Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. september 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Rífandi sala nýrra hlutabréfa í ÚA:
„Erum mjög ánægðir með viöbrögð í hIutafjárútboðinu“
„Yið erum mjög ánægðir með
viðbrögðin í þessu hlutafjár-
útboði. Að okkar mati sýnir
þetta að fólk telnr að kaup á
hlutabréfum í Útgerðarfélagi
segir Pétur Bjarnason, stjórnarformaður
Akureyringa sé vænleg leið til
að ávaxta fé,“ segir Pétur
Bjarnason, stjórnarformaður
ÚA, um niðurstöðu af útboði á
hlutabréfum í fyrirtækinu á
almennum markaði þar sem
eftirspurnin eftir bréfum
reyndist 2,6 föld miðað við það
hlutafé sem til sölu var.
Stjórnarfundur var haldinn í
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Verðmunur eykst milli höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar
- vöruverð hækkar í hlutfalli við Qarlægð frá Reykjavík
Verðlagsstofnun kannaði vöru-
verð í matvöruverslunum víðs
vegar á landinu í sumar og
voru niðurstöðurnar í sam-
ræmi við fyrri kannanir, eða á
þá leið að verðlag úti á landi er
hærra en á höfuðborgarsvæð-
inu. I þessari könnun var mis-
munurinn í heild 4,5% en hann
’var 3,8% í könnun sem gerð
var sl. haust. Verðmunur hefur
þannig aukist milli landsbyggð-
ar og höfuðborgarsvæðis.
í þremur kaupstöðum, Akur-
eyri, Grindavík og Keflavík/
Njarðvík var verðlag svipað því
sem var á höfuðborgarsvæðinu.
Hæst var verðlag á Vopnafirði
eða 8,9% hærra en á höfuðborg-
arsvæðinu og Seyðisfjörður kom
þar skammt á eftir.
Af einstökum landsfjórðung-
um má nefna að verðlag á Aust-
urlandi var 7,6% hærra en á
höfuðborgarsvæðinu, 7,2% á
Vestfjörðum, 3,9% á Norður-
landi vestra og 3,8% á Norður-
landi eystra. Suðurland, Vestur-
land og Suðurnes komu betur út.
í ljósi þessa kemur það ekki á
óvart að með aðhvarfsgreiningu
má reikna út að verðlag hækkar
að jafnaði um 0,83% við hverja
100 km sent fjarlægðin eykst frá
Reykjavík. Pó vekur athygli að
verðlag getur verið misjafnt á
stöðum sem liggja nærri hver
öðrum, t.d. var verðlag á Húsa-
vík 5-6% hærra en á Akureyri.
Verð á algengum neysluvör-
um, s.s. mjölk og kindakjöti, er
svipað um land allt og dregur það
úr mismun milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar. Ýmsar
vörur cru mun dýrari úti á landi,
t.d. er verð á gosdrykkjum,
grænmeti, ávöxtum, nautakjöti,
svínakjöti, folaldakjöti og brauði
7-16% hærra úti á landi. Á hinn
bóginn eru fiskur, beikon og
kartöflur dýrari á höfuðborgar-
svæðinu.
Til að skýra þennan verðmun
er bent á þætti eins og flutnings-
kostnað, minni samkeppni á
landsbyggðinni, minni vöruveltu
og meiri rekstrarkostnað. SS
Akureyri:
íbúar við Strandgötu kreíjast
a.m.k. tveggja hraðahmdrana
- skipulagsnefnd vísaði málinu til endurskoðunar Oddeyrarskipulags
Ibúar viö Strandgötu á Akur-
eyri hafa sent bréf til skipu-
lagsnefndar Akureyrarbæjar
og afrit til forseta bæjarstjórn-
ar þar sem óskaö er eftir að
komið verði upp hraðahindr-
unum á a.m.k. tveim stöðum í
götunni. Erindið var tekið fyrir
á fundi skipulagsnefndar ný-
lega og ákveðið að vísa því
til endurskoðunar Oddeyrar-
skipulags, sem skipulagsdeild
mun á næstunni hefja vinnu
við.
„íbúar hér við götuna eru allir
sammála um að núverandi ástand
er alveg ótækt," sagði Eiríkur
Kristvinsson, íbúi við Strand-
götuna, þegar Dagur spurðist fyr-
ir um ástæður undirskriftanna.
Eiríkur sagði það staðreynd að
hraðakstur væri mikill í Strand-
götu, sem íbúarnir teldu að börn-
um í götunni stæði stórhætta af.
Hann sagði að lögreglu hefði
ítrekað borist kærur vegna hrað-
aksturs í götunni, án sýnilegra
úrbóta, og því hefði verið gripið
til þess ráðs að safna undirskrift-
um og krefjast úrbóta. Að sögn
Eiríks voru viðbrögð mjög góð
og söfnuðust rúntlega 40 undir-
skriftir.
I yfirskrift að undirskriftunum
segir nt.a.: „Hraðakstur heldur
hér áfram og úr hófi keyrir á
kvöldin og um helgar. Hér við
götuna og í næsta nágrenni búa
börn sem leita í fjöruna og eru
þau í stórkostlegri hættu vegna
þessara ökufanta. Við krefjumst
skjótra úrbóta áður en slys hlýst
af.“
Þessar upplýsingar fengust
hjá Skipulagsdeild Akurcyrar-
bæjar að skipulagsnefnd hafi tekið
málið fyrir og vísað því til endur-
skoðunar Oddeyrarskipulags,
sem hún mun hefja vinnu við inn-
an tíðar. óþh
Kaldbakur EA-301 með 210 tonn eftir 11 daga veiðiferð:
„Túrinn heppnaðist vel í alla staði“
- sagði Ragnar Elísson, en hann var í sínum fyrsta túr sem skipstjóri
„Við eruin fjórar mílur úti af
Siglunesi á leið til löndunar,“
sagði Ragnar Elísson, skip-
stjóri á Kaldbak EA-301.
Ragnar sem er fyrsti stýrimað-
ur á Kaldbak var í sínum fyrsta
túr sem skipstjóri, en Sveinn
Hjálmarsson, skipstjóri, var í
fríi.
Togarinn kom síðan til löndun-
ar á hádegi í gær með ágætan
blandaðan afla eftir 11 daga
veiðiferð, alls 210 tonn. Helm-
ingur aflans er góður og vænn
þorskur.
„Við þurftum að fara nokkuð
víða á vesturslóðinni, en við fór-
um allt vestur á Dohrnbanka til
að veiða karfa. Nú síðustu dag-
ana vorum við á Halanum og
Kögurgrunni. Nei, þorskur er
ekki í miklu magni á togslóð
þessa dagana, þegar við hættum
veiöunt fengu skipin mest eitt og
hálft tonn eftir fjögra tíma tog,“
sagði Ragnar, skipstjóri. ój
Verðlagsráð sjávarútvegsins:
Lágmarksverð á rækju
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljanda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda,
Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins fyrir skömmu var
ákveðið eftirfarandi lágmarks-
verð á rækju, er gildir frá 16.
september 1990 til 15. janúar
1991.
Rækja, óskelflett í
vinnsluhæfu ástandi: kr.pr.kg
1. 230 stk. og færri í kg.......77.00
2. 231 til 290 stk. í kg...........69.00
3. 291 til 350 stk. í kg...........65.00
Undirmálsrækja, 351 stk. í kg o.fl. .. 28.00
í yfirnefndinni áttu sæti: Þórð-
ur Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sem var odda-
maður nefndarinnar, Helgi Lax-
dal og Sveinn Hjörtur Hjartar-
son af hálfu seljenda og Bjarni
Lúðvtksson og Lárus Jónsson af
hálfu kaupenda.
fyrradag þar sem rætt var um
niðurstöðuna úr hlutafjárútboð-
inu á almennum markaði. Pétur
segir að þessi góðu viðbrögð
komi í kjölfar árangurs í rekstri
fyrirtækisins á síðustu árum og
áratugum. „Með þessu höfum við
fengið staðfestingu á því, sem við
þóttumst vita, að Útgerðarfélag-
ið væri talið traust og öruggt
fyrirtæki til fjárfestinga. Við
renndum dálítið blint í sjóinn
með þetta, við töldum okkur
hafa góðan rökstuðning fyrir því
að gengi bréfanna væri að
minnsta kosti ekki of hátt en það
hefur í raun hækkað mikið á
þessu ári. Við höfum keypt j
togara á árinu og erum ef svo má
segja betur í stakk búnir fyrir
framtíðina. Þótt við höfum
kannski ekki átt von á svona
miklum viðbrögðum við hluta-
fjárútboðinu þá erum við ekki
alveg standandi hissa,“ sagði
Pétur.
Bréfin voru nú seld á genginu
3,0 og aðspurður segir Pétur að
víst megi álykta sem svo að hægt
hefði verið að selja bréfin á hærra
gengi. „Ég geri ráð fyrir að þetta
gengi komi róti á einhver bréf
þannig að eðlilegt ntarkaðsverð
myndist á næstu vikum og þá á ég
frekar von á að þau hækki."
Eins og fram hefur komið var
hér um fyrri hluta útboðs á hluta-
fé í ÚA að ræða. Pétur segist
reikna með að í október taki
stjórn fyrirtækisins ákvörðun um
síðari hluta útboðsins en ætlunin
sé að þau bréf komist á markað
fyrir árslok. JÓH
Menntamálaráðuneytið
Réttindaveitingar
í rafveituvirkjun
Með reglugerð nr. 102/1990 um löggiltar iðngreinar,
námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi var raf-
veituvirkjun löggilt sem iðngrein.
Þeir sem hafa unnið við dreifikerfi rafveitna geta sótt
um réttindi í iðninni.
Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum fást hjá
Menntamálaráðuneytinu, sími 609500, Rafiðnaðar-
sambandi íslands, sími 681433 og Sambandi
íslenskra rafveitna, sími 621250.
Umsóknir sendist:
Menntamálaráðuneytið,
Sölvhóisgötu 4, 150 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið.
Frá Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar
Umsóknir um félagslegar
eignaríbúðir og félags-
legar kaupleigu íbúðir
Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar aug'ýsir eftir
umsóknum í félagslegar eignaríbúðir (áður verka-
mannabústaðir).
Athygli umsækjenda er vakin á því að umsóknar-
frestur verður opinn allan ársins hring. Umsóknir eru
gildar þar til húsnæðisnefnd hefur svarað umsækj-
endum skriflega. Þeir umsækjendur sem óska eftir
að koma áfram til greina við úthlutun verða að leggja
inn umsókn að nýju.
Réttur til að kaupa félagslega eignartbúð er bundinn við þá
sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
a. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi.
b. Hafa haft meðaltekjur síðustu þrjú árin 1987, 1988 og 1989
áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en 1.181.975 kr.
fyrir einstakling og 107.683 kr. fyrir hvert barn innan 16 ára.
Viðmiðunartekjur hjóna eru 25% hærri en hjá einstaklingum
eða 1.477.679 kr. Tekjumörk þessi eru ákvörðuð af hús-
næðismálastjórn í upphafi hvers árs.
c. Greiðslugeta umsækjenda er metin hjá húsnæðisnefnd
sveitariélags og við úthlutun er við það miðað að viðkomandi
fái ekki dýrari íbúð en greiðslumat segir til um.
d. Eiga lögheimili á Akureyri þegar úthlutun fer fram.
Heimilt er að víkja frá ákvæði a-liðar þegar um er að ræða
umsækjendur sem búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður.
Ennfremur er heimilt að víkja frá a- og b-liðum þegar umsækjend-
ur hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna frá-
falls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir
geta ekki haldið íbúðum sínum. Umsóknum um lán samkvæmt
þessari málsgrein skal fylgja umsögn félagsmálaráðs í hverju
sveitarfélagi eða viðkomandi sveitarstjórn.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upp-
lýsingar fást á skrifstofunni, Skipagötu
12, 3. hæð, sími 25392.
Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til
föstudaga frá kl. 13.00 til 15.30.