Dagur - 06.11.1990, Síða 14

Dagur - 06.11.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 6. nóvember 1990 U.M.F. Skriðuhrepps Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn að Melum Hörgárdal miðvikudaginn 7. nóvember nk. og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Stjórnin. Þeir físka sem róa ef þeir eiga síid Til sölu nýfryst beitusíld Uppl. hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf. í síma 95-35207 (Magnus). «=15* Afskorin blóm Blómaskreytingar og gjafavaravið öll tækifæri. Akureyri og 24830 AKUR Kaupangi • Símar 24800 kvikmyndarýni j I' Umsjón: Jón Hjaltason Snotra konan Borgarbíó sýnir: Snotru konuna (Pretty Woman) Aðalhlutverk: Richard Gere og Julia Roberts. Touchstone Pictures 1990. Snotra konan er stæling á My Fair Lady, karlmaður í efri þrep- um þjóðfélagsstigans lýtur niður og grípur upp af götu sinni kven- persónu úr því lægsta. Ólíkur uppruninn leiðir af sér hnyltileg- ar kringumstæður þar sem konan reynir hvað hún getur að aðlaga sig nýju umhverfi og nýtur til þess dyggilegrar aðstoðar karlsins. I fyrra tilvikinu var uppalandinn Rex Harrison og prófessor Higgins, í þvf síðara Richard Gere. Snotra konan segir frá milljóna- mæringi (Gere), sem hefur auðgast á því að kaupa illa stæð fyrirtæki, hluta niður og selja. Hann er í raun vondi maðurinn og í nákvæmlega sama starfi og Michael Douglas í Wall Street. Þó er sá munur á að Gere er greinilega ekki allskostar ánægð- ur með lífið og tilveruna og ein- mitt vegna nagandi óánægjutil- finningarinnar leyfir hann sjálfum sér að leita hins nýja og óvænta í faðnti gleðikonu, Juliu Roberts. Óvænt kynnin leiða til þess að Gere ræður portkonuna í vinnu um vikutíma. Snotra konan segir frá viðburðum þessarar viku, hvernig auðkýfingurinn mokar peningum í konuna og breytir Ítenni að lokum úr óheflaðri sveitastúlku í fágaða yfirstéttar- dömu. Það er létt yfir myndinni, góður húmor - og rétt eins og fyrri daginn höfðar sagan um stóra lottóvinninginn til okkar óbreyttra. Það má þó auðveld- lega finna að myndinni, þar hangir ýmislegt á bláþræði og ég er alls ekki sannfærður um að Roberts ráði fyllilega við hlut- verkið - hana vantar hina nátt- Gere játar Roberts ást sína. úrulegu glaðværð og barnslega einfeldnina sem hún þó reynir að koma til skila. Takið til dæmis eftir fyrstu viðbrögðunt hennar í óperuhúsinu. Fyrir vikið kem ég aldrei auga á náttúrubarnið sem á að heilla alla heilsteypta karl- menn upp úr skónum. Hins vegar tekst Roberts ágætlega upp þegar glaðværðinni er vikið til hliðar. Konur eiga næsta leik - ályktun landsft .ndar Kvennalistans á Hrafnagili 3. og 4. nóvember 1990 Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis veröur haldinn mánudaginn 12. nóvember kl. 20.30 í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíöar, Austur- byggö 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Fræðsluerindi um heimahlynningu. Fyrirlesari er Lilja Þormar, hjúkrunarfræöingur. Allir velkomnir. Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Nauðungaruppboð á eftirtalinni eign fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Öldugötu 1, Litla Árskógssandi, þingl. eigandi Anton Harðarson, föstud. 9. nóv., ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. HJÓLBARDAR þurfa að vera með góðu mynstri allt árlð. Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst í hálku og bleytu. DRttGUM ÚR HRAÐA! UUMFERÐAR RÁÐ Það er kominn tími til áð skapa á íslandi þjóðfélag jafnréttis, öryggis og velsældar. Til þess höfum við allar forsendur. Konur eiga næsta leik og Kvennalistinn ætlar að taka til í stjórnkerfinu. Með þátttöku sinni í stjórn- málum er Kvennalistinn að leita eftir umboði frá kjósendum til að vinna að gagngerum breytingum, konum og þjóðfélaginu til hags- bóta. Af því leiðir að Kvennalist- inn sækist eftir þátttöku í ríkis- stjórn. Hins vegar viljum við vera ábyrgar gagnvart kjósendum okkar og sýna þeim þá virðingu að láta ekki af grundvallarstefnu- miðum okkar þó að í boði séu ráð- herrastólar. Kvennaiistinn vill sækja fram og leysa konur undan kúgun, launamisrétti, of miklu vinnu- álagi fyrir of lág iaun, og marg- faldri ábyrgð. Kvennalistinn vill tryggja atvinnuöryggi kvenna og fjölbreytt störf fyrir konur um land alít. Ennfrentur vill Kvenna- listinn lögbinda eða tryggja með öðrum hætti lágmarkslaun fyrir dagvinnu sem nægja til fram- færslu. Þau drög að framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar sem nú liggja fyrir sýna að hefð- bundnu stjórnmálaflokkarnir eru 1 ekki tilbúnir að veita konum brautargengi. Fjöldi kvenna hef- ur ekki gert upp við sig hvernig þær verja atkvæði sínu í komandi alþingiskosningum. Kvennalist- inn er kostur þeirra sem vilja sjá konur á Alþingi. Þjóðfélagið vanrækir börnin sín, og konum er ranglega kennt um. Stytting vinnuviku og það að hægt sé að lifa af dagvinnúlaun- um eru forsendur þess að foreldr- ar geti annast börn sín svo viðun- andi sé. Kvennalistinn vill lengja fæðingarorlof og breyta skipan þess þannig að vinnuveitendur beggja foreldra greiði jafnstóran hluta fæðingarorlofs miðað við laun hvors unt sig. Ennfrentur vill Kvennalistinn að allir eigi kost á dagvistun fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur og tryggum samastað fyrir skólabörn á með- an foreldrar þeirra sinna störfum sínum. Stöðnun ríkir í atvinnumálum íslendinga og hrun blasir víða við. Kvennalistinn vill reka þjóð- félagið af skynsemi og með hags- muni heildarinnar í huga, á sama hátt og fólk reynir að reka heimili sín. Það verður best gert með nýsköpun atvinnuveganna, sem tekur tillit til íslenskra hráefna og mannafla. Það er longu komið í ljós að aðfengnar lausnir henta sjaldan óbreyttar á íslandi. Mál sjávarútvegs, iðnaðar og land- búnaðar þarf að taka til rækilegr- ar endurskoðunar og hafa umhverfisvernd að leiðarljósi á öllum sviðum atvinnulífsins. íbúar í dreifðum byggðum landsins kalla eftir félagslegri þjónustu, menntun, heiisugæslu og menningarlífi sem er sambæri- legt við það sem býðst í þéttbýli. Kvennalistinn vill byggðastefnu sem eflir byggðakjarna, svo þeir geti staðið undir kröfum nútím- ans. Kvennalistinn vill leita allra leiða til að finna hæft fólk í þau störf í dreifbýli sem illa gengur að ráða í, svo sem við kennslu og heilsugæslu. Fiskintiðin eru ein helsta auð- lind íslendinga, og það kemur ekki til greina að veita öðrum aðgang að þeim. Miðstýrt og þungt fyrirkomulag Evrópu- bandalagsins er andsnúið smá- þjóðurn og kann auk þess að veikja stöðu kvenna verulega. Þess vegna hentar aðild að EB ekki. Kvennalistinn er að hefja kosningabaráttu. Við ætlum að sækja fram djarfar og gagnrýnar á okkar stöðu og annarra. íslenskt þjóðfélag kallar á breyt- ingar, og við munum svara því kalli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.