Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 15
íþróffir Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 15 f Vantaði meiri samstöðu og kraft í þetta - segir Ivan Varlamov, hinn sovéski þjálfari knattspyrnuliðs Völsungs Kvöld eitt fyrir skömmu lagði útsendari Dags leið sína til Ivans Varlamov, hins sovéska þjálfara Völsungs í knatt- spyrnu, og ræddi við hann um uppruna hans og feril í knatt- spyrnunni í hans heimalandi. Að sjálfsögðu var einnig rætt við hann um dvöl hans og störf á Húsavík þau tæpu tvö ár sem hann hefur verið þar. Hann var fyrst spurður hvar hann væri fæddur og uppalinn og kvaðst hann vera fæddur 23. október 1937 í borginni Krasnod- ar sem er u.þ.b. 2000 kílómetra suður af Moskvu. „Ég ólst upp við erfiðar aðstæður og lífið var svo sannarlega enginn dans á rósum. Faðir minn féll í seinni heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið árið 1942. Ég vandist ýmislegri erfiðisvinnu sem unglingur, s.s. verksmiðjuvinnu og landbúnað- arstörfum.“ Ágætur árangur í heimalandinu Ivan segist fljótlega hafa fengið áhuga á knattspyrnu eins og margir jafnaldrar hans. „Hún varð mitt áhugamál og ég náði býsna fljótt þokkalegum árangri í henni. Ég byrjaði að sjálfsögðu að spila með liðum í lægri deild- unum og í framhaldi af því var ég svo heppinn að vera seldur til Spartak Moskva liðsins sem þá var stórveldi í sovésku knatt- spyrnunni. Er ég hætti að spila með liðinu gerðist ég þjálfari hjá sama liði. Arangur minn í þeim efnum tel ég vera ágætan. Ég lagði mig fram og gerði eins og Ivan Varlamov: „Eg veit ekki hvort við munum dvelja hér út samningstíma- bilið.“ Innanhússknattspyrna: Coca-Cola mótið um helgina Um helgina verður haldið Coea-Cola mót í innanhúss- knattspyrnu í íþróttahöllinni á Akureyri. Mótið hefst annað kvöld kl. 20.15 og lýkur um kl. 19 á laugardagskvöldið. Leikið verður í þremur riðlum en leikjaröð er þessi: Föstudagur: 20:15 GNÚ-SM 20:35 Magni-KA b 20:55 Æsir-GNÚ 21:15 SM-Magni 21:35 KA b-Æsir 21:55 GNÚ-Magni 22:15 SM-KA b 22:35 Magni-Æsir 22:55 KA b-GNÚ 23:15 Æsir-SM Laugardagur: 12:15 KA a-UMSE b 12:35 Þór b-HA 12:55 Pór a-Hvöt 13:15 Dalvík-Leiftur 13:35 KA a-Þór b 13:55 UMSE b-HA 14:15 Þór a-Dalvík 14:35 Hvöt-Leiftur 14:55 KA a-HA 15:15 UMSE b-Þór b 15:35 Þór a-Leiftur 15:55 Dalvík-Hvöt 16:15 Undanúrslit 1 16:35 Undanúrslit 2 16:55 Undanúrslit 3 17:15 Undanúrslit 4 17:35 Undanúrslit 5 17:55 Undanúrslit 6 18:15 Úrslit 3.-4. sæti 18:35 Úrslit 1.-2. sæti fyrir mig var lagt og gaf mig allan í starfið. Sem dæmi um árangur liðsins get ég nefnt að á árunum 1976-1985 varð liðið tvisvar í 1. sæti. fjórum sinnum í 2. sæti og einu sinni í 3. sæti í sovésku 1. deildinni, og þ.a.l. oft þátttak- andi í Evrópukeppni. Vegna þessa árangurs fékk ég viður- kenningu og stöðu hjá sovéska landsliðinu. Jafnframt því að vera við stjórn landsliðsins var ég fimm og hálft ár í íþróttaháskóla ríkisins og þar á eftir í tvö ár í sovésku sportakademíunni." Blóðtaka strax í byrjun Það var í gegnum Júrí Sedov, sem þá var þjálfari hjá Víkingi í Reykjavík, sem Ivan komst í samband við Húsavík og forystu- menn Völsungs. í framhaldi af því skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið. „Er við hjónin komum til Húsavíkur var okkur vel tekið og ég hlakkaði til að takast á við það verkefni mitt að þjálfa Völs- ungsliðið í knattspyrnu. Því mið- ur misstum við 12 leikmenn fyrir keppnistímabilið og var það gíf- urleg blóðtaka fyrir liðið. Það var því sýnt að öðruvísi yrði að standa að hlutum en áður. Inn í leikmannahópinn komu því nýir leikmenn úr okkar byggðarlagi. Margt varð þess valdandi að Völsungur hélt ekki sæti sínu í 2. deild og varla ástæða til að tíunda þær hér. Reynt var að skoða mál- in frá fleiri hliðum og átta sig á stöðunni. Einn af erfiðari þáttum þessa máls var fjárhagsvandi sem erfitt var að ráða við svo vel væri og ætla ég ekki að ræða það frekar." Æft á túni sunnan við bæinn Þegar það var orðið staðreynd að liðið var komið í 3. deild misstum við enn á ný leikntenn. Að þessu sinni urðu þeir 10 sem fóru svo að á skömmum tíma hurfu á brott 22 leikmenn, þ.e.a.s. 2 heil knatt- spyrnulið. Hvaða félag þolir slíka blóðtöku? Nú urðu hinir korn- ungu leikmenn úr 2. og 3. flokki að mæta til leiks af fulluni krafti. Og margt gekk vel í þeim efnum og ber að þakka það. En enn voru fjárntálin þungur baggi sem örðugt var að yfirstíga. Varðandi knattspyrnuna sjálfa, og leiki síð- astliðsins sumars, vil ég segja að oft lék liðið okkar vel og sýndi hvað í því bjó. En stundum var þessu öfugt farið. Reynt var að ræða um hlutina, sameina kraft- ana og gera það besta úr öllu við að mörgu leyti erfiðar aðstæður. Sem dæmi um erfiðleikana nefni ég að lengi máttum við búa við það að æfa á túni hér sunnan við bæinn. Það fannst mér og leik- mönnunum ekki gott. Að mínum dómi vantaði meiri samstöðu og kraft í þetta allt saman. Vonandi Iagast þetta allt hjá félaginu í framtíðinni." Framtíðin óljós Það var nú farið að síga á seinni hluta þessa spjalls við hinn geð- þekka sovéska þjálfara. í lokin var hann spurður um framtíð þeirra hjóna á Húsavík og mögu- leikana á því að hann starfaði áfram við þjálfun á íslandi. „Ég veit ekki hvort við munum dvelja hér út samningstímabilið, þ.e. fram í febrúar 1991. Ég þekki ekki til skoðana nýrra stjórnenda hjá Völsungi og get því ekki tjáð mig frekar um það. Varðandi seinni hluta spurn- ingarinnar þá ræðst það að sjálf- sögðu af mörgu og það er nánast útilokað að svara því á þessari stundu. Ef svo færi að mér byðist áhugavert starf við þjálfun ntyndi ég áreiðanlega skoða það mjög vandlega. Ég hef kynnst nokkr- urn ágætum mönnum í þjálfara- stéttinni hér á landi og sumir þeirra hafa velt ýmsu upp í þess- um efnum. En það er ekki tíma- bært að ræða það hér og nú. Það mun koma í ljós hvort dvöl mín á Islandi framlengist eða ekki.“ HJ Handknattleikur, 2. deild: Nágraimaslagur Þórs og Völsungs í kvöld - áhorfandi leiksins fær mat fyrir tvo I kvöld verður nágrannaslagur í 2. deild handboltans þegar Þór fær Völsunga í heimsókn til Akureyrar. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni og hefst kl. 20.30. eitt sterkasta lið deildarinnar og við þurfum góðan dag til að vinna þá. En við gerum okkar liesta og spyrjum að leikslokum,“ sagði Arnar. Þess má geta að Þórsarar hafa tekið upp þann hátt að draga út áhorfanda leiksins á hverjum heimaleik. Hann fær að launum mat fyrir tvo á Greifanum. Þórsarar standa vel að vígi í deildinni, hafa aðeins tapað einu stigi til þessa og virðast vera með eitt af sterkustu liðunum. Völs- ungar, sem komu upp úr 3. deild á síðasta tímabili, hafa náð ágæt- um árangri, hafa hlotið 9 stig úr 9 leikjum og eru í 5. sæti um þessar mundir. „Mér líst vel á þennan leik. Okkur vantar að vísu Kristin Hreinsson sem er meiddur og Hermann Karlsson sem er í próf- um en við eigum ágæta menn í þessar stöður og ætlum okkur auðvitað sigur," sagði Ingólfur Samúelsson, leikmaður Þórs. Hann sagði að Völsungsliðið væri ungt og eínilegt og Þórsarar hefðu t.d. lent í miklum vand- ræðum með þá á Húsavík í upp- hafi mótsins. „Við verðum að passa okkur að vera alltaf vel vakandi í vörninni á móti þeim því þeir spila langar og márkviss- ar sóknir og glopra boltanum sjaldan í einhverja vitleysu. Okk- ar styrkur liggur í vörninni og hraðaupphlaupum á góðum degi. Við eigum að vera sterkari og það kemur ekkert annað en sigur til greina í kvöld,“ sagði Ingólfur Samúelsson. „Þetta verður erfitt. Við töpuðum illa fyrir þeim í bikarn- um og eigum því harma að hefna," sagði Arnar Guðlaugs- son, þjálfari Völsungs. „Það er alveg ljóst að Þórsarar eru með Ná Völsungar að stöðva Ingólf Samúelsson og hina Þórsarana í kvöld?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.