Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. september 1990 - DAGUR - 5
Treysta á mátt sinn og megin
í viðtali við Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, varaþingmann Fram-
sóknarflokksins á Norðurlandi
eystra í Degi 19. september sl.
gætir marglitra svara, þótt ekki sé
kveðið fast að orði.
Þessi ágæti varaþingmaður get-
ur þess, að menn geti að litlu leyti
treyst á stjórnvöld um fram-
kvæmd byggðastefnu og því verði
menn fyrst og fremst að treysta á
sjálfan sig.
Um hugmyndir iðnaðarráð-
herra, sem formaður Framsókn-
arflokksins þ.e. forsætisráðherra
hefur gert að sínu máli, um
útjöfnun rafmagnsverðs segir
Jóhannes Geir að séu engin
byggðastefna og leggur hann
þetta að jöfnu við nýlendustefnu.
í þessum greinarstúf verður
ekki leitt getum að því, hvort
þessi ummæli þýði að Jóhannes
Geir muni ekki næsta vor leita
eftir skipsrúmi á fleyi, sem sá
mæti maður Steingrímur Her-
mannsson stýrir. Má vera að fátt
verði um skipsrúm á því fari og
vonin um þriðja sætið verði kom-
in út í hafsauga, ef svona heldur
áfram.
Kjarninn í máli Jóhannesar
Geirs er herhvöt til Eyfirðinga og
máske annarra í kjördæmi hans
um að hjálpa sér sjálfir. Þetta er
slík herhvöt, að tilefni er til þess
að taka undir hana í greinarstúf
þessum.
Hugmyndin að landshlutasjóð-
um eða jafnvel héraðasjóðum, til
eflingar byggða og framþróunar
er ekki ný af nálinni. Þessar hug-
myndir hafa ætíð strandað á
tvennu. í fyrsta lagi tregðu
ráðamanna að efla þess konar
sjóði, með óendurkræfum fram-
lögum. í öðru lagi getuleysi
heimamanna eða viljaleysi til að
stofna sérstök fjárfestingafélög.
í þessu efni var gerð hér á
Norðurlandi eystra ítarleg tilraun,
af hálfu Fjárfestingafélags
íslands, um að stofna fjárfest-
ingafélög. Sama tilraun var gerð í
flestum landshlutum. Þetta verk
annaðist Lárus Jónsson, fyrrver-
andi alþingismaður þessa kjör-
dæmis. Maðurinn er þaulkunnug-
ur og vel látinn, hér um slóðir.
Mér er fullkunnugt um það, að
valdamiklir aðilar í atvinnu- og
viðskiptalífinu hér norðanlands
töldu þetta gagnslausa sjóði og
töldu hagsmunum vel borgið á
vegum þeirra fjárfestingaaðila,
sem fyrir voru í landinu.
Málið var það, að ekki var til
staðar fjármagn í Eyjafirði eða
annars staðar, svo að nokkru
næmi, sem eigendur þess voru
reiðubúnir til að leggja fram sem
áhættufé í slíkan félagsskap, án
öryggis um arðsemi. Það fjár-
magn sem kostur er á, t.d. á veg-
um Fjárfestingafélags íslands,
krafðist þess að greiddir væru
samkeppnisfærir vextir auk geng-
isáhættu, þar sem um erlend lán
var að ræða.
Það hefur verið sótt á Byggða-
sjóð t.d. af hálfu Fjórðungssam-
bands Norðlendinga um að sjóð-
urinn legði til fjármagn í eins-
konar heimasjóði til að efla fram-
tak vegna könnunar á atvinnu-
möguleikum. Svör sjóðstjórnar
og forstjóra Byggðastofnunar eru
stutt og klippt. Sjóðurinn geti
aðeins ráðstafað fé, sem greiða
þarf af fyllstu vexti. Ríkisfram-
lögin fari Iækkandi að raungildi
og nægi tæplega til rekstrarút-
gjalda stofnunarinnar. Þarna
sjáum við sængina útbreidda á
þeim bæ.
Þrátt fyrir þetta megum við
ekki gefast upp. Ég er ekki
persónulega trúaður á að Eyfirð-
ingar eigi fjármuni undir koddum
sínum, þótt þeir séu t.d. í Staðar-
byggðinni annálaðir búmenn.
Það væri hæpin leið að búand-
menn ráðist á innstæður sínar í
kaupfélaginu og bönkum og
legðu í nýja sjóði, ef það þýddi
um leið vaxandi lánsfjárþörf
kaupfélagsins og minni lánagetu
bankanna hér á Akureyri. Ofan á
þetta bætist, ef grannt er skoðað,
að Eyjafjarðarsvæðið býr við
óhagstæðan greiðslujöfnuð í
þjóðarbúinu m.a. vegna fjár-
magnstilfærslu til höfuðborgar-
svæðisins og erfiðar fjárhagsað-
stæður margra á þessu svæði.
Eitt af því sem forsætisráð-
herra lætur fara frá sér er samein-
ing fjárfestingasjóðanna í land-
inu. Slík sameining gæti þýtt nýtt
skipulag, þannig að í hverjum
landshluta starfaði sjálfstæður
sjóður eða deild með sjálfstæða
útlánastarfsemi. Einnig má hugsa
sér að breyta útibúum landshlut-
anna í fjárfestingafélög, sem nytu
framlaga frá sveitarfélögum og
ríki.
Þessi félög gætu staðið að
skuldabréfaútgáfu, sem gefur
heimamönnum kost á að ávaxta
fé sitt á heimavettvangi á sam-
bærilegan hátt og þeir gera á
fjárfestingamörkuðum syðra.
Með röskum höndum á
Alþingi geta menn átt hlut að
máli um að koma í veg fyrir
aukna miðstýringu, ef sjóðirnir
verða sameinaðir. Einhver verð-
ur að eiga frumkvæðið.
Þeir góðu Landsbankamenn
voru hér fyrir norðan og impruðu
á þeirri hugmynd, að sum útibú
hefðu meiri forsjá en önnur, með
því að teljast svæðisútibú. Þetta
ber vott um jákvæða hugsun
a.m.k., þótt meira þurfi til. Það
er til álita að ríkisbankarnir dreifi
valdaforsjá sinni til sjálfstæðra
svæðisútibúa, með sérstakri
heimastjórn. Sá sem þetta ritar
hefur ekki mikla trú á því að svo
verði á meðan alþingismenn vilja
ekki styggja bankastjóra, eins og
nú hefur verið raunin á.
Svonefndar byggðaaðgerðir
einkennast að hávaðasömum
hjálparaðgerðum til að halda í
horfinu og oftast í vonlausri
stöðu, m.a. vegna grunnmistaka í
fjárhagslegri uppbyggingu. Verð-
bólga síðustu áratuga hefur rask-
að raunhæfu mati. Of margir
hafa hugsað að þetta komi með
síldinni, eins og oft var sagt á
kreppuárunum. Við þetta allt
bætist siðleysi stjórnvalda í með-
ferð gengisskráningarvaldsins.
Af þessu má einkum læra
þrennt. í fyrsta lagi hefur of litlu
fé verið varið í að kanna þá
atvinnumöguleika, sem fengist er
við, hverju sinni. í öðru lagi hafa
kröfur um eigið fé eða stofnfé
ekki verið raunhæfar. í þriðja
lagi hefur skort á lánaaðstoð
víkjandi lána, oft vaxtalausra
lána, til að brúa bilið þegar
fjármagnsbyrði og greiðsla
afborgana er mest. Slík fjár-
magnsaðstoð verkar eins og eigið
fé í fyrirtækjum, þegar greiðslu-
erfiðleikarnir eru mestir. Þessi
lán komi ekki til greiðslu fyrr en
fyrirtækin eru sloppin fyrir horn.
Ékki er vafi á því að mörg fyrir-
tæki, sem nú hafa týnt tölunni
blómstruðu nú ef þessum aðferð-
um væri beitt. Óþarft er að nefna
dæmi.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem
Nýútkomin bók á vegum Útvarðar:
Byggðamál á Norðurlöndum
- mikill fróðleikur um millistjórnsýslustigið
Byggðamál á Norðurlöndum
er efni bókar sem komin er út
á vegum byggðahreyfingarinn-
ar Utvarðar. I bókinni er
samantekt um byggðaþróun
þessara Ianda og sérstaklega
gerð grein fyrir lýðræðislega
kjörnum héraðsstjórnum og
þróun byggðamála. Sigurður
Helgason, fyrrum sýslumaður
hefur þýtt erlenda hluta bókar-
innar, ritstýrir henni og ritar
formála. Bókin er 169 blaðsíð-
ur.
Bókin skiptist í fimm megin
kafla, einn um hvert land. Fyrsti
hlutinn fjallar um dönsku ömtin,
sem eru 14 héraðsstjórnarsvæði
og ná yfir alla Danmörku, fyrir
utan Kaupmannahöfn og Frið-
riksberg, og annast margvíslega
stjórnsýslu í dönsku samfélagi.
Annar hluti bókarinnar fjallar
um lénsþingin í Svíþjóð en þar
skiptist opinber stjórnsýsla í þrjú
stig, ríkisþingið, landsþingin eða
héraðsstjórnirnar og sveitarfélög,
sem skipta með sér verkefnum.
Sænsku landsþingin voru sett á
stofn 1862 um leið og lög um
sveitarfélög voru samþykkt. Þó
má rekja vísi að þessari skipan
aftur til miðalda.
Þriðji hluti bókarinnar fjallar
um lénsstjórnsýsluna í Finnlandi.
Héraðsstjórnsýslan í Finnlandi
byggist á lénsstjórnum, héraðs-
stjórnum á vegum ríkisins og
samböndum sveitarfélaga innan
viðkomandi léns. í Finnlandi eru
12 lén.
Fjórði bókarhlutinn fjallar um
þróun norsku fylkjanna, reynslu
og framkvæmd. Norska fylkja-
fyrirkomulagið er 153 ára, sett á
stofn 1837 og leysti þá af eldri
skipan amta, sem voru við lýði
frá þeirn tímum er Danakonung-
ur réði yfir Noregi. Norsku ömtin
voru 12 að tölu en Noregur skipt-
ist nú í 17 fylki.
Lokakafli bókarinnar fjallar
síðan um ísland og nefnist Hug-
leiðingar um nýjar leiðir. ísland
er eina land Norðurlandanna þar
sem ekki starfa þrjú stjórnvalds-
stig. Höfundar kaflans um ísland
eru Sigurður Helgason, fyrrv.
sýslumaður; Skúli G. Johnsen,
borgarlæknir; Magnús B.
Jónsson, kennari; Gunnlaugur
A. Júlíusson, hagfræðingur;
Sjöfn Halldórsdóttir; Þórarinn
Lárusson, tilraunastjóri og
Hlöðver Þ. Hlöðversson, bóndi
og fyrrverandi formaður Útvarð-
ar - samtaka um jafnrétti milli
landshluta. í bókinni er að finna
mikinn fróðleik um stjórnkerfi
Norðurlanda, sérstaklega milli-
stjórnsýslustigið. ÞI
Áskell Einarsson.
mest orð fer af á Akureyri,
Útgerðarfélag Akureyringa, naut
sérstakrar fyrirgreiðslu frá Akur-
eyrarbæ um árabil. Það hefði
aldrei náð landi, ef þessi stuðn-
ingur liefði ekki verið til staðar.
Þetta kostaði það að um árabil
dróst Akureyrarbær aftur úr um
nauðsynlegar framkvæmdir t.d.
um malbikun gatna.
Akureyrarbær leggur fram
árlega verulegt fjármagn í fram-
kvæmdasjóð sinn og styður þar
að auki Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðar í ríkum mæli.
Hér þarf meira til. Það þarf
landshlutasjóði, sem geta veitt
áhættuframlög til að kanna
atvinnunröguleika, án tillits til
þess hvort sá sem í hlut á geti
endurgreitt aðstoðina. Með sama
hætti þarf að kosta undirbúning
að stofnun fyrirtækja, til að koma
raunhæfum hugmyndum í fram-
kvæmd. Slíkum framlögum mætti
breyta síðar í hlutafé. Stærsti
hlutinn verði aðstoð með víkj-
andi lánum til fyrirtækja, sem
geta orðið arðvænieg, en koma til
með að búa við tímabundna
greiðsluerfiðleika eða hafa lent í
ófyrirséðum byrjunareifiðleik-
um.
Allt eru þetta verkefni, sem
krefjast óendurkræfra fjármuna.
Þcir verða að koma úr vösum
okkar, með einum eða öðrum
hætti.
Það verður að breyta um ára-
lag og fyrst og fremst hagsmuna-
hætti dreifbýlisfólksins. Það má
ekki sætta sig við orðinn hlut. Sá
sem tapar í huganum verður
aldrei sigurvegari.
Jóhannes Geir hefur upplýst
okkur um að ekki sé að treysta
byggðastefnu þeirra, sem standa
við stýrisárar á þjóðarskútunni.
Hér talar sá sem til þekkir og
er hann að því meiri maður. Hafi
hann þökk fyrir ábendingar
sínar. Reynslan er oft óblíður
skóli. Ekki veldur sá er varar við.
Áskell Einarsson.
Hötundur er framkvæmdastjóri Fjórö-
ungssambands Norölendinga.
Frá landbúnaðarráðuneytinu
Eftirlitsmaður
með ullarmati
Óskað er eftir að ráða eftirlitsmann með ullarmati,
samkvæmt 6. gr. laga nr. 57/1990 um flokkun og
mat á gærum og ull.
Starf eftirlitsmanns er fólgið í eftirliti og ráðgjöf varð-
andi ullarmat um allt land. Umsækjendur skulu hafa
aflað sér þekkingar á ullarmati og meðferð ullar, t.d.
með því að hafa áður starfað að ullarmati.
Nánari upplýsingar veitir formaður ullarmatsnefndar,
Emma Eyþórsdóttir, í sfma 91-82230.
Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 19.
október n.k.
Landbúnaðarráðuneytið, 24. september 1990.
Á VERÐBRÉFA-
MARKAÐNUM
26. SEPTEMBER '90
Nú eru til sölu hlutabréf í
Sæplasti hf. og er sölugengi
bréfanna 6,8.
Útboðsgögn liggja frammi á
skrifstofu Kaupþings Norðurlands
Sölugengi veröbréfa þann 26. sept
Einingabréf 1 5.092
Einingabréf 2 ............. 2.768
Einingabréf 3 ............. 3.352
Skammtímabréf ............. 1,716