Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. október 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
F
Sigurður Oddur Sigurðsson.
Mynd: JHB
Snóker:
Sigurður Oddur vann
annað forgjafarmótið
Sigurður Oddur Sigurðsson
varð sigurvegari í forgjafar-
móti í snóker sem fram fór í
Billiardstofunni í Kaupvangs-
stræti um síðustu helgi. Þetta
var annað forgjafarmót vetrar-
ins en sigurvegari í því fyrsta
varð Viðar Viðarsson. 18
keppendur tóku þátt í mótinu
um helgina.
Sigurður Oddur Sigurðsson
sigraði Ófeig Marinósson í úr-
slitaleik á laugardaginn. Sigurður
Oddur hefur 25 í forgjöf en
Ófeigur 5. í þriðja sæti varð Jón
Einar Jóhannsson en hann hefur
20 í forgjöf.
Forgjafarmót í snóker hafa
ekki tíðkast á Akureyri hingað
til, a.m.k. ekki á síðustu árum,
en í vetur er ráðgert að halda slík
mót einu sinni í mánuði á Billi-
ardstofunni. Þetta fyrirkomulag
hleypir ákveðinni spennu í mótin'
því þeir „bestu" geta ekki gengið
lengur að efstu sætunum vísum
heldur eiga allir möguleika.
Keppendur hafa forgjöf í sam-
ræmi við getu og getur hún farið
allt upp í 60. Síðan lækka menn
eða hækka eftir árangri og geta
jafnvel farið niður fyrir núllið.
Viðar Viðarsson hefur lægstu for-
gjöf Akureyringa, -7.
í vetur fer einnig fram deilda-
keppni í snóker á sömu stofu og
hafa þegar verið leiknar tvær
umferðir. 8 lið taka þátt, ýmist
tveggja eða þriggja manna, og er
bæði um einstaklings- og tví-
menningskeppni að ræða. Leikið
er í deildakeppninni á sunnu-
dagskvöldum.
Ófeigur Marinóssun. Mynd: jhb
Sigurður Arnórsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, tekur við Sporthúsbikarnum úr hendi Karls Haraldssonar,
formanns KRA. Mynd: JHB
Handknattleikur:
Pétur fékk eins
leiks bann
Pétur Bjarnason, fyrirliði 1.
deildarliðs KA í handknatt-
leik, var dæmdur í eins leiks
bann á fundi aganefndar HSÍ í
gær. Pétur leikur því ekki með
liði sínu þegar það mætir
Haukum 2. nóvember á Akur-
eyri.
Pétur meiddist í upphitun fyrir
leik Stjörnunnar og KA í bikar-
keppninni á dögunum og lék því
ekki með. Hann stóð við vara-
mannabekk KA þar sem hann
lenti í útistöðum við einn leik-
manna Stjörnunnar og hlaut
rautt spjald fyrir vikið. Bannið
tekur ekki gildi fyrr en á morgun
þannig að Pétur ætti að geta leik-
ið með gegn KR í kvöld.
íþróttir í kvöld:
Blak og handbolti
í kvöld fara fram 5 leikir í 8.
umferð VÍS-keppninnar í hand-
knattleik. KA-menn mæta
KR-ingum og fer leikurinn
fram í Laugardalshöllinni. Þá
mætast kvennalið Völsungs og
KA á íslandsmótinu í blaki í
kvöld.
Leikur Völsungs og KA á
íslandsmótinu í blaki fer fram á
Húsavík og hefst kl. 19. Völsung-
ar hafa hlotið tvö stig úr þremur
leikjum, unnu Þrótt N. á Húsa-
vík en töpuðu síðan fyrir Víkingi
og ÍS syðra. KA-liðið hefur
aðeins leikið einn leik og tapað
honum, fyrir Þrótti N. á Akur-
eyri.
Leikur KR og KA í VÍS-keppn-
inni hefst kl. 20 í kvöld. KR-ing-
ar eru í 4. sæti deildarinnar eftir 7
umferðir, hafa hlotið 9 stig. Liðið
gerði jafntefli við Fram í síðustu
umferð, 22:22.
KA-menn eru í 7.-8. sæti með
6 stig. Þeir áttu góðan sprett á
dögunum þegar þeir unnu Störn-
una tvívegis á fimm dögum í
Garðabæ en töpuðu síðan á
heimavelli fyrir Víkingi sl. föstu-
dagskvöld. Verður fróðlegt að
sjá hvað liðið gerir í Laugardals-
höllinni í kvöld.
í kvöld verða 4 aðrir leikir, ÍR-
Selfoss, Grótta-FH, Haukar-
Fram og ÍBV-Stjarnan. Umferð-
inni lýkur á morgun með leik
Víkings og Vals.
Uppskeruhátíð KRA:
Þórsarar hlutu
Sporthusbikarinn
- Kristján Örnólfsson markakóngur
Uppskeruhátíð Knattspyrnu-
ráðs Akureyrar var haldin í
Dynheimum sl. laugardag. Þar
var m.a. upplýst að Friðrik
Friðriksson hefði verið kjörinn
knattspyrnumaður Akureyrar,
Akureyrarmeisturum í knatt-
spyrnu voru veitt verðlaun,
auk þess sem veittar voru
viðurkenningar af öðru tagi.
Þórsarar fengu Sporthúsbik-
arinn svokallaöa en hann er veitt-
ur því félagi sem náð hefur betri
samanlögðum árangri úr KRA-
mótunum. Þórsarar hlutu samtals
54 stig en KA-menn 46 sem þýðir
að leiknir hafa verið 50 leikir í
KRA-mótunum í sumar. Þórsar-
ar urðu Akureyrarmeistarar í
meistaraflokki karla og kvenna,
2. flokki karla, 4. flokki karla og
6. flokki (a-, b- og c-lið). KA-
menn urðu Akureyrarmeistarar í
2. flokki kvenna, 3. flokki
kvenna (a- og b-lið), 3. flokki
karla (a- og b-lið) og 5. flokki
karla (a-, b- og c-lið). Þess má
geta að Mótherji, starfsmanna-
félag Akureyrarinnar, gaf alla
verðlaunápeninga fyrir KRA-
mótin í sumar eins og tvö undan-
farin ár. Var fulltrúa félagsins
afhent viðurkenning á hátíðinni í
þakklætisskyni.
Markakóngur KRA varð
Kristján Örnólfsson, 4. flokki
Þórs. Hann skoraði 7 mörk í 4
leikjum.
Rafni Hjaltaiín var afhentur
skjöldur frá KRA með þakklæti
fyrir störf í þágu knattspyrnunn-
ar. Rafn lét í sumar af for-
mennsku í Knattspyrnudómara-
félagi Akureyrar eftir langt og
gifturíkt starf.
Mynd: JHB