Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. október 1990 - DAGUR - 7 Fatahreinsun Húsavíkur flutt í miðbæinn - „Finnum jakvæða strauma til fyrir- tækisins,“ segir Kjartan Fatahreinsun Húsavíkur var opnuð á ný í nýju húsnæði að Túngötu 1 sl. föstudag. í haust hófu nýir eigendur rekstur fatahreinsunarinnar; hjónin Sigurður Þórarinsson og Hafdís Jósteinsdóttir, dóttir þeirra og tengdasonur, Þórey Sigurðardóttir og Kjartan Bjarnason. Það eru Hafdís og Kjartan sem mest vinna við hreinsunina en mæðginin hjálpa til við pappírsvinnu. Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á er öll almenn hreinsun og þvottar. Fyrirtækið var áður til húsa að Brúnagerði 5 og var fyrst í eigu hjónanna Guðmundar Valdi- marssonar og Kolbrúnar Pét- ursdóttur. Nýtt símanúmer er komið í fyrirtækið með nýjum eigendum og er síminn 42222. „Við finnum mjög jákvæða strauma til fyrirtækisins og það virðist ætla að verða feikileg aukning á umbeðinni þjónustu eftir flutninginn í miðbæinn. Blómin og skreytingarnar streymdu hingað á föstudaginn, rétt eins og í áttræðisafmæli. Ég held að við höfum fengið 15 blómvendi,“ sagði Kjartan, Sigurður Þórarinsson, Hafdís Jósteinsdóttir og Kjartan Bjarnason. aðspurður um hvernig fyrirtæk- inu væri tekið. Kjartan sagði að mest væri að gera við að hreinsa föt fyrir Húsvíkinga, þetta væri þó eina fatahreinsunin í Þingeyjarsýslu og líklega sú eina á milli Akur- eyrar og Egilsstaða. Til stendur að fyrirtækið fái umboðsaðila í norðursýslunni sem munu taka við fötum til hreinsunar og afgreiða síðan að henni lokinni. Kjartan sagði að reynt væri að verða við óskum viðskiptavina og hægt væri að fá föt afgreidd samdægurs, ef þannig stæði á. Fatahreinsunin er opin frá 9-18 og á næstunni verður tekinn upp sá háttur að hafa opið í hádeginu. Aðspurður sagði Kjartan að viss tilbreyting væri að starfa við hreinsunina og gaman væri að sjá árangur starfsins. Hann sæi ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á að reksturinn gengi vel. IM Húsavík: Þórhalla í Muru Eigendaskipti urðu á Blómabúðinni Muru á Húsavík um mánaðamótin. Þórhalla Sigurðardóttir keypti búðina af Ólöfu Árnadóttur og Jónasínu Arnbjörnsdóttur sem hafa átt hana og rekið um nokk- urra ára skeið. Mura verður áfram að Garðarsbraut 27 og rekstur hennar svipaður og verið hefur. í búðinni fást lifandi blóm og gjafavörur í úrvali, auk ýmissa smámuna til yndis- auka í tilveruna. Þórhalla sagðist ætla að halda áfram að veita þá þjónustu sem verið hefur til staðar í Muru hjá fyrri eigendum. Hún sagði aðspurð að rekstur blóma- verslunar legðist ágætlega í sig og þetta væri skemmtileg vinna. IM Þórhalla Sigurðardóttir, nýr eigandi blómabúðarinnar Muru. VÍSINDARAÐ Auglýsir styrki úr vísindasjóði fyrir árið 1991 til rannsókna í -náttúruvísindum -líf- og læknisfræði -hug- og félagsvísindum Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík og hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1990, og skal umsóknum skilað á skrifstofu ráðsins, sem veitir upplýsingar daglega kl. 10-12 og 14-16. LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY dagar til jóla Jólavörurnar komnar PfiRÍS Leikfangamarkaöurinn Hafnarstræti 96 ■ Sími 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBO Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda börnin fyrir haettum í umferðinni. Það gerum við best með því aö sýna gott for- dæmi. SVARSEÐILL Dags.: Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Kortnr.: Gildir út: Kennit.: Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Dags verði framvegis skuldfært mánaðarlega á greiðslukort mitt. Strandgötu 31 Sími 96-24222 ÁSKRIFANDI: HEIMILI: PÓSTNR.-STAÐUR: SÍMI: UNDiRSKRIFT.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.