Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 9 við ostagerð. Svipmyndir úr vinnslusölum. o V) V) L. n c c 3 D >- o Q 3 § 0 ræður við aðra, sérstaklega Mjólkursa.msöluna, um dreifingu á vörunni á Reykjavíkursvæðinu hefur sala hennar gengið nokkuð vel. í fyrra var smásamdráttur í sölunni, en okkur hefur tekist að sporna við því í ár, með auglýs- ingum og einnig með því að koma með tvær nýjar tegundir á markaðinn. Þetta hefur haft það í för með sér að salan í þessum vörum hefur aukist um 30% á þessu ári. Mér er sagt að það séu aðallega þykkmjólkin og ávaxta- súrmjólkin sem sýnt hafa aukn- ingu í sölu af súrmjólkurvörum. Ýmislegt höfum við reynt í ostum, en það hefur þróast þann- ig að við framleiðum nær ein- göngu hina hefðbundnu osta. Pó eru framleiddar hér tvær tegundir Maribó-osts sem ekki er fram- leiddur annars staðar á landinu. Próun í mjólkurframleiðslu í ár er upp á við og í októbermán- uði var 14% aukning. Fram- leiðsla á vörum í samlaginu endurspeglast síðan af þessari auknu framleiðslu hjá bændum.“ Verðjöfnunarsjóður í mjólkuriðnaði á íslandi hefur verið tekin upp einskonar verð- jöfnun. Mjólkursamlögin greiða í verðjöfnunarsjóð og fá síðan greitt úr honum til baka miðað við framleiðslu. Fyrir tímabilið okt.-feb. er greitt yfirverð fyrir mjólkina til bænda og hugsað sem hvatning til að jafna mjólk- urframleiðslu yfir árið. Flina mánuði ársins er síðan greitt lægra verð fyrir mjólkina og með þessu næst jafnvægi í framleiðslu. Snorri sagði ekki vera mörg ár síðan hæsti mánuður hjá samlag- inu í mjólkurframleiðslu hefði verið 1.2 milljónir lítra, en sá lægsti 450 þús lítrar. Nú væri þetta aftur á móti 900 þús. og 550 þús. lítrar. Mjólkursamlag KS hefur greitt um 30 milljónir í verðjöfnunar- sjóð það sem af er árinu. Að sögn Guðbrands Porkels Guðbrands- sonar, fulltrúa kaupfélagsstjóra, hefur landbúnaðarráðuneytið gert könnun á greiðslum út og inn úr sjóðnum til einstakra mjólkursamlaga síðustu árin. í þeirri könnun kom í ljós að ef Mjólkursamlag KS hefði þá pen- inga tiltæka núna gæt* þeif nærri því keypt sér togara. Tuttugu og þrjú ársverk hafa síðustu árin verið innandyra í samlaginu, en störf við það alls í kringum þrjátíu. Þær fram- kvæmdir sem eru í gangi þessa dagana í samlaginu á Sauðár- króki eru aðallega breytingar á ostalager. Verið er að taka í notkun lyftara og stóra kassa sem taka rúmlega eitt tonn af osti. Lyftarann á síðan að vera hægt að nota til að stafla upp kössun- um og einnig til að snúa þeim, eins og hingað til hefur þurft að gera með handafli. Af þessu hlýst töluverð vinnuhagræðing. Drekka ekki bara brennivín Á þessu ári hafa selst að meðal- tali 23 þúsund lítrar af ávaxtasúr- mjólk á mánuði á Reykjavíkur- svæðinu og um 6 þúsund norðan- lands. Einnig er aukning f ný- mjólkursölu. „Gaman er að geta þess að nýmjólkursala hefur alltaf farið minnkandi hér í Skagafirði, en léttmjólkur- og undanrennusala aukist. í ár er aftur á móti smá- aukning í nýmjólkinni og skýr- inguna tel ég vera landsmót hestamanna og sýnir að þeir drekka ekki bara brennivín,“ sagði Snorri. Smjörvi með hækkandi sól Á sínum tíma var mikið af ostum flutt út frá Mjólkursamlagi KS til Bandaríkjanna og Norðurland- anna. Landbúnaðarstefnan hefur haft það í för með sér að útflutn- ingur er orðinn mjög lítill og neysla innanlands hefur einnig aukist. Heimamarkaður samlags- ins á Sauðárkróki er um 15% af innkominni mjólk. Afgangurinn fer allur suður á Reykjavíkur- svæðið. - Hver er nánasta framtíð Mjólkursamlags KS? „Landbúnaðarstefnan er í eilífri endurskoðun og spurning hvernig þau mál fara. Nú er verið að tala um innflutning á landbún- aðarvörum og ég held að við eig- um bara að berjast á markaðin- um ef af því verður. Við hérna erum alltaf að leita að einhverju nýju til að fram- leiða, en stundum er sagt að ekki sé rétt að segja frá því fyrr en það er tilbúið. Það sem við stefnum að núna er að hefja framleiðslu á smjörva, en ýmis vandamál hafa komið upp og seinkað því að við hefjumst handa. Reiknað er með að fá tækniaðstoð frá Svíþjóð og ættum við að geta hafið smjörva- framleiðsluna með hækkandi sól,“ sagði Snorri Evertsson mjólkursamlagsstjóri á Sauðár- króki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.