Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. september 1990 - DAGUR - 7
BYGGINGAVORUR
LÓNSBAKKA
Ek vil eigi falla
fúlum busa at lasta
fuj . . . og ojbarasta.
Vóru fyrir vígslu þessa
veraldar úrhrök verstu.
Ek vil eld þeim kasta
punktur og pasta.
Þessa runu mátti heyra síend-
urtekna föstudaginn 21. sept-
ember á planinu hjá Fjöl-
brautaskólanum á Sauðár-
króki. Þar stóð yfír inntaka
nýrra nemenda í raðir þeirra
eldri, svokölluð busavígsla.
Veður var vott og vígslan var
því öll hin blautasta, en það
virtist ekki skipta máli, busar
og böðlar skemmtu sér vel.
Inntaka nýrra nemenda í sam-
félag hinna eldri er ævaforn
siður. Tolleringar tíðkuðust mikið
hér áður fyrr, en á síðari árum
hefur siðurinn þróast í ýmsar
áttir, sumar miður góðar að mati
þeirra fuliorðnu. Svokallaðar
blautar vígslur eru algengar, en
samt eru margir skólar komnir
inn á aðrar brautir eins og fjall-
göngur og blómagjafir.
í Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki var vígslan í ár nokkuð
hefðbundin, lík því sem hún hef-
ur verið við skólann undanfarin
ár. Nýmæli var þó að hver busi
þurfti að kunna hinn fornlega
kveðskap, sem þessi grein byrj-
Yfirböðull í vígslustörfum.
„Fáðu þér»skyr.“
„Ég vil vera busi áfram.“
aði á, utan að til að geta tekið
vígslu.
Skýrleiksskyr og
menntamysa
Eldri nemendur (böðlar) fóru lít-
ið í skólann fyrir hádegi á föstu-
deginum nema til að líta á busana
í kennslustundum og láta þá jafn-
vel syngja eða krota á þá orðið
BUSI.
Klukkan eitt eftir hádegi voru
allir boðaðir að Verknámshúsi
skólans þar sem vígslan skyldi
fara fram. Busarnir voru síðan
látnir skríða inn í eina kennslu-
stofuna undir kústsköft og prik
sem böðlar héldu á. Inni í stof-
unni voru allir númeraðir og svo
látnir setjast á gólfið. Þegar allir
voru komnir inn voru ljósin
slökkt og drungaleg tónlist leikin
fyrir verðandi nýnema. Að því
loknu var ávarp flutt og smá
þjóðlegur fróðleikur þulinn yfir
busunum.
Eftir helgistundina innan
veggja skólans var farið með bus-
ana út aftur, þeim gefið að
smakka á skýrleiksskyri og
menntamysu. Endirinn á vígsl-
unni var svo sá að flytja vígslu-
kviðlinginn fyrir yfirböðulinn og
höfði busa var því næst dýft ofan
í viskuvatn í kari og upp kom
blautt höfuð nýnema.
Sumir busanna virtust óðir og
uppvægir í það að vera bara
áfram busar, en slíkt var auðvit-
að ekki liðið og vit haft fyrir þeim
sem svo heimskulega afstöðu
tóku. Allir tóku því vígslu fyrir
rest, enda ekkert grín að verða
„myglubusi", en svo eru þeir
kallaðir sem sitja í skóla, án
vígslu.
Tékkneskir körfukappar
Það voru ekki einungis ungir
drengir og ungar snótir sem
gengu í gegnum inntökuna á
Sauðárkróki, því að meðal busa
voru tveir kennarar og tveir
tékkneskir körfuknattleikskapp-
ar. Þjálfari Tindastóls dr. Milan
og leikmaðurinn Ivan virtust
skemmta sér hið besta yfir
aðförunum og létu taka af sér
myndir í gríð og erg til minningar
um þessa vígslu sína.
Annar kennarinn sem busaður
var, hafði ekki lært vígslukviðl-
inginn, en flutti þess í stað erindi
úr Hávamálum enda íslensku-
kennari.
Um kvöldið fóru síðan allir á
busaball í Félagsheimilinu
Bifröst og skemmtu sér saman
við undirleik Hljómsveitar Geir-
mundar Valtýssonar. Engir
busar, bara eldri nemar og
nýnemar á íslenskum dansleik
þar sem strákuj sá stelpu og
stelpa sá strák, en förum ekki
nánar út í það heldur lítum á
myndirfrásjálfri vígslunni. SBG
Busavígsla í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki:
„Vóru fyrir vígslu þessa
veraldar úrhrök verstu“
Myglubusi berst fyrir lífi sínu
LEIÐIN
ERGREID!
Ú Teppi
0 Dúkar
Parkett
Flísar
Loft- og veggklæðningar
0 Hreinlætistæki
tó Málningarvörur
Sh Verkfæri
E Boltar og skrúfur
ffl Innréttingar
0 Skrifstofuhúsgögn
0 Eldhúsborð og stólar
É Timbur
Plötur - margar gerðir
Síeypustal
$ Einangrunarefni
... og ótal margt fleira
- Lónsbakki - Þægileg verslun fyrir þá sem vilja breyta, eru að byggja -
eða eru bara forvitnir! - Næg bílastæði - Heitt á könnunni! -
Opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08 til 18.
601 Akureyri • *ssr 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813
Skriðið eftir „menntaveginum.“