Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 22. nóvember 1990 * ' i * Stöðvarhús Mjólkursamlags KS á Sauðárkrókí. Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki: „Alltaf leitað að einhverju nýju til að framleiða" - segir Snorri Evertsson, samlagsstjóri í sjónvarpi og blöðum má oft sjá súrmjólkurauglýsingar. Þar er ekki verið að auglýsa neina venjulega súrmjólk, heldur bragðbætta ávaxtasúrmjólk frá Mjólkursamlagi KS á Sauðár- króki. Eftir að fólk komst á bragðið með þessa framleiðslu- vöru þá hefur verið stöðug söluaukning og sala frá Sauðár- króki til Reykjavíkursvæðisins hefur aukist um 30% milli ára. Á heimasvæði hefur salan aukist um tæp 20%. Nýlega fékk Mjólkursamlag KS einnig viðurkenningar fyrir osta á norrænni sýningu og Degi þótti því tilvalið að líta inn í þetta samlag sem er í raun og veru ostagerðarsamlag að megin- hluta. Saga mjólkuriðnaðar í Skagafirði er löng og mjólkurvinnsla á sam- vinnugrundvelli á sér þar lengri sögu en annars staðar á Norður- landi. Árið 1901 var fyrsta rjóma- búið norðan heiða stofnað að Páfastöðum í Skagafirði og næstu tvo áratugina störfuðu þrjú rjómabú í Skagafirði, þó aldrei nema tvö samtímis. Rjómabú voru einskonar forverar mjólkur- búanna og tóku við rjóma aðild- arbændanna, aðallega sauða- rjóma, og unnu úr honum smjör. Smjörið var síðan flutt að mestu út til Englands og aflaði þjóðinni verulegs gjaldeyris um tíma. Með breyttum búskaparháttum vegna hækkandi kjötverðs á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina og minnkandi smjörsölu til Englands, fór að halla undan fæti hjá rjómabúunum. Búið að Gljúfurá í Viðvíkursveit í Skaga- firði, hafi þó dálitla sérstöðu. Par var unnið í einhverjum mæli úr mjólk aðildarbændanna, einkum smjör en einnig ostur. Segja má því að Gljúfurárbúið hafi verið vísir að mjólkurbúi. Hafist handa við að byggja Með vaxandi þéttbýli og breytt- um atvinnuháttum jókst þörf landsmanna fyrir mjólkurafurð- ir og mikið magn var flutt inn á hverju ári af þeim. Stefnt var að því að auka ræktun, svo að sjá mætti landsmönnum fyrir nauð- synjum í mjólk og mjólkurafurð- um. Fyrstu mjólkurbúin spruttu upp á Akureyri ’28, á Selfossi ’29 og í Hveragerði ’30. Byrjunarár- in voru erfið vegna heimskrepp- unnar miklu og trúlega helsta orsökin fyrir því að stofnun sam- lags á Sauðárkróki dróst á lang- inn eftir að Ólafur Sigurðsson á Hellulandi kom með tillögu á kaupfélagsfundi árið 1929 um að athuga möguleika á slíkri stofnun. Árið 1933 var Jónas Kristjáns- son, samlagsstjóri á Akureyri, fenginn til ráðgjafar. Lagði hann til að safnað yrði þátttökuloforð- um í fullkomið mjólkurbú. Aflað var loforða um 188 kýrnytjar, sem nægði aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga í apríl ’34, til að samþykkja stofnun mjólkur- vinnslustöðvar á Sauðárkróki. Byggingunni var valinn staður við hlið Gránufélagshússins þar sem skrifstofur KS voru til húsa. Haf- ist var handa við bygginguna 10. maí 1934. Fyrst var tekið á móti mjólk í Mjólkursamlagi Skagfirð- inga þann 16. júlí 1935 og þá var mjólkursamlagsstjóri Jens Kill- engreen, norskur maður. Hann var einungis samlagsstjóri í þrjá mánuði, en þá tók við Skafti Óskarsson frá Kjartansstaðakoti í Skagafirði, bændaskólagenginn og með töluverða reynslu frá samlögunum á Selfossi og á Akureyri. Hann gegndi starfinu til 1944. Fyrstu árin erfið Fyrstu ár samlagsins voru erfið, bændur voru óánægðir með flutn- ingafyrirkomulagið og aðstöðu til mjólkurflutninga. Oft urðu veru- legar skemmdir á brúsum og mjólk fór til spillis vegna illfærra vega og fyrir það fengust engar bætur. Samlagið annaði heldur ekki eftirspurn eftir mjólk á Sauðárkróki og lágt verð gerði það að verkum að reksturinn gekk illa. Endurnýjun og úrbætur í sam- laginu hófust árið 1945 og ári síð- ar var farið að huga að framtíðar- byggingu fyrir starfsemina, hvort byggja ætti við gamla samlagið eða reisa nýtt. Árið 1947 var nýbyggingu valinn staður á eyr- unum sunnan við bæinn, þar sem samlagið er núna. Ostageymslur voru byggðar og teknar í notkun ’48, en fjármagn vantaði í sam- lagsbygginguna sjálfa. Veruleg þörf hafði verið orðin á geymslu fyrir osta og m.a. höfðu skemmst ostabirgðir árin á undan vegna lélegs geymsluhúsnæðis. Nýtt samlagshús Þann 30. nóvember 1951 hóf nýtt samlag starfsemi sína og skemmtileg tilviljun var að sami maður, Ólafur Lárusson í Skarði, og hafði verið fyrsti innleggjand- inn í gamla samlagið var fyrstur aftur ’51. Aukning var í mjólk- urframleiðslu á svæði Mjólkur- samlags KS allt frá 1940, einkum þó frá ’60 til ’65. Tækniframfarir í mjólkurvinnslu urðu miklar og árið 1963 var samþykkt að stækka húsnæðið. Byggt var við norðurenda hússins og var þeirri framkvæmd lokið á árinu 1966. Sama ár var keypt pökkunarvél fyrir 1 lítra einnota plastpoka undir mjólk og einnig tekin í notkun áfyllingarvél fyrir 10 lítra poka. Jöfn vélaendurnýjun Endurnýjun á tækjakosti sam- lagsins á Sauðárkróki hefur alltaf verið góð og helst hefur það verið geymslurými osts sem hvílt hefur þungt á mönnum. Það breyttist þó að miklu leyti þegar Osta- og smjörsalan byggði nýtt húsnæði í Reykjavík á áttunda áratugnum sem nýtist að hluta sem sameigin- legt geymslurými fyrir mjólkur- samlögin í landinu. Tankvæðing í Skagafirði hófst 1976 og fyrsta mjólk tekin á tankbíl þann 29. apríl 1977. Nú er bílarnir fjórir talsins og þrír í stöðugri notkun. Tankar við sam- lagið eru tveir 60 þús. lítra. Vél- búnaður samlagsins jókst til muna vorið 1983. Þá var tekin í notkun vélvirk forpressa fyrir ost og einnig ný ostapressa til að full- móta skorpulausan ost. Árið ’84 voru síðan mjólkuráfyllingarvél- ar fyrir einnota pappaumbúðir teknar í notkun, ásamt nýjum flutnings- og dreifingarbúnaði. Mjólkursamlag KS í dag Þetta er saga Mjólkursamlags Skagfirðinga, sem almennt er kallað Mjólkursamlag KS, í stór- um dráttum. En hver er staða samlagsins í dag? Snorri Everts- son, samlagsstjóri, svarar þeirri spurningu. „Það sem hægt er að segja um framleiðsluna er, að eins og menn vita var settur á kvóti. Okkar hlutur í mjólkurfram- leiðslu yfir landið er samkvæmt því um 7.9 prósent. Við höfum haldið því nokkurn veginn. En bara 1985 var töluvert meiri mjólk framleidd hér en nú og segja má að framleiðslan minnki stöð- ugt. Samt förum við trúlega yfir 8 milljónir lítra í ár, en í fyrra vantaði um 50 þúsund lítra upp á það. Helstu nýjungar í fram- leiðsluvörum er e.t.v. ekki margar. Fyrir nokkrum árum hófum við framleiðslu á ávaxta- súrmjólk og eftir samningavið- Almennar kaupleiguíbúðir Upplýsingar fást á Húsnæðisskrifstofunni, Skipagötu 12, sími 96-25392. Snorri Unnið í I i I i I 4 i 5 I I Myndir og texti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.