Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 11
 Miðvikudagur 26. september 1990 - DAGUR - 11 Afmælisfagnaður íþróttafélagsins Þórs í tilefni 75 ára afmælis íþróttafélagsins Þórs þann 6. júní sl., veröur haldinn afmælisfagnaður í Sjallanum laugardaginn 29. sept. nk. Húsiö opnað kl. 19.00 og borðhald hefst stundvís- lega kl. 20.00. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.30. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir fer fram í Hamri í dag miðvikudag og á morgun fimmtu- dag, frá kl. 18-20. Stjórnin. Knattspyrna: Stór skellur U-21 liðsins KA-menn leika sinn annan leik í 1. deildarkeppninni ■ handknattleik í kvöld. Þeir fá þá nýliða Fram í heimsókn í íþróttahöllina á Akureyri og hefst leikur- inn kl. 20.30. KA-menn byrjuðu mjög vel og unnu Selfoss með 15 marka mun í fyrsta leik sínum. Hans Guðmundsson var atkvæðamikill í þeim leik og sést hér skora eitt af 9 mörkum sínum. Mynd: kl Leikurinn fer fram á Hvolsvelli og hefst kl. 16. I íslenska lands- liðshópnum eru þrír leikmenn með norðlenskum liðum, Eggert Sigmundsson og Þórður Guð- jónsson, KA, og Guðmundur Benediktsson, Þór. - tapaði 0:7 fyrir Tékkum í gær - hvað gerist í dag? Knattspyrnulandslið íslands, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, fékk stóran skell er það mætti Tékkum í undan- keppni Ólympíuleikanna í gærdag. Leikurinn fór fram í Tékkóslóvakíu og lauk honum með stórsigri heimamanna, Það var ljóst strax í byrjun hvert stefndi þar sern staðan var orðin 3:0 eftir 5 mínútur. Eftir 26 mínútur var staðan 5:0 og þannig var hún í leikhléi. í seinni hálf- leik fengu Tékkar tvær vítaspyrn- ur og skoruðu úr báðum. Marteinn Geirsson, þjálfari íslenska liðsins, lét hafa það eftir sér að leik loknum að fyrstu 5 mínúturnar hefðu veriö þær erf- iðustu á löngum ferli sínum, sem knattspyrnumaður og þjálfari. Þess má geta að Anton Björn Markússon var kjörinn besti maður íslenska liðsins. í dag mætast a-landslið þjóð- anna og fer sá leikur einnig fram í Tékkóslóvakíu. Er vonandi að íslendingar nái hagstæðari úrslit- um úr þeirri viðureign. Sjónvarp- ið verður með beina útsendingu frá leiknum og hefst hún kl. 14.55. 7:0. Völsungar komnir heim - léku 4 leiki við dönsk lið Guðmundur Benediktsson enn á skotskónum: Ísland-Austur- ríkí í dag Um síöustu helgi kom hand- knattleikslið Völsungs heim frá Álaborg í Danmörku þar sem liðið dvaldi í eina viku við æfingar og keppni. Þar stóðu yfir Islandsdagar og var Völs- ungum boðið út í tengslum við þá en Húsavík er vinabær Álaborgar. Völsungar æfðu fjórum sinnum í ferðinni auk þess sem þeir léku 4 leiki við lið frá Álaborg. Einn leikurinn var við KFUM Álborg og tapaðist hann 17:30. KFUM lék í dönsku 1. deildinni á síðasta tímabili en féll þá niður í 2. deild. Hinir 3 leikirnir voru gegn 3. deildarliðinu ÁHK og töpuðust allir, 13:22, 21:32 og 16:24. „Þrátt fyrir þessa ósigra heppn- aðist ferðin vel og liðið fékk reynslu sem á eftir að koma sér vel í vetur. Við lékum þarna við lið sem höfðu á að skipa mun stærri og sterkari mönnum en við,“ sagði Arnar Guðlaugsson, þjálfari Völsungs. Hann sagði að það hefði verið mikil fslands- „Hinn hættulegi“ skoraði eitt og lagði upp tvö - þegar ísland sigraði Wales 6:0 í EM drengjalandsliða Unglingalandsliö íslands, skip- aö leikmönnum undir 18 ára aldri, leikur vináttulandsleik gegn Austurríki í dag. íslenska drengjalandsliðið, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, vann stórsigur á Wales í síðari leik liðanna í Evrópu- keppni landsliða á Selfossi í fyrrakvöld. Sex sinnum máttu Walesbúar hirða boltann úr netinu án þess að ná að svara fyrir sig og er því íslenska liðið komið áfram í keppninni en Wales sigraði 1:0 í leiknum ytra. Guðmundur Benedikts- json úr Þór kom að venju mikið við sögu, skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö. Fyrsta mark leiksins skoraði Helgi Sigurðsson á 13. mínútu eftir fallega sendingu frá Guð- stemmning í Álaborg þessa daga og þeir hefðu hitt þar fjölda íslendinga. Akureyri: Golfklúbburinn leitar að Guðmundur Benediktsson var Hann leikur með öðru landsliði sviðsljósinu gegn Wales á mánudaginn. dag gegn Austurríkismönnum. Mynd: Goiii Arnar Guðlaugsson, þjálfari hand- knattleiksliðs Völsungs. Verið er að koma upp mynda- safni klúbbsins og verður rykið dustað af gömlum gersemum og þeim raðað upp í tímaröð. Hins vegar vantar mikið af myndum í safnið, sérstaklega frá golfvellin- um á Eyrarlandsholti og fyrsta vellinum sem var á Eyrinni. Þeir sem eiga eða vita af slíkum myndum eru beðnir að hafa sam- band við Gylfa Kristjánsson í vinnusíma 26613 eða heimasíma 25384. gömlum myndum mundi Benediktssyni. Á 26. mín- útu bætti Þorvaldur Ásgeirsson öðru marki við og á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks skoraði Guð- niundur þriðja markið. Á 66. mínútu skoraði Stefán Þórðarson það fjórða, Einar Árnason það fimmta á 68. mínútu og fimm mínútum fyrir leikslok var enn komið að Guðmundi. Hann lék sig þá í gegnum vörn Wales og skaut þrumuskoti sem markvörð- urinn varöi en hélt ekki og Helgi Sigurðsson náði boltanum og skoraði. Guðmundur var í strangri gæslu en var þó mjög ógnandi all- an tímann. Að sögn Gústafs Björnssonar hjá KSÍ vissu Wales- búar greinilega að Guðmundur kunni eitthvað fyrir sér í íþróttinni því þegar velskir blaðamenn voru að hringja út í leikhléi sögðu þeir að „the dangerous man,“ sem gæti útlagst „hinn hættulegi,“ hefði skoraði þriðja mark íslendinga. Golfldúbbur Akureyrar leitar þessa dagana að gömlum myndum frá árdögum golfsins á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.