skemmunni upp í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju, enda verði þar miðstöð fyrir tónleika félagsins. Vegna fyrri fréttar af þessu máli er rétt að taka það fram að umræddur flygill er í eigu Tón- listarfélags Ákureyrar en ekki Akureyrarbæjar og þcssi ráðstöf- un var samþykkt á félagsráðs- fundi, ekki bara í stjórninni. SS Er búið að afskrifa KA í Evrópukeppninni? A.m.k. hafa mörkin verið tekin niður á Akureyrarvelli og varla búist við leik þar fyrr en næsta sumar. Mynd: Golli Prestaskipti í Húnaþingi: Séra Guðni og séra Kristján skipta á sóknum Fyrsta júlí sl. tóku gildi lög þess efnis að Hvammstanga- sókn, sem nær einnig yfír hluta vesturstrandar Vatnsness, fær- ist yfir í Breiðabólsstaðar- prestakall. í staðinn færist Víðidalstungusókn frá Breiða- bólsstaðarprestakalli til Mel- staðarprestakalls. Þessi breyt- ing gekk formlega í gildi á Hvammstanga sl. sunnudag við „skiptimessu“ í Hvamms- tangakirkju. Séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað þjónaði fyrri hluta athafnarinnar og nýi presturinn í sókninni, séra Kristján Björns- son, þjónaði þeirn seinni. „Það er náttúrlega ákaflega fátítt að sóknarbörn fái prest til sín með lögum eins og núna, en þetta er orðin staðreynd og fólk virtist una sér ágætlega í gær við messu,“ sagði Karl Sigurgeirs- son, sóknarnefndarformaður á Hvámmstanga. Að lokinni messu bauð sóknarnefndin síðan upp á kaffi. Forsaga þessara breytinga í lögum er sú að menn vildu ekki trúa því að prestur fengist til að sitja í Breiðabólsstaðarpresta- kalli eftir að séra Róbert Jack hætti, vegna þess að prestsbústað- ur var ekki á Breiðabólsstað heldur á Tjörn á Vatnsnesi. Síð- an gerðist það að prestur sótti um prestakallið þegar séra Róbert hætti og bjó svo í húsi í Víðidal. Að sögn Karls höfðu lögin langan aðdraga.nda og kom það fólki því á óvart að þeim var rennt í gegn- um þingið á síðustu dögum þess í vor. Sóknarbörnin í þessum tveim- ur sóknum eru því komin með nýja presta, án þess þó að nýr hafi verið ráðinn. SBG Bréf Álafoss hf. til forseta bæjarstjórnar Akureyrar: „Álafoss hf. hefur ekki brotið nokkurt samkomulag“ Dagur fregnaði fyrir sköminu að Ólafur Ólafsson, forstjóri, hefði sent bréf varðandi málefni Álafoss hf. til forseta bæjarstjórnar Akureyrar^ Sig- ríðar Stefánsdóttur. Ólafur segir að tilgangur þess sé að koma sjónarmiði Álafoss hf. til skila til bæjarstjórnarinnar. Gaf hann leyfi sitt til að bréfið yrði birt í Degi. Bréfið, sem er dagsett 9. sept- ember, er á þessa leið: „í tilefni af flutningi nokkurra skrifstofu- og stjórnunarstarfa Álafoss hf. frá Akureyri til Mosfellsbæjar, og opinberri umræðu því sam- fara, vil ég gera þér nokkra grein fyrir viðhorfum Álafoss hf. í maí sl. var starfsmönnum Álafoss hf. á Akureyri tilkynnl. að hluti af starfsmönnum á skrif- stofu kynni að flytja suður 1. ágúst. Atvinnumálanefnd var greint frá þessu, á fundi mcð fyrr- verandi formanni nefndarinnar sem var haldinn að hans ósk. Ákvörðun um flutninginn var síðan tekin í júlí sl. og tilkynnt starfsmönnum á þeim tíma. Ákveðið var að fleiri störf flyttust en upphaflega hafði komið til greina, vegna eindreginna óska nokkurra starfsmanna um að flytja suður. Starfsmenn fyrirtækisins þurfa að ferðast mikið til annarra landa, en eins og þér er sjálfsagt kunnugt um, þá er stærsti hluti framleiðslu Álafoss hf. seldur er- lendis. Einnig eru mikil ferðalög tengd því að Álafoss hf. er með starfsemi í þremur mismunandi bæjarfélögum, þ.e. Hveragerði. Mosfellsbæ og Akureyri. Það voru margir ókostir við það að hafa áðurneínda starfsmenn stað- setta á Akureyri, og hafði stað- setning þeirra mikinn aukakostn- að í för með sér. til mikils óhag- ræðis. Vegna eðlis fyrirtækisins þá þarf Álafoss hf. á sérhæföu vinnuafli að halda í vöruþróunar-, markaðs- og sölustörfum. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að vinnumarkaðurinn er mun takmarkaðri á Akureyri en í Mosfellsbæ, en það hefur valdið fyrirtækinu þó nokkrúm vandkvæðum. Álafoss hf. hefur átt við gríðar- lega rekstrarörðugleika að etja síðustu tvö ár, og hefur framtíð fyrirtækisins verið afar ótrygg. Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins sem unnið hef- ur verið að undanfarið ár og mun Ijúka innan tíðar, höfum við stjórnendur Álafoss hf. einsett okkur að ná verulegum árangri í því að lækka rekstrarkostnað fyrirtækisins. Verður því oft að gera annað en gott þykir í þeim málum og breyta samkvæmt sannfæringu en ekki tilfinning- um. Ábyrgð okkar er mikil gagn- vart þeim aðilum sem stutt hafa við bakið á fyrirtækinu, og mun- um við gera allt hvað við getum til að ná settum markmiðum. Það er hverju fyrirtæki nauð- synlegt að starfa í sátt og sam- lyndi við bæjaryfirvöld, og að sú starfsemi sem þau stunda sé ekki í óþökk fulltrúa íbúanna. Það verður ekki hjá því komist að lýsa yfir óánægju okkar hjá Álafossi hf. með þann málflutn- ing sem hefur verið við hafður af nokkrum bæjarfulltrúum. Sam- kvæmt fréttum í Degi 7. scpt- ember af fundi bæjarstjórnar er því meðal annars lýst að; „eigendur Álafoss hafi brotið gegn fyrri yfirlýsingum," „greinilegt að forstjóri færi með rangt mál," „með því að skuldbreyta hjá fyrirtækinu hefði Akureyrarbær í raun verið að greiða flutnings- kostnaðinn til Reykjavíkur," „sagðist hann hafa vitneskju um að starfsfólki hefði verið gef- inn kostur á að flytja til Reykja- víkur og halda áfram störfum hjá Álafossi í Mosfellsbæ eða hætta störfum ella." „gagnrýndu einnig málsmeð- ferð forstjóra Álafoss í þessu máli.” Þessar yfirlýsingar eru afar ósmekklegar og verður þeim ekki svarað, í trausti þess að bæjar- stjórnin viti að Álafoss hf. hafi ekki brotið nokkurt samkomulag og að Álafoss hf. hafi hvorki hót- að né þvingað starfsmenn fyrir- tækisins. Einnig er gerður að engu vilji fyrirtækisins til að bæta og byggja upp rekstur fatadeildar á Ákur- eyri, en í þeirri deild eru flestir starfsmenn fyrirtækisins. Málflutningur sem þessi er ekki til þess fallinn að auka sam- starfsvilja aðila um sameiginlegt hagsmunamál, sem er efling atvinnulífs á Akureyri. Fyrrverandi formaður at- vinnumálanefndar ræddi við undirritaðan og kynnti sér rekst- ur fyrirtækisins ýtarlega í maí sl. Það er rétt að geta þess að atvinnumálanefnd Akureyrar sem var skipuð eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar hefur aldrei haft samband við stjórnendur Álafoss hf. út af þessu máli, frek- ar en aðrir stjórnendur bæjarins. Það eina sem heyrst hefur frá nefndinni er bókun sú er send var stjórn og eigendum Álafoss hf. nokkrum dögum fyrir flutning, og „skeyti" send af nýjum for- manni atvinnumálanefndar til fyrirtækisins í gegnurn fjölmiðla, eftir að flutningar höfðu átt sér stað. Það er miður að hagsmunir Álafoss hf. og Akureyrarbæjar fara ekki saman í þessu einstaka máli. Það er von og trú stjórn- enda Álafoss hf. að okkur takist að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og tryggja atvinnu þeirra tæplega tvö hundruð starfsmanna sem vinna á Akur- eyri. í sátt og samlyndi við stjórn- endur bæjarins. Hafi bæjaryfirvöld áhuga ájjví að kynna sér þau áform sem Ála- foss hf. hefur uppi um uppbygg- ingu á Akureyri, og kynnast frek- ar rekstri fyrirtækisins, þá eru stjórnendur fyrirtækisins tilbúnir til slíkrar kynningar hvenær sem ykkur hentar. Virðingarfyllst, Ólafur Ólafsson.“ LEG0 - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMB0LA-BARBIE-SINDY afsláttur til mánaðamóta af bómullarpeysum Leikfangaraarkaóurinn Hainaretr^ imi 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝR8IR BÍLAR - MOPEL - RAMBO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.