Dagur - 06.11.1990, Side 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. nóvember 1990 213. tölublað
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Hin lukkulega fjölskylda að Fellstúni 15 á Sauðárkróki. Frá vinstri: Þorsteinn, Jón G. Þorsteinsson, Örvar,
Katrín og María Ásgrímsdóttir, sem keypti lottómiðann góða sl. föstudag.
Sauðárkrókur:
Stærsti
tilfimm
lottóviimmgurimi
manna Qölskyldu
Hún datt svo sannarlega í
lukkupottinn á laugardaginn
fjölskyldan að Fellstúni 15 á
Sauðárkróki. Húsmóðirin María
Ásgrímsdóttir keypti nefnilega
á föstudaginn tíu sjálfvaldar
raðir í lottó og ein þeirra gaf af
sér fyrsta vinninginn, tæpar 14
milljónir króna. Stærsti vinning-
ur frá upphafi lottós á íslandi
sem ekki hefur skipst á milli
margra vinningshafa.
Hér sést hin nýorðna millj-
ónafjölskylda, þau María, Jón
og börnin þeirra þrjú. María
segir þau oftast spila með í
lottóinu þegar stórir pottar séu,
en annars yfirleitt ekki. Hún
segir að peningarnir komi sér
vel, þau séu að byggja og vafa-
laust verði byrjað á að greiða
skuldir áður en farið verður að
hugsa um annað, annars sagði
hún í gær að þau væru ekki búin
að gera sér almennilega grein
fyrir þessu ennþá. Dagur óskar
þeim í Fellstúni 15 til hamingju
með vinninginn. SBG
Bændur á Héraði að hefja bleikjueldi:
„Ég sé enga kjöl-
festu í flárbúskap*
- sagði Stefán Jóhannsson
að Þrándarstöðum en hann er með
tvö fiskeldisker í prhúsunum
„Búið er að skera svo til allt fé
á Héraði. Skriðdalshreppur er
einn eftir og því erum við að
þreifa fyrir okkur á öðrum
sviðuin. I dag er ég með tvö
fiskeldisker í fjárhúsunum og
er að hefja bleikjueldi og klak
á bleikjuhrognum. Ég skar
niður fjárstofninn fyrir þremur
árum og á rétt til að taka til
mín kindur á næsta ári, en það
verður ekki gert. Ég sé enga
kjölfestu í fjárbúskap eins og
málum er háttað í dag á ís-
landi. Trúlega hætta margir
búskap hér um slóöir,“ sagði
Stefán Jóhannsson á Þrándar-
stöðum í Eiðahreppi.
Að sögn Stefáns er hann að
hefja bleikjueldi og klak á bleikju-
hrognum. Búnaðarsamband Aust-
urlands stendur á bak við þessa
starfsemi að Þrándarstöðum sem
og í Seldal í Norðfirði og Orms-
stöðum í Eiðahreppi.
Tuttugu bleikjur voru veiddar í
Selfljóti, sem nú er verið að
kreista og hrognunum verður
klakið út í kerum í fjárhúsinu á
Þrándarstöðum. „Bleikja verður
veidd í vötnunum hér í kring og
hún fóðruð í sláturstærð.
Einnig tek ég þátt í tilrauna-
verkefni í stofnrannsóknum á 23
bleikjustofnum. 23 bleikjustofn-
ar, allir merktir, verða fóðraðir
hér á næstu tveimur árum í ker-
Aukaþing Alþýðusambands Norðurlands um helgina:
Aðildarfélög samþykki stofnun eins
lífeyrissjóðs l’yrir Norðurland
- óskað eftir svari fyrir 31. mars næstkomandi
um sem og hjá hinum bændunum
þremur. Skoða á hvernig þeir
skila sér við mismunandi aðstæð-
ur. Þetta tilraunaverkefni er í
gangi víðar á landinu. Á Orms-
stöðum eru kerin úti og vatn úr
Gilsánni notað. Hér hjá mér hef
ég stíflað bæjarlækinn og nota
vatniö þaðan og í Seldal er lind-
arvatn notað. Við munum fara
hægt af stað með sem minnstum til-
kostnaði og höfum fengið dálitla
styrki til verksins. Vonandi skila
þessar tilraunir jákvæðum niður-
stöðum þannig að bændur á Hér-
aði geti snúið sér að bleikjueldi á
þann veg sem þetta er sett upp.
Bjargræði veröur að finnast
þannig að menn flosni ekki upp,“
sagði Stefán á Þrándarstöðum.
ój
a bau
metraa
Frá því klukkan 12.00 á
föstudag og til klukkan 18.00
á laugardag voru tíundu
bckkingar GagnfræOaskól-
ans á Sauðárkróki aö
prjóna. Ástæöan var söfnun
í feröasjóð og voru áheit i
gangi samfara prjónaskapn-
uni.
Talað var um að setja heims-
met og það tókst hvort sem
það veröur staðfest eöur ci.
Krakkarnir náðu að prjóna á
þessum tfma um 80 metra
langan trefil að meðaltali 12
sentimetra brciðan. Þessi
heimahéraði. Bíði þessi tilraun
skipbrot nú, er ekki sjálfgefið að
annað tækifæri gefist síðar,“ segir
í lokaorðunum. JÓH
árangur var framar öllum von-
um því að þau stefndu í upp-
hafi að 50 metra rnúrnum.
SBG
Akureyri:
Lögreglan gómaði
tvo réttindalausa
Alþýðusamband Norðurlands
samþykkti á aukaþingi sínu á
Akureyri nú um helgina að
beina því til aðildarfélaga
AN að þau samþykki að
stofnaður verði einn lífeyris-
sjóður á Norðurlandi sem taki
til a.m.k. allra þeirra launa-
manna sem starfa á samnings-
sviði ASÍ. Svar félaganna
skal liggja fyrir eigi síðar en 31.
mars á næsta ári.
í samþykkt aukaþingsins segir
að leita skuli eftir góðu samstarfi
við stjórnir lífeyrissjóðanna á
Norðurlandi í því starfi sem
framundan er. Stefnt verði að því
að nýr lífeyrissjóður taki til starfa
ekki síðar en 1. janúar 1993.
í tengslum við aukaþing A.N.
á laugardag var haldin opin ráð-
stefna um lífeyrismál þar sem
lögð var fram skýrsla lífeyris-
nefndar sambandsins sem nú hef-
ur verið að störfum um eins árs
skeið. í skýrslunni er fjallað um
stöðu sjóðanna á Norðurlandi,
umræðu um sameiningu þeirra og
hugmyndir um skipulag samein-
ingar. Þá eru í skýrslunni lagðar
fram áætlanir um framkvæmd
slíkrar sameiningar.
í áliti nefndarinnar segir að
stefna beri að stofnun sameigin-
legs lífeyrissjóðs á Norðurlandi.
Stefna beri að sem víðtækastri
þátttöku í þessum sjóði. í fyrstu
verði leitast. við að sameina þá
sem nú greiða til þeirra sjóða sem
aðsetur hafa á Norðurlandi (aðra
en bæjarstarfsmenn). í framhaldi
verði öðrum er nú greiða til
almennra sjóða utan svæðisins
boðin þátttaka. Þá segir enn-
fremur í nefndarálitinu að stefna
beri að stofnun þessa sjóðs sem
fyrst en nauðsynlegt sé að ákveð-
in tímaáætlun verði samþykkt
strax í upphafi. Loks segir að
ekki beri að sameina núverandi
sjóði hinum nýja sjóði fyrr en
almenn stefna liggi fyrir um það í
landinu, hvernig með fortíðar-
vanda sjóðanna skuli farið. Fram
að þeim tíma starfi þeir áfram að
öðru leyti en því að þeir hætta að
taka við iðgjöldum frá sama tíma
og hinn nýi sjóður taki til starfa.
í lokaorðum skýrslunnar segir
lífeyrisnefnd A.N. að enginn
verði neyddur til þátttöku í þess-
ari sameiningu. Þeir sem standi
utan þessa starfs hafi til þess full-
an rétt. „Þó verður að minna á að
því meiri sem samstaðan verður
þeim mun sterkari verður útkom-
an. Jafnframt verður að hafa það
í huga, að sú tilraun, sem hér er
til umræðu, er prófsteinn á það
hvort óumflýjanleg uppstokkun á
lífeyrissjóðakerfinu er möguleg,
með frjálsum samningum í
Tveir réttindalausir ökumenn
voru stöðvaðir á Akureyri sl.
sunnudag. Þeir höfðu áður
verið sviptir ökuréttindum, en
létu sér ekki segjast og settust
undir stýri.
Nokkrir árekstrar urðu í bæn-
um um helgina. Sá stærsti varð á
Hörgárbraut um kaffileytið á
laugardag þegar þrjár bifreiðar
skullu saman. Töluvert eignatjón
varð í þessum árekstri, en engin
slys á fólki. Þá skullu tvær bif-
reiðar saman að morgni laugar-
dags á mótum Skarðshlíðar og
Höfðahlíðar.
Báða þessa árekstra má trúlega
rekja til hálku, en hún var veru-
leg á götum bæjarins um helgina.
óþh