Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990 UMSJÓN: KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR OG HJÖRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Astandið Hernámsárin, 1940-1945, voru ár sem margir unglingar dagsins í dag hefðu viljað upplifa. Lífíð hlýtur að hafa verið fjölskrúðugt, hersetu- liðið var mannmargt og varla var hægt að komast hjá mikl- um samskiptum við her- mennina. Þó var kvenþjóðin íslenska duglegri en karl- þjóðin í þeim samskiptum sem nánust voru, enda gátu þær grætt á þeim ansi marga eftirsóknarverða hluti svo sem kóka-kóla, appelsínur, silkisokka og jórturgúmmí að ógleymdum blessuðum vindl- ingunum. Dökkar hliðar voru þó til á þessum sam- skiptum, einhverjar stúlkur urðu óléttar af völdum her- Hrund Hlöðversdóttir, 18 ðra: „Erfiðir tímar fyrir fcrtœkt fólk" - Hver er þáttur þinn í þessari sýningu? „Ég er formaður kórsins. Hjör- dís Tryggvadóttir, formaður leik- félagsins, talaði við mig í haust um það hvort ekki væri sniðugt að kórinn og leikfélagið myndu vinna saman að dagskrá fyrir árs- hátíð M.A. Við í kórnum sáum um að finna lög og æfa þau en annars hafa félögin tvö unnið að öllu leyti saman að uppsetning- unni.“ - Er erfitt að setja upp svona sýningu? „Petta krefst auðvitað mikils tíma og núna undir lokin hafa verið æfingar hvern dag. En þetta er agalega gaman.“ - Er mikið sungið? „Já það má eiginlega segja að þetta sé söngleikur. Pað eru um 5 lög í sýningunni og skiptist jafnt á milli söng og leiks.“ - Heldur þú að hernámsárin hafi verið'skemmtilegur tími? „Það fór eftir því í hvaða stétt fólk fæddist. Stéttaskipting var þó nokkur svo að þetta hefur ver- ið erfiður tími fyrir fátækt fólk. Kannski hefur þetta að sumu leyti verið erfiður tími fyrir alla. En þetta hefur örugglega verið skemmtilegur tími fyrir unglinga, mikið af böllum, dátar út um allt og alls kyns nýjungar að koma eins og kókið, tyggjó og ávextir.“ - Hefðir þú viljað vera ungl- ingur á þessum árum? „Það hefði örugglega verið svolítil upplifun. Það hefur sjálf- manns án þess að vera í föstu sambandi við hann og þótti af því mikil skömm. Leikfélag og kór Menntaskólans á Akureyri settu upp viðamikla sýningu um hernámsárin á árshátíð M.A. þann 6. des- ember síðastliðinn. Þar var brugðið upp svipmyndum úr lífínu á Akureyri á þessum tíma, gefín voru dæmi um viðbrögð hinna ýmsu borgara og reynt var að gefa mynd af þeim áhrifum sem hersetan hafði á bæjarlífíð. Við kíkt- um inn á eina af seinustu æfíngum krakkanna fyrir sýninguna og fengum nokkur úr hópnum til að segja okkur frá sýningunni og hernáminu. sagt verið spennandi að hafa dát- ana og böllin þeirra. Annars er voðalega erfitt að segja til um svona.“ - Hafði koma hersins mikil áhrif á fólk? „Já, alveg rosaleg áhrif, þá alveg sérstaklega „Bretavinnan“. Það var náttúrlega ofsalega mikið atvinnuleysi áður en hernámið varð. Það hafði enginn tíma til að sinna bústörfunum á meðan „Bretavinnan" var svo að þau sátu mest á hakanum þessi ár.“ - Fáið þið góða tilfinningu fyr- ir því hvernig fólki leið við komu hersins með því að setja upp svona sýningu? „Já, maður fer að hugsa meira út í þetta. Áður var ástandið bara eitthvert ævintýri hjá íslensku kvenfólki en núna lítur maður öðrum augum á þennan tíma og fer að setja sig í spor þessa fólks.“ - Hvernig heldurðu að her- mönnunum hafi liðið þegar þeir komu hingað? „Fyrst hefur þeim örugglega fundist ísland vera algert skíta- pláss og íslendingar einhverjir sveitalubbar. En þeim fannst samt svolítið til um kvenfólkið og einn „offiser“ hjá Bretunum sagði að meirihluti íslenska kven- fólksins væri „ofboðslega falleg- ur“. Það voru sem sagt ekki bara íslensku stelpurnar sem ollu ástandinu heldur hrifust her- mennirnir líka af kvenþjóðinni." Árný Leifsdóttir, 16 ára: „Maður frœðist rosalega mlkið á þessu“ - Hvaða hlutverk hefur þú í sýn- ingunni? „Ég leik strák sem er blaðsölu- drengur og svo leik ég mennta- skólastrák sem lendir f slagsmál- um við hermann á balli.“ - Er þetta skemmtilegt? „Já, já!“ - Hvernig er undirbúningi háttað að svona sýningu? Gunnlaugur Friðrik Friðriksson, 18 ára: „Hugsunarháltur fólksins breyltist við komu hersins" - Hvers konar sýningu eruð þið að setja upp? „Þetta er sýning sem fjallar um hernámið og þá sérstaklega fyrstu tvö árin sem Bretaherinn var hér í bænum. Sýningin er í tilefni þess að nú eru 50 ár liðin frá því að ísland var hernumið og hér settist að erlent setulið. í sýningunni er stiklað á stóru um bæjarlífið þegar herinn kom í bæinn og svo aftur þegar hann Jón Þór Þorleifsson, 16 ára: vera íslenskur kven- maðuráþessumárum" - Hvað gerir þú í sýningunni? „Ég á að leika hermann. Ég er með frekar stórt hlutverk og kem oft fram. Ég verð ástfanginn af íslenskri stelpu og eignast með henni barn. Svo lendi ég í slags- málum við íslending.“ - Fengu hermennirnir slæmar móttökur hér? „Nei, ætli það. Ég býst ekki við „Við byrjuðum á því að afla okkur heimilda um hvernig ástandið var. Svo skrifuðum við niður smá texta og bjuggum til leikrit.“ - Þjónar svona uppsetning einhverjum tilgangi? „Já, maður fræðist rosalega mikið á þessu. Ég veit miklu fór. Sumt er á léttum nótum, annað ekki og er sýningunni skipt í nokkra kafla. Við tökum þess- um geysilegu umbreytingum sem voru í bæjarlífinu með ýmsum hætti, t.d. eru lesnar upp auglýs- ingar úr dagblöðum þessa tíma- bils milli atriða. Þessar auglýsing- ar, sem eru margar hverjar mjög fyndnar lýsa ágætlega hugsunar- hætti fólks þá.“ - Er þetta söngleikur eða leikrit? „Hvoru tveggja. Sýningin er unnin í samvinnu kórsins og leik- félagsins svo það er mikið sungið, svo er líka dansað.“ - Hvert er þitt hlutverk? „Ég leik bæði bóndadurg og svo reiðan menntskæling sem finnst að verið sé að stinga undan sér. Hersetuliðið hélt nefnilega ball hér og þangað var öllum stúlkum bæjarins boðið. Þetta ball olli mikilli reiði í bænum, ungir menntaskóladrengir mættu á staðinn og skráðu niður nöfn allra bæjarbúa sem mættu og birtu síðan nafnalistann í dag- blöðum.“ - Heldurðu að hugsunarháttur fólks á Akureyri hafi breyst mik- ið við tilkomu hersins? „Já, ég held tvímælalaust að að íslendingar hafi ráðist á þá með glímubrögðum. Hermenn- irnir komu áreiðanlega vel út úr þessu.“ - Hvað taka margir þátt í sýn- ingunni? „Við erum ansi mörg, hópur- inn samanstendur af stóra kórn- um, litla kórnum, ieikfélaginu og hljómsveitum. Þetta eru tugir manna því í viðbót við þetta telj- ast með tæknimenn, farðarar og annað aðstoðarfólk." - Er sniðugt að setja upp svona leiksýningu? „Já, mér finnst það. Mér finnst gott að taka fyrir hluta af öldinni á leiksýningu og þessi ár þá sér- staklega. Maður lærir mikið á þessu því að við unnum allt upp úr heimildum og þar af leiðandi hefur maður gott af þessu. Ég veit miklu meira um hernámsárin en áður og þar að auki þroskar svona vinna fólk.“ - Er erfitt að setja sig í spor Breta? „Nei, í rauninni ekki enda er ekki lagt mikið upp úr því í sýn- ingunni. Það kemur fram um það hvað þeim fannst um veruna hér.“ - Hvernig heldurðu að það hafi verið að vera unglingur á meira um þennan tíma núna en áður. Svo er þetta bara mjög gaman.“ - Heldur þú að það hafi verið gaman að vera unglinngur á hernámsárunum? „Ég veit það ekki. Það gæti hafa verið mjög erfitt vegna fátæktar. Það var fulimikil fá- tækt.“ - Hvað heldur þú að unglingar hafi gert sér til gamans á þessum tjma? „Ég hef ekki hugmynd um það! Þeir hafa sjálfsagt farið eitthvað á böll og svoleiðis. Kannski hafa þeir gert eitthvað svipað og gert er í dag.“ - Er erfitt að taka þátt í svona sýningu? „Já, maður þarf svolítið að hann hafi breyst stórkostlega. Þetta eru ein mestu umskipti sem hafa orðið í sögu þessarar þjóðar, þ.e. þegar herinn kom.“ - Eru það einungis nemendur skólans sem taka þátt í sýning- unni? „Já, það eru nemendur skólans sem taka á sig alla vinnuna við sýninguna. Leikstjórinn hjá leik- félaginu okkar, Jón Stefán leikari hjá L.A., hefur hjálpað okkur smávegis en það má segja að við höfum gert þetta allt sjálf. “ - Hefur svona sýning einhvern tilgang? „Já alveg geysilegan tilgang. Hún bæði skemmtir og fræðir. Þessi sýning er líka öðruvísi en sýningar skólaleikfélagsins hafa verið undanfarin ár. Það hefur yfirleitt verið kennaragrín með glensi og gamani en núna er þetta líka með annarlegum tóni og raunalegum blæ, þannig að þetta er kærkomin tilbreyting.“ - Viltu segja eitthvað að lokum? „Mig langar til að koma því á framfæri að ég er á móti veru bandaríska hersins á íslandi, mér finnst að hans sé ekki þörf í dag. Mín skoðun á hernum er sú að þetta séu bara drápstól.“ þessum árum? „Það hlýtur að hafa verið erfitt. Unglingar voru undir mikilli pressu frá yfirvöldum og foreldrum og voru oft sendir út í sveit svo að þeir yrðu ekki fyrir áhrifum frá hernum. Unglingar máttu ekki umgangast hermenn- ina og fengu ekki að fara á böllin þeirra.“ - Töldu fullorðnir að hermenn hefðu slæm áhrif á unglinga? „Já, manni virðist það a.m.k. af þeim auglýsingum og tilkynn- ingum frá yfirvöldum sem ég hef lesið.“ - Hefðir þú viljað vera ungl- ingur á hernámsárunum? „Ég hefði frekar viljað vera íslenskur kvenmaður á þessum árum því að það var nóg að gera hjá þeim. Það hefur líka verið nokkuð frjálslegt að vera breskur dáti hér.“ - Hvað gerðu unglingar á þessum árum? „Stelpurnar sóttu náttúrlega böllin og þá voru strákarnir með móral út í hermennina, sem er ósköp eðlilegt. Strákarnir voru kannski ekki á móti sjálfu stríð- inu heldur var þeim illa við að verið væri að ræna frá þeim píun- um.“ i leggja á sig. Það þarf alltaf að mæta á réttum tíma á æfingar og passa sig á að vera ekki með nein fíflalæti heldur einbeita sér að þessu. Það þarf að setja sig inn í persónuna sem maður er að leika.“ - Hvernig heldur þú að ís- lensku strákunum hafi liðið innan um dátana? „Þeir voru svolítið hlunnfarnir, og gellurnar þeirra hafa oft verið teknar frá þeim.“ - Hvernig hafði hersetan áhrif á líf fólks? „Ég hugsa að fólk hafi svolítið þurft að horfast í augu við raun- veruleikann um það sem var að gerast í heiminum. Svo komu margar nýjungar sem máttu alveg koma, eins og t.d. kókið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.