Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 4
- aiJOAö - 0í*0 f iQdmsvon .íí? íuDBbutmmR
4 - DAGUR - Fimmtudagur 22. nóvember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRÍ:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Skipulagslaus útflutn-
ingur á ferskum fiski
Hinn næsta óhefti ferskfiskútflutningur íslend-
inga, aðallega til Bretlandseyja og Þýskalands, er
mörgum mikið áhyggjuefni. Á undanförnum tíu
mánuðum hafa um 20 af hundraði af botnfiskafla
okkar verið flutt út, fersk og óunnin, til þessara
landa og seld þar á fiskmörkuðum. Á sama tíma
hafa einungis 13 af hundraði botnfiskaflans verið
seld á fiskmörkuðum hér heima. í mörgum fisk-
vinnsluhúsum hafa verkefni þar af leiðandi á stund-
um verið af skornum skammti þar sem bókstaflega
engan fisk hefur verið að hafa á innlendu fisk-
mörkuðunum suma daga.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra,
gerði þennan gegndarlausa ferskfiskútflutning að
umtalsefni í yfirlitsræðu sinni á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins um síðustu helgi. Þar benti hann
m.a. á að svo mikill og skipulagslaus útflutningur á
ferskum fiski væri eitthvert allra stærsta vanda-
málið á sviði íslensks sjávarútvegs um þessar
mundir. „Það er ótrúlegt að við íslendingar skulum
falla í þá gryfju að afhenda okkar góða fisk til
vinnslu í fiskvinnslustöðvum Evrópubandalagsins,
sem eru gífurlega niðurgreiddar. Svo fáum við ekki
að flytja inn okkar fersku flök á samkeppnisgrund-
velli, því þau eru tolluð um 19 af hundraði. Þetta er
einhver sú ótrúlegasta svikamylla sem hægt er að
benda á, “ sagði forsætisráðherra.
Undir þessi orð skal tekið. Flestum er ljóst að
með því að flytja ferskan fisk úr landi í svo miklum
mæli sem raun ber vitni er í raun verið að grafa
undan afkomu íslensku fiskvinnslustöðvanna og
gera markaðssetningu á fiski unnum hér heima
erfiðari en ella. Hins vegar leysir það engan vanda
að banna með öllu útflutning á ferskum fiski, því
ástæðan fyrir miklum ferskfiskútflutningi er auð-
vitað sú að í mörgum og jafnvel flestum tilfellum
fæst hærra verð fyrir fiskinn á erlendum mörkuðum
en hér heima. Þó er ljóst að stöðva verður þennan
gegndarlausa útflutning á íslenskum ferskfiski
með einhverjum ráðum. Að öðrum kosti er stutt í
að fiskvinnslan flytjist með öllu úr landi, því fyrir-
sjáanlegt er að ásókn fiskvinnslustöðva í Evrópu-
bandalagslöndunum í íslenskan fisk til flaka-
vinnslu éða annarrar nýtingar, á enn eftir að auk-
ast.
Sjávarútvegurinn í heild verður að sameinast um
að finna lausn á þessu vandamáli, lausn sem þjón-
ar sem best eðlilegum þörfum allra greina atvinnu-
vegarins og þar með þjóðarbúsins. Langtíma-
markmið allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi hlýtur
samt sem áður að vera það að íslenskur fiskur
verði aðeins fluttur út sem hágæðavara til neyt-
enda. BB.
„Öflug þjóð í eigin landi“
- stjórnmálaályktun samþykkt á 21. flokksþingi
Framsóknarflokksins 16.-18. nóvember 1990
4.1. Sjávarútvegsmál
„Þingið fagnar þeim árangri sem
hefur náðst í fjárhagslegri endur-
skipulagningu sjávarútvegsins
með starfsemi Atvinnutrygginga-
sjóðs útflutningsgreina og Hluta-
fjársjóðs. Löggjöf um stjórn fisk-
veiða hefur tryggt betri nýtingu
fiskistofnanna og skapað grund-
völl fyrir meiri verðmætasköpun í
sjávarútvegi með minni kostnaði,
betri nýtingu og auknum gæðum.
Þessa stöðu þarf að nota til hins
ýtrasta til að styrkja og endur-
bæta atvinnulíf á landsbyggðinni,
með hagkvæmri nýtingu og auk-
inni verðmætasköpun. Stuðla
þarf að fullvinnslu aflans og
stefna að því að íslenskur fiskur
verði aðeins fluttur út sem
hágæðavara til neytenda.
4.2. Landbúnaðarmál
Búvöruframleiðslan er forsenda
byggðar í landinu og hornsteinn
þess öryggis sem innlend mat-
vælaframleiðsla er hverju sjálf-
stæðu þjóðfélagi. Með þrengri
markaðsstöðu kindakjöts blasir
mikill vandi við hinum dreifðu
byggðum. Loðdýrarækt, fiskeldi
og önnur atvinnustarfsemi sem
koma átti að hluta í stað sauð-
fjárræktar hefur enn ekki styrkt
byggð íþeim mæli sem vænst var.
Því er nauðsynlegt að tryggja
markaðsstöðu sauðfjárræktarinn-
ar með öllum tiltækum ráðum,
jafnframt því sem fjölbreytni í
atvinnulífi til sveita verði aukin
svo sem á sviði í landgræðslu,
skógræktar og ferðaþjónustu.
Með skipulagningu og hagræð-
ingu í landbúnaði og úrvinnslu-
greinum hans er brýnt að auka
framleiðni og lækka verð til neyt-
enda. Slík skipulagning krefst
framtíðarsýnar og verður því í
vetur að gera samkomulag milli
ríkisvalds og bænda um fram-
kvæmd landbúnaðarstefnu til árs-
ins 1996. Samkomulagið tryggi
hagsumi framleiðenda og neyt-
enda og stuðli að nýsköpun og
nýjum atvinnutækifærum í dreif-
býlinu.
ítrekuð er sú stefna að fram-
leiða hér hollar og góðar land-
búnaðarvörur sem þjóðin
þarfnast, og mögulegt er að flytja
út. Þess verði gætt að ganga ekki
á hagsmuni íslensks landbúnaðar
með aðild íslendinga að alþjóða-
samningum.
4.3. Orkufrekur iðnaður
Reiknað er með að hagvöxtur
verði innan 1,5 af hundraði á
næstu árum. Bygging álvers og
virkjana eykur jijóðarframleiðsl-
una. Þingið leggur áherslu á að
gæta verði þó þess að þensla
myndist ekki þegar umfang fram-
kvæmda verður sem mest árin
1992 og 1993. Varast verður að
bygging álvers valdi frekari
byggðaröskun.
Brýnt er að gætt verði að eftir-
töldum atriðum við samnings-
gerð vegna orkufreks iðnaðar:
1. Skattar verði í samræmi við þá
sem íslensk fyrirtæki greiða, þeg-
ar tekið hefur verið tillit til þeirra
frádráttarliða sem hinir erlendu
aðila munu ekki njóta.
2. íslenskir dómstólar fjalli um
ágreiningsmál sem upp kunna að
koma.
3. Tryggðar verði fullkomnar
varnir gegn mengun og umhverf-
isspjöllum.
4. Ef orkuverð verður tengt
álverði án lágmarks komi ákvæði
sem heimili endurskoðun ef
álverð og þar með orkuverð
Seinni hluti
fellur, enda leiði orkusalan til
stóriðju ekki til hækkunar á verði
raforku til almennings.
5. Byggðamál
Forsenda þess að þjóðin geti búið
í sátt og samlyndi í gjöfulu landi
er að jafnvægi haldist í afkomu
þegnanna án tillits til búsetu og
að þjóðin öll búi við sambærilega
þjónustu opinberra aðila. Krafa
þingsins er að hér verði áfram ein
þjóð í einu landi. Til þess að svo
megi verða þarf að gera stórátak
í því að efla möguleika lands-
hluta til að njóta uppsprettu þess
auðs sem þar er að finna, ein-
staklingum og fyrirtækjum til
hagsældar.
Orkuverð í landinu verði
jafnað. Á yfirstandandi Alþingi
verði gengið frá ákvörðunum um
að smásöluverð raforku til hús-
hitunar og almennra nota verði
hið sama um land allt.
Komið verði á fót stjórnsýslu-
stöðvum í öllum kjördæmum á
landsbyggðinni og fjölgun starfa í
opinberri stjórnsýslu verði að
mestu þar á næstu árum.
Rætur og menning þjóðarinnar
liggja ekki síst í hinum dreifðu
byggðum. Þó að átt hafi sér stað
tímabundin röskun mega íbúar
þéttbýlis ekki gleyma skyldum
sínum við þann hluta landsins
sem ól og brauðfæddi íslenska
þjóð í þúsund ár.
6. Utanríkismál
Flokksþingið leggur áherslu á að
allar ákvarðanir á sviði utanríkis-
mála verði teknar á grundvelli
íslenskra hagsmuna, og með
sjálfsákvörðunarrétt þjóða og
mannréttinda að leiðarljósi.
Þingið styður eindregið baráttu
ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar fyrir afvopnun á
höfunum og hvetur þjóðina til að
sameinast um að fækka kjarn-
orkuvopnum á alþjóðavettvangi
og draga úr hverskonar vígbún-
aði.
Hvatt er til þess að opinber
framlög íslendinga til þróunarað-
stoðar verði stóraukin frá því
sem nú er.
Samningar eiga sér nú stað við
Evrópubandalagið um þátttöku í
evrópsku efnahagssvæði. Þeir
samningar eru okkur mikilvægir.
Utanríkisviðskipti vega stöðugt
þyngra í tekjum þjóðarinnar.
Þau hafa jafnframt beinst í vax-
andi mæli til Evrópu.
Þingið leggur áherslu á að í öll-
um slíkum viðræðum og samn-
ingum verði gætt vel að undan-
þágum er snerta grundvallarhags-
muni íslensks fullveldis.
Tryggt verði að erlendir aðilar
nái ekki yfirráðum í sjávarútvegi
og fiskiðnaði þjóðarinnar, hvorki
beint né óbeint. Þá verði jafn-
framt tryggt að erlendir aðilar
eignist hvorki íslenskar orkulind-
ir og virkjunarréttindi né islenskt
landsvæði. Þingið hvetur til þess
að sett verði á yfirstandandi
Alþingi skýr heildarlöggjöf um
fjárfestingu erlendra aðila í
atvinnurekstri hér á landi.
Þingið leggur til ef samningar
takist ekki milli EFTA og EB að
íslendingar leiti sérstakra samn-
inga við Evrópubandalagið.
Þingið telur að hugmyndir um
inngöngu og aðild að Evrópu-
bandalaginu séu háskalegar og
lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála
og hafnar því aðild að Evrópu-
bandalaginu.
7. Kosningar
Innan fárra mánaða verða kosn-
ingar til Alþingis. Mikilsvert er
að Framsóknarflokkurinn hljóti í
þeim kosningum öflugan stuðn-
ing landsmanna, verði áfram for-
ustuafl íslenskra stjórnmála, sem
boðberi félagshyggju, jöfnuðar
og þjóðfrelsis. Reynslan sýnir að
undir forustu Framsóknarflokks-
ins hafa framfaraskeið þjóðarinn-
ar orðið mest.
Þingið hvetur alla Framsóknar-
menn til að standa fast saman um
stefnu og málefni flokksins og
vinna ötullega að baráttumálum
hans í þeirri kosningabaráttu sem
framundan er.“
Grundarþíng
Ákveðið hefur verið að sameina
nú um næstu áramót eyfirsku
hreppana þrjá innan (sunnan)
Akureyrar í eitt sameiginlegt
efnahagssvæði. Hreppamörk og
hreppanöfn hverfa úr sögunni, en
hvað á svæðið eða héraðið að
heita?
Fram hafa komið alllangir
nafnalistar með uppástungum.
Fréttst hefur að ráðamenn hrepp-
anna hallist helst að nafninu
„Eyjafjarðarsveit“. Vonandi er
að þeir fari að öllu með gát og
hugi að meinbugum. Er öruggt
að Öxnadalur, Hörgárdalur eða
Svarfaðardalur séu ekki Eyja-
fjarðar sveitir? Ekki skal ég
dæma. Annað atriði er athuga-
vert og orkar vart tvímælis. Nafn-
ið „Eyjafjarðarsveit" er óþjált í
talmáli. Eigi er með öllu ólíklegt
að orðið hafi tilhneigingu að
styttast í framburði t.d. í Eyja-
sveit líkt og Húnavatnsþing í
Húnaþing.
Landsvæði hreppanna þriggja
hefur gengið undir tveimur
nöfnum. Ákureyringar segja
gjarnan „Eyjafjörður-framm!
Hreppsbúar segja ætíð „Grund-
arþing“ (eða -þingum) í stað þess
að þylja upp nöfn hreppanna,
eða svo var það á þeim 16 árum
er ég, sem unglingur átti heima á
Torfum í Hrafnagilshreppi, ein-
mitt þar sem mættust allir hrepp-
arnir þrír. Á þeim árum þjónuðu
í öllum sóknum hreppanna tveir
prestar. Fyrst Gunnar Benedikts-
son, síðar Benjamín Kristjáns-
son. Sagt var að þeir þjónuðu
Grundarþingum (eða í Grundar-
þingi).
Kallar ekki sameining hrepp-
anna, gömul og ný reisn og gróin
saga á nafnið „Grundarþing"?
Nafnið er þjált og Grund liggur
skemmtilega miðsvæðis á hérað-
inu. Nær allir sem komnir eru vel
til vits og ára kannast við Grund í
Eyjafirði, í það minnsta kirkj-
una.
Sigurjón Rist.