Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 21

Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 21
Saga þjóða er einn af hornsteinum menningar þeirra. Þetta er alkunn stað- reynd, og yfirleitt viðurkennd, a.m.k. í orði. íslendingar hafa stundum verið nefndir söguþjóðin, og er þá vitnað til almenns áhuga á íslandssögunni, ís- lendingasögum, sagnaritun, ættfræði og almennri söguhefð. Nú er þaö viðurkennt að saga er nauðsynleg námsgrein í skólum. Skyldunámið felur í sér kennslu um helstu merkisatburði íslandssögunnar, svo sem sjálfsagt og eðlilegt er, en minni áhersla er lögð á að kynna lífskjör og hugsunarhátt kynslóðanna á hinum ýmsu tímum. Sú staðreynd gefur tilefni til að staldra við og huga örlítið að þess- um málum. Kennarar vita að mikilvægt er að vekja áhuga nemenda á námsefni, eigi vel að ganga. Þá er ekki síður nauösynlegt að tengja efnið við nútímann eða raunveru- leika nemenda, og gildir það ekki síst í grein eins og sagnfræði. Þeim sem steypa sér út i sögugrúsk af aivöru verða almenn lífskjör, aöbúnaður og staðhættir fólksins í landinu oft fullt eins ofarlega í huga og svonefndir merkis- viðburðir íslandssögunnar. Ættfræði er sá þáttur sögunnar sem mikilvægt er að kynna nemendum snemma á skólagöngu. íslendingar eru svo lánsamir aö eiga góðar ættfræði- heimildir og merka fræðimenn á þvi sviði. Ekki er vist að öll sú vinna sem lögð hefur verið í ættfræði á þessari öld verði metin að verðleikum af núlifandi kynslóðum, það á tíminn eftir að leiða í Ijós. Hitt er annað mál, að sorglegt er til þess að vita hversu foreldrar og jafnvel afar og ömmur vanrækja stundum að fræða börnin um „gamla daga.“ Alþekkt er dæmið um barnið sem vissi ekki bet- ur en að á landnámsöld hefði verið raf- magn á öllum bæjum, og fólkið hefði stytt sér stundir við að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp. Þetta dæmi er kannski öfgakennt, en hvernig er hægt að ætlast til að börn viti það sem þeim hefur aldrei verið sagt? Á tímum stór- stígra framfara, menningarbyltinga og lífskjarabreytinga er mikilvægt að fræðsla um fortíðina fari ekki forgörðum. Börn lesa ekki fræðirit sem ætluð eru fullorðnu fólki, þess vegna er það hlut- verk uppalenda, kennara og foreldra, að veita nauðsynlega fræðslu, fara með börnin á minjasöfn og síðast en ekki síst, vekja með þeim lifandi áhuga á sögunni. Skólakerfið er þannig úr garði gert að takmarkaður tími gefst til að sinna þátt- um eins og þeim sem hér er minnst á. Það kemur því í hlut fjölskyldnanna að veita stóran hluta af þjóðlegri fræðslu. Á hverju heimili ættu að vera til aðgengileg rit um íslandssöguna, en ekkert kemur þó í stað lifandi frásagnar eldri kynslóða. Með því að sá frækorni reynslunnar í barnshugann á slíkan hátt er oft hægt að vinna meira gagn en þykkar kennslu- bækur fá megnað. Egill H. Bragason Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 21 Akureyringar og nærsveitamenn: Hræringu. __________ súru slátri - ný bók eftir Stefán Þór Sæmundsson. ★ Ástir og óskapnaður. ★ Átök og gamanmál. Bókin fæst í Bókabúð Jónasar Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga og undirbúningsstofnfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. verður haldinn á Hótel Húsavík, 4. hæð, 17. des. kl. 13.00. Venjuleg aðalfundar- og stofnfundarstörf. Iðnþróunarfélag Þingeyinga. 8 FRAMSÓKNARMENN |||| AKUREVRI Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90 sunnudaginn 16. desember kl. 17.00. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. SBA SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR S/F Akureyri-Mývatn-Akureyri um jól og áramót 1990 Frá Akureyri Frá Reynihlíð 20. desember ’90 kl. 20.00 .............. 21. desember ’90 kl. 20.00 kl. 08.00 28. desember ’90 kl. 14.00 kl. 17.00 02. janúar ’90 ............... kl. 08.00 Upplýsingar og farpantanir Umferðamiðstöðin s. 24442 og Hótel Reynihlíð s. 44170. Símar í áætlunarbíl 985-27183 eða 985-22037. Auglýsendur •Svpnjwwif V OO’ll 'ÍH J!Jfy■‘oSuisfjStw ujatjs jvpv vjuvd QV pV(j QVJÍjJvSpij l 'VJVAJlJ&f vSvp vfl Q3W vjuvd QV fiv(f jtj So jvSutsfjSnv ijjsjjs JVjjy •Svpnjwwtf v 00'PI •jjj jtj jnjsdjfvjtjjs Jd v(j 'QvjqjvSjaij t vwau ‘SvpnfvSjn juff uutSvp OO’ll ’M W ja vSutsfjSnvvws vqa pptajq v (uta qj) vjjjvp vfz tua was vSutsfjSnv jnjsajfvjtjj œjr auglýsingadeild Stmi 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.