Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 24.10.1990, Blaðsíða 3
frétfir Miðvikudagur 24. október 1990 - DAGUR - 3 l Katla hf. hefur unnið að endurbótum á þessu húsnæði. Arnþór Angan- týsson, skólastjóri, (á innfelldu myndinni), segir að með tilkomu þess færist allt bóknám undir eitt þak. Myndir: óþh Árskógarskóli fær til umráða nýppgert skólahús: „Kúvending í okkar starfsemi“ - segir Arnþór Angantýsson, skólastjóri „í okkar augum er hér um að ræða nýjan skóla,“ sagði Arn- |)ór Angantýsson, skólastjóri Arskógarskóla, en undanfarna mánuði hafa verið gerðar gagngerar cndurbætur á húsi því við Árskógarskóla sem áður hýsti leikskóla og var upp- haflega byggt sem kennaraíbúð og heimavist. Framkvæmdir, sem hafa verið í höndum fyrir- tækisins Kötlu hf. á Árskógs- strönd, eru á lokastigi og óhætt er að segja að vel hafí til tekist. Fyrir réttu ári var ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir. Skólahús Árskógarskóla er fyrir löngu allt of lítið fyrir starf- semi skólans og raunar hefur hluti af bóknámskennslu verið í umræddu nýuppgerðu húsi. Með tilkomu þessa „nýja“ húss færist öll bóknámskennsla undir eitt þak, sem er mjög mikilvægt fyrir skólann. Þá er í húsinu rúm fyrir kennara, og önnur nauðsynleg aðstaða. Brjóta þurfti niður veggi og setja aðra upp, m.ö.o. að gjör- bylta skipulagi hússins. Að sögn Arnþórs fengust fjórar skólastof- ur út úr breytingunum auk hóp- herbergja, sérkennsluaðstöðu og skólabókasafns. í gamla húsinu er hins vegar eftir sem áður leik- fimikennsla, handmenntakennsla og mötuneyti. Breytingarnar eru, að sögn Arnþórs, dýrar og kostar sveitar- félagið þær. Til að létta undir er vonast til að fáist framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. í vetur stunda 52 nemendur nám við Árskógarskóla, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Arn- þór segir þó að úr þessu rætist aftur og nemendum fjölgi. Fjórir kennarar, auk skóla- stjóra, starfa við skólann. Þá eru nokkrir stundakennarar. Tveir fastráðnir kennarar búa á Dalvík, en hinir þrír á Árskógs- strönd. „Árskógarskóli hefur starfað í rúm 50 ár. Ég held mér sé óhætt að segja að þessar breyt- ingar á húsnæðismálum skólans sé kúvending í okkar starfsemi,“ sagði Arnþór. óþh Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri IFE: Hef ekki trú á að svartnætti sé framundan í Eyjafírði „Ég hef ekki trú á að svart- nætti sé framundan hér í Eyja- firði. Við höfum að vísu misst stórkostlegt tækifæri til að efla svæðið, sem álverið var, en við megum ekki gleyma því að í Eyjafirði eru mörg stór og sterk fyrirtæki sem hægt er að byggja áfram á,“ sagði Sigurð- ur P. Sigmundsson, fram- Sláturhús S.A.H. á Blönduósi: SMáningin reyndist illa - sauðgárslátrun lokið Sauðfjárslátrun lauk hjá Slát- urhúsi S.A.H. á Blönduósi sl. föstudag, en í haust voru það um 30.500 dilkar sem lógað var í húsinu og um 1400 af full- orðnu. Meðalfallþungi dilka var 14,7 kg, en meira fór í fitu- flokkana þetta haustið en í fyrra. í upphafi slátrunar hjá slátur- húsinu í haust var svonefnd síðu- fláning reynd. Að viku liðinni var samt aftur horfið til fyrri fláning- araðferðar og að sögn Gísla Garðarssonar, sláturhússtjóra, var það vegna þess að fella þurfti mikið af kjöti út af fláningargöll- um. „Ég sé ekki að síðufláning spari nokkurn mannskap, þó að hún létti eitthvað á í fláningunni. Við skiptum því aftur yfir í okkar gömlu aðferð eftir þessa reynslu- viku,“ sagði Gísli. Slátursala var heldur meiri í ár en undanfarið að sögn Gísla og sérstaklega í sviðum. Þó nokkru af slátri er pakkað hjá sláturhús- inu og sent suður í 5-7 slátra pakkningum. Mikil sala var í slíku í haust og einnig seldist þannig mikið af ófrosnum innmat. Næstkomandi mánudag hefst folaldaslátrun á Blönduósi, en 800-1000 hrossum hefur verið slátrað á hverju hausti þar undanfarin ár. SBG kvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar á ráðstefnu um samstarf fyrirtækja á Norðurlandi á Akureyri á laugardag. Sigurður benti á nokkur atriði sem horft er til í atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu. Fyrst nefndi hann Háskólann á Akureyri þar sem hann taldi mikla möguleika, ekki síst á rannsóknasviðinu. „Þá má nefna uppbyggingu Kjarnalundar, sem Náttúru- lækningafélag Akureyrar hefur reist en það er hugsað sem útibú frá Heilsuhælinu í Hveragerði. Síðan má einnig benda á að tölu- verðir möguleikar felast í ferða- þjónustunni. Svo verður að halda áfram að þrýsta á flutning opin- berra stofnana til Akureyrar. Afkomumöguleikar byggingar- iðnaðarins koma til með að ráð- ast af því hvernig þróun íbúa- fjölda verður og af framkvæmd- um ríkis og sveitarfélaga. Fram- leiðsluiðnaðurinn verður að leggja meiri áherslu á markaðs- starf. Ég er tii dæmis viss um að með góðu samstarfi geta fyrirtæki í Eyjafirði náð í álitleg verkefni er skapast við Fljótsdalsvirkjun og byggingu álversins,“ sagði Sigurður. JOH Akureyri: Gaggiiin senn sextugur Gagnfræðaskóli Akureyrar verður 60 ára fimmtudaginn 1. nóvember næstkomandi. Að sögn Baldvins Bjarnasonar, skólastjóra, verður kennsla felld niður þennan dag og munu nemendur og kennarar einbeita sér að því að halda upp á afmælið. Afmælisdagurinn hefst með ávarpi skólastjóra en síðan fylgja tveir frjálsir tímar í kjöifarið þar sem umsjónarkennarar munu væntanlega rifja aðeins upp sögu skólans. Þá verður afmælisveisla með tertu og gosdrykk handa öllum og skólablaði verður dreift. Að veislunni lokinni munu allir drífa sig út og hlýða á Blásarasveit Tónlistarskólans og síðan verður farið í skrúðgöngu niður í bæ. Eftir hádegi verður endurbætt aðstaða í stjórnunarrými skólans vígð og starfsmenn súpa á kaffi með bæjarráðsmönnum. Um kvöldið verður dansleikur og með honum lýkur afmælisdag- skránni. SS Hvammstangi: Bjami Þór sestur í sveitarstjórastólinn Bjarni Þór Einarsson tók sl. mánudag við stöðu sveitar- stjóra á Hvammstanga af Þórði Skúlasyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga 1. nóvember nk. Dagur sló á þráðinn til hins nýja sveit- arstjóra í gær og innti hann eftir því hvernig honum litist á. „Mér líður alveg prýðilega. Þetta gerðist hraðar en ég ætlaði mér, en það skipti mig engu að byrja núna. Hér á Hvammstanga er smærra samfélag og jafnframt hef ég færra starfsfólk til að vinna verkin fyrir mig en ég hafði á Húsavík, svo maður þarf að gera meira sjálfur. Ég kvíði því ekki að vera iðjulaus. Ég er að fara að takast hér á við verkefni sem ég þekki nokkuð vel og hér sýnist mér samstarf milli manna vera mjög gott. Kraftarnir virðast fara í sameiginleg verkefni, en ekki í að togast á um hlutina innbyrðis og það líkar mér að sjálfsögðu mjög vel,“ sagði Bjarni Þór. Þegar Dagur spurði Bjarna Þór um hvernig honum litist á mál Átaksverkefnis V.-Húnavatns- sýslu kvaðst hann telja að ekki hefði orðið minni árangur við að styrkja atvinnulífið með nýjum stoðum á Hvammstanga og í V.- Húnavatnssýslu, en annars staðar og það mætti þakka Átaksverk- efninu að miklum hluta. SBG Verðlagsráð sjávarútvegsins: Fijáls verð- lagning á sfld og loðnu Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í vikunni að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu til bræðslu og sfld og síldarúrgangi til bræðslu. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði segir að verðlagning sé frjáls á loðnu til bræðslu á loðnu- vertíð haustið 1990 til vors 1991. Einnig á síld og síldarúrgangi til bræðslu á síldarvertíð haustið 1990. Þá hefur orðið samkomulag í Verðlagsráði að gefa frjálsa verð- lagningu á síld til frystingar og söltunar á síldarvertíð haustið 1990. Laugamót í innanhússknattspyrnu með böttum, karla og kvenna verður haldið helgina 16.-18. nóvember. Þátttökugjald kr. 7.000,- á 1 lið, kr. 12.000.- fyrir tvö lið. Skráning og upplýsingar í síma 96- 43120 og 96-43134, Hörður, fyrir 11. nóvember. ------------------------A Hin árlega árshátíð Hjónaklúbbs Árskógsstrandar, verður haldin föstudaginn 26. október kl. 21.30. Brottfluttir Ströndungar sérstaklega boðnir velkomnir. Nefndin. V______________________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.