Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 24. október 1990
frétfir
ij-
Letilíf í látúnsbúð.
Mynd: KL
Blönduós:
40 tonn frá Vilkó í
maga landsmanna á ári
Að meðaltali er varningur
Yilkó á Blönduósi á borðum
1500 heimila á dag og auk þess
í ýmsum stofnunum eins og
skólum. Að sögn Gunnars
Valdimarssonar, blandara hjá
verksmiðjunni, er ársneysla
Islendinga um 40 tonn og þar
af er bláberjasúpan langvin-
sælust.
Hjá Vilkó vinna fjórir starfs-
menn og að sögn Gunnars fer
aðaltíminn í pökkun. Hann segir
að varan seljist jafnt og engar
sveiflubreytingar séu milli ára.
Vilkó flytur ekki framleiðslu
sína út, en stundum fá þeir sér-
pantanir utan úr heimi, yfirleitt
frá fólki sem hefur bragðað súpur
á ferðalögum hérlendis. Slíkar
pantanir sagði Gunnar að færu
Aðalfundur Æðarræktarfélags EyjaQarðar og Skjálfanda:
í athugun að byggja dúnhreinsistöð á Kópa-
skeri í samvinnu við Norður-Þingeyinga
verð á dún 40 þúsund krónur fyrir kílóið
Verð fyrir hreinsaðan æðardún
er nú um 40 þúsund krónur
fyrir hvert kíló og hefur farið
hækkandi að undanförnu.
Dúntekja hefur farið vaxandi á
síðustu árum og nam útfluttur
æðardúnn 3266 kg á árinu
1989. Æðarræktin er vaxandi
útflutningsatvinnuvegur, sem
nýtur engra styrkja eða ann-
arrar opinberrar fyrirgreiðslu.
Þetta kom fram á aðalfundi
Æðarræktarfélags Eyjafjarðar
og Skjálfanda sem haldinn var
á Akureyri fyrir skömmu.
Sigurlaug Bjarnadóttir, for-
Sögusagnir um of litla lofthæð
í Ólafs^arðargöngum:
Sögumar úr lausu
lofti gripnar
- segir staðarstjóri Vegagerðar ríkisins
„Nei, þessar sögur eru ekki
sannar. Göngin ná alls staðar
tilskilinni hæð og það munu
allir löglegir flutningabílar
komast þarna í gegn,“ segir
Oddur Sigurðsson, staðarstjóri
Vegagerðar ríkisins í Olafsfirði,
en talsverðar sögusagnir hafa
verið á kreiki undanfarið um
að göngin séu of lág á nokkr-
um stöðum.
Oddur segir að mesta leyfileg
hæð bifreiða hér á landi sé 4,20
metrar en göngin verði 4,40
metrar á hæð. Þar sem einhverja
sentimetra hafi vantað upp á
þessa hæð hafi starfsmenn brotið
niður jafnóðum og klætt var inn-
an í göngin en allar sögur um
sprengingar séu úr lausu lofti
gripnar.
Þessa dagana eru malbikunar-
framkvæmdir að hefjast í
göngunum en Króksverk á Sauð-
árkróki sér um það verk. Oddur
segir að malbikuð verði tvö lög
og taki þetta verk um þrjár vikur
við hagstæðustu skilyrði. Versni
veður geti það tafið fyrir malbik-
uninni. Að malbikuninni lokinni
verður unnið við ýmiss konar frá-
gagn í göngunum, uppsetningu
lýsingar og annað slíkt. Veður
hafi talsvert um það að segja
hvernig verkinu miði á loka-
sprettinum, í besta falli verði
göngin opnuð fyrri hluta desem-
bermánaðar en í versta falli strax
á nýju ári. JÓH
50 milljómr urðu 500
Prentvillupúkinn læddist inn á
forsíðu Dags í gær. Hann birtist í
Leiðrétting
Konan sem hafði samband við
Dag vegna lýsingar í Kjarnaskógi
heitir Róslín, ekki Róslind eins
og lesendabréfið var merkt sl.
þriðjudag. Er Róslín beðin vel-
virðingar á þessum mistökum.
einu núlli og breytti þannig fyrir-
sögn um hlutafjárútboð Utgerð-
arfélags Akureyringa úr 50 millj-
ónum í 500. Einhverjir hafa ef-
laust hugsað sér gott til glóðar-
innar með hlutabréfakaup úr
þessum 500 milljónum. En millj-
ónirnar eru aðeins 50 eins og
stendur í texta fréttarinnar. Les-
endur Dags eru beðnir velvirð-
ingar á þessari óvæntu ferð púk-
anns um leið og leiðréttingu er
komið á framfæri.
maður Æðarræktarfélags íslands,
og Árni Snæbjörnsson, æðar-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
íslands, mættu á fundinn. Árni
Snæbjörnsson sagði að um 2000
kg af æðardún hafi verið flutt út
árlega fram til 1980. Árið 1985
var útflutningur dúns orðinn um
2200 kg og á síðasta ári nam
útflutningur alls 3266 kíló-
grömmum. Helstu útflutnings-
lönd eru Þýskaland og Japan en
einnig fer nokkuð af æðardún til
Austurríkis og Sviss. Æðardúnn
hefur auk þess verið seldur til
Taiwan. Árni Snæbjörnsson
sagði að verð á æðardún væri
mjög gott, frá 39 þúsundum til
rúmlega 40 þúsund króna fyrir
kílóið.
Atli Vigfússon á Laxamýri,
formaður Æðarræktarfélags
Eyjafjarðar og Skjálfanda, sagði
að áhugi fyrir æðarvarpi og dún-
tekju hefði vaxið mikið að
undanförnu. Ástæður þess væru
eflaust margar, en hátt útflutn-
ingsverð og samdráttur í hefð-
bundnum landbúnaði ættu mik-
inn þátt í að bændur, sem
aðstæður hafa til, eru farnir að
huga betur að þessum mögu-
leika. Atli sagði að vargfugl væri
mesta vandamál æðarbænda og
vinna yrði ötullega að útrýmingu
hans. Sílamávur hefur numið
land á íslandi og sækir í auknum
mæli hingað. Hann er friðaður
við vesturströnd Evrópu og á það
sinn þátt í útbreiðslu hans. Átli
sagði að unnið væri að því að
halda honum í skefjum og nefndi
að nýlega hefðu verið skotnir 748
sílamávar við Eyjafjörð.
Annað æðarræktarfélag er
starfandi í Norður-Þingeyjarsýslu
og sagði Atli Vigfússon að í
athugun væri að þessi tvö félög
sameinuðust um að koma dún-
hreinsistöð á fót. Mikil vinna
væri við að hreinsa æðardún og
færi hún að mestu leyti fram í
Reykjavík. Ef af tilkomu dún-
hreinsistöðvar verður er fyrirhug-
að að hún verði staðsett á Kópa-
skeri. ÞI
samt sjaldan yfir þrjátíu pakka
og væru ekki algengar.
„Svona súpur eins og við fram-
leiðum eru ekki á markaði
erlendis, en samt getum við ekki
flutt þær út, það yrði of dýrt.
Annað mál væri að framleiða þær
einhvers staðar erlendis," sagði
Gunnar Valdimarsson. SBG
i
bridds
HIV smitaðir á íslandi:
Samtals 55
- af þeim hafa 14
greinst með alnæmi
Fram að 30. september 1990
höfðu samtals 55 einstakl-
ingar á íslandi greinst með
smit af völdum HIV veir-
unnar og er það óbreyttur
Qöldi miðað við 30. júní sl.
Af þeim hafa 14 greinst með
alnæmi, sem er lokastig
sjúkdómsins, og af þeim eru
8 Iátnir.
Þessar upplýsingar koma
frarn í tilkynningu frá land-
lækni. Þar kemur einnig fram
að samanlagt nýgengi sjúk-
dómsins í Ijósi þessara upplýs-
inga er 5,6 á hverja 100 þús-
und íbúa.
Það sem af er árinu 1990
hefur einn nýr einstaklingur
greinst með HIV smit, einn
greinst með alnæmi og þrír
einstaklingar með alnæmi hafa
látist.
Ef litið er á dreifingu HIV
smitaðra eftir áhættuhópum
og kyni kemur í ljós að af
þessurn 55 eru karlar 47 en
konur 8. í hópi smitaðra
karlmanna eru hommar 37,
fíkniefnaneytendur 7, 1 til-
heyrir báðum hópunum, 1 hef-
ur smitast eftir kynmök við
konu og 1 tilfelli er óþekkt.
Hjá konunum er dreifingin
þannig að 4 eru blóðþegar, 3
hafa smitast við kynmök og 1
er fíkniefnaneytandi.
Þeir sem hafa greinst með
HIV smit eru flestir á aldrin-
um 20-29 ára eða samtals 27
og 14 einstaklingar tilheyra
aldurshópnum 30-39 ára. SS
Bridgefélag Sigluijarðar:
Vetrarstarfið haflð af fulluin krafti
- spilað á mánudagskvöldum á Hótel Höfn
Vetrarstarf Bridgefélags Siglu- en úrslit urðu þessi: stig
fjarðar er hafið af fullum 1. Ásgríinur/Jón 188
krafti. Spilað er á Hótel Höfn 2. Þorsteinn/Sigfús 165
öll mánudagskvöld kl. 19.30.
Stjórn félagsins starfsárið
1990-1991 er skipuð eftirtöld-
um mönnum: Formaður Ás-
grímur Sigurbjörnsson,
varaformaður og fréttaritari
Sigfús Steingrímsson, gjaldkeri
Anton Sigurbjörnsson, ritari
Birgir Björnsson og áhalda-
vörður Haraldur Árnason.
Fyrsta keppni félagsins á þessu
hausti fór fram á Hótel Höfn um
miðjan september en þá var spil-
aður eins kvölds tvímenningur.
Alls tóku 13 pör þátt í keppninni
3. Stefanía/Viðar 160
4. Bogi/Anton 141
5. Valtýr/Baldvin 132
Næsta keppni félagsins var
einnig eins kvölds tvímenningur
og fór fram mánudaginn 24. sept.
Þá kepptu 16 pör en úrslit urðu
þessi:
1. Björn/Jóhann
2. Baldvin/Valtýr
3. Ásgrímur/Jón
4. Guðmundur/Níels
5. Heiðar/Stefán
Mánudagana 1. okt
okt. sl. var spilaður
kvölda tvímenningur með og án
stig
207
199
181
171
164
8.
tveggja
og
forgjafar
leiks.
og mættu 20 pör til
Úrslit með forgjöf: stig
1. Anna Lára/Þórný 611
2. Jóhann/Jón Hólm 551
3. Haraldur/Hinrik 546
4. Jakobína/Kristrún 522
5. Birkir/Ingvar 513
6. Guðrún/Kristín 502
7. Níels/Guðmundur, Björk 498
Úrslit án forgjafar: stig
1. Ásgrímur/Jón, Heiðar 636
2. Sigurður/Sigfús 576
3. Baldvin/Valtýr 571
4. Haraldur/Hinrik 546
5. Níels/Guðmundur, Björk 538
6. Stefán/Reynir, Haukur 524
7. Valþór/Stefanía, Björk 518