Dagur - 26.09.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. september 1990
lesendahornið
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRIMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Sainnuii fyrirtækja-
miimkandi samkeppni?
Mikið hefur verið um samruna fyrirtækja í atvinnulífi
landsmanna að undanförnu. Bönkum hefur fækkað úr
sjö í þrjá. Verðbréfafyrirtæki hafa komist í eigu banka
og sparisjóða og í mörgum tilfellum orðið dótturfyrir-
tæki þeirra. Tryggingafélög hafa sameinast og nú
starfa tvö stór fyrirtæki á sviði tryggingaviðskipta í
landinu auk nokkurra smærri. Þá hefur verið rætt um
nauðsyn þess að sameina lífeyrissjóðakerfið, jafnvel í
einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Ferðaskrifstofur
hafa sameinast og með tilkomu stórmarkaða hefur
sala lífsnauðsynja færst á færri hendur. Færa má rök
að því að þessi þróun sé af hinu góða. Með samein-
ingu myndast öflugri fyrirtæki sem eru þess umkomin
að veita betri þjónustu og að öllum líkindum ódýrari
vegna lægri kostnaðarliða og meiri hagræðingar í
rekstri.
Samruni fyrirtækja á íslandi á sér ýmsar orsakir.
Þegar verðbólgan lækkaði fylgdu vextir ekki nægilega
hratt í kjölfarið. Tímabil mjög hárra raunvaxta fylgdi
hjöðnun verðbólgunnar eftir eins og skuggi. Mörg
fyrirtæki höfðu verið að byggja rekstur sinn upp og
varð fjármagnskostnaður stór hluti útgjalda þeirra. Án
nokkurs vafa hefur það rekstrarumhverfi orðið til þess
að margir eigendur og stjórnendur fyrirtækja tóku að
íhuga kosti samstarfs og samruna af alvöru. Samdrátt-
ur og minnkandi kaupmáttur almennings einkenndi
einnig þann tíma sem samruni fjármálastofnana og
fyrirtækja hefur átt sér stað.
íslendingar eru farnir að velta fyrir sér nauðsynlegri
aðlögun að Evrópubandalaginu og sameiginlegum
markaði þess, sem settur verður á stofn á árinu 1992.
Þótt við getum vart gerst fullgildir aðilar að slíkri sam-
vinnu, vegna margháttaðrar sérstöðu okkar, göngum
við ekki framhjá þeirri staðreynd að viðskiptahags-
munir eru í húfi. Á árinu 1989 nam útflutningur okkar
til EB landanna 56,4% af heildarútflutningi þjóðarinn-
ar. Á sama tíma fóru 67,4% alls útflutnings okkar til
hins fyrirhugaða evrópska efnahagssvæðis, það er til
ríkja Evrópubandalagsins og Fríverslunarbandalags-
ins og 70,1% innflutnings kom frá sama svæði. Stjórn-
endur íslenskra fyrirtækja verða því að horfast í augu
við aukna samkeppni á evrópskum vettvangi á næstu
árum.
Samruni og fækkun fyrirtækja í landinu hefur einnig
neikvæðar hliðar. Eignaraðild og stjórnun færist á
færri hendur. Almenningshlutafélög og hlutabréfa-
markaðir hafa ekki tök á að sporna við þeirri þróun
nema að hluta. Almenningseign í hlutafélögum er af
hinu góða og eflir íslenskan atvinnurekstur. En öflugir
hlutafjáreigendur hafa í flestum tilvikum tök á að
halda sínum yfirráðum ef þeir æskja þess. Með sam-
runa fyrirtækja er einnig hætta á minnkandi sam-
keppni. Neytendur eiga örðugra með að leita bestu
viðskiptakjara og stýra þannig verðlagi að nokkru. Úti
í hinum evrópska heimi fer nú fram umræða um hvern-
ig tryggja megi nægjanlega samkeppni í kjölfar sam-
runa fyrirtækja. Nauðsynlegt er að slík umræða fari
einnig fram á íslandi. ÞI
Reynihlíð:
Orlofskonur þakka fyrir sig
Þakkir fyrir orlofsdvöl.
Orlof húsmæðra í Reynihlíð í
Mývatnssveit er mjög vinsælt
fyrirbæri. Fyrstu viku septem-
bermánaðar í fyrra voru 22 konur
í húsmæðraorlofi á hótelinu í
Reynihlíð, við ágæta aðbúð og
ánægju.
Dagana 4.-9. sept. sl. var þetta
endurtekið og nutu nú yfir 30
konur þessarar dvalar. Voru þær
frá Akureyri, Ólafsfirði, Siglu-
firði, Dalvík og Húsavík.
Stjórn beggja orlofanna höfðu
sömu konur með höndum, þær
Snjólaug Aðalsteinsdóttir frá
Akureyri og Kristjana Sigurjóns-
dóttir frá Ófafsfirði. Var umsjón
þeirra og framkoma öll til fyrir-
myndar, hvað þakka ber af heil-
um hug.
Hópur orlofskvenna var sam-
stæður og oft glatt á hjalla. Munu
þessir dagar, sem að vísu liðu
alltof fljótt, hafa veitt ánægju og
góða tilbreytingu frá dægur-
amstrinu. Af hálfu gestgjafa í
Reynihlíð var allt gjört til að
dvölin yrði sem best. Háttprúð
og ljúf framkoma einkenndi þær
ungu og elskulegu stúlkur sem
þarna veittu þjónustu sína, hvort
heldur var í borðsal eða við síma-
vörslu. Hér kunni hver vel til
verka, og hlýleiki og kurteisi var
ávallt til staðar. Vistarverur voru
hinar bestu og stundvísi varðandi
matar- og kaffitíma frábær.
Þess ber að geta sem vel er
gjört.
Sendum því alúðarþakkir og
bestu kveðjur í Reynihlíð.
Orlofskonur.
Álveríð og hinn þögli meiríhluti
Eyfíröingur skrifar:
„Ég hef fylgst með umræðunni
um möguleika okkar Eyfirðinga
til að fá álver á svæðið og tel eins
og fleiri, að slíkt yrði ómetanleg-
ur stuðningur fyrir byggðarlagið.
Mér hefur einnig runnið til rifja
að andstæðingar álversins hafa
látið mikið til sín heyra, og miklu
„Nei, þessi kaffimál eru ekki
komin hreint þ.e. morgunkaffið á
leiðinni Mývatnssveit-Egilsstað-
ir. Að staðhæfa um skínandi
morgunkaffi í Fjallakaffi í
Möðrudal og á Brúarási í Jökuls-
árhlíð er hrein blekking. Ég er
oft á ferð í þessum landshluta á
öllum tímum sólarhringsins og
mér er spurn. Hvenær eru þessir
staðir opnaðir á morgnana?
A.m.k. ekki þá morgna, sem ég
er á ferð. Trúlega er veitingafólk-
ið afar morgunsvæft. Hvort kaff-
Náttúruverndarmaður hringdi.
„Ég vil beina því til skotveiði-
manna, bæði rjúpna- og gæsa-
skyttna, að þeir hirði eftir sig
skothylkin.
Það er hrikalegt að sjá
umgengnina á leiðinni frá Blómst-
urvöllum og út með fjörunum.
Bakkarnir og fjörurnar eru ekk-
ert nema skothylki. Það sama er
upp á teningnum á bökkum
Eyjafjarðarár.
Þá kröfu verður að gera til
skotveiðimanna að þeir hirði eftir
„Mér leikur forvitni á að vita af
hverju bakarar á Akureyri bjóða
ekki upp á snúða með gíassúr og
eins stóra kanelsnúða.
Ég hef kannað þetta í bænum
og fengið þau svör að Akureyr-
ingar vilji ekki borða slíka snúða
og þeir séu sólgnari í súkkulaði-
meira en sá þögli meirihluti sem
er fylgjandi álveri.
En þetta eru nú vangaveltur
sem koma aðalerindi mínu lítið
við. Ég hef sem sé heyrt menn
fullyrða að Stefán Valgeirsson
alþingismaður standi á bak við
þann undirskriftalista sem milli
30 og 40 manns skrifuðu undir til
ið er skínandi síðdegis gegnir
öðru máli, það hef ég reynt,“
sagði lesandi blaðsins, sem vildi
tjá sig um kaffimálið.
Lesandi haföi samband:
„Það er hvergi hægt að fá
keypt kaffi á leiðinni Mývatns-
sig skothylkin, því þau eyðast
ekki í náttúrunni.
Ágæti ungi maður, sem leikur
listir þínar á skólalóð Lundar-
skóla í frímínútum. Hér kemur
smá kveðja til þín, send á þennan
Isnúða, eins og eru á boðstólum
hér.
Ég lít á þetta sem hálfgerða
einokun, en því verður hins veg-
ar ekki á móti mælt að bakarar á
Akureyri hafa bætt sig verulega í
öðrum gerðum brauðs á undan-
förnum árum.“
að mótmæla áformum um álver
við Eyjafjörð: Jafnframt er mér
sagt af mönnum sem ég tel áreið-
anlega, að lögfræðingur nokkur á
vegum Stefáns hafi komið að
máli við bændur og boðið þeirn
að gerast réttarfarslegur málsvari
þeirra gagnvart „álfurstunum,“
verði álver byggt hér við
fjörðinn.
Ég og sjálfsagt fleiri menn
hefðu áhuga á að fá svör við því
hvort þetta á við einhver rök að
styðjast.
Varðandi undirskriftalistann
bendi ég á að ef þeir sem á hann
skrifuðu eru helstu andstæðingar
álvers hér við Eyjafjörð þá eru
hinir langtum fleiri sem ekki sáu
ástæðu til að rita nöfn sín á hann.
Hér er því um afar lítið brot
heildaríbúafjöldans að ræða.“
sveit-Egilsstaðir. Ég fór þarna
um fyrir hálfum mánuuði og
hvergi var hægt að fá kaffi á þess-
ari leið. Það hefur verið kvartað
yfir þessu kaffileysi áður, og mín
reynsla er að hvorki var hægt að
fá kaffi í Möðrudal eða á hótel-
inu í Jökuldal. Þar var vísað á
annað hótel, sem er úr leið, sjö
eða átta kílómetra frá vegin-
um til Egilsstaða. Ég var á ferð
fyrir hádegi, og þá var ekki opið í
Möðrudal.“
hátt fyrst þú hefur ekki kjark til
að stoppa og tala við okkur sem
eigum að gæta næstum 200 barna
að leik á skólalóðinni.
Við efumst eiginlega ekkert
um að þú ert ágætis náungi inni
við beinið, en er það ekki dálítið
heimskulegt að sýna karlmennsk-
una með því að keyra fram og
aftur í gegnum hóp af smábörn-
um?
Það yrði ekki gæfulegt á þér
upplitið eða breitt á þér glottið ef
þú slasaðir eitt eða fleiri af börn-
unum. Þau hlaupa um í granda-
leysi, eiga að vera örugg fyrir allri
umferð á skólalóðinni.
Ef þú aftur á móti ert að reyna
að heilla stelpurnar með þessu þá
viljum við benda þér á að á þess-
um tíma dags eru hér engar kven-
persónur á milli 9 og 35 ára.
Bestu kveðjur,
kennarar á útivakt.
Athugasemd við athugasemd:
Að staðhæfa um skínandi
morgunkaffi er blekking
Skotveiðimenn hirði
skothylkin eftir sig
Af hveiju bjóða bakarar
á Akurevri ekki upp
á snúða með glassúr?
Ekkert kaffi á leiðinni
Mývatn-Egilsstaðir
Kveðja frá kennurum
í Lundarskóla
- til ungs manns á hvítu ijórhjóli
með rauðan hjálm og U2 á bakinu