Dagur - 27.10.1990, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990
Svartfuglspottur og kökur
- uppskriftir frá Þuríði Schiöth
Puríður Schiöth er húsfreyja
að Hólshúsum II í Hrafna-
gilshreppi og matráðskona í
Hrafnagilsskóla. Hún gerir
mikið afþví að búa til mat og
hefur gaman af og það var
ekki erfitt jyrir hana að hrista
nokkrar uppskriftir fram úr
erminni. Blaðamenn Dags
heimsóttu Puríði í vinnuna og
tóku hana tali.
- Ertu búin að vera lengi
matráðskona hér í skólanum?
„Já, þetta er tíundi veturinn
þannig að ekki er maður alveg
nýkomin hingað. Ég er hér
aðeins á veturna, en á sumrin er
ég bóndakona í sveit og elti
beljurassa. Par elda ég líka og
ég hlýt að hafa gaman af mat-
seld fyrst ég vinn við hana,“
sagði Þuríður.
Hún sagði að daglega væru
um 100 manns í mat í Hrafna-
gilsskóla og það væri dálítið
öðruvísi að elda ofan í þann
mannskap heldur en fjölskyld-
una heima. Auk starfsfólks og
nemenda í skólanum sjálfum er
barnaskólinn í mat í Hrafnagils-
skóla og vinnuflokkur.
- Hvað ætlar þú svo að bjóða
lesendum Dags upp á?
„Ég er með svartfuglspottrétt
sem ég smakkaði í Éæreyjum.
Þegar ég kom heim reyndi ég að
búa til eins rétt og það tókst
ágætlega, en ég hef aldrei séð
þennan rétt hér á landi. Svo er
ég með kanelkökur sem börnin
eru sólgin í og loks snúða-
köku.“
Svartfuglspottréttur
6 svartfuglsbringur
250 g gulrcetur
200 g sveskjur með steinum
200 g rjómaostur
Svartfuglsbringurnar eru
lagðar í mjólk í 4 tíma og síðan
þerraðar og brúnaðar í lítilli
feiti. Pví næst eru bringurnar
settar í rúmgóðan pott, vatnið
látið fljóta aðeins yfir og saltað
eftir smekk. Gulrætur eru brytj-
aðar í sneiðar og settar í pottinn
ásamt sveskjunum og þetta er
látið sjóða vel uns kjötið er
laust af beinunum. Pegar kjötið
er soðið eru bringurnar veiddar
upp úr soðinu og reynt að ná
kjötinu heillegu af beininu. Pá
er rjómaosturinn settur úr í soð-
ið og látinn samlagast og sósan
þykkt með hveiti eða sósujafn-
ara. Síðan er kjötið sett út í aft-
ur og rétturinn er til. Með þessu
er best að bera aðeins fram soð-
in hrísgrjón.
Bestu kökur barnanna
400 g smjörlíki
400 g púðursykur
1 egg
2 msk. sýróp
2 tsk. kanell
2 tsk. negull
2 tsk. vanilludropar
2 tsk. natron
600 g hveiti
Setjið smjörlíki, sykur,
sýróp, vanillu og egg í skál og
hrærið saman í hrærivél. Þurr-
efnunum er bætt úr í og deigið
hnoðað saman. Síðan eru búnar
til litlar kúlur sem eru pressaðar
niður með fínmunstruðu hlið-
inni á buffhamri. Athugið að
deigið er frekar lint. Bakað í
ofni.
Snúðakaka (2 st.)
500 g smjörlíki
150 g smjör
7 tsk. þurrger + 1 dl vatn
2 egg
7/2 bolli sykur
2 dl mjólk
Krem innan í:
2 pk. Royal karamellubúðingur,
kaldur
300 g púðursykur
mjólk? (þetta á að vera þykk
leðja)
rúsínur
Búið til venjulegt gerdeig og
látið það lyfta sér. Breiðið
helminginn af deiginu út í einu,
1 sm á þykkt og lengdin meiri
en breidd. Berið kremið á og
vel út á brúnir og dreifið rúsín-
um yfir eftir smekk. Setjið nú
deigið upp eins og kanelsnúða-
deig og skerið rúlluna niður í 2
sm þykkar sneiðar. Raðið þeim
síðan hlið við lilið í vel smurt
kringlótt kökuform. Látið lyfta
sér í formunum áður en bakað
er við 200 gráður. Ef afgangur
er af kreminu er gott að setja
það ofan á líka og þarf þá alls
ekki glassúr þar ofan á.
Við þökkum Þuríði fyrir
þessar uppskriftir. Hún skorar á
Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur í
næsta matarkrók, en Ragnheið-
ur er kennari í barneignarfríi og
búsett á Kristnesi. Hún hefur
m.a. kennt matreiðslu. SS
matarkrókur
vísnaþáttur
Stúlka mætti manni og sagði
hann furðufrétt sem mærin
vildi ekki trúa. Þá kvað hann:
Pó ég dauður dytti á storð
drós við fætur þínar,
sögðu aldrei sannara orð
syndugar varir mínar.
Hér kemur enn vísa fengin
frá sama öldungi og nokkrar
aðrar:
Ósamlyndið elur synd,
illsku kyndir brælu.
Flekkar yndisfagra mynd,
frá þér hrindir sælu.
Starri í Garði kvað þegar
efnafræðihjón við kísilgúr-
inn fluttu burt:
Sárt verður leikin sveitin mín
er siglir hún burtu héðan
köfnunarefnisfrúin fín,
fosfosýrubaugalín.
Einhvern tímann kvað Þura í
Garði:
Inn til dala og út við sjó
oft var slett úr pönnu.
Hér var það sem bóndinn bjó
barnið til með Önnu.
Pétur Pétursson prófastur
orti á heimleið:
Ber mig lengra bænum frá
beisladýrið móða.
Ég vil fara að hátta hjá
hjartanu mínu góða.
Bólu-Hjálmar orti við kirkju:
Ber mjög lítið brúðarskart
bærinn Krists á þessum stað.
Andlegt drynur inni naut.
Ætli Drottinn heyri það?
Þá koma tveir gamlir hús-
gangar.
Gott er að eiga gæðin flest,
góða jörð og sauðfé mest,
góða konu og góðan prest,
góða kú og vakran hest.
Gott erað vera í góðum rann,
gott er að hafa völdin,
gott er að eiga góðan mann,
gott er að sofa á kvöldin.
Þessar fallegu vísur kvað
Gunnlaugur Gíslason bóndi á
Sökku til konu sinnar:
Þó að sjötug sértu í dag
og sól til vesturs halli,
hlýjar enn þitt hjartalag
hærugráum kalli.
Pú hefur margra þerrað tár,
þér er tamt að hugga,
aldrei vakið öðrum sár,
engum þrýst í skugga.
Jónas Þorleifsson bóndi í
Koti í Svarfaðardal skaut
fram vísum við ýmis tækifæri.
Hárín kvað svo um ókyrra
stúlku:
Illa líður auðarbil,
iðar hún í skinni.
Ætli hún finni eitthvað til
í undirvitundinni,-
Þetta kvað Jónas um nauts-
tollinn:
Okkur hjá er allt svo pent,
á mér lyftast brýrnar.
Pað á að borga 3 prósent
af þjónustu við kýrnar.
Um Kvennalistann orti Jónas:
Kvennalistann kýs ég fús,
þær koma á mörgum
breytingum,
svo hafa þær alltaf opið hús
með uppákomu og veitingum.
Daníel Kristinsson frá Ker-
hóli kvað næstu vísurnar.
Hvassviðri:
Sunnanátt í Sölvadal
sinn fær mátt að reyna.
Leikur hátt í hamrasal
hörpuslátt við steina.
Óveður:
Veðra hlakka vættirnar
víga blakka teygja.
Skýja bakka brimgarðar
breiðan makka reigja.
Nótt:
Lífið rótt um land og vík
lausn frá ótta veitir.
Lúnum nóttin næðisrík
nýjum þrótti heitir.
Foringjar vissra samtaka
báðu menn að koma að Al-
þingishúsinu. Þar áttu þeir að
standa þegjandi nokkra
stund. Þá kvað Aðalsteinn
Ólafsson:
Ásmund og Kristján við
oft höfum séð
eitthvað um kjaramál segjandi.
Nú vinna þeir sig út úr
vandanum með
verklausri kyrrstöðu þegjandi.
í góðu húsi færði stúlka
Aðalsteini veitingar neðan úr
kjallara. Hann kvað:
Yls skal njóta alla tíð,
ekki þjóta héðan
fyrst mér hótin færir blíð
fögur snót að neðan.
Jón Þorvaldsson kvað er
maður féll frá:
Gröfin dáinn geymir Teit
glögg mér tjáir saga.
Heimurinn má nú hefja leit
hrygg sér fá að naga.
Sigurbjörn á Fótaskinni orti
undir sömu kringumstæðum:
Muna skulu mærðar þý
mannorði sem lágu í,
ef eitthvað hverfur enn á ný
ekki hefur Kristján stolið því.
Næstu vísu orti Sigurður
Árnason, Raufarhöfn:
Margur orðið betra ber
baugs hjá storð og runni,
en löngum þorði ég leika mér
lífs á sporðagrunni.
Markús Jónsson, Borgareyr-
um kvað þetta heilræði:
Þegar ellin styðst við staf.
Stynur þreytt á beði.
Veittu henni ylinn af
æskugleði þinni.
Þá kemur vísa eftir séra Einar
Friðgeirsson.
Braga oft ég bið um lið
brenndur harmi sárum,
bara til að banda við
bölsýni og tárum.
Steindór Sigurðsson kvað í
svipuðum dúr:
Pegar bítur brjóstið stál
beiskra hugrenninga
vaka eins og vor í sál
vísur íslendinga.
Enn eru góðir menn að senda
mér vísur. Þessar orti séra
Jón Þorláksson á Bægisá:
Astin bærist undur skær,
elskar hræringuna.
Upp þá tærist efei fær
eðlisnæringuna.
Engu kvíðir léttfætt lund,
Ijúft er stríði að gleyma.
Blesa ríð ég greitt um grund.
Guðný bíður heima.
Gæfutjón þá að fer ört,
ekki er gott að flýja.
Betur hefði guð minn gjört
að gelda mig en vígja.
Þá koma vísur sem ég veit
ekki hverjir hafa ort:
Aldrei þótti Einar minn
öls á teigi staður.
Sagður og í sölum kvinn,
sundurgerðarmaður.
Nú er bjart í beituskúr,
blikar skartið kvenna.
Flýja artir fjötrum úr,
finnst mér hjartað brenna.
Næstu vísur eru heimagerðar
og nýortar:
Áður lundin ferðafrá
flaut á margri heimsku.
Hvar hún fór og flæktist þá
fallið er í gleymsku.
Hégómans á grænni grein
gaman var að búa
þegar staka ein og ein
átti til að fljúga.
Mér datt fyrrum margt í hug,
mest var það í grini.
Nú er sem mér fatist flug,
færri stjörnur skíni.
Næsta vísa er ný og heima-
gerð. Kann að vera í ætt við
heimspeki?
Pú skilur það, er þú missir mátt
og mannlífsins forðast þrefið
að þú hefur vinur, aðeins átt
það eitt sem þú hefur gefið.