Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 7 Vel má vera að menn komi sér saman um að biskupinn í Reykja- vík verði fremstur á meðal jafn- ingja, verði þrískipting biskups- valdsins að veruleika. Krafa safn- aða og klerka í Hólastifti hlýtur samt að vera sú að þeir hafi greiðan aðgang að fullkomlega myndugum biskupi, þó að það þýði að biskupinn í Reykjavík þurfi að afsala sér einhverju af völdum. Söfnuðir landsins og prestar þurfa að hafa greiðan aðgang ,að biskupi til að geta notfært sér það sem embættið getur veitt og ég hef lýst hér að ofan. Að sama skapi þarf hver biskup að vera í lifandi sanrbandi við söfnuði og presta. Það er þetta samband og þessi aðgangur sem gerir biskup- inn að biskupi. Og raunar er þetta ekki fyrst og síðast spurn- ing um völd, heldur eflingu kirkjulífs hér á landi fyrir tilstilli Itins forna biskupsembættis. Biskup í Hólastifti í lögum er nú ekki lengur talað um Hólastifti eða Skálholtsstifti, heldur Hólavígslubiskupsdæmi og jafnvel hefur sést orðskrípið „Hólavígslubiskupsumdæmi“. Auðvitað eigum við að tala um „Hólastifti". Ég sé fyrir mér biskup í þessu stifti, biskup, sem hefur tíma og tækifæri til að leyfa leikum og lærðum að njóta þess sem biskupsembætti getur gefið. Núverandi embætti vígslubiskups á Hólum er aðeins eitt skref í þá átt að endurlífga fullkomna biskupsþjónustu í stiftinu. Nú er rétti tíminn fyrir kirkjuvini á Norðurlandi að snúa bökum sam- an um það mikla framfaramál. Núverandi vígslubiskup á Hólum, sr. Sigurður Guðmunds- son, hefur lýst því yfir að hann muni láta af störfum á næsta ári. Því liggur nú fyrir að velja þurfi eftirmann hans innan nokkurra mánaða. Ekki skal ég fjölyrða um eftirmann sr. Sigurðar hér í þessari grein. Þar þarf að vanda valið - en fyrst og fremst þurfunt við Norðanmenn að gera okkur grein fyrir hvað við viljum í þess- um efnum og við eigum ekki að liggja neitt á áliti okkar. Raddir okkar þurfa að berast suður, þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Áður en spurningunni „Hver verður biskup í Hólastifti?" verð- ur svarað, þarf að fást svar við spurningunum „Verður biskup í Hólastifti?" og „Hvernig biskup á að vera í Hólastifti?“. Hér hef ég rakið mfnar mein- ingar og orðið er laust. Höfundur er sóknarprestur í Ólafsfirði. Skákfélag Akureyrar: Jón sigraði á 15 mínútna móti - minningarmót um Júlíus Bogason hefst í kvöld Skákfélag Akureyrar stóð fyrir 15 mínútna móti sl. sunnudag og urðu úrslit þau að Jón Björgvinsson sigraði með SVz vinning. Annar varð Bogi Pálsson, einnig með 5Vz vinn- ing en lægri á stigum. Smári Ólafsson lenti í 3. sæti með 5 Framtíðarsýn - ný bók eftir Þorkel Sigurlaugsson Út er komin bókin „Framtíðar- sýn“ eftir Þorkel Sigurlaugsson. Bókin fjallar um stefnumark- andi áætlanagerð við stjórn fyrir- tækja, og er í henni lýst skipu- legri vinnu við áætlanagerð, sem byggir á skilgreiningu á hlut- verki, stefnumörkun og mark- miðssetningu. Meðal atriða sent fjallað er um eru þessi: • Hvernig skal skipuleggja vinnu við stefnumarkandi áætl- anagerð? • Hvernig skal skilgreina hlut- verk fyrirtækis? • Hvernig skal vinna að upplýs- inga- og gagnasöfnun? • Hvernig er stefna fyrirtækis mótuð? • Hvernig skal setja sér langtíma- markmið og gera langtíma- áætlanir? • Hvernig eru fjárhagsáætlanir unnar og tenging þeirra við stefnumótun fyrirtækisins? Bókin sem er 150 blaðsíður að stærð, er gefin út af Framtíðarsýn hf., Skeifunni 19, 108 Reykjavík. Bókina má panta í síma 91- 678263, eða í telefaxi 91-678377. STEFHUMARKANDI ÁÆTtANAGf.ftr VID STJÓRN fYRIRTAKJA vinninga. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Nú er 6 umferðum lokið í Haustmóti barna og unglinga. í unglingaflokki eru Pétur Grétars- son, Þórleifur Karlsson og Örvar Arngrímsson efstir og jafnir með 5Vz vinning og Helgi Gunnarsson kemur næstur með 4'A v. í flokki 12 ára og yngri er Páll Þórsson efstur með 5'A vinning. í 2.-3. sæti eru Hafþór Einarsson og Magnús Dagur Ásbjörnsson með 5 vinninga og í 4. sæti er Halldór Ingi Kárason með 4'h v. Loks skulu skákmenn minntir á að XIV. minningarmótið um Júlíus Bogason hefst fimmtudag- inn 22. nóvember kl. 19.30. Mót- ið er öllum opið og því lýkur sunnudaginn 25. nóvember. SS ^ Kjörbúðir KEA: Úrslitin í Pepsígetrauninm Fyrir skömmu var dregið í Pepsígetraun, sem fram fór í kjörbúðum KEA á Akureyri. Nöfn vinningshafa birtast hér að neðan. Vinning- ar voru eftirfarandi: 1. vinningur Pepsí „jogging“ galli, fótbolti og 1 kassi af pepsi. 2. vinningur Pepsí „jogging“ galli og 1 kassi af Pepsí. 3. vinningur fótbolti og 1 kassi af Pepsí. 4. til 13. vinningur var fótbolti. Vinningsbafar geta komið og sótt vinninga sína í við- komandi KEA-búð. Vinningshafar: Kjörbúö KEA, Brekkugötu 1 1. Róbert Þorsteinsson, Norðurgötu 19 2. Ágústína Soebeck, Hjallalundi 20 3. Ingibjörg Ævarsd., Miklagarði, Saurb.hr 4. Sísi Stefánsdóttir, Smárahlíð 7c 5. Hrafnhildur Gunnarsd., Spítalavegi 19 6. Kristín Hildur Kristjánsd., Bakkahlíð lí 7. Vala Ólöf Jónásdóttir, Dalsgerði 6c S. Snjólaug María, Norðurgötu 48 9. Bergþór Ævarsson, Heiðarlundi 5g 10. Petra S. Heimisd., Hjallalundi 20-502 11. Örn Ólason, Múlasíðu la 12. ViðarFreyrGuðmundss., Brekkugötu41 13. Kristín Pálsdóttir, Grenivöllum 32 Kjörbúð KEA, Byggðavegi 98 1. Svanbjörg Svanlaugsd., Hamragerði 26 2. ívar Ari Ólafsson, Hrafnagilsst. 35 3. Pétur Bergmann Ámas., Tjarnarl. 15 h 4. Atli Sveinn Þórarinsson, Grenilundi 3 5. Guðrún M. Jónsdóttir, Stórholti 22 6. Arnar Már Vilhjálmsson, Furulundi 13c 7. Hulda Björk Grímsdóttir, Ásabyggð 8 8. Magnús Jóhannesson, Víðilundi 4a 9. Júlía Heiða, Hjalialundi lla 10. Þóra Víkingsdóttir, Munkaþ. 2 11. Anton Þór Hjartarson, heimav. MA 12. Björn Halldórsson, Vanabyggð 2g 13. Stefán Halldórsson, Hjarðarlundi 4 JóMöndur Býð upp á tilsögn í föndri laugard. 24.11. frá kl. 2-6. Er með allt efni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 23508 milli kl. 10 og 18, fimmtud. og föstud. Góð tilsögn! Verslun Kristbjargar Kaupangi, sími 23508. ^ Kjörmarkaður KEA, Hrísalundi 1. Karen Björk Gunnarsd., Hraungerði 5 2. Arnar' Hólm Sigmundss., Hjallalundi llc 3. Eyrún Kristinsdóttir, Helgamagrast. 53 4. Birgir Örn Guðjónsson, Grundargerði 4b 5. María H. Marinósdóttir, Hjallalundi lld 6. Edda Elvý Hauksd., Túngötu 26, Greniv. 7. Steingrímur B., Hjallalundi 8. Ingunn Lúðvíksdóttir, Kárhóli, Laugum 9. Björn Davíðsson, Heiðarlundi 4i 10. Birgir Öm Reynisson, Furulundi 2b 11. Elsa Karen Kristjánsdóttir, Dalsgerði 6b 12. Bjartur Móasíðu 9e 13. Kim Stefánsson, Einholti 4a Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 1. Hildur Ey Sveinsdóttir, Arnarsíðu 8e 2. Björgvin Narfí Ásgeirsson, Arnarsíðu 6d 3. Jóhann L. Baldursson, Stapasíðu 18 4. Tinna Hlín Ásgeirsdóttir, Árnarsíðu 6d 5. Halldór B. Halldórsson, Miðholti 8 6. Egill Örvar Hrólfsson, Stapasíðu 17d 7. Eiríkur Jónsson, Bakkahlíð 37 8. Heiða B. Heiðarsdóttir, Stórholti 12 9. Pétur Kristinsson, Lítluhlíð 6a 10. Fanney Sigurðardóttir, Vestursíðu 6f 11. Berglind Hauksdóttir, Vestursíðu 6f 12. Jóhanna Jakobsdóttir, Áshlíð 9 13. Dagný Skarphéðinsdóttir, Stapasíðu 22 Dýralæknisþjónusta Hef hafið störf sem sjálfstætt starfandi dýralæknir á Eyjafjarðarsvæðinu Tek að mér öll almenn dýralæknisverk. Viðtalstími og vitjanabeiðnir virka daga kl. 9.00- 10.00 að öðru leyti eftir aðstæðum hverju sinni, sími 96-26327. Óska eftir notudum farsíma. Sigurborg Daöadottir, dýraiæknir. Opið prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna prófkjörs sem fram fer 24. og 25. þessa mánaðar, um skipan framboðs- lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra við næstu alþingiskosningar er nú í fullum gangi. Kosið er á eftirtöldum stöðum, og hjá umboðsmönnum. Akureyri: Skrifstofu Alþýðuflokksins, Strandgötu 9, opið dag- lega frá kl. 18-19, sími 24399. Reykjavík: Skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, opið virka daga frá kl. 10-16, sími 29244. Umboösmenn kjörstjórnar: Húsavík: Guðmundur Hákonarson, Sólvöllum 7, sími 41136. Dalvík: Helga Árnadóttir, Svarfaðarbraut 22, sími 61883. Ólafsfjörður: Jónína Óskarsdóttir, Ægisgötu 10, sími 62392. Þórshöfn: Þórunn Þorsteinsdóttir, langanesvegi 39, sími 81212. Raufarhöfn: Jónas Friðrik Guðnason, Aðalbraut 53, sími 51161. Kópasker: Haukur Óskarsson, Akurgerði 3, sími 52147. Hrísey: Jóhann Sigurðsson, Hólabraut 21, sími 61757. Grímsey: Helgi Haraldsson, Nýja-Sjálandi, sími 73112. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir sem lögheimili eiga í kjördæminu, verða orðnir 18 ára þegar reglulegar alþingiskosningar eiga að fara fram, og eru ekki flokks- bundnir í öðrum flokkum (félögum). Stjórn kjördæmisráðs. Auglýsendur 'Svpnjuiuiif v 00'II ’Pt JufyJvSuisftSnD ujæjs JDIJD Djuod QV JjDtj QDjqjDSptj l 'DJDAJU&f DSop vfz QdlU DJUDÓ QD pD(j jfi So JoSuisfiSnn tjjsajs Jopy •SDpnjuiuitf v 00 Pl /y jtj jnjsajfopys j» d<J ‘QDjqjoSpq t vwdu ‘SapnfpSjn jutf uutSop OO'll 7V W J3 nSutsfjSnnpws dqs pppjq v (wa oi) vqipp vfz tud was DSuiskjSno jnjsdjfopn auglýsingadeild Sími 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.