Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 24. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGAHSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Stefiiuræda
forsætisráðherra
í stefnuræðu sinni í fyrrakvöld kom Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, víða við. í ræðunni gætir
bjartsýni á möguleikum þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar
til að varðveita þann góða árangur sem orðið hefur í efna-
hags- og atvinnumálum undanfarin tvö ár. Markmið
stjórnarflokkanna er að treysta það jafnvægi sem ríkir í
efnahagsmálum, þannig að hægt verði að hefja nýja sókn
í atvinnu- og byggðamálum um allt land.
Steingrímur segir um þjóðarsáttina, að það ágæta sam-
starf sem náðst hefur milli stjórnvalda og fulltrúa verka-
lýðshreyfingarinnar, launþega, atvinnurekenda og
bænda, sé ákaflega mikilvægt, en efnahagsleg endur-
reisn hlýtur að byggjast á slíku samstarfi. Ríkisstjórnin
hefur reynt að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum
ráðum, að þjóðarsáttin færi út um þúfur, og víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags færu af stað á nýjan leik, með vax-
andi verðbólgu.
í þessu sambandi er minnt á hækkun olíuverðs í kjölfar
ófriðarástandsins við Persaflóa. Viðskiptakjör þjóðarinn-
ar versnuðu vegna þeirrar miklu hækkunar sem varð á
olíu og olíuvörum, en nýjustu fréttir gefa þó ástæðu til
nokkurrar bjartsýni um að olíuverð eigi eftir að lækka
verulega á ný.
í ræðu sinni segir forsætisráðherra, að ef víxlhækkanir
launa og verðlags verði ekki af völdum olíuverðs, telji
Þjóðhagsstofnun að á næsta ári verði verðbólga um sex
til sjö af hundraði. Laun munu þá líkast til hækka um átta
af hundraði. Þróist málin hins vegar á verri veg, með víxl-
hækkununum títtnefndu, mun slíkt leiða til lækkunar
gengis íslensku krónunnar.
Um lánskjaravísitöluna segir Steingrímur að beðið sé
eftir tillögum Seðlabanka íslands, vegna þess ákvæðis
málefnasamnings stjórnarinnar að afnema hana, þegar
verðbólga er komin undir tíu af hundraði í sex mánuði
eða lengur. Steingrímur nefnir þrennt, sem gerir að verk-
um að afnám lánskjaravísitölunnar sé óhjákvæmilegt.
í fyrsta lagi segir hann að verðtrygging fjármagns
stuðli að víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, fari
verðbólga úr böndum. í öðru lagi krefjist launþegar verð-
tryggingar launa, eigi fjármagnseigendur að njóta slíkrar
tryggingar. í þriðja lagi sé stefna íslendinga að auka
frelsi í fjármagnsflutningum milli landa, og tengjast í
auknum mæli erlendum fjármagnsmörkuðum. Verðtrygg-
ing fjármagns þekkist ekki í vestrænum löndum, hins
vegar sé slíkt sums staðar bannað með lagasetningum.
í lok ræðunnar segir Steingrímur þetta: „Hugmyndir
manna um fulla aðild að Evrópubandalaginu lýsa fyrst og
fremst uppgjöf á því að ráða eigin málum farsællega.
Uppgjöf við það stóra verkefni að tryggja hér lífskjör, sem
eru sambærileg við það sem best gerist í löndum Evrópu- •
bandalagsins. Það getum við gert, ef við höldum rétt á
málum. Reyndar er það sannfæring mín, að óvíða munu
reynast meiri lífsgæði en hér á landi. Þau byggjast á fleiru
en peningalegum auði. Þau byggjast ekki síður á hreinu
og fögru umhverfi og frelsi til að njóta þess. Þau byggja á
því að þjóðin sé sjálfráð og sjálfstæð." EHB
Svör Útvarðar til byggða-
nefndar forsætisráðherra
Byggðahreyfíngin Útvörður
teiur að eitt af því sem stjórn-
völd verða að gera til að
sporna við byggðaröskun sé að
tryggja jafnvægi í efnahags- og
gengismáium. Auk þess sé
mikilvægt að laða fram frum-
kvæði heimamanna til atvinnu-
rekstrar og leggja áherslu á
sjálfstæði sveitarfélaga, héraða
og landshluta til að ráða þeim
málefnum, sem þau hafa tök á.
Þetta kemur m.a. fram í svari
Útvarðar við spurningum
byggðanefndar forsætisráð-
herra um hvað Útvörður telji
að sé til ráða í atvinnu- og
byggðamálum.
Útverði bárust eftirfarandi
spurningar frá byggðanefnd:
1. Telur Útvörður þörf á að
sporna við þeirri byggðaröskun
sem áframhald á fólksflutningum
síðari ára mun leiða til?
Svar: Hjá sérhverjum þeim, er
reiknar með sjálfstæðri, sérstæðri
íslenskri þjóð er svarið JÁ.
2. spurning: Hvað sér Útvörð-
ur sér fært að gera til að draga úr
þessum fólksflutningum?
Svar: Að reyna að vera og
verða vaki - hvati þess að efla
mönnum heilbrigðan metnað,
raunsæi, kjark og frumkvæðis-
þrek, og það geð að finna í eigin
garði „bölvabætur, ef hið betra
tel ég,“ eins og Egill Borgarbóndi
kvað í sínu Sonatorreki.
Að andæfa því smámannlega
viðhorf að flest sé jafnan betra í
grannans garði.
Að reyna að vinna því
skilning, að þjóðfélagið má ekki
án landsbyggðarinnar vera, né
þess fólks sem þar elst og starfar,
og kveða niður það öfugmæli að
það sé ómagi á samfélaginu.
Þetta hefur verið meginstef í
málafylgju Útvarðar.
3. spurning: Hverju telur
Útvörður æskilegt að breyta til
þess að gera betur fært að vinna
að því markmiði?
Svar: Fyrst skal vikið að hug-
myndum byggðanefndar.
Þar eru, að mati Útvarðar-
manna, mjög jákvæðar áherslur
svo langt sem þær ná. Má nefna,
efnislega:
• Að stjórnvöld tryggi jafnvægi í
efnahags- og gengismálum í miði
af þörf grunnatvinnuvega.
• Að laðað sé fram og eflt frum-
kvæði heimamanna til margskon-
ar atvinnurekstrar og samstillt
átak sem flestra aðila til að
standa að rekstri, sem eftir vand-
lega könnun er metinn rekstrar-
hæfur þegar sleppir stuðningi við
byrjunarskref.
• Það viðhorf, að atvinnuþróun
á hverjum stað hljóti fyrst og
fremst að byggjast á vilja, þekk-
ingu, dugnaði og framtaki heima-
manna, og þeirra sem með þeim
vilja þar hasla sér völl.
• Áhersla verði lögð á sjálfstæði
Hlöðver Þ. Hlöðvesson.
hvers sveitarfélags, héraðs og
landshluta til að ráða þeim
málefnum, sem þau hafa tök á.
Hér hafa í ágripi verið raktar
áherslur byggðanefndar, en
endurtekið jákvætt viðhorf til
þeirra - Svo langt sem þær ná.
En hér vantar herslumun -
Héraðavald til að hafa yfirstjórn
heima, á þeim málum, er sérlega
varða heimamenn, en eru ofviða
einstökum sveitarfélögum.
Hér er framlag okkar Útvarð-
armanna:
Bókin Byggðamál á Norður-
löndum. Ekki er hér tóm til að
rekja efni hennar. Öll þurfið þið
að lesa hana vandlega, en nefnd-
ar skulu nokkrar mótbárur sem
heyrast:
Sumir segja:
• „Ekki á það sama við hjá okk-
ur og hinum Norðurlöndunum.“
Auðvitað eigum við að fella
erlendar hugmyndir að íslensk-
um veruleika.
En hvernig er með lög okkar?
Eru þau ekki flest nánast „kópía“
af Norðurlandalögum, einkan-
lega dönskum? Því er stungið við
fótum að læra af grönnum okkar
um valddreifingu, héraðavald?
• „Við erum svo fá,“ segja menn
og endursegja.
Var ekki Borgarfjörðurinn of
fámennur, Lundarreykjadalur-
inn, Reykjaheimilið, til að senda
afbragsmanninn Leif Ásgeirsson
til Göttingen, að hann þroskaðist
til að verða einn mestur stærð-
fræðingur samtíðarmanna á
heimsbyggð?
Metnaður okkar og skylda er
að koma sem flestu okkar fólki til
þroska - hærri hundraðshluta en
öðrum samfélögum tekst.
Þá má ekki of- eða fjarstjórna.
Enn segja menn:
• „Þriðja stjórnsýslustigið yrði
bara nýtt bákn.“
Ef menn ekki hefðu þetta
hugsunarlítið hver eftir öðrum,
væri fullyrðingin móðgun við
landsbyggðarfólk. Treystir ein-
hver sér til að staðhæfa og rök-
styðja í alvöru að landsbyggðar-
fólk sé vanhæfara við stjórn eigin
mála en fjarstýrismenn úr stofn-
unum í Reykjavík?
Til dæmis Finnar dreifa verk-
efnum til að ná meiri árangri fyrir
minna fé. Sama yrði hér. Áuk
atvinnu í héraði við stjórn eigin
mála.
Ef hugsað er til auðæfa lands
eða byggðarlags skal fyrst telja
mannauðinn, fólkið sjálft. Minn-
ast ber snilliyrða Kristjáns
Eldjárn um lífbeltin tvö, auðinn í
lífríki sjávar og gróðri lands. Svo
er það orkan, fallvötnin og jarð-
hitinn.
Ef gálauslega er með farið og
flutt, veldur það tjóni, ekki ein-
asta heimabyggð heldur samfé-
laginu öllu.
Enn minnist ég ferðar um
Suðurland á Reykjavíkurleið, í
niðdimmu náttmyrkri. Flestar
lágu sveitirnar í skugga, bjarmaði
yfir þéttbýlisstöðum austan fjalls
en ljómaði upp í ský yfir Reykja-
vík, þegar þangað sást.
Þá hafði verið virkjað við Sog.
Reist orkuver í svokallaðri einka-
eign Reykjavíkur, þó að í stofn-
kostnað rynni að nokkru svoköll-
uð Marshallhjálp, er íslendingar
- ekki sumir Islendingar, fengu á
sinni tíð.
En ýmsar sveitir í héraði orku-
kostanna voru enn án rafmagns.
Væri ekki rétt, í sviptingum sam-
tímans, að hrista ryk af
hugmynd, sem Áskell Einarsson
reifaði á tímum Laxárdeilu, að
leggja á umtalsvert „rennslis-
gjald“, sem heimahérað nyti.
„Hugmyndin, hámark þröng-
sýni,“ myndu sumir segja.
Hámark skammsýni er, að
gera sér þess ekki grein að öll
skipsrúm fleytunnar þurfa að
vera vel mönnuð, ef hún á ekki
að fara höll á hlið.
Er ekki rétt að skoða þetta í
víðu samhengi áður en menn
ljúka reikniæfingu um það, hver
annan styður eða styrkir?
Að lokum skulu spurðir stjórn-
málamenn, viðstaddir:
Hver verða viðbrögð ykkar
þegar fram kemur það, sem við
blasir, að helmingur alþingis-
manna eða fleiri verða úr land-
námi Ingólfs?
Komið þið ykkur saman um að
byggja upp til jafnvægis.
RA UNVER ULEGT LANDS-
HLUTAVALD?
MEÐ VAXANDI ÞUNGA
VERÐUR SPURT.
Svo vilja sumir spyrja ykkur:
Verður sigling þjóðarskútunn-
ar og ferðalok eins og hjá Stjána
bláa við Keilisnes?
Og Örn Arnarson dáinn, svo
að ekki kvæði hann erfiljóðið.
Ólöf ríka sagði: „Ekki skal
gráta Björn bónda, heldur safna
liði.“
Er ekki hollast að safna liði?
Þá mætti sleppa erfiljóðinu.
Hlöðver Þ. Hlöðvesson,
formaður Útvarðar.
Nýr rektor Samvmnuháskólans
Vésteinn Benediktsson við-
skiptafræðingur var ráðinn rektor
Samvinnuháskólans á Bifröst á
fundi skólanefndar nýlega en
hann er nú aðstoðarrektor skól-
ans.
Ráðgert er að Vésteinn taki
við rektorsstarfi í mars nk.
Jafnframt var Jónas Guðmunds-
son hagfræðingur ráðinn aðstoð-
arrektor frá sama tíma en hann
er nú lektor við skólann.
Fráfarandi rektor, Jón Sigurðs-
son, lætur af starfi að eigin ósk en
starfar áfram sem lektor við Sam-
vinnuháskólann.
Vésteinn Benediktsson.
Jónas Guðmundsson.