Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 22. nóvember 1990 fréttir r- Húsavík: Umsögn bæjarstjóraar um flugleyfið Áiyktunin sem sem Einar Njálsson bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarstjórnar Húsavík- ur í fyrradag varðandi beiðni samgönguráðherra á umsögn um veitingu viðbótarflugleyfis á leiðinni Húsavík-Reykjavík var samþykkt af öllum fjórum bæjarfulltrúum Framsóknar- flokks eftir miklar umræður. Aðrir bæjarfulitrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þar á meðal fulltrúar Sjálfstæðis- flokks sem mynda meirihluta með framsóknarmönnum. í ályktuninni segir: „Bæjar- stjórnin telur að mikilvægi flug- valla hvað varðar uppbyggingu Doktorspróf í dýrafræði Skúli Skúlason varði ritgerð til doktorsprófs við dýrafræðideild Háskólans í Guelph, Ontario, Kanada, 14. september síðastlið- inn. Ritgerðin ber heitið Variation in morphology, life history and behavior among sympatric morphs of arctic char: an experi- mental approach og fjallar um ástæður margbreytileika í lík- amslögun, vistfræði og atferli mismunandi bleikjuafbrigða í Þingvallavatni. Skúli Skúlason er fæddur á Akureyri árið 1958, sonur hjón- anna Þorbjargar Pálsdóttur og Skúla Magnússonar kennara. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1978 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1981. Frá þeim tíma tók hann þátt í marg- víslegum rannsóknum á lífríki Þingvallavatns sem unnar hafa verið undir stjórn Péturs M. Jónassonar prófessors í Kaup- mannahöfn. . Skúli stundaði M.A. nám við Háskólann í Guelph og fjallaði M.A. ritgerð hans frá 1986 einnig um bleikjurnar í Þingvallavatni. Greinar úr henni hafa birst í erlendum tímaritum. Tilraunir Skúla síðustu árin hafa verið í samvinnu við dr. Sigurð S. Snorrason við Líffræðisstofnun Háskóla íslands, dr. David Noakes og dr. Moira Ferguson við dýrafræðideild Háskólans í Guelph. Skúli vinnur nú að rann- sóknum og kennslu við fiskeld- isbraut Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, cn Hólaskóli, Veiði- málastofnun og Hólalax hafa þar nána samvinnu um rannsóknir og kennslu í fiskeldi, fiskirækt og vatnavistfræði. brauta og öryggistækja grund- vallist ekki hvað síst á ferðatíðni og stærð þeirra flugvéla er nota völlinn í almennu áætlunarflugi. Bæjarstjórn áréttar mikilvægi þess að ljúka uppbyggingu Húsa- víkurflugvallar með tilliti til möguleika sem m.a. liggja í útflutningi afurða frá fiskeldi og ferðaþjónustu. Bæjarstjórn telur að Flugleiðir hf. séu í dag eina innlenda flugfélagið sem ræður yfir því markaðskerfi að geta veitt erlendum ferðamönnum beint til Húsavíkurflugvallar og þar með Þingeyjarsýslu. í ljósi reynslu síðustu missera og með tilvísun til þess viðkvæma atvinnuástands sem ríkir í hérað- inu mælir bæjarstjórn Húsavíkur með þvf að Flugleiðir hf. fái tæki- færi til að sýna hvers félagið er megnugt í að efla samgöngur við héraðið, enda telur bæjarstjórnin sig ekki geta fullyrt að markaður- inn sé til skiptanna. Telji samgönguráðherra hins vegar skynsamlegt að veita öðru flugfélagi hlutdeild í markaðin- um á fíugleiðinni mælir bæjar- stjórn Húsavíkur með Flugfélagi Norðurlands.“ Tvær breytingartillögur komu fram við tillöguna og voru báðar felldar, en að lokinni atkvæða- greiðslu fóru sjálfstæðismenn fram á bókun. Rökin með því að mæla með Flugfélagi Norðurlands ef talið yrði skynsamlegt að veita öðru flugfélagi hlutdeild í markaðin- um sagði Bjarni Aðalgeirsson vera þau; að það væri til þæginda fyrir farþega að þessi tvö félög væru að koma upp sameiginlegri afgreiðslu í Reykjavík og einnig réði hér byggðasjónarmið þar sem um flugfélag í þessu kjör- dæmi væri að ræða. IM Undirbúningur næstu alþingiskosninga: Sameigiiilegt frainboð Þjóðarflokks og Heimastjómarsamtaka ekki útilokað Þrátt fyrir yfírlýsingar tals- manna Heimastjórnarsamtak- anna og Þjóðarflokksins um að bæði þessi pólitísku öfl stefni að sérframboði í öllum kjör- dæmum fyrir næstu alþingis- kosningar er alls ekki útilokað að þau muni sameinast um framboð. Verði það niðurstað- an verða þó hvorki Heima- stjórnarsamtökin né Þjóðar- flokkurinn lagður niður. Dag- ur hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið óformlegar viðræður Messur um jól og áramót Athygli sóknarpresta á Norð- urlandi er hér með vakin á því að venju samkvæmt mun Dag- ur birta upplýsingar um kirkju- starf á Norðurlandi um jól og áramót í seinna Jólablaði Dags, sem út kemur þann 19. desember nk. Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknarnefnda eru beðnir að koma upplýsingum um messuhald í sinni sókn á framfæri við Dag við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 13. desember nk. Síminn er 96-24222. Þjóðarflokksmanna og Stefáns Valgeirssonar um möguleikann á að ná málefnasamstöðu, með það fyrir augum að bjóða fram sam- eiginlega. Hugsanlegt framboð yrði bæði í nafni Þjóðarflokksins og Heimastjórnarsamtakanna. Rótin að þessum þreifingum má segja að sé sú skoðun nokk- urra félaga í Þjóðarflokknum og Heimastjórnarsamtökunum að hvorug fylkingin nái inn kjör- dæmakjörnum þingmanna, bjóði þær báðar fram. Litið er svo á að Þjóðarflokkurinn og Heima- stjórnarsamtökin rói á svipuð mið í kosningunum og því sé vænlegra til árangurs að fylgis- menn þeirra stilli saman sína strengi og bjóði fram einn sam- eiginlegan lista. Ljóst er að í bæði Þjóðar- flokknum og Heimastjórnarsam- tökunum eru líka menn sem eru mjög andvígir hugsanlegu sam- eiginlegu framboði og því er síð- ur en svo borðliggjandi að sú verði niðurstaðan. Heimastjórnarsamtökin hafa þegar haldið nokkra kynningar- fundi á sínum stefnumiðum, en ekkert liggur fyrir með framboð þeirra í einstökum kjördæmum. Til stóð að Þjóðarflokkurinn héldi landsfund sinn um næstu helgi í Ölfusborgum, en honum hefur verið frestað fram yfir ára- mót. Helsta ástæða þess mun vera sú að hvorki formaðuri flokksins né varaformaður hefðu getað setið fundinn um næstu helgi. óþh Birgir Karlsson framkvæmdastjóri þakkar Finni Sigurgeirssyni formanni Hængs fyrir þjálfunarbekkinn fyrir hönd Bjargs. Auk þess eru á myndinni Ingólfur Hermannsson fráfarandi formaður vcrkefnancfndar Hængs og sjúkraþjálfararnir Sigrún Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Aslaug Guðmundsdóttir og Ósk Jórunn Arnadóttir. Mynd: Golli Finnur Sigurgeirsson formaður Hængs, Halldóra Haraldsdóttir skólastjóri Hvammshlíðarskóla og Ingólfur Hermannsson fráfarandi formaður verk- efnanefndar Hængs, við baðbekkinn. Það er hins vegar Júlíus Smári Bald- ursson nemandi sem lætur fara vel um sig í bekknum. Mynd: Goin Lionsklúbburinn Hængur: Afhenti baðbekk og þjálfunarbekk Nýlega afhenti Lionsklúbbur- inn Hængur á Akureyri, þjálf- unarbekk (Bobath) til Bjargs á Akureyri og sérstakan bað- bekk til Hvammshlíðarskóla á Akureyri. Hvammshlíðarskóli er sérskóli fyrir þroskahefta. Baðbekkurinn er m.a. notaður í tengslum við nuddpott sem notaður er til þjálfunar fyrir mjög hreyfihaml- aða nemendur og þurfa mikla lík- amsþjálfun. Áður þurftu kennar- ar að klæða og afklæða nemend- ur á dýnum á gólfinu en með til- komu bekksins breytist vinnu- aðstaða þeirra til mikilla muna. Á bekknum sem er á hjólum, er afrennsli og því eru nemendurnir einnig baðaðir í bekknum. Þjálfunarbekkurinn hentar vel fyrir sjúkraþjálfara á Bjargi, til að þeir geti unnið í réttri vinnu- hæð. Hann nýtist sérstaklega vel við þjálfun fatlaðra einstaklinga og þar sem hægt er að hækka og lækka bekkinn, eiga t.d. þeir sem eru í hjólastól auðvelt með að komast af honum og á. Kaupfélag Langnesinga: Um 90% af innkaupum norðanlands „Við höfum reynt að miða við að sem mest af innkaupum okkar fari fram á Norðurlandi og nú kaupum við um 90% af allri matvöru norðanlands. Verðlag hefur verið sam- keppnisfært og mikill vinnu- sparnaður er samfara því að Hraðfrystihús Ólafsflarðar: Ólafur bekkur á eftir aðeins 9 daga á veiðum Skuttogarinn Ólafur bekkur ÓF í Ólafsfírði á nú aðeins eft- ir 9 daga að veiðum, en hann er á sóknarmarki. Það þýðir að togarinn verður að liggja við bryggju bróðurpartinn af des- embermánuði og því verður fyrirsjáanlega lítið sem ekkert hráefni til vinnslu í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar síðustu vikur ársins. Jóhann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, segir að fyrir liggi að vinnslu kunni að verða hætt í frystihúsinu um 10. desember nk. Ólafur bekkur landaði í Ólafs- firði í gær og kom með um 50 tonn að landi. Hann mun stoppa þrjá daga í landi og halda síðan aftur á miðin. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeim níu dögum sem eftir eru verði skipt á tvær veiði- ferðir eða hvort þeim verður lok- ið í einni. óþh beina innkaupum til færri aðila,“ sagði Kristján Karlsson, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Kristján sagði að þeir keyptu matvörur fyrst og fremst gegnum Samland á Akureyri en landbún- aðarafurðir eins og mjólk og kjöt frá Húsavík, Kópaskeri og Vopnafirði. Þannig væru um 90% af aðföngum í matvöru keypt af aðilum á Norðurlandi. Kristján sagði að þegar nauð- synlegri endurskipulagningu á rekstri Kaupfélags Langnesinga væri lokið yrði tekið til við að fara yfir og kanna hagkvæmni í sambandi við innkaup en bjóst þó ekki við að sú staða kæmi upp að hagstæðara yrði að beina inn- kaupum til Reykjavíkur. Kristj- án sagði að kaupfélagið ræki ekki fluvningastarfsemi á landi en nýtti sér þess í stað þjónustu Ríkis- skipa sem sigldu milli þeirra hafna sem mest væri skipt við. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.