Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990
1
fréttir
99
Kristnesspítali tekur í notkun hluta nýbyggingar:
Hátíðardagur fyrir vistmenn og starfsfölk“
- sagði Bjarni Arthúrsson í vígsluræðu sinni
„Dagurinn í dag er mikill há-
tíðardagur fyrir vistmenn og
starfsfólk Kristnesspítala, há-
tíð sem við höfum lengi beðið
eftir með mikiili tilhlökkun.
Draumur okkur um bætta að-
stöðu fyrir skjólstæðinga okk-
ar er orðinn að veruleika og
við höfum fengið viðbrögð
þeirra sem hér dvelja sem sýna
að vel hefur til tekist með
endurbætur og nýframkvæmd-
ir. En við eigum okkur enn
stærri draum sem birtist í áætl-
un um frekari viðbyggingar og
endurbætur sem ætlað er að
gera spítalann að helstu endur-
hæfíngarstofnun utan Reykja-
víkursvæðisins,“ sagði Bjarni
Arthúrsson, framkvæmda-
stjóri Kristnesspítala, þegar
hluti nýbyggingar við spítalann
var vígður formlega í fyrradag
Endurvinnslan:
Fleiri opn-
unardagar
fyrir jól
Endurvinnslan hf. við KA
heimilið, þar sem tekið er á
móti öl- og gosdrykkjaumbúð-
um, verður opin í dag frá kl.
13 til 17. Sami opnunartími
gildir fyrir næstkomandi laug-
ardag en þessar opnanir bæt-
ast við venjulegan opnunar-
tíma. í næstu viku verður opið
frá kl. 10-17 alla daga nema
föstudag þegar opið verður til
16. Fólki er bent á að opið er í
hádeginu þessa daga og að á
milli jóla og nýárs verður
lokað. (Fréttatilkynning.)
að viðstöddum fjölda gesta.
Að þessu sinni voru vígðir
tveir nýir borðsalir fyrir vistmenn
svo og setustofur. Bjarni rakti í
ávarpi sínu aðdraganda að þess-
ari byggingu og sagði að fram-
kvæmdir hefðu hafist árið 1987,
fyrst með byggingu stiga og lyftu-
húss en ári síðar var byggð
þriggja hæða viðbygging sem ætl-
að er að hýsa borðsali og setu-
stofur á efri hæðum en í kjallara
verður sundlaug í framtíðinni.
Byggingu hennar er ekki lokið.
f>að rými sem nú var tekið í
notkun er um 450 fermetrar að
stærð og breytir það miklu fyrir
starfsemina á spítalanum. Bjarni
vék að áætlun um framkvæmdir á
næstu árum og sagði fyrir liggja
að ljúka við sundlaugina en vænt-
anlega verði hafist handa við
endurbætur legudeildar um mitt
næsta ár, síðan verði byggt yfir
sjúkraþjálfun, stjórnunarskrif-
stofur og læknaskrifstofur en
mötuneyti spítalans færist síðan í
núverandi skrifstofuhúsnæði.
„Það er því mikið starf framund-
an við nýsköpun spítalans," sagði
Bjarni.
í ávarpi framkvæmdastjórans
kom fram að á núgildandi verð-
lagi nemur kostnaður við nýbygg-
inguna um 45 milljónum króna.
Hann sagðist reikna með að
kostnaður við þá áfanga sem eftir
eru nemi um 25 milljónum.
Séra Hannes Örn Blandon blessaði hið nýja húsnæði sem Kristnesspítali hef-
Ur nú tekið í notkun. Myndir: JÓH
Fjöldi gesta var við vígsluhá-
tíðina, þeirra á meðal Guðmund-
ur Bjarnason, heilbrigðisráð-
herra, Guðmundur G. Þórarins-
son alþingismaður og formaður
stjórnar Ríkisspítalanna, svo og
nokkrir þingmanna kjördæmisins
en gestum var boðið að skoða sig
um á spítalanum að vígslunni
lokinni. JÓH
Hluti gesta í hinni vistlegu setustofu á neðri hæð nýbyggingarinnar við Krist-
nesspítala.
Þingeyjarsýsla:
Atvimmþróunar-
félag stoftiað
- Iðnþróunarfélagið lagt niður
Iðnþróunarfélag Þingeyinga
heldur aðalfund sinn nk.
mánudag og verður síðan lagt
niður frá og með þeim degi, en
fundurinn verður jafnframt
undirbúningsstofnfundur
Bæjarstjórn Ólafsljarðar um kvótaúthlutun til smábáta:
Vegið að rótgróiimi smábátaútgerð í Ólafsfirði
Á fundi bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar í vikunni var samþykkt
samhljóða ályktun þar sem lýst
er þungum áhyggjum af úthlut-
un veiðiheimilda til smábáta í
Ólafsfírði. Ályktunin er svo-
hljóðandi:
„Bæjarstjórn Ólafsfjarðar lýsir
áhyggjum sínum vegna nýafstað-
innar úthlutunar veiðiheimilda til
smábáta í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn álítur að með
Skiptafundir í Skagafirði:
Fyrstu fimdir í
Melrakka og Fomósi
Fyrstu skiptafundir voru
haldnir í þrotabúum fóður-
stöðvarinnar Melrakka og
eldisstöðvarinnar Fornóss á
Sauðárkróki sl. fímmtudag.
Lögð voru fram gögn og Jó-
hannes Sigurðsson sem verið
hefur bústjóri beggja þrota-
búanna var skipaður skipta-
stjóri og var honum falið að
koma eignum í verð og inn-
heimta útistandandi kröfur.
Á skiptafundi þrotabús Mel-
rakka var samþykkt að inn-
heimta kröfur hjá viðskipta-
mönnum með þeim skuldbreyt-
ingum sem staðið hafa yfir og
koma skuldabréfunum í verð,
bæði þau sem eru með og án
ríkisábyrgðar og var skipta-
stjóra falið það. Næsti skipta-
fundur verður þann 11. janúar.
Á skiptafundinum í þrotabúi
Fornóss voru m.a. bókuð ein
mótmæli við kröfuskrá. Skipta-
stjóra var síðan veitt heimild til
að kanna mögulega málsókn á
hendur íslandsfiski hf., en frá
þeim kom tilboð í fisk Fornóss í
ágúst sl. og því var aldrei rift
formlega. Næsti skiptafundur í
Fornósi verður einnig þann 11.
janúar. SBG
þessari úthlutun sé vegið að rót-
gróinni smábátaútgerð í Ólafs-
firði þar sem ljóst er að skerðing
frá viðmiðun er að meðaltali ekki
undir 25%.
Málið er mun alvarlegra sakir
þess að viðmiðunarárin voru
mjög slök hjá Ólafsfjarðarbátum
vegna slæms árferðis í sjónum
undan Norðurlandi.
Ef fer sem horfir mun fjöldi
manna sem haft hefur lífsviður-
væri sitt af smábátaútgerð í
Ólafsfirði neyðast til að snúa sér
að öðru.
Að hverju veit enginn sem
stendur.
Bæjarstjórn skorar því á yfir-
völd sjávarútvegsmála að endur-
skoða úthlutunarreglur á þann
hátt að tillit verði tekið til gífur-
legs aðstöðumunar landshlut-
anna hvað varðar sóknarmögu-
leika og aflaviðmiðun og lagfæra
ýmsa augljósa agnúa á úthlutun
veiðiheimilda til smábáta.“ óþh
Atvinnuþróunarfélags Þingey-
inga.
Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi,
sagði að starfsvettvangur hins
nýja félags yrði báðar Þingeyjar-
sýslur, frá Vaðlaheiði til Langa-
ness. Sagði hann að þau viðbrögð
við stofnun félagsins sem borist
hefðu væru jákvæð, en málið
hefði ekki verið afgreitt enn í öil-
um sveitarfélögum. Á fundinum
verður kjörin stjórn sem inn-
heimta mun hlutafé og boða síð-
an til stofnfundar, væntanlega í
janúar. Ásgeir sagðist ætla að
bera fram tillögu á fundinum um
að félagið héti Hagþróunarfélag
Þingeyinga, þar sem að félagið
ætti að efla hag og hagsæld í sýsl-
unni sem síðan hefði jákvæð
áhrif á atvinnuþróunina.
Vill Ásgeir beina því til áhuga-
fólks um atvinnumál að allir eru
velkomnir á fundinn og að þar
verða mörg áhugaverð mál á
dagskrá. Fundurinn verður hald-
inn 17. des. á Hótel Húsavík, 4.
hæð, og hefst kl. 13. IM
Bæjarstjórn Neskaupstaðar:
Vinmibrögðum forsvarsmaima
Þjóðleikhússins mótmælt
- leikhúsið neitar að sýna „Næturgalann“ utan Reykjavíkur
Þjóðleikhúsið hefur auglýst
sýninguna „Næturgalinn“ sem
sýningu fyrir grunnskóla
landsins. Þó er ekki gert ráð
fyrir því að farið verði með
sýninguna lengra en í grunn-
skóla Reykjavíkur og nágrenn-
Þessu hefur Bæjarstjórn
is.
Neskaupstaðar mótmælt.
í bréfi sem Ásgeir Magnússon,
bæjarstjóri, sendi þjóðleikhús-
stjóra, menntamálaráðherra og
fjölmiðlum kemur fram að for-
maður menningarmálanefndar
Neskaupstaðar spurðist fyrir um
hvenær þessi sýning fyrir „grunn-
skóla landsins“ yrði í grunnskól-
um á Austurlandi. Hann fékk
þau svör að ekki væri gert ráð
fyrir sýningum utan grunnskóla í
Reykjavík og nágrenni.
„Bæjarstjórn Neskaupstaðar
mótmælir harðlega þessum vinnu-
brögðum og bendir á að Þjóð-
leikhúsið er ríkisstofnun og ber
sem slíkri að leitast við að veita
íbúum landsins sem jafnasta
þjónustu,“ segir í ályktun frá
bæjarstjórn.
Bæjarstórn Neskaupstaðar
minnir einnig á yfirlýsingar for-
svarsmanna Þjóðleikhússins um
að meðan endurbygging leikhúss-
ins standi yfir verði tíminn notað-
ur til að stórauka sýningar á
landsbyggðinni. SS