Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 26. september 1990
f/ myndasögur dogs 1
ARLAND
ANPRÉS ÖNP
Fó7 nei. Honum
þykir reglulega
M{ænt um Brabra.
Er pabba ekki illa
við að þurfa að fara
í gönguferðir með
Brabra?
BJARGVÆTTIRNIR
# Karlkynið og
mannasiðirnir
Samskipti kynjanna eru eitt
af þeim málefnum sem skjóta
í sífellu upp kollinum í
þjóðmálaumræðunni. Kemur
þetta fram í ýmsum myndum
og fjölmiðlar hafa ekki látið
sitt eftir liggja við að flytja
fréttir af ýmsum málefnum
þessu tengdu. Koma strax
upp í hugann fregnir af jafn-
réttisnefndinni sem ein-
göngu var skipuð konum,
kynskiptum bekkjum í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri,
Landsmóti piparsveina
o.s.frv.
í sunnudagsmogganum síð-
asta var ansi merkilegt viðtal
við Unni nokkra Arngríms-
dóttur sem m.a. hefur unnið
sér það til frægðar að giftast
Hermanni Ragnari Stefáns-
syni, en hann hefur um árabil
kennt báðum kynjum að bera
sig til á dansgólfinu. Unnur
hefur um nokkurt skeið
stjórnað námskeiðum á veg-
um Módelsamtakanna sem
felast í því að kenna körlum
mannasiði. „Það sem við tök-
um fyrir er t.d. framkoma,
kurteisi og siðvenjur. í þessu
felst ansi margt,“ segir
Unnur. Og látum hana hafa
orðið áfram: „Svo veltum við
fyrir okkur fatastíl, hvernig
menn velja saman föt og vita
hvaða föt henta hverju sinni.
Þá förum við yfir gönguná,
hvernig menn bera sig. Hvað
varðar mannleg samskipti
fjöllum við t.d. um hvernig
menn koma fram og kynna
sig. Við fáum hárgreiðslu-
meistara í heimsókn sem gef-
ur góð ráð og fjöllum enn-
fremur um hreinlæti og snyrt-
ingu, svo dæmí séu tekin.“
• „Röff-töff“
Eftir þessa lýsingu fær mað-
ur ósjálfrátt á tilfinninguna að
íslenskir gumar kunni sig
ekkert sérstaklega vel þar
sem þörf er talin á að kenna
þeim að ganga, klæða sig og
þrífa, auk annars. Vesalings
blaðamaðurinn, sem er
karlkyns, spyr í örvæntingu
sinni hvort íslenskir karl-
menn séu upp til hópa
klunnalegir dónar en Unnur
segist ekki þekkja þá hlið á
þeim. „En mér finnst þeir oft
geta verið svolítið „röff-töff,“
sér í lagi þegar þeir eru að
skemmta sér...Mér finnst líka
vanta meiri virðingu hjá þeim
gagnvart konunum. Við
fyrstu kynni eru þeir oft ekki
nógu huggulegir. Okkur lang-
ar auðvítað til að hafa þá svo-
lítið tillitssama og smart.“
Jamm. Þá vitum við karlar
það.
dogskrá fjölmiðlo
Sjónvarpið
Miðvikudagur 26. september
14.55 Landsleikur í knattaspyrnu.
Tékkóslóvakía - ísland.
Bein útsending frá Kosice í Tékkóslóvak-
íu þar sem liðin eigast við í undankeppni
Evrópumótsins.
17.50 Síðasta risaeðlan (22).
(Denver, the Last Dinosaur.)
18.20 Einu sinni var.. (1).
(Frönsk teiknimyndaröð með Fróða og
félögum þar sem saga mannkyns er
rakin.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 í lausu lofti (2).
(The Adventures of Wally Gubbins).
Breskur myndaflokkur um fallhlífarstökk
og myndatöku í háloftunum.
19.20 Staupasteinn (6).
(Cheers.)
19.50 Dick Tracy.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Grænir fingur (23).
Ræktun í nýju ljósi.
íslenskur landbúnaður er enn að breyta
um svip. Sú kynslóð sem skilaði af sér
véltækum túnum, áveitum og framræslu
horfir nú með velþóknun á skjólbelti ungu
bændanna, kornrækt þeirra og garðyrkju.
Rætt verður við ung hjón sem skýla landi
sínu og iðka nýbreytni í ræktun jarðar-
gróða.
20.45 En hvað það var skrýtið.
(Mother Goose Rock'n Rhyme).
Nýr bandarískurf skemmtiþáttur þar sem
ýmsir frægir dægurtónlistarmenn og
gamanleikarar leggja út af sígildum
barnagælum.
21.35 Þjófar á nóttu.
(Diebe in der Nacht).
Lokaþáttur.
Þýsk-ísraelsk sjónvarpsmynd í þremur
hlutum, byggð á metsölubók Arthurs
Köstlers.
Aðalhlutverk: Marie Bunel, Denise
Virieux, Richard E. Grant, Patricia Hodge
og Arnon Tzadock.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Landsleikur í knattspyrnu.
Sýndar verða svipmyndir úr leik Tékkó-
slóvakíu og íslands sem sýndur var í
beinni útsendingu fyrr um daginn.
23.40 Dagskrárlok.
Stöð 2
Miðvikudagur 26. september
16.45 Nágrannar.
17.30 Skipbrotsbörn.
(Castaway.)
17.55 Albert feiti.
18.20 Tao Tao.
18.45 í sviðsljósinu.
(After Hours.)
19.19 19:19.
20.10 Framtíðarsýn.
(Beyond 2000.)
21.00 Lystaukinn.
21.30 Okkar maður.
Þetta er tuttugasti og síðasti þátturinn í
þáttaröðinni Okkar maður. Að þessu
sinni verður farið í létta upprifjun úr þátt-
um sumarsins.
21.45 Spilaborgin.
(Capital City.)
Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur um
fólk sem vinnur á verðbréfamarkaði.
Menn geta grætt milljón fyrir hádegi en
smá hik getur þýtt milljónatap. Fólkið lifir
hratt og flýgur hátt en vitneskjan um
hugsanlegt hrap er alltaf fyrir hendi.
Þetta er annar þáttur.
22.35 Tíska.
(Videofashion.)
23.05 Pytturinn og pendúllinn.
(The Pit and the Pendulum).
Mögnuð hrollvekja byggð á sögu Edgars
Allans Poe. Price fer hér með hlutvark
manns sem haldinn er þeirri þráhyggju
að hann sé faðir sinn. Sá var pyntinga-
meistari á tímum spænska rannsóknar-
réttarins. Myndin er sérstrklega vel svið-
sett og skal áhorfendum bent á að fylgj-
ast sérstaklega með pendúlnum sjálfum.
Aðalhlutverk: Vincent Price og John Kerr.
Stranglega bönnuð börnum.
00.25 Dagskrárlok.
Ras 1
Miðvikudagur 26. september
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15.
Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30
og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Spyrjið herra
Björn“ eftir marjorie Flack.
Sigurlaug M. Jónasdóttir les. (Áður
útvarpað 1989).
9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur.
9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Úr bókaskápnum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug-
lýsingar.
13.00 í dagsins önn.
13.30 Miðdegissagan: „Ake“ eftir Wole
Soyinka.
Þorsteinn Helgason les (17).
14.00 Fróttir.
14.03 Harmonikuþáttur.
15.00 Fréttir.
15.03 Sumarspjall.
16.00 Fréttir.
16.03 Að utan.
16.10 Dagbókin.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi.
18.00 Fréttir.
18.03 Sumaraftann.
18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Fágæti.
20.15 Nútímatónlist.
21.00 Á ferð.
21.30 Sumarsagan: „Bandamannasaga"
Örnólfur Thorsson les (3).
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir ■ Orð kvöldsins.
22.30 Suðurlandssyrpa.
23.10 Sjónaukinn.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Miðvikudagur 26. september
7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Níu til fjögur.
Dagsútvarp rásar 2 heldur áfram. 14.10
Gettu betur! Spurningakeppni rásar 2
með veglegum verðlaunum. Umsjónar-
menn: Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhanna
Harðardóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og
Magnús R. Einarsson.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-
686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Lausa rásin.
20.00 íþróttarásin.
22.07 Landið og miðin.
í háttinn.
01.00 Næturvakt á báðum rásum til
morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,
10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22
og 24.
Næturútvarpið
1.00 Á tónleikum.
2.00 Fréttir.
2.05 Lundúnarokk.
3.00 í dagsins önn.
03.30 Glefsur.
4.00 Vélmennið.
Leikur næturlög.
04.30 Veðurfregnir.
Vélmennið heldur áfram leik sínum.
5.00 Fréttir að veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.05 Landið og miðin.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 Morguntónar.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Miðvikudagur 26. september
8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Miðvikudagur 26. september
07.00 Eiríkur Jónsson.
09.00 Fréttir.
09.10 Páli Þorsteinsson.
11.00 Valdís Gunnarsdóttir.
14.00 Snorri Sturluson.
17.00 Síðdegisfréttir.
17.15 Reykjavík síðdegis.
18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson.
22.00 Haraldur Gislason.
02.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Hljóðbylgjan
Miðvikudagur 26. september
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson.