Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 22. nóvember 1990
Svavar A. Jónsson:
Um Hólabiskup
Eitt sinn var ísland tvö biskups-
dæmi og drógu þau nöfn sín af
biskupssetrunum á Hólum og í
Skálholti. í seinni tíð hefur
ísland verið eitt biskupsdæmi, en
vígslubiskupar starfandi í stiftun-
um fornu, án þess að tilgreint
væri hvar þeir sætu. Fyrir nokkr-
um árum flutti vígslubiskupinn í
Hólastifti sig um set og settist að
á Hólum. Margir kirkjuvinir
fögnuðu þeim áfanga. Aðrir
bentu á að enn væri langt í land
með að Hólastifti fengi „alvöru-
biskup", eins og það hefur verið
orðað. Nú hefur það gerst að í
vor samþykkti Alþingi lög um
starfsmenn þjóðkirkjunnar og
þar er gert ráð fyrir vígslubiskup-
um með búsetu á biskupssetrun-
um fornu. Ennfremur kemur
fram í þessum lögum að verksvið
vígslubiskupanna muni breytast
og í kjölfar þess hefur farið fram
töluverð umræða um embætti
vígslubiskupa og hlutverk þeirra.
Finnst mér nokkurs misskilnings
gæta í þeirri umræðu og langar
mig því að leggja orð í belg um
máiið.
Kirkjuskilningur
Það kemur gjarnan fram þegar
fólk ræðir um kirkjuna að það
Þié gerið betri
mfarkaup
iKEANETTO
Fransman franskar 11/2 kg .... 260 kr.
Kjúklingavængir, stubbar.. 150 kr.
Reykt folaldakjöt .. 399 kr.
Kókómjólk 1/4 lítri...38 kr.
Blanda 0,2 lítrar.....35 kr.
Barnableiur pk...... 530 kr.
★
Bökunarvörur
gott verð
Athugið opið virka daga frá ki. 13.00-18.30.
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00.
Kynnist NETTÚ- veröi
0 KEA NETTÓ
hefur misjafnan kirkjuskilning.
Hugmyndir þess um starf kirkj-
unnar og hlutverk eru ólíkar.
Sumir vilja leggja áherslu á
hefðina. Kirkjan gegnir í þeirra
augum því meginhlutverki að
varðveita hefðir, „tradisjónir".
Hún er nokkurs konar andlegt
minjasafn heillar þjóðar og teng-
ist sögunni sterkum böndum. Það
er skylda hennar að minna
íslendinga á upprunann og þann
jarðveg sem menning þeirra er
upp úr sprottin.
Ekki skal lítið gert úr ofan-
greindu hlutverki þjóðkirkjunn-
ar. Engu að síður hefur annar
kirkjuskilningur verið meira
áberandi hjá forystusauðum
kirkjunnar í seinni tíð, nefnilega
hinn starfræni. Kemur það ekki
síst fram í því verkefni, sem
kirkjan hefur kosið að vinna að í
tilefni eitt þúsund ára afmælis
kristnitöku í landinu, safnaðar-
uppbyggingu. Þar skiptir ekki
mestu máli að reisa upp tiltekinn
fjölda minnisvarða, þó að slík
iðja sé allra góðra gjalda verð,
heldur er sjónum beint að grunn-
einingunni í starfi kirkjunnar,
söfnuðum landsins.
Þessi sjónarmið takast á þegar
rætt er um biskupsembættið hér á
landi. Hvers eðlis er slíkt embætti?
Er biskupinn fyrst og fremst
gæslumaður fornra dyggða og
'sameiningartákn eða á að skil-
greina þjónustu hans út frá þörf-
um safnaðanna í landinu?
Biskupsþjónustan
Samkvæmt vestrænni kirkjuhefð
er enginn eðlismunur á embætti
biskups og prests. Þar er litið svo
á að biskupinn sé prestur með
meiri stjórnunarskyldur en aðrir
prestar. Vald biskups, sem hon-
um er falið í vígslunni, er stjórn-
unarlegs eðlis fyrst og fremst, þó
að biskupsembættin hefðu vissu-
lega aðrar skyldur, til dæmis
hvað varðar sakramenti og vígsl-
ur á prestum.
í aldanna rás hefur embætti
biskups þróast þannig að hann
hefúr auk tilsjónarhlutverksins
fengið þær skyldur að vera prest-
ur prcstanna sem lætur sér annt
um hag þeirra og kjör. Biskupinn
er talsmaður kirkjunnar í sinu
biskupsdæmi. Hann er einingar-
tákn hennar og tengir bæði
söfnuðina í stiftinu innbyrðis og
setur stiftið í samhengi hinnar
alþjóðlegu kirkju. Biskup er and-
legur ieiðtogi kirkjunnar og gætir
að því að kirkjan standi á föstum
kenningarlegum grunni í boðun
sinni og starfi. Biskup hefur jafn-
framt veigamiklu hirðishlutverki
að gegna og honum ber að heim-
sækja stöfnuðina og styðja þá og
styrkja í tilbeiðslu þeirra.
Þjónusta biskupanna tekur
þannig mið af og markast af
þeirri þörf, sem fyrir er í söfnuð-
unum, sem er grunneining í starfi
kirkjunnár. Á það ber að leggja
áherslu. Það er hið starfræna,
Hólar í Hjaltadal.
sem situr í öndvegi. Biskupinn er
þjónn safnaðanna og embætti
hans verður því að skilgreina út
frá þeim þörfum, sem þar eru fyr-
ir hendi. Þessi rök fyrir biskups-
þjónustunni gilda mest og önnur
rök fyrir verksviði biskupa verða
að víkja fyrir þeim, t.d. söguleg
rök. í ljósi þess má t.d. setja stórt
spurningamerki við þá tilhögun
að festa búsetu vígslubiskups á
Hólum i Hjaltadal ekki síst fyrir
þá sök að honum er ætlað að vera
sóknarprestur þar auk þess að
vera biskup. Vissulega hníga
mörg mikilsverð söguleg rök að
þeirri niðurstöðu, en ef til vill er
þörfum safnaðanna betur borgið
með því að biskup í Hólastifti
sitji annars staðar en í Hjaltadal.
Það eru alla vega fordæmi fyrir
því í jafn gamalli og rótgróinni
stofnun, sem kirkjan er, að sögu-
rómantík og fortíðarfíkn hafi
byrgt mönnum sýn til veruleikans
og lífsins.
Einn biskup?
Þegar hinir fornu biskupsstólar
voru aflagðir á sínum tíma, var
það ekki gert af guðfræðilegum
ástæðum. íslendingar voru ein-
faldlega of valdalitlir og aumir til
að geta staðið gegn því. Margt
bendir til þess að íslendingar hafi
ekki enn sætt sig við þá ráðstöfun
að einungis einn biskup sé í land-
inu. Til dæmis var flutt tillaga á
Alþingi árið 1958 um fjölgun
biskupsembætta úr einu í þrjú.
Mörg slík hafa verið flutt síðan,
án þess að hafa náð fram að
ganga. Það sem sköpum skiptir í
þessum efnum er samt að rnínu
mati það að sé hinum starfrænu
rökum beitt, er ekkert sem mælir
gegn því að biskupunum sé fjölg-
að á ný, en margt sem mælir með
því.
í vor samþykkti Alþingi ný lög
um starfsmenn þjóðkirkju
íslands eins og áður er sagt. Þar
er gert ráð fyrir því að ísland
verði áfram eitt biskupsdæmi, en
vígslubiskupar, „kóadjútórar",
sitji á hinum fornu biskupsstól-
um. Þá er verksvið vígslubiskupa
rýmkað verulega.
Þó að hér sé vissulega um
áfangasigur að ræða, breytir
hann ekki þeirri staðreynd að
söfnuðurnir í Hólastifti þurfa enn
á fullkominni biskupsþjónustu að
halda. Þá þjónustu getur biskup-
inn í Reykjavík illa veitt. Hann
hefur til dæmis ekki vísiterað
Eyjafjörð í aldarfjórðung'og eitt
ár vantar í sama árafjölda síðan
biskup sótti Skagafirðinga heim.
Hann heimsóti Þingeyinga á síð-
asta ári og voru þá hartnær þrír
áratugir liðnir frá því biskup kom
þar síðast. Biskupinn í Reykja-
vík á erfitt með að veita öllum
söfnuðum og prestum landsins þá
þjónustu sem þeir þarfnast vegna
fjarlægðar frá þeim, - og ekki
síður vegna þess að hann hefur
öðrum hnöppum að hneppa.
Því er það að margir hafa hald-
ið því fram að þrískipting biskups-
dæmisins íslenska sé eitt mikil-
vægasta framfaramál í skipulagi
þjóðkirkjunnar. Nálægð við
þjónustu biskups skipti miklu
máli. Sumir hafa kveðið svo
sterkt að orði að segja að slík
skipting sé nauðsynleg.
Mörgum er það töluvert til-
finningamál að hafa einn biskup
og benda á að hann sé andlegur
leiðtogi heillar þjóðar, þar sem
langflestir fslendingar tilheyri
hinni evangelísk-lúthersku þjóð-
kirkju. Það sé jafn mikilvægt að
hafa einn biskup og einn forseta
til að varðveita eininguna.
Slíkt álit ber vott um misskiln-
ing á eðli biskupsembættisins og
raunar á lagalegri stöðu kirkj-
unnar einnig. Forseti íslands er í
raun æðsti yfirmaður kirkjunnar
sem þjóðkirkju og embætti bisk-
ups er umsvifaembætti, sem
embætti forseta er ekki. Hlutverk
forseta íslands er því annars eðlis
en biskupsins og embættunum
verður ekki saman jafnað.
Fimmtudag, föstudag, laugardag
Sjóðheitir úr Reykjavík BláÍT CIIQlðr
Glæný myndbönd á Bíóbamum
Laugardag tónlist frá 72-78
Frí heimsendingarþjónusta Sími 24199