Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 9
oeer isdmsgsb .5t iiupsb'íeoiíBJ ~ F5UÐAÖ - 8 Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 9 Ur gömlum Degi Hér koma nokkrar fréttir úr i sæddar með sæði úr holdanaut- Degi á árum áður. Þar má m.a. sjá að Eyfirðingar hafa haft áhuga á Galloway nautum 1962 en það kyn er nú sem kunnugt er ræktað í Hrísey. Einnig fylgja með krassandi sögur úr sveitinni og fleiri fréttir eftir því sem pláss leyflr. Hundar bíta og skotið á fólk í Degi 19. september 1962 birtist svohljóðandi frétt: „Á Draflastöðum í Fnjóskadal búa hjónin Kristín Jónsdóttir og Sigurður Karlsson. Það bar við sl. fimmtudag, að sonur þeirra hjóna, Jón að nafni, er var að vinna með dráttarvél, brenndist illa á hendi og fæti. Var hann nýlega búinn að setja benzín á vélina og kviknaði utan á tanknum. Jóni tókst með snar- ræði að losa benzíntankinn frá og bjarga með því vélinni. En við það brenndist hann, og mun hann verða nokkrar vikur að gróa sára sinna. Þá bar það við síðar um daginn, að vikadrengur þar á bænum ætlaði að skilja hunda, er komnir voru í hár saman, en þeir bitu hann og særðu á þrem fingr- um svo að mikið blæddi úr. Og enn gerðist það svo úti á engjum þennan dag, þar sem heimilisfólkið var að snúa heyi, að jeppabíll staðnæmdist austan árinnar, gegnt Draflastöðum. - Höfðu ferðamenn skotvopn og skutu öflugri kúlu til fólksins. Lénti hún milli þess^ hafnaði skammt frá og tætti upp jörðina, svo sem stórar kúlur gera. En um leið og skotið reið af, kastaði drengur sá, er fyrr var nefndur og hundarnir bitu, sér niður. Þegar skotmenn sáu „mannfallið“ urðu þeir felmtri slegnir og óku snar- lega burt. - Mun þetta ráð drengsins ef til vill hafa komið í veg fyrir fleiri skot og jafnvel slys. Segi menn svo, að aldrei gerist neitt í sveitinni." Kemur fyrsta holdanautið norður í vor? Þannig spyr Dagur 28. nóvembcr 1962 og skulum við grípa niður í fréttina: „Nú hefur það hinsvegar gerst, <og búnaðarsamböndin í Árnes- og Rangárvallasýslu hafa fengið leyfi til þess hjá Búnaðarfélagi íslands, að sæddar verði kýr á þessum svæðum í einn mánuð frá Laugardælum, þar sem hin skozk- ættuðu holdanaut eru frjógjafar. Búist er við að um 200 kálfar fæð- ist af þessari tilraun. Nautkálfarnir verða aldir, sem holdanaut, en kvígurnar e.t.v. unum og þannig haldið áfram koll af kolli. Hálfblendingarnir eru í fyrsta ættlið um 25% Gallo- way, en þurfa að vera um 40% eða meira til þess að eiginleikar þessa holdakyns njóti sín sæmi- lega vel. Holdanautin syðra eru nú orðin talin að fimm áttundu hlutum Gallowaystofn. Deilt hef- ur verið um það, hvort íslenzkum bændum væri til þess treystandi að halda stofnunum hreinum. Fyrir þrem árum sóttu Eyfirð- ingar um að fá eitt holdanaut til notkunar í héraðinu en var synj- að af Mæðiveikivörnunum. En samband nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði (SNE) hefur fullan hug á að hefja þessa tilraun hér. Munu samtök þessi eiga bola einn af margnefndu holdakyni suður í Gunnarsholti, og er von til þess að hann fáist fluttur norð- ur í vor og gætu þá sæðingar haf- ist hér, eins og sunnan fjalla, og þar með tilraun nýrrar frarn- leiðslugreinar hjá eyfirzkum bændum." Fornir fjandar komnir á stúfana Hér kemur ein gömul og þjóðleg frétt úr Degi 19. mars 1921: „Mörg og mikil tíðindi gerast nú með þjóð vorri, sum eru þau náttúrleg, en fleiri þó ónáttúrleg. Ein af hinum ónáttúrlegri er draugagangur sá hinn mikii, sem ,upp hefir komið í þessu kyrrláta og friðsæla héraði og byrjaði 2. febrúar sl. með dunum og dynkjum. Svo ramrht kveðúr að fjanda þessum, að meinlausir dalabændur fá ekki frið í húsum inni eftir dagsetur. Enn hefir ekki almenningi lánast að glöggva sig á, hverju firn þessi sæta. Skyggn- ir menn þykjast hafa séð forynjur tvær á ferð unt héraðið, hafa þær verið all ófrýnilegar ásýndum og látið mjög svo ófriðlega, að ein- stökum mönnum, helzt þeim sem í virðingarstöðum standa. Gömlum mönnum hefir hug- kvæmst, að hér mundu fornir fjandar komnir á stúfana, - þau Lalli og Skotta - og fartæki þeirra væri húðin Þorgeirsbola." Þessi óvenjulega frétt birtist án nánari skýringa undir fyrirsögn- inni: Undan fjöllum. Kappát í kommúnistafélagi I Degi 26. mars 1952 er sagt frá því að nemendur í Mennta- skólanum á Akureyri hafi ekki fengið að „taka þátt í kappáti í kommúnistafélagi“ og er vitnað í frétt í Þjóðviljanum. Hér kemur kafli úr frétt Dags: „Þjóðviljinn hefur birt árásar- grein á Þórarin Björnsson skóla- meistara og sakað hann um „mannréttindaskerðingu" o.fl.. Vímulaus áramótagleði verður haldin í Húsi aldraðra 29. desember. Boðið verður upp á mat, skemmtiatriði og dans. Miðaverð kr. 1.200,- Þeir sem haga áhuga hafi samband við skrifstofu SAAN til skráningar sem fyrst. Miðar verða afhentir frá kl. 17-19 á skrifstofunni dag- ana 20. og 21. des. Skráning og nánari uppl. í síma 27611. SÁÁN. Dagur krufiir lt>»n,«lu[»jóna lajiftar fyrir dúniMóliuia 'y;r*__________ Ofemju miúl nfrarúhkis ÓDÝRIR HVÍLDARSTÓLAR Mauuaskipii lijá Saiiiliaiuliiiii fyrir að neita heimavistarnem- endum M.A. um leyfi til að sækja skemmtun Æskulýðsfylkingar kommúnista hér eftir lokunar- tíma heimavistarinnar. Tilefni þessa upphlaups er að reykvískur kommúnisti að nafni Ingi Helgason kom hingað til þess að hressa upp á starfsemi ungliðafélags kommúnista. Var af því tilefni haldið kaffikvöld. Var eitt helzta skemmtiatriðið þar „kappát“ milli Æskulýðsfylk- ingarinnar og eldrideildar komm- únistasafnaðarins, að því Þjóð- viljinn hermir. Þessa virðulegu samkomu vildu einhverjir heima- vistarnemendur sækja, en leyfi fékkst ekki, sem fyrr segir. Skólameistari hefur sagt blað- inu, að neitun um leyfi í þetta sinn hafi ekki verið nein undan- tekning, heldur sé jafnan synjað umsóknunt um leyfi til þess að sækja kvöld- og næturskemmtan- ir í bænum, enda mundi enginn endir á slíkum leyfum, ef byrjað væri að veita þau. Frásögn Þjóð- viljans væri því byggð á röngum forsendum og að engu hafandi. Sér hafi ekki verið kunnugt um neitt sérstakt hátíðahald og hinn reykvíska kommúnista hafði skólameistari ekki heyrt nefndan fyrr en hann las ummæli hans í Þjóðviljanum." Kaldastríðsandinn er þarna mjög áberandi og kommagrýlan á hverju strái. En ætli þessi reyk- víski kommúnisti hafi verið sjálf- ur Ingi R. Helgason? SS Hvíldarstólar með skammeli, verð aðeins kr. 28.970,- stgr. Leðurklœddir ó slitflötum. Litir: Svart, brúnt og grótt. HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÖSTHÖLF 266 602 AKUREYRI SÍMI (98)21410 ÓGLEYMANLEG BÓK UTGEFANDI: STOFN DREIFING: VAKA-HELGAFELL Blá augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóöar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir renna saman i eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar með bláu augun. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumáliö fjöl- skrúöugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. DLÁ AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson varó þjóðkunnur þegar bók hans Fátækt fólk kom út. Nú kemur hann enn á óvart meó skáldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. TRYGGVI EMILSSON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.