Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 1
Ingimundur hf.:
Rækjuvmnslan gengur vel
Rekstur rækjuverksmiðju
Ingimundar hf. á Siglufirði
hefur gengið vel frá því að
fyrirtækið hóf reksturinn í
septemberbyrjun í nýjum
heimkynnum. Unnið er úr 45
til 50 tonnum af rækju í hverri
viku.
Tveir bátar veiða rækju fyrir
verksmiðjuna, Helga og
Ögmundur. Hafa þeir veitt
þokkalega undanfarið. 27 manns
vinna í rækjufrystingunni.
„Þetta hefur gengið vel, ég hef
ekki yfir neinu að kvarta. Við
vorum með vinnslu annars
staðar, en héldum áfram hér. Það
kom ekkert stórvægilegt upp á í
sambandi við flutning fyrirtækis-
ins frá Reykjavík, en það var
auðvitað mikið mál að flytja allan
okkar búnað hingað,“ segir Ari
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Ingimundar hf. EHB
Hraðfrystihús ÓlafsQarðar hf.:
Sæberg á meirihluta í
HÓ eftir kaup á 49%
hlut Hlutafjársjóðs
- Gunnar Þór Magnússon féll frá
tilboði sínu í fyrradag
Stjórn Hlutafjársjóðs ákvað í
gær að selja 49 prósenta hlut
sinn í Hraðfrystihúsi Ólafs-
fjarðar hf. til útgerðarfyrir-
tækisins Sæbergs hf. í Óiafs-
firði fyrir 48 milljónir króna.
Auk Sæbergs hf. bauð útgerð-
ar- og Oskvinnslufyrirtæki
Gunnars Þórs Magnússonar,
Stígandi hf. og Sædís hf., 48,5
milljónir króna í hlutabréf
Hlutafjársjóðs, en frá því til-
boði var horflð í fyrradag.
Sæberg hf. í Ólafsfirði er
stærsta útgerðarfyrirtæki staðar-
ins og gerir út tvo togara, ísfisk-
togarann Sólberg og frystitogar-
ann Mánaberg. Með kaupunum á
49% hlut Hlutafjársjóðs í Hrað-
frystihúsi Ólafsfjarðar hefur
Sæberg hf. eignast meirihluta í
frystihúsinu, því áður átti fyrir-
tækið 3% hlut í fyrirtækinu.
Hlutur þess nú er því 52%. Aðrir
stórir hluthafar í Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar hf. eru Ólafsfjarðar-
bær og Tryggingamiðstöðin, auk
smærri hluthafa.
Bjarki Bragason, starfsmaður
Hlutafjársjóðs, sagði í samtali
við Dag í gær að búast mætti við
að frá þessum kaupum yrði form-
lega gengið strax um næstu mán-
aðamót. Stjórnin setti upp það
skilyrði að bróðurpartur upphæð-
arinnar yrði staðgreiddur.
Ekki náðist í Jón Þórðarson,
formann Hraðfrystihúss Ólafs-
fjarðar hf. í gær, en Bjarni Kr.
Grímsson, bæjarstjóri í Ólafs-
firði og stjórnarmaður í fyrirtæk-
inu, sagðist búast við að innan
tíðar yrði kallaður saman hlut-
hafafundur þar sem fyrirtækinu
yrði kjörin ný stjórn.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar á
við mikla fjárhagsörðugleika að
stríða. Það skuldar um hálfan
milljarð króna og því er talið að
inn í reksturinn verði að koma
aukið fjármagn. Auk þessa
vanda stendur fyrirtækið frammi
fyrir því að á næsta ári skerðast
veiðiheimildir Ólafs bekks, sem
leggur stærstan hluta afla síns
upp til vinnslu í frystihúsinu.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Sæbergs hf. í gær. óþh
Kristján Ragnarsson á aðalfundi Útvegsmannafélags Norðurlands:
Vifl gefa fiskverð frjálst
við ákvörðun þess í desember
Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra
útvcgsmanna, telur að við flsk-
verðsákvörðun í byrjun des-
ember eigi að gefa fiskverðið
frjálst. Hann telur heppilegra
að flskverðið ákvarðist á hverj-
um stað.
Þetta kom m.a. fram í máli
Kristjáns á aðalfundi Útvegs-
mannafélags Norðurlands á
Akureyri í gær.
Nokkrar umræður spunnust
um þetta mál og útflutning á
ferskum fiski. Jónas Jóhannsson,
fiskverkandi á Þórshöfn, var
Kristjáni ekki sammála um að
gefa fiskverðið frjálst og taldi að
á smærri stöðum og einangraðri
svæðum, eins og á norðaustur-
horninu, væri frjálst fiskverð ekki
æskilégur kostur. Hann sagði að
yrði fiskverðið gefið frjálst færi
óhemju langur tími í að semja
um fiskverðið. Öðru máli gegndi
um svæði eins og suðvesturhorn-
ið, í nálægð við fiskmarkaði.
Kristján Ragnarsson kom víða
við í máli sínu. Hann sagðist vera
sannfærður um að opinber verð-
skráning á olíu væri röng stefna,
betra fyrirkomulag væri að olíu-
félögin ákvarði olíuverðið sjálf
og keppi sín á milli um það.
Síldarsamningar við Sovét-
menn báru á góma. Kristján
sagði að svo virtist sem samn-
ingamenn hafi sætt sig við að
Sovétmenn standi við gerða
samninga um 50 þúsund tunnur
frá fyrra ári, fullkomin óvissa ríki
um nýja saltsíldarsamninga við
Sovétmenn. „Þetta er mjög
alvarlegt mál,“ sagði Kristján.
Stjórn Útvegsmannafélagsins
var endurkjörin á fundinum í
gær. Hana skipa Sverrir Leósson,
Akureyri, Valdimar Kjartans-
son, Hauganesi, Sveinn Ingólfs-
son, Skagaströnd, Kristján
Ásgeirsson, Húsavík og Svavar
Magnússon, Ólafsfirði. óþh
Kaupum á laxakvóta Færeyinga miðar vel:
nu skila aukiraii veiði í árai
segir Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins
„Já, það er alveg gefíð mál að
þessi kvótakaup munu skila
sér í aukinni veiði í íslenskum
ám á næsta sumri enda hafa
Færeyingar og Grænlending-
ar veitt af físki sem annars
gengi upp að landinu og í
árnar. Þessum kvótakaupum
hefur miðað vel og það er
óhætt að segja að nú sé nokk-
uð sigið á seinni hlutann í
þessari vinnu,“ segir Orri
Vigfússon, formaður Laxár-
félagsins, en sem kunnugt er
beitti félagið sér fyrir því fyrr
á þessu ári að leita samninga
við Færeyinga og Græn-
lendinga um kaup á kvóta
þessara þjóða á úthafslaxi.
Aðilar úr 9 löndum hafa lagt
þessu starfi lið og Ijóst er að á
fímmtudag í næstu viku, þeg-
ar Færeyingar mega byrja
sínar veiðar, munu aðeins 4
skip halda á veiðar í stað 21
við upphaf vertíðarinnar í
fyrra.
„Bjartsýnustu menn segja að
þessi kvótakaup geti aukið laxa-
gengd til íslands um allt að
þriðjung og þá erum við fyrst og
fremst að tala um stóra tveggja
ára fiskinn. Við teljum að smá-
fiskurinn gangi ekki það langt
frá landinu að hann komi í
úthafsveiðum þessara þjóða,“
segir Orri.
Auk þess að kaupa kvóta
Færeyinga og Grænlendinga
hefur verið reynt að koma í veg
fyrir hinar ólöglegu veiðar,
veiðar svokallaðra sjóræningja-
skipa á laxi. Þetta eru skip frá
Bornhólm, Panama og Pól-
landi. Orri segist telja að nú
hafi að verulegu leyti verið
komið í veg fyrir þessar veiðar.
Utanríkisráðherra Danmerkur
hafi fullvissað fyrrgreinda aðíla
um að ráðstafanir verði gerðar
til að stöðva þessi skip og taka
fyrir alla styrki til þeirra. Þá
verði mál eins þessara skipa
tekið fyrir hjá dómsstólum á
næstunni. Hjá þessum sjóræn-
ingjaskipum séu um 40% af öll-
um úthafsveiðunum að ræða
þannig að með þessu sé góðum
áfanga náð.
Vertíðin hefst í Færeyjum
næstkomandi fimmtudag, 1.
nóvember. í fyrra hóf 21 skip
veiðar en fækkaði niður í 14 á
vertíðinni vegna kvótakaup-
anna og segist Orri vonast til að
nú hefji aðeins 4-5 skip veiðar.
Nokkra mánuði eða eitt ár þurfi
til að komast endanlega í veg
fyrir veiðarnar í Færeyjum.
Orri segir að þessi vinna sé
skemmra á veg komin á Græn-
landi. Kvótakaup taki þar um 4-
5 ár en af Grænlendingum verði
ekki keyptur allur kvóti heldur
75-85% þar sem í sumum
byggðarlögum séu laxveiðarnar
svo snar þáttur { atvinnulífinu
að framtið þessara byggðarlaga
geti verið í hættu. Grænlensku
úthafsveiðarnar eru 30-35% af
öllum úthafslaxveiðum en
vegna þess hve illa þessar veiðar
hafa gengið í haust aukast vonir
íslenskra laxveiðimanna enn
um betri göngur tveggja ára lax
í árnar á næsta sumri. JÓH